Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 46
<K.: blUA LAUUAKU 46 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MESSUR Á MORGUIM MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffi eftir messu. Arni Bergur Sigurþjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjón- usta kl. 14.00. 140 manna kór alþýðu syngur undir stjórn Jóns Stefánsson- ar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Messukaffi Súgfirðinga. Pálmi Matthí- asson. DÓMKIRKJAN: Prestsvígsla kl. 10.30. Biskup (slands hr. Ólafur Skúlason víg- ir cand. theol. Hildi Sigurðardóttur sem aðstoðarprest í Seltjarnarnes- prestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar sr. Guðmundur Þorsteinsson, sem lýsir vígslu, dr. Hjalti Hugason, prófessor, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur, sem þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf i safnaðar- heimilinu kl. 11.00 og í Vesturbæjar- skóla kl. 13.00. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14.00 með þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Forsöngvari Sigrún Þorgeirsdóttir. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Org- anisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluerindi kl. 10.00. Uppeldi til umburðarlyndis. Dr. Hreinn Pálsson, skólastjóri. Barna- samkoma og messa kl. 11.00. Fermd- ur verður Rúnar Hólmgeirsson, Bar- ónsstíg 27. Organisti Hörður Áskels- son. Sr. Karl. Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11.00. Barna- guðsþjónusta. Messa kl. 14.00. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur III) syngur. Organ- isti Jón Stefánsson. Barnastarf á sama tíma, Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Barnastarf á sama tíma. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðs- þjónusta kl. 14.00 í Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnsamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubilinn. Guðsþjónusta ki. 14.00. Girma Arfaso forseti lútersku kirkjunnar í Suður-Eþíópíu prédikar. Tekið við framlögum til kristniboðsins. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Vera Gulasciova. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Ræðuefni: Frelsi til að þjóna. Barna- starf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta á sama tíma. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son þjónar. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.00. Sr. Gísli Jónasson. • DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sunnudagaskóli á sama tíma. Organisti Smári Olason. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA:Guðsþjón- usta kl. 11.00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjá Ragnars Schram. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00 í kirkjunni og 12.30 í Rimaskóla. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Fundur með foreldrum fermingar- barna í Foldaskóla eftir guðsþjón- ustuna. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Oddný J. Þorsteins- dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Kór yngri barna Hjallaskóla syngur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur. Kyrrðarstund í kirkju kl. 21. Bryndís Malla Elídóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta ki. 11.00. Fermingarbörn syngja undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur kórstjóra ásamt börnum úr barnastarfi. Organisti Haukur Guð- laugsson. Fundur með fermingarbörn- um og foreldrum þeirra í safnaðar- heimilinu Borgum að lokinni guðsþjón- ustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Valgeir Ástráðsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Prestarnir. FRÍKIRKJAN, Rvik: Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Ræðumaður: Girma Arfaso frá Eþíópíu. Barnasam- verur á sama tíma. Veitingar seldar að lokinni samkomu. MARlUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl. 14. Kaffisala kvenfélagsins eftir messu. Kirkjudagurinn. Fermingar- börn aðstoða. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis- samkoma sunnudag kl. 20. Miriam Óskarsdóttir stjórnar. Elsabet Daníels- dóttir talar. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta i Lágafellskirkju kl. 14. Kirkjudag- ur kvenfélags Lágafellssóknar. Ásta Björg Björnsdóttir, formaðurfélagsins, flytur hugvekju. Kirkjukaffi í skrúðhús- salnum. Barnastarf í sefnaðarheimil- inu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN, Vídalínskirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn kl. 11 í Kirkjuhvoli. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffiveitingar í safnaðarheimili að lok- inni guðsþjónustu. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JOSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 13 i umsjá Láru Guð- mundsdóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Láru Odds- dóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARSÓKN, Kálfatjarnar- kirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhanns- dóttur, Ragnars S. Karlssonar, sr. Sigf- úsar Baldvins Ingvasonar og Laufeyjar Gísladóttur. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason. Fé- lagskonur í kvenfélagi Keflavíkur sækja kirkju. Inga Dóra Jónsdóttir, Ragnhild- ur Ragnarsdóttir og Sólveig Jónsdóttir lesa lestra dagsins. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Einar Örn Ein- arsson. Prestarnir, KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Arn- grímur Jónsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Samkoma kl. 14 til heiðurs sr. Tómasi Guðmundssyni og frú Önnu Sveinbjörnsdóttur. Sóknar- nefndir. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar- prestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Sig- urður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í grunn- skólanum á Hellu kl. 11. Sigurður Jóns- son. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Barnasamvera í safnaðarheimili. Messukaffi. Almenn guðsþjónusta ÍHraunbúðum kl. 15.15. KFUM og K, Landakirkju, unglinga- fundur kl. 20.30. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í dag laugardag kl. 11. Stjórnandi Sig- urður Grétar Sigurðsson. Messa fellur niður sunnudag vegna héraðsfundar prófastsdæmisins. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa verð- ur í Borgarneskirkju kl. 11 í upphafi héraðsfundar Borgarfjarðarprófasts- dæmis. Sr. Sigríður Guömundsdóttir sóknarprestur á Hvanneyri prédikar. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar fyrir altari. Akarísganga. Hátíðarsam- koma í kirkjunni kl. 16. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup minnist 100 ára fæð- ingarafmælis Ólafs Ólafssonar kristni- boða. Sóknarnefnd. skák llm.sjón Margcir Pctursson a b c d • f HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á brasil- íska meistaramótinu í haust. Stórmeistarinn Gilberto Mi- los (2.555) hafði hvítt og átti leik, en M. Cukier (2.150) var með svart. 20. Rxf7! - Hxf7 21. De6 - Rc5 22. Bxc5 - Bxcð 23. Dxf6 - Haf8 24. Hadl - Bd5 (Algjör örvænting í von- lausri stöðu) 25. Bxd5 - Dxd5 26. Hxd5 og svartur gafst upp því hann hefur tapað manni. Milos vann tíu fyrstu skákimar á mótinu og ætlaði að endurtaka afrek Bobby Fischers á bandariska meistara- mótinu fyrir 30 árum. En í síðustu umferð tapaði hann fyrir al- þjóðlega meistaranum Darcy Lima. Úrslit mótsins: 1. Milos 10 v. 2. Van Riemsdyk 8‘A v. 3. Darcy Lima 8 v. 4. Sunye Neto 7'A v. 5.-6. Disconzi da Silva 6 v. Deildakeppnin um helg- ina: 2. umferð kl. 10 árdegis og 3. umferð kl. 17 síðdegis í dag í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Með morgunkaffinu ÞETTA er ótrúlegt. Sagði fyrri eigandinn nokkuð um að hann hefði keppt í rallíi eða þess háttar? „ Tiann e/ a& safaa- U/rir hcJncUzbyrgL / * ’ Ast er... að faðma hann. FAST. TM R*q. U.S. Pat. Ofl. — al rights raaervad (c) 1095 Los Angeíos Timea Syndicate VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Veski tapaðist SVART peningaveski tapaðist fyrir utan versl- unina Útilíf í Glæsibæ síðdegis sl. miðvikudag. í veskinu var m.a. öku- skírteini. Finnandi vin- samlega hringi í síma 567-2362. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust FJOGUR ungmenni voru tekin upp í rauðan bíl í Hafnarfirði og fóru þau út í Seljahvérfi í Breið- holti aðfaranótt 29. sept- ember sl. Einn pilturinn gleymdi gleraugunum sínum á hillu fyrir aftan aftursætið í bílnum. Öku- maður bílsins er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 567-1088. Vil- hjálmur. Úr tapaðist KVENGULLÚR tapaðist 28. ágúst á leiðinni frá Bankastræti að sjopp- unni á Laugavegi 12a. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-4300 fyrir kl. 17. Fundarlaun. Týndur köttur STÓR, grár, loðinn, 15 ára gamall angóruhögni fór að heiman frá sér, Krummahólum 9, sl. miðvikudag og síðan hef- ur ekkert til hans spurst. Þeir sem kannast við að hafa séð kisa eru vinsam- lega beðnir að hringja í síma 557-4967. Fundar- laun. Gæludýr Týndur páfagaukur HVÍTI páfagaukurinn okkar, Snæbbi, flaug út um gluggann heima á Holtsgötu 24, sl. fimmtu- dagskvöld. Finnandi vin- samlega hafí samband við okkur í síma 562-0157. Farsi // i/ct, þessi rö'S iekur engan, endcx-" Yíkverji skrifar... RÆÐA Guðnýjar Guðbjörns- dóttur, þingmanns Kvenna- listans, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, vakti athygli Vík- veija. Margt var ágætt í ræðunni að hans mati og hún var ekki hefð- bundið stjómmálastagl. Hins vegar var hrópandi ósamræmi á milli þeirrar yfírlýsingar þingmannsins að stjórnmálamenn yrðu að hafa kjark til að standa uppi í hárinu á sérhagsmunahópum og eftirfarandi ummæla: „Þá verður fróðlegt að fylgjast með hvort fé fæst af fjár- lögum Háskólans til að koma á lag- girnar námi í kvennafræðum næsta haust, eins og nú stendur loksins til. Þessi nýja námsbraut mun að- eins kosta eina milljón, sem byggist á því að verulega er byggt á nám- skeiðum sem fyrir eru. Kvenna- fræði hafa verið kennd í velflestum háskólum erlendis í allt að 25 ár og nú er tækifærið til að raungera þá viðamiklu undirbúningsvinnu, sem ég og fleiri hafa unnið að . ..“ Þetta þótti Víkverja satt að segja dæmi um dæmalaust þröngsýna varðstöðu um áhugamál fámenns hóps — og það af ræðustóli Alþing- is. xxx VÍKVERJI hlustar mikið á út- varpsstöðina Klassík FM, yf- irleitt sér til ánægju. Þó mætti vera minna um endurtekningar í dag- skránni og gjarnan mætti gera minna af því að leika stutta kafla úr ýmsum tónverkum í syrpu og leyfa fólki fremur að hlusta á verk- in í heild. Stærsti veikleiki stöðvar- innar, að mati Víkvetja, er hversu mikið vantar upp á að tónlistin, sem flutt er, sé vel kynnt. Slíkt skiptir miklu máli á klassískri útvarpsstöð og myndi styrkja menntandi hlut- verk hennar, ekki sízt meðal ungs fólks. Oft fylgja engar kynningar tónlistinni á Klassík FM og stundum eru þær í skötulíki, eins og þessi, sem fylgdi Tunglskinssónötu Beet- hovens og var meira í stíl unglinga- og poppstöðva en sígildrar útvarps- stöðvar: „Og þetta var Moonlight Sonata með Beethoven." Þá var Víkveija öllum lokið. xxx JÓNUSTUSÍMANÚMERUM Pósts og síma (t.d. hjá fröken Klukku, símaskránni og talsam- bandinu) hefur verið breytt til sam- ræmis við það, sem gerist í Evrópu og fer vel á því. Breytingin vakti Víkveija til umhugsunar um það hvort ekki mætti taka upp sama fyrirkomulag á svarþjónustu sí- mans og tíðkast einmitt í mörgum Evrópulöndum; að í stað þess að þurfa að hringja margoft í t.d. síma- skrá eða talsamband vegna þess að þar er stöðugt á tali, fari menn þess í stað í biðröð, þar sem símtöl eru afgreidd í réttri röð. Slík tilhög- un á símsvörun hefur þegar verið tekin upp hjá ýmsum fyrirtækjum og getur ekki verið dýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.