Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU HINAR nýju höfuðstöðvar íslenzkra sjávarafurða við Sigtún. 2.500 fermetra hús byggt á rúmum fimm mánuðum FRETTIR: EVROPA Utanríkisráðherra ESB Stefnt að stór- auknu samstarfi við Bandaríkin ÍSLENZKAR Sjávarafurðir hf. hafa nú flutt starfsemi sína í ný húsa- kynni við Sigtún í Reykjavík. Bygg- ingin er um 2.500 fermetrar að stærð á tveimur hæðum og kjallara og eru aðeins sjö mánuðir liðnir frá því að fyrstu frumdrög að bygging- unni lágu fyrir og flutt er inn í hana. Kristinn Lund, formaður byggingamefndar hússins, segir alia, sem að byggingunni komu, hafa lagzt á eitt til að hún gengi hratt og vel fyrir sig og séu stjórn- endur og eigendur íslenzkra sjávar- afurða mjög ánægðir með árangur- inn. Upphaf byggingarsögunnar er að Samvinnulífeyrissjóðurinn lét byggingu sína að Kirkjusandi í makaskiptum við íslandsbanka um síðustu áramót. íslenzkar sjávaraf- urðir áttu fjórðu hæðina á Kirkju- sandi, en fyrir lá loforð frá IS um að ekki yrði staðið í vegi fyrir því, að húsið yrði selt í einu lagi ef hagkvæmt kauptilboð fengist. Margir kostir skoðaðir „Þá hófst mikill darraðadans og vildu mörg bæjarfélög fá starfsemi ÍS til sín,“ segir Kristinn. „Meðan á því stóð leituðum við jafnframt Islenzkar sjávar- afurðir í nýtt hús- næði við Sigtún eftir húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu og voru fjölmargir kostir skoð- aðir, svo sem kaup á húsi, leiga og húsbygging. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS hafði þá meðal annars fengið auga- stað á lóðinni við Sigtún milli As- mundarsafns og Blómavals. í lok febrúar var farið á fund Arkitekta sf. við Skógarhlíð og gerðu þeir frumskissur að nýju húsi á lóðinni við Sigtún. þá var farið á fund borg- arstjóra og kannað hvort lóðin væri fáanleg. Viku síðar voru þrír kostir lagðir fyrir stjórn Islenzkra sjávar- afurða. Það voru nýbygging við Sigtún óg kaup á húsnæði í Hafnar- firði eða Garðabæ. Á stjómarfundi 7. marz var samþykkt að byggja við Sigtún. Sótt var formlega um lóðina við Sigtún og farið af stað með að fullteikna húsið. Samið var við Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen um verkfræðiþjónustu og síðan leitað tilboða í byggingu húss- inins hjá fjómm stærstu aðilunum í húsbyggingum á höfuðborgar- svæðinu. I þeim fólst að íslenzkar sjávarafurðir gætu flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði þann 28. sept- ember. Fýrsta nóvember á að skila miðbyggingu hússins og endanleg verklok eiga að vera um miðjan desember. Tilboðin vora opnuð í byqun apríl og 12. apríl var skrifað undir samning við Ármannsfell hf. 'og fyrsta skóflustungan af bygg- ingunni tekin sama dag. Framkvæmdir hófust 15. apríl Þann 15. apríl voru framkvæmd- ir hafnar en þá var búið að ráða Þorkel Erlingsson hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen, sem byggingarstjóra, en Arkitektar sf. unnu að framkvæmdinni ásamt honum og Ármannsfelli. Við eigum Arkitektum sf. Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- odddsen, Ármannsfelli auk fjöl- margra undirverktaka mikið að þakka að svona vel hefur gengið. Svona stórt hús hefur tæpast áður verið byggt á fimm og hálfum mánuði. Starfsmenn Reykjavíkur- borgar hafa staðið mjög vel að þessu máli með okkur. Án einstakr- ar lipurðar af þeirra hálfu, hefði bygging húsins aldrei gengið jafn- vel og raunin varð,“ segir Kristinn Lund. „Þrátt fyrir ágæt tiltaoð um kaup á húsnæði í Garðabæ eða Hafnar- firði sýndu kostnaðarútreikningar að ekki yrði dýrara að byggja í Sigtúni og bendir ekkert til annars nú, en að sú verði raunin. Þar fengi fyrirtækið ennfremur hús sérsniðið að sínum þörfum á einum fegursta stað borgarinnar. Sömuleiðis full- yrtu hönnuðir hússins að hægt væri að byggja á þetta skömmum tíma,“ segir Kristinn. Kostur að byggja á bezta tíma Hann segir að mikill kostur sé að byggja á þessum bezta tíma, frá vori til hausts, þegar veður hamli ekki framkvæmdum. Þá sé af því töluverður sparnaður að byggja af miklum hraða, þannig sparist út- gjöld vegna húsnæðis á öðrum stað og fjámagn liggi ekki bundið í ónot- aðri eign. ÖIl framkvæmd hafi ver- ið vel skipulögð af öllum sem lögðu hönd á plóginn og það hafi ráðið miklu. Grunnflötur hússins er um 1.000 fermetrar á tveimur hæðum og kjallari undir upp á 500 fermetra. Alls er gólfflötur því um 2.500 fer- metrar. Um 50 starfsmenn era nú starfandi í hinum nýju höfuðstöðv- um ÍS, þar sem öll aðalstarfsemi fyrirtækisins fer fram. Auk þess reka ÍS um 4.000 fermetra vörahús við Holtabakka og Þróunarsetur á Kirkjusandi, sem er um 800 fer- metrar. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópu- sambandsins hittust á fundi í Lúxem- borg í gær og var þar rætt um hug- myndir framkvæmdastjómarinnar varðandi framtíðar samstarf ESB og Bandaríkjanna. Þann 3. desember verður leiðtogafundur ESB og Bandaríkjanna haldinn í Madrid og stendur þá til að undirrita samkomu- lag um víðtækt samstarf á fjölmörg- um sviðum. Hefur það verið eitt meginverkefni Spánveija, á meðan þeir hafa verið í forystu ráðherrar- áðsins, að leggja drög að endurnýjuð- um samskiptum ríkjanna. Heimildir herma að á fundinum hafi utanríkisráðherrarnir skipst í tvær fylkingar. Þjóðveijar, Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin hafi verið hlynntir mun nánari samvinnu við Bandaríkin en Frakkar, Belgar, Grikkir og Austurríkismenn haft efa- semdir um ágæti slíks. „Það var yfirgnæfandi meirihluti fyrir því að stokka upp samstarfið við Bandaríkin en skoðanir voru skiptar þegar kom að fijáisum við- skiptum og tollalækkunum," sagði einn stjórnarerindreki. Þáttur Kinkels Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, er sagður hafa beitt sér sérstaklega á fundinum og haldið tilfinningaþrangna ræðu um mikil- vægi samstarfsins við Bandaríkin. „Þetta samstarf er of mikilvægt til að hægt sé að ræða það út frá þröngu sjónarhorni," er haft eftir honum. í tillögum sem framkvæmda- stjórnin lagði fram á fundinum er meðal annars að fínna tillögur um YFIRLÝSINGAR fjármálaráðherra Evrópusambandsins um að staðið verði við fyrri áætlanir varðandi efnahagslegan og peningalegan sam- rana Evrópuríkja (EMU) gætu að mati fjármálasérfræðinga leitt til aukinnar spákaupmennsku á pen- ingamörkuðum. Á fundi fjármálaráðherra sam- bandsins í Valencia á Spáni um helg- ina var samþykkt að skilyrði Ma- astricht-sáttmálans yrðu túlkuð strangt og að staðið yrði við áform um að taka upp sameiginlegu mynt- ina árið 1999. Margir hagfræðingar telja hins vegar að ekki sé hægt að ná báðum þessum markmiðum. „Það verður ekki hægt að uppfylla bæði þessi skilyrði þegar að því kem- ur,“ segir Holger Schmeiding, al- þjóðahagfræðingur hjá Merril-Lynch í Frankfurt. Eins og stendur uppfylla einungis Þýskaland og Lúxemborg skilyrði Maastricht og á fundinum í Lúxem- borg samþykktu ráðherramir að tek- ið yrði mið af hagtölum ársins 1997 náið samstarf á sviði öryggismála, efnahagsmála, lagamála og í stjórn- málum. Kinkel sagði Þjóðveija styðja hvert einasta orð í tillögum framkvæmda- stjórnarinnar. Það væri nauðsynlegt að stefna áfram að fijáisari viðskipt- um og gera úttekt á kostum og göll- um fríverslunarsvæðis ESB og Bandaríkjanna. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, tók undir með Kin- kel og sagði þetta vera mikilvægasta málefnið fyrir ÉSB á alþjóðavett- vangi í dag. Hvatti hann til að einn- ig yrði tekið upp aukið samstarf varðandi baráttuna gegn eiturlyfjum og skipulagðri glæpastarfsemi. Andstaða Frakka Hervé de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði hins vegar ekki tímabært að ræða toilalækkanir eða gera úttekt á fríverslunarsvæði er næði til ESB og NAFTA. Leon Brittan, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjóminni hvatti ráðherrana til að samþykkja tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Notaði hann ekki orðið „fríverslunar- svæði“ heldur „efnahagssvæði" er hann ræddi möguleika á nánara við- skiptasamstarfi. Er það sökum þess að „fríverslunarsvæði“ falla undir ákveðnar skilgreiningarreglur sam- kvæmt GATT-samkomulaginu og er svigrúmið því meira ef fjaliað er um „efnahagssvæði". Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, er stjómaði fundinum, sagði skoðanir hafa verið skiptar en að samkomulag myndi nást. þegar ákvörðun verður tekin um aðild að sameiginlega gjaldmiðlinum. Vandinn sem líklega kemur upp er að mikilvæg ríki munu að öllum líkindum ekki uppfylla öll skilyrði Maastricht og nefna flestir Frakk- land í því sambandi. Fjárlög þau sem franska stjómin lagði fram í síðasta mánuði eru talin skref í rétta átt og Frakkar hafa heitið því að árið 1997 verði fjárlagahalli ekki yfir 3% af vergri landsframleiðslu. Fjármálasérfræðingar segja hins vegar að meira verði að koma til. í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Goldman Sachs í Frankfurt er því spáð að ef félagslega kerfið í Frakk- landi verði ekki stokkað upp muni reynast ómögulegt að ná fram mark- miðum Maastricht. Annað ríki ;Bem vafamál er hvort leyfa eigi að taka þátt er Belgía en skuldir hins opin- bera nema þar 130% af landsfram- leiðslu á meðan Maastricht setur skilyrði um 60%. Þá telja margir að Ítalía hafi þegar verið afskrifuð sök- um hins mikla fjárlagahalla. Morgunblaflið/Ásdís FLUTT var inn í nýja húsið um helgina. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ ✓ Viltu margfalda lestrarhraöann og aíköst í námi? / Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? / Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra spuminga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestramámskeið. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. t-IRAtDlJESTTtARSKiÓIJINÍV Reuter MALCOLM Rifkind og Javier Solana ræðast við á léttu nótunum fyrir fundinn í Lúxemborg í gær. Hætta á spákaup- mennsku vegna EMU Brussei. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.