Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdráttur þann: 30. septcmber, 1995 Bingóútdráttun Ásinn 35 14 37 67 3 54 44 53 13 30 75 52 55 4 32 51 20 10 40 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10024 10511 10688 10942 11297 12178 12557 13205 13372 13786 14417 14524 14696 10162 10530 10700 11074 11570 12357 12780 13209 13627 13827 14476 14530 14941 10228 10592 10723 11125 11742 12363 12975 13295 13633 14158 14483 14566 10372 10633 10756 11225 12113 12389 13051 13366 13742 14231 14514 14579 Bingóútdráttun Tvisturinn 106251 19 37 54 6 4 38 5 52 33 36 12 32 59 70 46 28 ___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VORUÚTTEKT. 10130 10809 11202 11524 11802 12268 12398 12616 12873 13057 13478 13850 14892 10216 10994 11292 11725 12024 12356 12434 12658 12933 13065 13629 14357 14922 10484 11152 11307 11778 12102 12372 12540 12741 12972 13328 13742 14379 10564 11181 11324 11781 12236 12395 12547 12829 12993 13377 13801 14814 Bingóútdráttur: Þristurinn 25 $4 72 68 64 53 16 9 19 55 14 75 44 35 43 17 10 ___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÓRUÚTTEKT. 10003 10514 10714 11315 11640 12103 12319 12720 13236 13611 14023 14600 14923 10204 10609 10811 11392 11677 12176 12366 12931 13261 13871 14115 14646 14951 10254 10619 11045 11550 11888 12239 12455 13150 13497 13876 14175 14843 10465 10638 11115 11599 11966 12246 12716 13164 13516 13918 14367 14879 Lukkunúmer. Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ HBD PÖNTUNARLISTANUM. | 10879 12497 12852 Lukkunúmcn Tvisturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÓRUÚTTEKT FRÁ ÚTTLÍF. 11813 14437 11592 Lukkunúmer: Þristurinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN. 12160 11502 10976 LukkuhjóUð Röð: 0044 Nr: 10002 Bflahjólið Röð: 0040 Nr: 14354 Vinningar greiddir út frá og með þriðjudegi. Skilafrestur vegna auglýsinga í Bókatíðindum 1995 rennur út 16. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á íslandi. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 553-8020. I DAG HÖGNIHREKKVÍSI nffann *r enru cÍ tauma mat upp tíl Sinf" Farsi TVÍTUG stúlka frá Japan vill skrifast á við 20-25 ára íslendinga. Áhugamál: sund, garðyrkja og akstur: Yuka Yagisawa, 1150-24 Minamioovaku, T32/-05 Tochigi, Japan. 15 ÁRA sænsk stúlka, sem hefur áhuga á íþróttum, einkum körfubolta, óskar eftir pennavinum á aldrin- um 14-16 ára: Therese Gustafsson, RökstorpsvSgen 18, S-641 35 Katrineholm, Sverige. 13 ARA bandarísk stúlka vill skrifast á við 13-15 ára íslendinga. Áhugamál: íþróttir, hestar, lestur og tónlist: Ronelle Bolton, HC 58 Box 60, Brownlee, NE, USA 69126. 12 ÁRA stúlka frá Stokk- hólmi óskar eftir pennavin- um á sama reki. Hefur yndi af dýrum, einkum hestum: Angela Vaisala, Skvadronsbacken 73, S-17247 Sundbyberg, Sweden. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Illa mannaðir afgreiðslukassar í Hagkaupi GUÐRÚN H. Guðmunds- dóttir hringdi og vildi kvarta yfir lélegri þjón- ustu í Hagkaupi á 2. hæð í Kringlunni. Hún sagðist hafa fengið litprentaðan bækling sendan heim með kynningu á ýmsum tilboðum og hugðist nýta sér eitthvað af þessu. Hún fór í Hagkaup og keypti sér m.a. flík. Þeg- ar kom að því að greiða fýrir flíkina kom í ljós að afgreiðslukassarnir voru ákaflega illa mannaðir, einungis einn af ijórum í einni deildinni. Afgreiðsl- an við þennan eina kassa var heldur ekki til fýrir- myndar því á hann vant- aði pappírsstrimil og síð- an stóð hann á'sér þann- ig að við hann myndaðist löng röð. Ef Hagkaup auglýsir svona tilboð verða forsvarsmenn fyr- irtækisins að sjá sóma sinn í því að hafa verslun- ina það vel mannaða að fólk nenni að versla þar. Hringur fannst GULLHRINGUR með steini fannst fyrir utan Laugardalslaugina laugardaginn 23. sept- ember sl. Upplýsingar í síma 553-0681. Bakpoki týndist í miðbænum SVARTUR bakpoki úr plasti týndist í miðbæ Reykjavíkur sl. föstu- dagskvöld. í bakpokan- um var m.a. seðlaveski með ökuskírteini og fleiru, trefill og snyrtibudda. Finnandi vinsamlegast í hringi í síma 555-4104. Fund- arlaun. SKÁK ----------*. Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í A- flokki á Haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Tómas Björnsson (2.275) var með hvítt, en Amar E. Gunn- arsson (2.135) var með svart og átti leik. Hvítur iék síðast 22. Hal-dl? 22. — Bh3! (Vinnur hvíta g peðið og skákina, því eftir 23. gxh3 — Dxh3 er hvítur óveijandi mát) 23. exd5 — Bxg2! 24. Rde4 — Rxe4 25. dxe4 - Bf3 26. Hd3 - Dh3 27. Hxf3 - Dg2 mát. Ungu skákmennimir Arnar E. Gunnarsson og Jón Viktor Gunn- arsson hafa byijað vel á haustmótinu. Þeir voru báðir með 3 vinninga af 4 mögu- legum, en staða keppinautanna var nokkuð óljós vegna frestaðra skáka. Magnús Örn Úlfars- son hefur einnig farið vel af stað. Þröstur Þórhallsson er lang- stigahæstur en hefur misst tvö jafntefli í fyrstu flórum umferðunum og á frestaða skák við Magnús Örn. Haustmótið er vel skipað og verður spennandi að sjá hvort þess- ir fulltrúar yngstu kynslóð- arinnar nái að vinna sér sess á meðal 20-25 bestu skákmanna landsins. 14. einvígisskák Kasparovs og Anands verður tefld í New York í kvöld. Skilafrestur vegna tilnefnmga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1995 rennur út 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA j. nsTvniDssoN hf. Skiphoiti 33, 105 Reykjovík, simi 55? 3580. BoncT TREFJAGIPS er gæðalega fremra venjulegum gipsplötum Á veggi - í loft - Á gólf 12,7 m/m þykkt - Pl.st. 120x260 Aukin hitaeinangrun Brunavörn i A-flokki Rakaþolnar - Traust naglhald Ávallt tll á lager Einkaumboð: PP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI553 8640/568 6100 Yíkveiji skrifar... A ISLENZKAR ferðaskrifstofur bjóða nú upp á ferðir til æ fleiri staða víða um heim. Hér í blaðinu í fyrradag birtist auglýsing frá Samvinnuferðum-Landsýn þar sem ferðalöngum gefst kostur á ferð til Bahamaeyja með beinu flugi. Að vísu er ekki ljóst af auglýsingunni, hvort þetta er fyrsta ferð af mörg- um og hvort ferðaskrifstofan er þar með að opna nýjar ferðaleiðir fyrir viðskiptavini sína en þó má ætla það, þar sem ferðin er auglýst sem jómfrúrferð. Bahamaeyjar eru áreiðanlega skemmtilegnr kostur fyrir íslend- inga. Víkveiji þekkir að vísu ekki mikið til á þessum slóðum en fyrir utan hefðbundna sólarlandaferð, þar sem gist er á góðum hótelum og dvalið við strönd eru Bahamaeyjar eftirsóttar af fólki, sem siglir á litlum eða meðalstórum skútum og stærri snekkjum milli hinna íjölmörgu eyja í þessum eyjaklasa. Slíkar skútur er hægt að leigja með áhöfn, þ.e. skipstjóra og kokki og verðið senni- lega ekki mikið hærra en ef gist er í viku á góðu hóteli í stórborg, hvort sem er vestan hafs eða austan. Veröld siglingmanna við Ba- hamaeyjar er veröld út af fyrir sig. Siglt er á milli eyja, þar sem stund- um er engin aðstaða önnur en hryggjuspotti og afgreiðsla á vatni. Annars staðar búa nokkrir tugir innfæddra Bahamabúa, sem hafa komið upp einhvers konar þjónustu við ferðamenn. Sumt af því fólki, sem siglir á milli þessara eyja býr í skútum sínum allt árið um kring, eftirlaunafólk, sem hefur jafnvel selt allar eignir sínar i landi og stundar siglingar bæði við Bahama- eyjar og annars staðar. Sömu and- litin má sjá ár eftir ár. XXX STUNDUM er ekki allt sem sýn- ist við Bahamaeyjar. Það hefur lengi verið haft á orði, að sumar eyjanna væru notaðar, sem milli- lendingarstöð fyrir fíkniefnasmygl frá Kolumbíu 'til Bandaríkjanna. Fyrir nokkrum árum heyrðu Islend- ingar, sem staddir voru um borð í skútu við bryggju á lítilli eyju í Bahamaeyjaklasanum í flugvél, sem flaug lágt yfir eyjuna 'en skömmu síðar þagnaði vélarhljóðið. Daginn eftir voru varðbátar frá Bahamaeyjum og bandarísku strandgæzlunni á ferð um svæðið. Og skömmu síðar bárust þær frétt- ir til bátafólksins, sem þarna var saman komið, að flugvél hefði fund- ist í sjónum skammt frá nálægri eyju, hlaðin fíkniefnum. XXX RÁÐAMENN á Bahamáeyjum hafa barizt gegn fíkniefna- smyglurunum en sennilega með takmörkuðum árangri. Raunar hafa þeir velt því fyrir sér, hvort hugsan- legt væri að svokallað fetjuflug, þar sem litlar flugvélar eru fluttar yfír Atlantshafið með viðkomu á ís- landi, væri notað til þess að flytja fíkniefni á milli Evrópu og Ameríku í skjóli þess, að eftirlit með þessu flugi væri takmarkað hér á landi. Hvað sem því líður verður fróð- legt að sjá, hvemig Samvinnuferð- um-Landsýn gengur að „markaðs- setja“ Bahamaeyjar á íslandi, eins og nú er í tízku að taka til orða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.