Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, langafi og langalangafi, ÖGMUNDUR ÓLAFSSON vélstjóri, frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést föstudaginn 29. september. Margrét Ögmundsdóttir, Ólafur Ögmundsson, afi, Agúst Ogmundsson, Guðbjörg Ögmundsdóttir, Sigurbjörn Ogmundsson, Málfríður Öjgmundsdóttir, Þóra Björg Ogmundsdóttir, Jón Ögmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Jón Guðlaugsson, Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Þórunn Traustadóttir, Guðni Gestsson, Hrefna Víkingsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson, Sævar Guðmundsson, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, STURLAUGUR KRISTINN DANIVALSSON, Suðurgötu 12, Keflavík, andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík föstu- daginn 29. september. Vilhelmína Hjaltalín, Inga Ragnarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Sigursteinn Jónsson, Rudoiph B. Þórisson, Áslaug Sturlaugsdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir, Ólína Kristinsdóttir, Stefán Stefánsson og barnabörn. Stefanía B. Bragadóttir, Ómar Ingvarsson, Óskar Valur Óskarsson, + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA JÓNSDÓTTIR, húsmóðir i Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Hraunbúð- um í Vestmannaeyjum 30. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Viglundsdóttir, Friðrik Ragnarsson, Hrefna Víglundsdóttir, Víglundur Þór Víglundsson, Jóna S. Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar. tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓNSSON kaupmaður, Skipholti 32, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, miðvikudaginn 4. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Kristskirkju, Landakoti. Guðrún Kristinsdóttir, Birgir Halldórsson, Halldór Björnsson, Guðrún Ruth Viðarsdóttir, Guðrún P. Björnsdóttir, Þorvaldur Björnsson, Viola Pálsdóttir, Kristinn Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, systir og amma, VALDÍS VALDIMARSDÓTTIR frá Stangarholti, til heimilis í Eyjabakka 3, Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 26. september si., verður jarðsungin frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 4. októ- ber kl. 14.00. ' Ingibjörg Halldórsdóttir Guðný Guðmundsdóttir, Heimir Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Andrés Guðmundsson, Valdimar Guðmundsson, systkini og barnabörn. ARNIBJARNASON •+• Árni Kristinn Bjarnason * var fæddur 14. september 1927. Hann lést í Borgarspítal- anum 22. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 31. ágúst. Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng, sem aldrei deyr. (Þ.V.) Þegar Árni Bjarnason lést og var jarðsunginn var undirritaður stadd- ur erlendis og hafði ekki spumir af atburðum fyrr en þeir voru um garð gengnir. Hér eru því síðbúin kveðjuorð í minningu látins heiðurs- manns, sem lengi mun lifa í huga þeirra sem honum kynntust. Undirritaður var samstarfsmað- ur Árna í Heklu hf. í rúmlega 50 ár og kynntist honum sem traust- um, vönduðum manni og framúr- skarandi góðum vinnufélaga, sem lét sér annt um velferð samstarfs- manna sinna. Árni naut þess, eins og undirritaður, að öðlast sitt starfslega uppeldi hjá hinum mikla viðskiptajöfri og mannkostamanni, Sigfúsi Bjarnasyni í Heklu, og bar + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN OLGA STEFÁNSDÓTTIR frá Hjarðartúni, Suðurgötu 76, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 3. októ- ber, kl. 15.00 Guðni Þór Ólafsson, Herbjört Pétursdóttir, Stefán Ólafsson, Ólaffa Þórdfs Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Olafsson, Mjöll Gunnarsdóttir og barnabörn hinnar látnu. + Ástkær móðir okkar, INGIGERÐUR EINARSDÓTTIR, Engihlfð7, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju 4. október kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Herdfs Hallbjörnsdóttir, Einar Sturluson. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGUNNAR ÓFEIGSDÓTTUR, Ljósvailagötu 30, er lést sunnudaginn 24. september sl., verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 4. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Grétar Árnason, Sigríður Sigurðardóttir, Haraldur Árnason, Auður Gunnarsdóttir, Guðrún Anna Árnadóttir, Ólafur G. Karlsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR INGI SVEINSSON, Skeljagranda 4, veröur jarðsunginn frá Neskirkju mið- vikudaginn 4. október kl. 13.30. Minný ísleifsdóttir, ísleifur Ólafsson, Dagbjört Ólafsdóttir. þess merki allan sinn starfsferil. Hann vann hvert verk af kostgæfni og trúmennsku og bar hag fyrir- tækisins mjög fyrir brjósti. Það kom því af sjálfu sér að Árni var snemma kallaður til ábyrgðarstarfa í Heklu, enda varð hann fljótlega einn þeirra starfsmanna sem hvað mest mótuðu fyrirtækið og orðstír þess á sínum tíma. Árni aflaði sér óskoraðs trúnaðar umbjóðenda Heklu erlendis og vin- sælda og trausts bæði meðal við- skiptavinanna og samstarfsmanna sinna með sínum vönduðu, faglegu vinnubrögðum og ljúfa viðmóti. Þótt við Arni Bjarnason störfuðum alla tíð hjá fyrirtækjum Sigfúsar heitins Bjarnasonar urðu tengsl okkar aldrei mjög náin, sem verður að skrifast á reikning undirritaðs. Kynni mín af Áma urðu því ekki á þann veg sem verða vill þegar sterk vináttubönd rugla dómgreindina, heldur opnuðust augu mín eftir því sem samvistir okkar urðu fleiri fyr- ir hans miklu mannkostum og hreinu lund. Mér varð ljóst að þar fór dreng- lundaður maður sem í engu mátti vamm sitt vita. Þar fór maður sem sýnilega hafði fengið að erfðum og uppeldi góðar gjafir frá umhyggju- sömum foreldrum. Þar fór maður, sem með elju vann öll sín verk af kunnáttu og samviskusemi. Þar fór maður, sem ætíð kom fram til góðs og miðlaði málum ef á þurfti að halda. Þar fór maður, sem var bú- inn þeim sjaldgæfa eiginleika að hreykja ekki sjálfum sér og láta aldrei hnjóðsyrði falla um aðra menn. Það leið öllum vel í návist Árna vegna hans ljúfmannlegu fram- komu og trausta persónuleika. Hann bjó yfír þeirri þroskuðu hæg- látu kímnigáfu sem ekki byggist á hávaða og hlátrasköllum, en höfðar fremur til íhyglinnar. Árni var skarpgreindur, víðlesinn og vel að sér um allt sem varðar viðskipti og stjórnmál. Hann aðhylltist lögmál hins fijálsa framtaks, þó með ívafi jafnaðarstefnu og var ómyrkur í máli ef honum líkaði ekki aðgerðir sinna manna. Árni átti sína bernsku og æsku í gamla vesturbænum og var mjög fróður um menn og málefni á sínum gömlu slóðum, enda kom þar ósjald- an talinu, einkum ef glóði á glasi á góðri stund. Þá endurspegluðust endurminningar gjarnan í hinu hreina og fallega brosi sem ein- kenndi Árna. Skáldið góða frá Laxnesi segir einhvers staðar á þessa leið: „Sann- leikurinn finnst ekki á bókum, ekki einu sinni góðum bókum. Hann finnst hjá mönnum með gott hjarta- lag.“ Árni Bjarnason var maður sann- leikans, heill og sannur í starfi, heill og sannur í sínu einkalífi. Slíkra manna er gott að minnast. Dæra svo mildan dauða Drottinn þínu barni. Eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami. Eins og lítill lækur ljúki sínu hjali. Þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (M.J.) Eg votta öllum ástvinum Árna Bjarnasonar dýpstu samúð. Finnbogi Eyjólfsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðvcld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ckki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.