Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 27 BILATRYGGINGAR ÖKUTÆKJATRYGGINGAR Verð á bifreiða- tryggingum í Reykjavík Eigandinn 42 ára skrifstofumaður. Ekiö tjónlaust í 10 ár. Kona hans á sama aldri og 18 ára sonur aka einnig. Akstur 15.000 km á ári. Eigandinn 23 ára, ekið tjónlaust frá 17 ára aldri. 15.000 km/ári. Bíllinn: Toyota Corolla 1300, árg. 1994, 4 dyra, beinskiptur Bíllinn: Volvo 850, 2000, árg. 1994, 4 dyra, sjálfskiptur Billinn: Toyota Corolla 1300, árg. 1994, 4 dyra, beinskiptur Tryggingafélag: w— Lögb. ábyrgðartr., Sömu tryggingar Lögb. ábyrgðartr., Sömu tryggingar Lögb. ábyrgðartr., Sömu tryggingar slysatrygging og húftrygging slysatrygging og húftrygging slysatrygging og húftrygging ökum. og eiganda, (kaskó) að auki ökum. og eiganda, (kaskó) að auki ökum. og eiganda, (kaskó) að auki tramrúðutrygging framrúðutrygging framrúöutrygging VIS 34.467 kr. 52.505 kr. Sjóvá-Almennar 34.435 kr. 52.435 kr. Jryggingamiðstöðin 30.622 kr. 49.542 kr. j^pl^Trygging 31.544 kr. 50.435 kr. Ábyrgð i 30.503 kr.l 148.503 kr. Skandia 30.828 kr. 51.862 kr. 37.429 kr. 62.748 kr. 51.387 kr. 73.033 kr. v i.y.t.'.Y.y.i. uu.d-ru m. 37.531 kr. 64.092 kr. 34.917 kr. 153.837 kr. 38.360 kr. 64.878 kr. 38.469 kr. 61.506 kr. 37.370 kr. 62.656 kr. 36.915 kr. 55.974 kr. 38.568 kr. 67.691 kr. 58.590 kr. 91.404 kr. Forsendur og skýringar: Veittur bónus Bónus á Sjálts- húftrygg. ábyrgö Veittur bónus Bónusá Sjálfs- húftrygg. ábyrgð Veittur bónus Bónus á Sjálfs- húftrygg. ábyrgð 70% bónus 50% - 57.700 70% bónus 50% - 57.700 55% bónus 40% - 57.700 70% bónus 50% - 57.400 70% bónus 50% - 57.400 60% bónus 40% - 57.400 70% bónus 50% - 57.800 70% bónus 50% - 57.800 70% bónus 50% - 57.800 70% bónus 50% - 57.863 70% bónus 50% - 57.863 70% bónus 50% - 57.863 70% bónus 50% - 57.400 70% bónus 50% - 57.400 60% bónus 40% - 87.200 70% bónus 50% - 46.000 70% bónus 50% - 46.000 50% bónus 40% - 46.000 W VÍS Sjóvá-Almennar Jryggingamiðstöðin j*P1*Trygging Ábyrgð Skandia Allt að 38 þúsund kr. verð- muniir hjá ungum ökumanni markaði. Ef erlent tryggingafélag hæfi tangarsókn inn á íslenska markaðinn með þessum hætti má búast við því að íslensku trygginga- félögin yrðu að breyta iðgjöldum sín- um til þess að halda viðskiptum, lækka iðgjöld í áhættuminni við- skiptum en hækka þau á þeim áhættumeiri. Það er svo annað mál hvort sá hópur bíleigenda sem FÍB er að safna saman til útboðs fullnægir þessum skilyrðum og verður áhuga- verður fyrir nýtt félag á markaðnum, innlent eða erlent. Hingað til hafa þeir sem valdið hafa tjónum verið fúsari til að yfirgefa „sitt“ trygg- ingafélag og-leita að betri iðgjöldum hjá hinum félögunum en þeir sem teljast betri ökumenn. FÍB ætlar að skrá sem bestar upplýsingar um hópinn sem tekur þátt í útboðinu til þess að auðveldara verði fýrir þá sem áhuga hafa á að bjóða í pakkann að átta sig á áhættunni. Þetta verði ekki óskilgreindur hópur heldur þekkt stærð. Leitað eftir umboðum hjá 12 þúsund bíleigendum Runólfur Ólafsson vonast til að félagið nái markmiðum sínum um lækkun iðgjalda með þessu útboði. Ef markmið félagsins um að LO þúsund bíleigendur taki þátt í úboð- inu náist, verði þetta stofn sem svari til þeirra trygginga sem litlu trygg- ingafélögin hafi. Hljóti það að vera áhugaverð byrjun fyrir einhverja. Segir hann að ekki einungis erlend tryggingafélög hafi sýnt útboðinu áhuga, heldur einnig fjársterkir inn- lendir aðilar sem hann vill þó ekki upplýsa hverjir eru. Herferð FIB hefur nú borið þann árangur að 5.000 bíleigendur hafa gengið til liðs við félagið. Fyrir eru í félaginu 7.000 manns og verður þeim gefinn kostur á að vera með. Þessa dagana er skrifstofa FÍB að senda þessu fólki ósk um umboð þess til að taka þátt alþjóðlegt útboð á tryggingunum og er Arni Sigfús- son, formaður FÍB, bjartsýnn á að vel takist til. FÍB hefur sjálft verið í sambandi við sex erlenda aðila vegna væntan- legs útboðs, meðal annars þýska, sænska og breska,, að sögn Árna Sigfússonar. Nýlega kom hingað til lands norskur maður á vegum al- þjóðlegu vátryggingamiðlaranna Lowndes Lambert í London og ræddi þá við forystumenn FÍB. Von er á breskum miðlara í næstu viku. Run- ólfur segir að félagið sé í sambandi við þýsk fyrirtæki í gegnum systur- samtök sín í Þýskalandi sem reka sjálf tryggingamiðlun. Forsvars- menn FÍB segja að þessi samtöl séu einungis til kynningar útboðinu, þessi fyrirtæki muni fá útboðsgögn eins og aðrir síðar í mánuðinum þegar undirbúningi lýkur. Niðurstaða útboðsins sker úr Formaður FÍB viðurkennir að fé- lagið taki töluverða áhættu með þessu framtaki sínu. Átakið kostar verulega fjármuni. „Áhætta fylgir alltaf alvarlegum ákvörðunum. Við erum sannfærðir um að bílatrygg- ingar eru óeðlilega háar hér. Eftir að hafa hlýtt á skýringar trygginga- félaganna tel ég mér ekki stætt á öðru en að láta á það reyna með útboði hvort ekki sé mögulegt að ná verðinu niður. Ég er tilbúinn að taka þessa áhættu en er jafnframt óhræddur við niðurstöðuna," segir Árni. í lok mánaðarins munu erlendir og hugsanlega einnig innlendir aðilar athuga áhættuna á þessum markaði og skoða hvað þeir geta boðið í ið- gjöldin. Þá kemur í ljós hversu áhuga- verður markaðurinn er í raun og hvort ísland verði áfram eingöngu á póstlista erlendu tryggingafélaganna eða á markaðssvæði þeirra. Hvað sem öllum vangaveltum líð- ur er niðurstaða útboðsins úr þessu eini raunhæfi mælikvarðinn á það hver hefur rétt fyrir sér í iðgjalda- stríðinu og hver hefur á röngu að standa. Framtíðin verður síðan að leiða það í ljós hvort viðkomandi félag geti rekið starfsemina með tekjum af íslenska markaðnum ein- göngu, eða hvort það vill gefa með iðgjöldunum. Það síðarnefnda óttast íslensku tryggingafélögin mest. MIKILL munur er á iðgjaldi bíla- trygginga hjá ungum ökumönnum., í tilteknu dæmi er munurinn 38 þúsund milli þess félags sem býður lægsta iðgjaldið og þess sem er með það hæsta. Aftur á móti virð- ist vera fremur lítill munur á trygg- ingunum sem eldri ökmenn eiga kost á, samkvæmt könnun Morgun- blaðsins. Vegna umfjöllunar blaðsins um verð á bílátryggingum hér og er- lendis voru tryggingafélögin um miðjan september beðin um upplýs- ingar um iðgjöld í tilteknum dæm- um. Annars vegar er um að ræða að eigandi bílsins sé 42 ára gamall skrifstofumaður í Reykjavík sem ekið hefur tjónlaust í tvö ár. Kona hans á sama aidri og átján ára son- ur aka bílnum einnig og er bílnum ekið 15 þúsund kílómetra á ári. Tekin eru dæmi af tveimur bílateg- undum, Toyota Corolla og Volvo 850, báðir árgerð 1994. Hins vegar er leitað eftir iðgjaldi 23 ára gamals manns, sem ekið hefur tjónlaust frá 17 ára aldri. Hann ekur sömuleiðis 15 þúsund km á ári. Þá er spurt um ákveðin frávik frá þessum dæmum. Helstu niðurstöður birtast í meðfylgjandi töflu. Abyrgð með lægstu iðgjöldin Minni félögin bjóða fjölskyldunni lægra verð fyrir Toyotuna og Ábyrgð er með lægsta verðið. Stóru félögin, VÍS og Sjóvá-Almennar, selja ábyrgðartryggingu Toyotunn- ar á tæplega 34.500 krónur en verð- ið hjá minni félögunum er á bilinu 30.500 til 31.500 kr. Munar tæp- lega 4 þúsund krónum á hæsta ið- gjaldinu og því lægsta. Innifalið í skírteini ábyrgðartrygginga hér á landi eru slysatrygging ökumanns og eiganda og framrúðutrygging þó sú síðastnefnda sé í raun húf- trygging. Þegar húftryggingu (kaskó) hefur verið bætt við lög- boðnu tryggingarnar er dreifingin milli félaganna meiri en þó er litlu meiri munur á hæsta og lægsta iðgjaldi. Lægsta heildarverðið er 48.500 hjá Abyrgð. Iðgjaldið breytist ekki hjá trygg- ingafélögunum þó eigandinn aki bílnum einn, nema hjá Skandia. Með þeim skilmálum yrði heildarið- gjaldið hjá félaginu 47.147 krónur og yrði það lægsta iðgjaldið fyrir þennan bíl. Iðgjaldið breytist einnig lítið hjá flestum félögunum þó ökumaðurinn væri aðeins búinn að vera tjónlaus í tvö ár. Hann yrði búinn að ná svipuðu iðgjaldi hjá öllum félögun- um nema VÍS, iðgjaldið yrði rúmar 60 þúsund krónur eða 7.700 kr. hærra en í töflunni. Aðeins tæplega 1.200 kr. munur er á hæsta og lægsta iðgjaldi ábyrgðartryggingar Volvo-bílsins. Verðið er á bilinu 37.400 til 38.500 kr. yfir árið. Aðeins tognar úr þessu þegar húftryggingunni hefur verið bætt við og er mesti verðmunur þá um um 5 þúsund kr. Ábyrgð og Sjóvá-Almennar eru með lægsta verðið í ábyrgðartryggingunni, 37.370 kr., og Ábyrgð í saman- lögðu, 62.500 kr. Nauðsynlegt að leita víðar Dæmið breytist aldeilis þegar kemur að 23 ára Toyotueigandan- um. Þar munar liðlega 23 þúsund krónum á lögboðnu tryggingunum hjá Tryggingamiðstöðinni, sem er með lægsta verðið, og Skandia sem er með það hæsta. Þegar húftrygg- ingunni hefur verið bætt við eykst mesti munur og verður hátt í 38 þúsund kr. Heildartryggingin kost- ar þennan pilt liðlega 53.800 kr. hjá Tryggingamiðstöðinni en 91.400 hjá Skandia. Hafa verður í huga að sjálfsábyrgðin hjá Skandia er töluvert lægri, þar þarf pilturinn að greiða 46 í hverju tjóni á eigin bíl en 57.800 hjá Tryggingamið- stöðinni. Samt sem áður er ljóst að það borgar sig greinilega fyrir unga fólkið að leita tilboða á fleiri en einum stað, áður en það festir sér tryggingu. Ýmsir afslættir Félögin veita afslætti af trygg- ingum með ýmsum skilyrðum sem forsendur þessara dæma ná ekki til. Oftast er það þannig að bíla- tryggingarnar veita afslætti af öðr- um tryggingum eða veita önnur fríðindi. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum eru eftirfarandi afslættir veittir beint af iðgjöldum bílatrygg- inga, gegn ákveðnum skilyrðum: Þeir sem eru með fjölskyldutrygg- ingu og þijár aðrar einstaklings- tryggingar í Stofni hjá Sjóvá-AI- mennum gefa fengið allt að 10% endurgreiðslu bílatrygginga. Ef við- skiptavinur er með öll sín trygg- ingaviðskipti hjá Tryggingu hf., þá er veittur 5% afsláttur af bifreiða- tryggingum. Skandia veitir FIB- félögum 10% afslátt. Ábyrgð býður konum sem einar aka bílum sínum 20% ódýrari húftryggingar. Bónus ábyrgðartryggingar hækkar í 75% hjá þeim sem hafa tryggt tjónlaust hjá Ábyrgð í samfellt 15 ár. Loks veitir Ábyrgð félögum í bindindis- og trúfélögum 2.000 kr. afslátt af iðgjaldi ábyrgðartryggingar og 1.000 kr. afslátt af húftryggingu. Tryllitækið skráð á fyrirtæki ÝMIS ráð eru notuð til að kom- ast frani hjá bónuskerfinu. Stjórnandi í tryggingafélagi var að aka í vinnuna dag einn í síð- ustu viku þegar þessi saga ger- ist.: „Fram úr inér ók ungur mað- ur og ók eins og vitlaus niaður. Hann var á dæmigerðu trylli- tæki, skipti stöðugt milli ak- greina og pressaði aðra öku- menn. Þetta var eins og maður sér verst í uinferðinni. Ég sagð við konuna mína að ég vonaði bara að þessi væri ekki tryggður hjá mér, en skrifaði niður núm- erið. Þegar ég fietti bílnum upp kom í ljós að hann er tryggður hjá okkur og er dæmi um það hvernig pabbarnir geta útbúið hlutina. Tryggingin er skrifuð á fyrirtæki sem lengi var búið að vera hjá okkur í tryggingu á vegum fyrri eigenda. Strákur- inn er skráður einn af ökumönn- um bílsins, hann er átján ára og með fullau bónus. Því miður á hann örugglega eftir að lenda í stórtjóni. Ég leyfði mér að hringja í pabbann, en slíkt hef ég aðeins gert einu sinni áður. Hann varð auðvitað miður sín að heyra af framferði drengsins en kom með þær skýringar að þennan morgun hefði hann verið að fara í skólaferðalag og verið að missa af rútunni. Venjulega æki hann bara í skólann og skólinn færi ekkert þó drengurinn yrði seinn fyrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.