Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR . Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október Það eru grundvaUar mann- réttíndi að fá að veikjast Geðsjúkdómar eru jafn eðlileg- ir og önnur veikindi ÖLL veikjumst við einhvern tíma. Oft lítum við á það sem sjálfsagðan hlut. Við fáum frí úr vinnu og aðrir taka tillit til þess, að við getum ekki það sem við annars gætum. Aróður og staðlaðar ímyndir sem við fáum frá fjölmiðlum gefa okkur ákveðnar hugmyndir um ýmsa sjúk- dóma. Sumt af því er mjög gott, t.d. er okkur bent á, að heilbrigt lífemi stuðli að bættri heilsu. Annað er ekki eins gott, t.d. er okkur kennt að óttast sjúkdóma. Áróðurinn geng- ur út á að sjúkdómar séu hrikalegir, oft tengdir endalokum hamingjunn- ar. Mestu fordómar eru gagnvart geðsjúkdómum. í fréttum er sérstök árátta að taka það fram, ef geðsjúk- ir bijóta lög. Eins og það sé eitthvað merkilegra, en lögbrot annarra þjóð- félagsþegna, t.d. þeirra sem eru lungnaveikir, eða með krabbamein. í skorti á hugmyndaauðgi tengja kvikmyndaframleiðendur geðsjúk- dóma einhveiju hrylli- legu. Ef einhver er nógu grimmur hlýtur hann að vera geðveikur og almenningur rétt- lætir stundum grimmd- arverk með geðveiki. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir sem veikjast af geðsjúkdóm- um, hafa sömu siða- reglur og aðrir. Það er ósköp venjulegt fólk sem getur verið skemmtilegt og leiðin- legt, ljúflynt og skapvont, snyrti- menni og sóðar. Geðsjúkdómar eru alvarlegt mál, alveg eins og t.d. hjartasjúkdómar. Fólk verður oft að taka lyf í langan tíma. Þau hafa stundum miklar aukaverkanir, sem þarf að taka tillit til. Sumir þola ekki sama álag og áður en þeir veiktust. Veikindi breyta þannig oft lífi einstaklinga. Magnús Þorgrímsson Það fylgir því mikið álag að vera geðveikur og eins fyrir aðstand- endur þeirra sem veikj- ast. Álagið er nógu mikið, þó að fólki sé ekki íþyngt með virð- ingarleysi og annarleg- um sjónarmiðum. Það er einhver und- arleg náttúra hjá sum- um að gleyma því að fólk verður að hafa sín fullu mannréttindi, þó að það veikist t.d. af geðveiki. Sumir vilja gleyma því, að t.d. ljúfi strákurinn sem sat við hliðina á mér í skóla, sé áfram sami strákurinn og áður en hann veiktist á geði, með sínum kostum og takmörkunum. Það er grundvallarkrafa þeirra sem veikj- ast, að það sé komið fram við þá af fullri virðingu. Að það sé litið á þá, sem persónur, en ekki sem dauða hiuti, að það sé ekki sett samasem- merki á milli einstaklingsins og ein- hvers sjúkdóms. á hellum steinum °g €PR Hellur &steinar ^PR PípugerðinW Verksmiöja: Sævarhöföa 12 112 Reykjavík Sími: 587 2530 Fax: 587 4576 Nú um helgina gefst einstakt tækifæri á að kaupa heilur og steina á góðu verði. PR Pípugerðin tekur til og býður mikið úrval af umframframleiðslu og lítilsháttar gölluðum vorum. • Hellur af ýmsum stærðum og gerðum • Steinar í stéttar, innkeyrslur og hleðslur Vörurnar eru til sýnis og sölu á athafnasvæði PR Pípugerðarinnar við Sævarhöfða. Grípið tækifærið, komið, skoðið og gerið góð kaup Það er hluti sjálfsögð- ustu mannréttinda, seg- ir Magnús Þorgríms- son, að sjúkir hafí að- gang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. í siðuðu þjóðfélagi hefur fólk réttindi Hvað er nauðsynleg þjónusta? Nauðsynleg þjónusta snýst líka um að sinna þörfum aðstandenda geðveikra. Það er ekki mjög langt 1 dag eru miklar umræður um forgangsröðun í heiibrigðiskerfinu. Það er mjög mikilvægt að ná sam- komulagi um, að það verði að veita þeim sem þurfa aðstoð vegna geð- veiki, viðhlítandi þjónustu. Það þarf að vera sátt um það í þjóðfélaginu, að það verði að sinna geðveikum jafn vel og t.d. hjartveikum. Geð- sjúkir og aðstandendur þeirra, eiga ekki að þurfa að ganga með veggj- um, þeir eiga ekki að þurfa að betla nauðsynlega þjónustu. Þeir eiga að geta gengið að nauðsynlegri þjón- ustu, sem grundvallar mannréttind- um. Góð geðheilbrigðisþjónusta er sjálfsögðu mannréttindi. í umræðu þar sem hagkvæmni er sett við hlið guðs er rétt að benda á að góð þjónusta við geðsjúka, er þjóðhagslega hagkvæm. Stór hluti þjóðarinnar þarf að leita sér aðstoð- ar, vegna geðsjúkdóma, einhvern tíma á lífsleiðinni. Ef hægt er að minnka það vinnutap sem verður vegna þess, þá hagnast öll þjóðin. Hluti af þeim sem veikjast af geð- veiki, verða fatlaðir til lengri tíma. Ef hægt er að minnka örorku þeirra, stuðla að mannsæmandi lífi og fólki gefið tækifæri til að skapa eða vinna fyrir kaupi sínu, þá græðir allt þjóð- félagið. Réttindi einstaklingsins og hags- munir samfélagsins fara þannig saman. Fólk verður að hafa það grundvallaröryggi í lífinu, að ef það sjálft eða þess nánustu veikjast af geðsjúkdómum, þá viti það að það fái þá þjónustu sem það þarf á að halda. síðan ýmsir fræðingar litu á for- eldra, sem sökudólga þess að fólk varð geðveikt. Aðstandendur hafa verið hundsaðir og ekki tekið mark á orðum þeirra. Þjónusta geðheil- brigðisþjónustu, félagsþjónustu og annarra opinbera aðila getur ekki verið viðunandi, eða ásættanleg, ef ekki er hlustað á þarfir aðstandenda og að tryggt sé að þeir njóti fullrar virðingar. Geðveiki getur leitt til þess að fólk ráði ekki við nauðsynlegar at- hafnir, eða samskipti við aðra. Túlk- un á skilaboðum getur brenglast og hugurinn hlaupið undan manni. Það getur verið erfitt að halda fullri reisn undir slíkum kringumstæðum. Það er erfitt þegar maður misskilur aðra og ræður ekki við kröfur umhverfis- ins. Það er erfitt að lenda í árekstr- um við þá sem standa manni næst. Sá sem lendir í slíku þarf stuðn- ing. Aðstandendur þurfa líka stuðn- ing til þess að brotna ekki undan því álagi sem fylgir þessum veikind- um. Það verður að styðja bæði sjúkl- ingana og aðstandendur undir þeim kringumstæðum og í því umhverfi þar sem vandamálin eru. Þegar veik- indin verða óbærileg, verður fólk að geta treyst á, að það geti lagst inn á sjúkradeildir. Þess vegna má ekki skera niður og loka sjúkradeildum, eins og gerðist sl. sumar. Geðheilbrigðisþjónustan gegnir mikilvægu hlutverki. Félagsmála- ráðuneytið, svæðisskrifstofur mál- efna fatlaðra veita þeim stuðning sem fatlast hafa vegna geðsjúk- dóma. Sveitarfélögin í landinu standa fyrir nauðsynlegri stuðnings- þjónustu. Fijáls félagasamtök eins og Geðhjálp veita geðsjúkum og aðstandendum stuðning. Öryrkja- bandalagið og Geðvernd hafa staðið fyrir uppbyggingu í húsnæðismálum geðsjúkra. Saman mynda þessir aðil- ar stuðningsþjónustu sem gerir fólki kleift að lifa eðlilegu lífi í samfélag- inu. Þegar vel tekst til gjörbreytir þessi þjónusta möguleikum fólks. Þessi þjónusta þarf að vera enn öflugri en hún er í dag. Stigin hafa verið mikilvæg skref og margt er vel gert, en enn í dag líða margir vegna skorts á nauðsynlegum stuðn- ingi, sérstaklega þegar komið er út fyrir veggi geðdeildanna. I dag er tími til að minna á rétt- indi geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Tilveran á ekki að þurfa að hrynja þegar einstaklingur veikist. Ekki heldur tilvera aðstandenda. Fólk á ekki að missa mannréttindi eða virðingu við veikindi. Það sin Nauðynleg þjónusta snýst ekki eingöngu um það, að gefa fólki réttu pillurnar. Hún snýst ekki aðeins um það að hafa sjúkrarúm tiltæk, þegar fólk þarf að leggjast inn á sjúkra- hús. Hún snýst líka um það að styðja fólk í þjóðfélaginu þar sem það er hveiju sinni, í vinnu, með sínum nánustu, á heimili og í frístundum. eru mannréttindi að geta beðið um nauðsynlega þjónustu í veikindum. Það eru mannréttindi að hlustað sé á orð manns. Hlustum og tökum mark á því sem við heyrum. Höfundur er formaður Geðhjálp- ar, sálfræðingur og framkvæmda- stjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi. Útsala — Útsala Stanslaust í vesturkjallaranum. Það bætast við ný efni í hverjum mánuði. Jólaefni frá kr. 296 pr. m og fataefni frá kr. 150 pr. m. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 Opið mán.-föst. ki. 10-18. og laugard. kl. 10-14. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL OQOQ pooa PÖDQ ISVáúöORGá r\lr HÖFÐABAKKA 9 -112 REYKJAVÍK • SIMI: 587 8750-FAX: 587 8751 < Í í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.