Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FAST6IGNASALA VITASTI6 Q 552 6020 552 6065 Snorrabraut 2ja herb. falleg íb. á 1. hæð, 55 fm. Nýl. innréttingar. Parket, flísar. Sérl. falleg sameign. Ahv. byggsj. 3 millj. Verð 5,2 millj. FÉLAG rf?ASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 5577410. Fjögur frábær fyrirtæki 1. Tískuvöruverslun. Til sölu tískuvöruverslun í Hafnarfirði. Eigin innflutningur. Fallegt hús- næði. Vörur fyrir millialdur. Ótrúlega hag- stætt verð. 2. Veitingahús í Kópavogi. Búið góðum tækj- um. Fullt vínveitingaleyfi. Verðhugmyndir aðeins kr. 1200 bús. 3. Bar. Til sölu þekktur vínbar í mjög góðum vaxandi rekstri. Skemmtana- og vínveitinga- leyfi. Mikið um fasta gesti. Mjög gott verð. 4. Söluturn. Til sölu ódýr söluturn í verslunar- miðstöð. Mjög vaxandi sala og stækkunar- möguleikar. 10 ára húsaleigusamningur. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifst. SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON. 11ÍII«5Í9 1Q7ÍI Þ VALDIMARSSON, framkvæmoastiOri UUL I luU UUL lu/U KRISTJÁN KRISTJANSSON, lOCGiiiUR fasttignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Ágætt einbýlishús - eignaskipti Vandað og vel byggt timburhús, ein hæð, rúmir 160 fm á úrvalsstað i Mosfellsbæ. Góður bílskúr, um 40 fm. Ræktuð eignarlóð 1312 fm. Húíið er eins og nýtt. Endurnýjuð - lækkað verð Sólrik 3ja herb. jarðhæð, tæpir 80 fm. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Litil mikið skiptanleg útborgun. Úrvalsíbúð - hagkvæm skipti Sólrík 4ra herb. íb. um 100 fm á 1. hæð í Seljahverfi, öll eins og ný. Sérþvottahús. Góð bifreiðageymsla. Skipti æskileg á góðri 2ja herb. íb. Stór og góð - hagkvæm skipti Á 4. hæð í lyftuhúsi í Vesturborginni, mjög stór 4ra herb. íb. um 120 fm. Frábært útsýni. Skipti möguleg á 2ja-3ja herb. íb. • • • Opið fdag kl. 10-14. Fjöldi eigna í skiptum. Almenna fasteignasalan sf. __________________ var stofnuð 14. júlí 1944. UUB»VE6I1BS. 552 1150-552 1370 ALMEIMNA FASTEIGNASALAN lltargmiMfitoife - kjarni málsins! FRÉTTIR Ný skýrsla um stjórnsýsluna í heilsugæslunni Kj ör dæmastj órnir ráðstafi fjármagninu RÆTT var um framtíð héraðs- sjúkrahúsa á ráðstefnu sem Sjúkra- húsið á Húsavík og Landssamband sjúkrahúsa boðuðu til um síðustu helgi. Yfir 100 manns sátu fundinn frá ýmsum sjúkrahúsum landsins og frummælendur voru frá sjúkra- húsunum í Reykjavík, úti á landi auk landlæknis. Guðjón Magnús- son, skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, sagði að m.a. hefði verið rætt um endurskoðun á hlut- verki allra heilbrigðisstofnana með nýrri tækni í sambandi við rann- sóknir á sjúklingum og meðferð þeirra. Einnig greindi Guðjón í sam- tali við Morgunblaðið frá nýrn skýrslu um stjómsýsluna í heilsu- gæslunni sem miðar að því að fækka stjórnum og nefndum sem um þau mál fjalla. Hann segir að stjórnunarkostnaðurinn einn við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar úti á landi sé 100-150 milljónir á ári. Guðjón segir að þessi nýja tækni kalli á sérhæfðan mannaafla og mikið fé og þá vakni sú spurning hvar veita eigi þjónustuna. Tals- menn minni sjúkrahúsanna héldu því fram að það væri fjárhagslega hagkvæmt að reyna að gera sem flestar aðgerðir, ef það er á annað borð tæknilega unnt, úti á landi. Þeir bentu á viðbótarkostnað fyrir sjúklinga ef þeir sæktu þjónustuna annað, t.d. ferðakostnað og vinnu- tap. Fulltrúar stóru sjúkrahúsanna bera sig illa yfir því að þau fái stöð- ugt fleiri sjúklinga utan af landi en hafi að sama skapi ekki fengið viðbótarfjármuni en þeir orðið eftir í héraði. Múhameð og fjallið Bjarni Arthursson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- lands, varaði ráðstefnugesti við því að halda inn í framtíðina með því að horfa til fortíðar. „Framtíðin ber með sér miklar breytingar. Land- læknir hefur bent á að á næstu árum verði fækkun sjúkrarúma á legudeildum 30-60%, þó ekki á öldr- unardeildum. Hann telur að 70-75% allra aðgerða verði ferliverk, þ.e. að sjúklingurinn fær strax viðeig- andi þjónustu en er ekki lagður inn nema í undantekningartilvikum. Ég tel að þetta gefi tilefni til þess að fjármögnun sjúkrahúsanna verði endurmetin. Við vitum að senn verður hafist handa við fjargrein- ingu og fjarvinnslu í heilbrigðiskerf- inu. Búið er að þróa nokkuð send- ingar á röntgenfilmum milli sjúkra- húsa og hægt er að hugsa sér þetta í ákveðnum greinum lyflækninga. Stjórnendur héraðssjúkrahúsanna og stóru sjúkrahúsanna þurfa að snúa bökum saman og vinna í ljósi þessa. Það sem er okkur miklu meira um vert er að ná samstarfi við stóru sjúkrahúsin i Reykjavík um þjálfun og endurmenntun fag- lærðs starfsfólks okkar. Einnig þyrftu sérfræðingar í einhveijum mæli að koma til héraðssjúkrahús- anna. Þau átta sjúkrahús sem þama voru til umfjöllunar eru með 5.700 innlagnir á síðasta ári. í skýrslu heilbrigðisráðherra frá 1993 er gert ráð fyrir að allir þessir sjúklingar fari til Reykjavíkur. Eru sérfræðing- amir fjallið og sjúklingamir Múha- með? Eigum við að flytja 5.700 sjúkl- inga til Reykjavíkur í stað þess að senda 8-10 sérfræðinga í heimsókn- ir út á land?“ sagði Bjarni. Harðorð ályktun í ályktun sem undirrituð var af hluta ráðstefnugesta var þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við mótun tillagna um heil- brigðisþjónustu á íslandi andmælt. Þess er krafist að fulltrúar byggðar- laga utan Reykjavíkur komi þar að málum svo tryggt sé að sjónarmið héraðssjúkrahúsanna komi þar skýrt fram og tekið verði tillit til þeirra við ákvarðanir stjórnvalda. Varað er við tilhneigingu til mið- stýringar í skýrslum sem þegar hafa verið unnar um þetta mál. „Það er ekki ásættanlegt fyrir íbúa utan Reykjavíkursvæðisins að hallarekstri ríkissjóðs sé mætt með því að leggja niður bráðaþjónustu í dreifbýli. Jafnrétti þegnanna á ekki eingöngu að vera umræðuefni á Alþingi heldur það leiðarljós sem farið er eftir þegar skipuleggja skal heilbrigðisþjónustu í lengd og bráð,“ segir í ályktuninni. Heilbrigðisstjórn héraðsins Guðjón segir að stjórnvöld hafi enga mótaða afstöðu í þessu máli eins og sakir standa. „Það var vitn- að mikið á ráðstefnunni til skýrslu sem kom út 1993 þar sem viður- kennt er að það geti verið land- fræðilegar og samgöngulegar ástæður fyrir því að .það þurfi að halda uppi sjúkrahúsþjónustu, t.d. á ísafirði og Vestmannaeyjum. Núverandi heilbrigðisráðherra hef- ur látið gera aðra skýrslu sem tek- ur með öðrum hætti á þessu máli og fjallar hún um stjórnsýsluna í heilsugæslunni og fækkun stjóma og nefnda sem um þau mál fjalla. Tillögur sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að því að tengja stjóm heilbrigðismála við kjördæm- in. Ein stjórn, heilbrigðisstjórn hér- aðsins, kosin af Alþingi, yrði í hverju kjördæmi sem ráðstafaði í gegnum sérhæft starfsfólk öllu fjár- magni til heilbrigðisþjónustunnar í kjördæminu. Heilbrigðisstjórnin ákvæði hve mikla þjónustu ætti að veita í heimahéraði og hve mikla þjónustu ætti að kaupa annars stað- ar. Tilgangurinn með þessu er í fyrsta lagi að draga úr yfirbygging- unni því um þessi mál fjalla á bilinu 80-90 stjórnir og um 250 manns sitja í þessum stjórnum. Stjórnunar- kostnaðurinn einn með fram- kvæmdastjóram á 55 heilsugæslu- stöðvum og 22 sjúkrahúsum utan Reyly'avíkur er 100-150 milljónir á ári. I skýrslunni er leiddar líkur að því að fái heilbrigðisstjórnir hérað- anna sjálfar fjármunina til ráðstöf- unar dragi úr líkum á því að hrepp- arígur ákveði staðsetningu stofn- ana. Fremur verði tekið mið af því hver sé hagkvæmasti kosturinn og með hvaða hætti heilbrigðisstjórnin fái mest út úr þeim fjármunum sem hún hefur til ráðstöfunar," sagði Guðjón. Byltingarkenndar og stórar hugmyndir Guðjón segir að það sé ekki markmiðið sem gengið sé út frá í skýrslunni að dregið verði úr fjár- veitingum til sjúkrahúsa á lands- byggðinni. Hins vegar sé bent á það að sé kostnaður fyrir hvern íbúa vegna sjúkraþjónustu í heimahéraði borinn saman komi í ljós að hann sé jafnhár á Norðurlandi vestra eins og á Akureyri. „í framhaldi af þessu spyrja menn hvort nokkurt vit sé í því að reka svo mörg sjúkrahús á Norðurlandi vestra, þ.e. á Siglu- firði, Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga,“ segir Guðjón. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hefur nýlega skipað nefnd til þess að fjalla um tillögurn- ar í skýrslunni. Meirihluti nefndar- manna er búsettur utan Reykjavík- ursvæðisins. Bjarni Arthúrsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Suðurlandi, á sæti í nefndinni. Hann segir þetta byltingarkenndar og stórar hugmyndir og engin leið að átta sig á þeim í einu vetfangi. Hiiðstæðar hugmyndir hafi komið fram áður en þær hafi ekki verið svo vel undirbúnar. „Menn ætla að skoða þetta í alvöru og sjá hvort ástæða sé til að breyta einhveiju. Það er alveg tímabært að mínu viti að breyta stjórnkerfinu í heilbrigðis- rnálum," segir Bjarni. r r AkLECA DEY|A NUnDRJJÐ ISLEriDÍnCA ÚRJ=IjARjö OG ÆÐASjÚKpÓmUm Með því að kaupa miða leggur þú þitt að mörkum til baráttu okkar og átt einnig von á glæsilegum vinningum. Heimsenda gíróseðla má líka greiða með því að hringja í síma 581 3947 Vin n i nc askjlá 1. Pajero Super Wagon Jeppi, V6 árgerð 1996, kr. 3.775.000,- 2. Wolkswagen Polo bifreið árgerð 1996 3.-5. 3 ævintýraferðir með Úrval/Útsýn fyrir tvo, eða Polaris vélsleðar 6.-15. 10 ferðavinningar að eigin vali með Úrval/Útsýn. póst gíró m HEKLA N A PPD RJEttÍ N j ARjAVERJlDAR^ DRJCÍÐ I 4. OKtÓBER^ í l L t I I L i L ( c L. ii L I í I s S i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.