Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norðmenn ríghalda í fommanninn úr Skriðdal: Ég verð að óska eftir hæli sem pólitískt kuml, ofsóknir Norðmanna ná orðið langt út fyrir gröf og dauða... Sextíu árfá upphafi rækjuvinnslu á íslandi Nú 20% verðmæta út- fluttra sjávarafurða ísafirði, Morgunblaðið. RÆKJUAFLI af ísiandsmiðum hef- ur farið ört vaxandi undanfarinn áratug og er árlegur afli nú um 70.000 tonn. Ekkert bendir til ann- ars en að rækjuveiðin verði áfram góð næstu árin. Verð á rækju hefur hækkað verulega síðustu mánuðina eftir mikla lægð síðustu árin. Er nú svo koniið að rækjan er orðin næst verðmætasta sjávarafurð okk- ar á eftir þorskinum og skilar hún um 20% verðmæta útfluttra sjávar- afurða. Eftir mikia rekstrarerfíð- leika í rækjuvinnslu undanfarin ár er nú talið að vinnslan sé rekin með um 13% hagnaði af tekjum að með- altaii. Þrátt fyrir að um 60 ár séu frá upphafi rækjuveiða og vinnslu hérlendis, er elzta rækjuvinnslan aðeins 25 ára gömul og flest eru fyrirtækin innan við 10 ára. Um 20 rækjuvinnslur hafa orðið gjaldþrota eða farið út í nauðarsamninga á síðustu 4 til 5 árum. Þessar uppiýsingar komu meðal annars fram á fyrri degi ráðstefnu um rækjuveiðar, vinnslu og mark- aðsmál í tilefni þess að 60 ár eru nú frá upphafi rækjuvinnslu á ís- landi. Ráðstefnan er haldin af Fé- iagi Rækju- og hörpudiskframleið- enda og er haldin í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Samfelld rækjuveiði og vinnsia hefur verið hér á landi frá því Sím- on Olsen og Ole Gabriel Syre gerðu aðra tilraun sína til rækjuveiða í ísafjarðardjúpi árið 1935, ef stríðs- árin eru undanskilin. Veiði og vinnsla fóru af stað að marki við ísafjarðardjúp og í Arnarfirði 1936 og 1938 en miklu síðar á öðrum innfjarðarsvæðum eins og á Húna- fióa og Breiðafírði á sjöunda ára- tugnum og 1970 við Eldey, en enn síðar á öðrum svæðum. Afli af innfjarðarækju hefur verið mjög misjafn á einstökum veiði- svæðum. Heildaraflinn hefur undan- farin ár verið á bilinu 3.800 tonn upp í 9.000, en aldrei hefur verið veitt meira en á síðasta fiskveiðiári, eða um 9.400 tonn. Uthafsrækjuveiðar hófust frá ís- landi á áttunda áratugnum, mest fyrir atbeina Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns á Dalvík. Verulegur skriður komst þó ekki á þær veiðar fyrr en árið 1984, en þá veiddust 16.500 tonn. Úthafsrækjuaflinn hefur síðan aukizt ár frá ári og á síðasta fiskveiðiári varð hann 61.500 tonn og leyfilegur afli á þessu ári er 63.000 tonn. Auk þessa hafa, íslenzk skip sótt í vaxandi mæli á rækjuslóðina á Dorhnbanka við miðlínuna milli íslands og Græn- lands og á Flæmska hattinn, en þar er afli okkar í ár farinn að nálgast 6.000 tonn. Fiskifræðingarnir Unnur Skúla- dóttir og Gunnar Stefánsson ijölluðu um rækjustofnana í N-Atiantshafí og hvernig ráðgjöf stofnunarinnar væri byggð upp. Hjá þeim báðum kom fram, að greinilegt samspil er á milli stofnstærðar þorsks og rækju; þeim mun minni þorskstofn þýðir þeim mun stærri rækjustofn. Unnur sagði ennfremur að nú virt- ust allir stofnar kaldsjávarrækjunn- ar vera í góðu horfi nema í Barents- hafi. Gunnar Stefánsson rakti hvernig veiðiráðgjöfin er byggð upp og sagði að notkun svokallaðrar aflareglu við veiðiráðgjöf í rækju gæti vel komið til greina. Sú aðferð er nú notuð við þorskveiðar, þar sem miðað er við að veiða ekki meira en 25% úr stofninum árlega. Tryggvi Finnsson, formaður Fé- lags iækju- og hörpudiskframleið- enda, setti ráðstefnuna og sagði þá meðal annars að mikil uppsveifla hefði verið í rækjuveiði og vinnslu á undanförnum árum. Nú væri rækj- an orðin okkar næstverðmætasta sjávardýr, aðeins þorskurinn gæfi okkur meiri verðmæti. Þá væri ástæða til að benda á það, að rækju- iðnaðurinn á íslandi væri tækni- væddasta grein fiskvinnslunnar og hart væri nú barizt á mörkuðum erlendis fyrir rækjuafurðir. Því væri af nógu að taka til ráðstefnuhalds af þessu tagi. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, ávarpaði ráðstefnuna og sagði fara vel á því að koma saman á Isafirði, þegar upphafs rækjuveiða og vinnslu væri minnzt. „Sagan hefur verið um margt ævintýraleg. Við sjáum í sögu rækjuútvegs á íslandi merki um einstakt frum- kvæði einstaklinga og áræði og dugnað þeirra. Við sjáum líka í þess- ari sögu einstaka hugkvæmni stjórnvalda til þess að hafa forsjá og fyrirhyggju fyrir þeim sem í at- vinnugreininni standa. Hún er því um margt sambland af forsjár- hyggju ríkisvalds um nokkum tíma og einstaklingsframtaki og dugn- aði,“ sagði Þorsteinn meðai annars. Þorsteinn sagði enn fremur að fá ár væru síðan rækjuvinnslan hefði glímt við gífurlega erfíðleika. Nú væri kominn meiri byr í seglin og afkoma betri. Hins vegar byggi þessi starfsgrein við miklar sveiflur, ekki bara í veiðum heldur einnig á mörkuðunum, þar sem samkeppnin væri mikil. Markaðssetningin væri mjög mikiivæg og sótt væri að kald- sjávarrækjunni með ódýrri eldis- rækju. Því væri ástæða til að nefna það átak, sem Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda stæði nú í í markaðssetningu kaldsjávarrækju á erlendum mörkuðum. „Það ber vitni um framsýni og samstöðu í atvinnu- greininni," sagði Þorsteinn. Ráðstefnustjórar eru þeir Krist- ján Júiíusson og Halldór Jónsson. Málþing um ættfræði og rannsóknir Ættlaus maður - enginn maður Kári Bjarnason vaða þýðingu hef- ur ættfræði? Ættfræðin setur ökkur í samband við okkur sjálf að því leyti að hún birtir okkur eigin sögu. Áhugi á ættfræði hefur vaxið mjög á síð- ustu árum. Það má velta því fyrir sér af hveiju áhuginn fer svo vax-andi. Meðal ástæðna má nefna að farlægð frá heima- byggðum hefur aukist, fólk leitar upprunans í enn ríkara mæli. Sumir eru þeirrar skoðunar að ættlaus maður sé enginn maður. Hvernig gengur Is- lendingum að finna upp- runa sinn? Sífellt betur. Fram að þessu hafa neftóbaks- karlar setið hver í sínu horni og skrifað upp endalausar nafna- þulur en með aðstoð hinnar nýju tölvutækni er hægt að koma þessum upplýsingum í eitt skipti fyrir öil í aðgengilegt form og í stað þess að hver maður þurfi að byija frá grunni við að leita eigin uppruna eða annarra þá getur hann nú farið að huga að því að „setja kjöt á beinin" fljót- lega, þ.e.a.s. vinna úr upplýsing- unum í stað þess að þurfa að eyða dýrmætum tíma við að afla upplýsinganna. Er ættfræðin þá að verða skemmtilegra rannsóknarefni? Já, hún er að verða mun meira spennandi, hún er að verða einskonar fjölskyldufræði, þ.e. meiri áhersla er lögð á að skoða lífshætti manna í stað þess að einblína á nafnasúpur, eins og fyrr sagði. Þessi vinna nýtist þá fremur í sagnfræði, mannfræði og í fleiri fræðasvið- um. Og þar kemur einmitt fræðafélag eins og okkar til sögu, því áhrif hinnar miklu Upplýsingar fólust einmitt í því að skapa hugmyndastefnu þvert á allar fræðigreinar. Er ættfræði fræðigrein? Mín persónulega skoðun er að ættfræði geti verið allt frá því að vera forvitni eða grúsk upp í það að vera raunveruleg fræðigrein þar sem að leitast er við að nota annars vegar fræðileg vinnubrögð og hins vegar ákveðna þekkingu úr öðr- um fræðasviðum. Það er í anda upplýsingastefnunnar sem vildi ganga þvert á allar afmarkaðar fræði- greinar. Upplýsingastefnan er jafnan kennd við 18. öldina sem félagið okkar er einnig við kennt. Við rígbindum okkur þó ekki ein- vörðungu við 18. öldina, heldur er einnig fjallað um efni sem varðar seinni hluta 17. aldar og fyrri hluta 19. aldar svo og efni sem varðar rannsóknir á sögu og menningu fyrri tíðar á breið- um grundvelli. Hvað er á döfínni hjá Félagi um 18. aldar fræði? Á komandi ári er fyrirhugað að efna til málþings um Ijóða- gerð á 18. öld og annars mái- þings um Hannes Finnsson Skálholtsbiskup, í tilefni af 200 ára ártíð hans, en hann andaðist árið 1796. Meðal 'funda sem hafa verið haldnir má nefna ► KÁRI Bjarnason er hand- ritavörður í Handritadeild í Þjóðarbókhlöðu. Hann er ís- lenskufræðingur og heim- spekingur að mennt, fæddur í Reykjavík árið 1960. Hann situr í stjórn Félags um 18. aldar fræði, en sá félagsskap- ur heldur í dag klukkan 13 málþing um undir fyrirsögn- inni Ættfræði og rannsóknir. málþing um séra Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal og mál- þing um frásagnarbókmenntir á 18. öld, ráðstefnu um náttúru- vísindi og heimsmynd íslendinga 1700-1850 auk fundar um mál- efni kvenna og barna á 18. öld. Félagið er aðili að heimssam- tökum _ félaga um 18. aldar fræði. í þeim samtökum munu vera um 30 alheimssamtök. Þau halda yfirgripsmiklar fjölþjóð- legar ráðstefnur fjórða hveit ár og verður hið næsta haidið í Dyflini 1999. Félag um 18. aldar fræði var stofnað 9. apríl 1994. Það er þvervísindalegt fræðafélag og markmið þess er að efla og kynna rannsóknir á sviði átj- ándu aldar fræða og skyldra efna, bæði hér á landi og erlend- is, m.a. með því að halda fræða- fundi eins og þann sem nú stend- ur fyrir dyrum. Félagsmenn eru yfir 70 talsins og ár- gjaldinu er mjög stillt í hóf. Það er enginn hörg- ull á merkilegum rann- sóknarefnum á sviði átjándu aldar fræða, því hér er um að ræða það tímabil í ís- lenskri menningu sem er einna minnst rannsakað. Má í því sam- bandi neína að í handritum í handritadeild Landsbókasafns íslands- Háskólabókasafns er varðveittur mikill efniviður í frumrannsóknir og fjallar einn fyrirlesturinn um þá miklu auð- legð sem þar er að finna. Við í Félagi um 18. aldar fræði höfum markað okkur þá stefnu að hafa fundi okkar opna fyrir allan almenning og halda þá í Odda, húsi Háskóla Islands, í stofu 101, sem er ákaflega rúmgóð og heppileg til slíkra þinga. Málþing um Ijóðagerð á 18. öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.