Morgunblaðið - 07.10.1995, Side 13

Morgunblaðið - 07.10.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 13 „Dagur iðnaðarins“ á sunnudag Fjögnr fyrirtæki með opið hús SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir „Degi iðnaðarins“ sunnudaginn 8. október nk. Fjögur fyrirtæki á Akureyri, verða með opið hús þenn- an dag. Jafnframt eru stofur í Fé- lagi hágreiðslu- og hárskurðar- meistara á Norðuriandi með sér- staka kynningu, svo og nokkur bakarí í Landssambandi bakara- meistara. Fyrirtækin fjögur sem verða með opið hús á sunnudag, eru Folda hf., Gúmmívinnslan hf., Víking hf. og Kaffíbrennsla Akureyrar hf. Gestir Foldu fá að skoða fram- leiðsluvörur og þar verður fremst í flokki ný tískulína „Folda Nat- ura“, sem kynnt verður með tísku- sýningu. Auk þess verða kynntar nýjar framleiðsluvélar, ný hönnun og nýtt hráefni sem er algjörlega umhverfisvænt. Starfsemi Foldu er í 5 þúsund fermetra húsnæði á Gleráreyrum. Auk þess að reka alhliða dekkja- verkstæði hefur Gúmmívinnslan með höndum fjölbreytta fram- leiðslu á gúmmívörum fyrir sjávar- útveg og landbúnað. Fyrirtækið er þekkt fyrir framleiðslu á örygg- ishellum úr gúmmíi. Þá sólar fyrir- tækið dekk af öllum stærðum og gerðum og er leiðandi í endur- vinnslu á gúmmíi. Allir framleiðslu- þættir fyrirtækisins verða til sýnis að Réttarhvammi 1. Þeir sem heimsækja Kaffi- brennsluna að Tryggvabraut 16, geta sankað að sér fróðleik um hinar ýmsu tegundir kaffibauna, hvernig þær eru brenndar og mal- aðar og hvernig þeim er blandað til að fá mismunandi kaffitegundir. Kaffibrennsla Akureyrar, sem fagnar 60 ára afmæli á næsta ári, framleiðir um 50% af innlendu kaffi. Gestum sem heimsækja Víking, að Furuvöllum 18, gefst kostur á að fræðast um hvernig hægt er að greina mun milli bjórtegunda og helstu tegundir Víking í sterkum og léttum bjór verða kynntar. Vík- ing annast eingöngu ölgerð og framleiðir 3 milljónir lítra á ári. Stofur í Félagi hárgreiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi verða opnar á sunnudag. Gestir geta fengið persónulega ráðgjöf um hársnyrtingu og notkun hársnyrti- vara, auk þess að fá upplýsingar um iðngreinina. íþrótta- og tómstundafulltrúi Hermann hættir um næstu áramót HERMANN Sigtryggs- son, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Akur- eyrarbæjar, lætur af starfi sínu í kringum næstu áramót, eftir 33 ára starf. Samkvæmt reglugerð sem sam- þykkt var í bæjar- stjóratíð Sigfúsar Jóns- sonar, skulu allir deild- arstjórar og hærra sett- ir innan bæjarkerfisins, láta af störfum 65 ára en Hermann nær ein- mitt þeim aldri þann 15. janúar á næsta ári. Hér er ekki um landslög að ræða, held- ur reglugerð en Hermann sagðist í samtali við Morgunblaðið, gera ráð fyrir að hætta þegar hann nær umræddum aldri. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá starfsloka- samningi við Hermann og hann á möguleika á því að starfa áfram innan bæjarkerfísins, eftir sem áð- ur. „Ég er sennilega fýrsti starfs- maður bæjarins sem lendi undir þessari reglugerð. Ég er hins vegar ekkert ósáttur við að hætta þessu starfi og það er sjálf- sagt ágætt að fá ung- an og hressan mann til að taka við. Á hinn bóginn er svolítill kvíði að hætta í starfi sem maður hefur sinnt í yfir 30 ár,“ sagði Her- mann, sem á lengri starfsaldur í slíku starfi en nokkur annar hér á landi. Næg starfsorka „Ég hef enn ágætis starfsorku og mun því halda áfram að vinna hjá bænum, þótt það verði ekki við eitthvað tengt íþrótta- og tóm- stundamálum." Hermann sagði að tíminn að baki hafi verið mjög góð- ur en þar sem þetta er áhugamál hans um leið, hefur kannski verið heldur minni tími til að sinna fjöl- skyldunni í gegnum tíðina. Hermann Sigtryggsson m Afbestugerðj I VI , GANK PLANK BAND 'Sf LAUGARDAG KL 14:00 HJÁ JÖFRl SUNNUDAG KL 14:00 í BÍÓBORGINNI Jeep Innsetning sóknarprests í Hveragerði Hveragerði - Séra Jón Ragnarsson var settur í embætti sóknarprests í Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókn við guðsþjón- ustu í Hveragerðiskirkju sl. sunnudag. Það var sr. Guðmundur Óli Ólafsson, prófastur í Árnesprófastsdæmi, sem setti nýjan prest í embættið. Fjöldi Hvergerð- inga bauð sr. Jón velkominn til starfa um leið og þeir óskuðu honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í Hveragerði. Klukkan tvö næstkomandi sunnudag verður sérstök hátíðardagskrá í Hvera- gerðiskirkju, til heiðurs sr. Tómasi Guð- mundssyni, fráfarandi sóknarpresti. Að lokinni dagskránni í kirkjunni bjóða sókn- arnefndirnar til kaffisamsætis að Hótel Örk. Bolvíkingar mótmæla Bolungarvík - Áform stjórnvalda um að leggja niður sýslumannsemb- ættið hér í Bolungarvík fellur bæj- arbúum illa í geð og ljóst að yfir- gnæfandi meirihluti bæjarbúa telja engin rök fyrir þessum áformum, enda liggi ekkert fyrir um það hvem- ig þeim verði séð fyrir þeirri þjón- ustu sem embætti sýslumanns veitir. Á fundi bæjarstjómar Bolungar- víkur sl. fimmtudag var samþykkt ályktun þar sem segir: „Bæjarstjóm Bolungarvíkur mót- mælir harðlega þeim áformum sem kynnt hafa verið í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1996 um að leggja niður sýslumannsembættið í Bolung- arvík. Hvergi er minnst á nein úr- ræði í staðinn og engar mótaðar til- lögur liggja fyrir um framkvæmd málsins. Hér er um að ræða vem- lega skerðingu á þjónustu til íbúanna auk þess sem að atvinnutækifærum í bæjarfélaginu fækkar. Bæjarstjóm spyr hvort hér sé um að ræða opin- bera byggðastefnu stjómvalda í verki. Bæjarstjórn Bolungarvíkur átelur einnig harðlega þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð. Spyija má hvort ekki hafí mátt ná fram á norð- anverðum Vestfjörðum þeim spam- aði og hagræðingu sem sóst er eftir með öðrum úrræðum en þeim sem að er stefnt í fjárlagafrumvarpinu. Hlutaðeigendum hefur á engan hátt verið kynnt málið áður en það birtist’í lagafrumvarpinu á Alþingi, slíkt hefði þó mátt telja til vandaðra vinnubragða.“ Að lokum segir í ályktun Bæjar- stjórnar: „Bæjarstjóm Bolungarvík- ur vill lýsa vanþóknun sinni á máls- meðferðinni allri og treystir öllum alþingismönnum Vestfirðinga að standa vörð um embætti sýslumanns í Bolungarvík." /rs NordSoll995 Tónlistarkeppni Norðurlanda Lokatónleikar keppninnar fara fram í Háskólabíói laugardaginn 7. okt. kl. 14:00 og felast í „einvígi“ tveggja keppenda sem leika eða syngja með Sinfóníufiljómsveit Islands undir stjórn Osmo Vánská Forseti Islands afhendir sigurlaunin Christina Björköe Danmörku Guðrún María Finnbogadóttir' Islandi Ilenri Sigfridsson Finnlandi Katrine Buvarp Noregi Markus Leoson Svíþjóð Osmo Vanska Miðasala í anddyri Hótel Sögu OG VIÐ INNGANGINN Miðapantanir í síma 552 9924

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.