Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 11 FRÉTTIR NAND Khemka ásamt konu sinni, Jeet Nabha. HANSJE og Jaap Mulders. J. FRANK og Ruth Gerrity. Ráðstefna ræðismanna Islands Islendingar eru að opna sig DAGANA 2. til 6. október stóð yfir ráðstefna ræðismanna íslands hér á landi. Um 120 ræðismenn tóku þátt í ráðstefnunni, sem bar yfirskriftina Verslun og viðskipti, og komu þeir víða að. Blaðamaður hitti þijá þeiira að máli og spurði þá um ávinninginn af ráðstefnunni. Viðhorfsbreyting Nand Khemka er ræðismaður ís- lands í Nýju Delí á Indlandi og segir að ráðstefnan hafi tekist vel. „Við höfum lært ýmislegt nýtt um Island, um menningu, iðnað, efnahagsmál og viðskipti. Það eru ekki mikil við- skiptatengsl á milli Indlands og ís- lands en það eru ýmsir möguleikar sem þarf að kanna betur. Mér finnst eins og það hafi orðið viðhorfsbreyt- ing í íslensku viðskiptalífí; Islending- ar vilja nú ólmir kanna þá möguleika sem Indland býður. Þetta hefur verið að gerast á síðustu tveimur árum og ég vona að það komist brátt á meiri tengsl og jafnvel einhverjir samningar. Tækifærin felast aðal- iega í sjávarútveginum og_ ýmiss konar framleiðslugreinum. Ég hef líka orðið var við svipaðrar viðhorfs- breytingar hjá íslenskum stjórnvöld- um; þau eru opnari fyrir því að tengj- ast umheiminum og þá ekki aðeins í viðskiptalegu tilliti heldur menning- arlegu einnig." Gleðileg þróun Jaap Mulders, ræðismaður Islands í Amsterdam í Hollandi, tekur undir með Khemka og segir að ánægjuleg- asta breytingin sem orðið hafi á Is- landi síðastliðin ár sé að menn séu alltaf að leita meir og meir á erlenda markaði, séu sífellt að reyna að tengjast umheiminum betur. „Þetta er mjög gleðileg þróun fyrir okkur sem erum þarna úti að reyna að kynna land og þjóð, að afla tengsla. Áður fyrr gátum við ekki verið viss- ir um hvort íslendingarnir myndu vilja fylgja eftir þeim tengslum sem við vorum að reyna að koma á en nú er áhuginn miklu meiri. íslending- ar eru að opna sig. Við sjáum þetta breytta viðhorf kannski endurspegl- ast hvað best í því hvað það hefur verið lagt mikið í þessa ráðstefnu; það er augljóst af henni að íslending- ar vilja efla starf okkar sem felst fýrst og fremst í því að aðstoða við að kynna landið og stofna tii tengsla við þjóðir okkar.“ Mulders segir að ísland og Holland eigi ýmislegt sameiginlegt, báðar þjóðirnar séu mjög friðelskandi og menningarsinnaðar. „Það hefur enda verið mjög gott samband á milli þjóð- anna í gegnum árin, við erum ejtt af mikilvægustu viðskiptalöndum ís- lands í Evrópu og íslendingar hafa einnig að nokkru leyti sótt menntun sína til Hollands, einkum í listgrein- um. Hollendingar gætu hins vegar einnig lært ýmislegt af íslendingum, til dæmis í umhverfísmálum." Það stenst enginn þetta land J. Frank Gerrity, ræðismaður ís- lands í Boston í Bandaríkjunum, seg- ist vera mjög ánægður með þessa ráðstefnu. „Eg hefði þó kosið að ræðismenn fengju að sjá meira af landinu en þeir hafa gert í þessari ferð, því meir sem menn sjá af land- inu því heillaðri verða þeir. Annars finnst mér íslenska þjóðin hafa tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum. Þessi þjóð hefur vaxið svo ört að það er með ólíkindum. Ég verða alltaf jafn hissa þegar ég hugsa út í það hvað íslendingar hafa mikið um- fangs, bæði á sviði viðskipta, iðnaðar og menningar. Maður hlýtur að dást að þessari orku.“ Gerrity segir að íslendingar ættu að leggja mikla áherslu á ferða- mannaþjónustu í framtíðinni. „Það væri til dæmis sterkur leikur að fá fleiri Bandaríkjamenn og Evrópubúa til að koma hérna við á flugi sínu yfír hafíð, þótt ekki væri nema í einn dag. Það stenst engin þetta land; ef þú hefur komið hérna einu sinni kem- urðu aftur.“ Hlíf með í sameigin- legum líf- eyrissjóði STEINAR WAAGE 1 1 SKÓVERSLUN fe DOMUS MEDICA flvallt næg bílastæði -SJÁÐU-— f Laugavegi 40 er opin í dag frá kL 10-16. Sýningin er í versluninni á glæsilegum gleraugnaumgjörðum írá La.MHyeworks sem kynntar verða af ítalanum Vladi Pbzzo. Komdu og SJÁÐU... Á FJÖLMENNUM fundi hjá Verka- mannafélaginu Hlíf 5. október sl. var samþykkt að félagið verði með í sam- einingu lífeyrissjóða á höfuðborgar- svæðinu um stofnun Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Auk Lífeyrissjóðs Hlífar og Fram- tiðarinnar eru í sameiningunni Líf- eyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknar, Lífeyrissjóður Sóknar, Líf- eyrissjóður verksmiðjufólks og Líf- eyrissjóður Félags starfsfólks í veit- ingahúsum. Einnig voru þijár ályktanir, er varða skattsvik, launastefnu ríkis- stjórnar og stækkun Hafnarfjarðar- hafnar, samþykktar. H-DAGUR í DAG - 7. OKTÓBER TILBOÐSDA GAR í HAFNARFIRÐIFYRSTA LAUGARDAG í HVERJUM MÁNUÐI FERÐ í FJÖRÐINN BORGAR SIG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.