Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VANDINN I MIÐBÆNUM STARFSHÓPUR á vegum borgar- stjóra hefur kynnt hugmyndir, sem leysa eiga vandann í miðbænum. Hugmyndirnar eru í mörgum liðum og er m.a. nefnt að hækka beri sjálf- ræðisaldur í 18 ár, breyta reglum um opnunartíma vínveitingahúsa, setja upp eftirlitsmyndavélar og auka löggæslu í miðbænum. Hver er þessi vandi í miðbænum? Hann felst í því, að á föstudags- og laugardagskvöldum safnast mikill fjöldi fólks saman á takmörkuðu svæði. Mannsöfnuðinum í miðbæn- um fylgja rúðubrot og önnur skemmdarverk, líkamsmeiðingar, reglur um útivist unglinga eru þver- brotnar og fólk undir lögaldri stund- ar þar drykkju. Klukkan þijú um nóttina er vínveitingastöðunum 84, sem eiai á svæðinu frá Rauðarárstíg að Garðastræti, iokað og enn bætist við mannfjöldann. Á þessum tíma eru oft þúsundir manna á ferli í miðbænum og leigubílar anna ekki flutningum fólks til síns heima. íbú- ar í miðbænum kvarta undan ónæði ölvaðs fólks, sem er á vappi um bæinn fram undir morgun. Úr 16 árum í 18 Ein hugmynda starfshóps borgar- sljóra er að hækka sjálfræðisaldur úr 16 árum í 18 ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að það skapaði mikinn vanda fyrir yfírvöld og foreldra að unglingar öðlist sjálf- ræði 16 ára. Sjálfræði mérkir lögum sam- kvæmt, að maður ráði einn öðru en fé sínu, nema sjálfsaflafé og gjaf- afé. í sjálfræði felst því fyrst og fremst að maður ræður persónuleg- uni högum sínum, til dæmis dvalar- stað og vinnu, en fram að 16 ára aldri ráða foreldrar, eða aðrir sem hafa forsjá barns, persónulegum högum þess. Við 18 ára aldur bæt,- ist fjárræði við og þar með er maður- inn orðinn lögráða. Hjá öðrum þjóðum helst sjálfræði og fjárræði yfirleitt í hendur, en ástæða mismunarins hér er söguleg- urj éftda fóru unglingar hér oft mjög snemma að heiman til að vinna fyr- ir sér. Þeir voru því orðnir sjálfráða 16 ára, jafpvel á meðan íjárræði var enn bundið við 21 árs aldurs. Umræða um nauðsyn hækkunar sjá|fræðisaldurs hefur helst skotið upp kollinum í tengslum við afbrota- unglinga. Verði sjálfræði til dæmis miðað við 18 ár verður ------------- heimilt að vista 16 og 17 ára unglinga á sérstakri meðferðardeild, án sam- þykkis þeirra. A mótj hef- ur verið bent á, að með slíkri breytingu, sem aðeins Sjálfræði við 18 ár og lokað kl. 1? Meðal þeirra hugmynda, sem nefndar hafa veríð til að leysa vandann í miðbænum um helgar, er breyting opnunartíma vínveitinga- staða og hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum 118. Ragnhildur Sverrisdóttir kann- aði þessar hugmyndir nánar og leitaði m.a. viðbragða veitingamanna. „Nefndin hefur ekki tekin ákvörðun um hækkun sjálfræðisaldurs," sagði Drífa í samtali við Morgunblaðið. „Við munum gera ráðherra grein fyrir þeim rökum sem eru með og á móti slíkri breytingu og það ræðst af afstöðu hans hvað verður ofan á. Þingmenn taka svo endanlega afstöðu til málsins." . Misjafnar áherslur sem aðems væn gerð svo hægt væri að ná til örfárra unglinga, væri verið að svipta þús- undir annarra frelsi til að ráða dval- arstað sfnum. Þá hefur einnig verið bent á, að barnabætur miðast víð 16 ára aldur. Hækki sjálfræðisaldur upp í 18 ár þýðir það því mikinn útgjaldaauka fyrir ríkið. Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, er formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun lögræðislaganna. Hún kvaðst vonast til að frumvarp til nýrra lögræði- slaga yrði lagt fram á þessu þingi, Nefnd, sem skilaði borgarráði til- lögum í vínveitingamálum í júlí sl., lagði til að veitingastöðum í íbúða- byggð verði einungis veitt vínveit- ingaleyfi til kl. 23 virka daga og kl. 1 um helgar. Veitingastaðir í mið- bænum geti hins vegar haft opið tíl allt að kl. 1 virka daga og allt að 3 um helgar, en sú er raunin nú. Það stakk nokkuð í stúf við ofari- grejndar tillögur þegar starfshópur borgarstjóra nefndi það sem for- gangsmál að breyta opnunartíma vínveitingahúsa, Omar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tóm- stundaráðs, átti sæti í starfshópnum og situr í framkvæmdanefnd, sem ætlað er að hrinda hugmyndunum í framkvæmd. Hann segir að hópurinn -------- hafi einfaldlega varpað Úrræði fárra fram tveimur hugmynd- frelsisskerð- um, annars vegar að vfn- ■na fiölrisanc? veitingastaðir loki á mið- 191 nættj eða ki. 1 og 4-5 næturklúbbum á mismun- andi stöðum í Reykjavík yrði veitt leyfi til að þafa opið til 4 eða 5 á morgnana, Hin leiðin væri sú að opnunartími veitingastaða verði Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri og formaður framkvæmda- nefndarinnar, sagði að nefndin myndi fara yfir skýrslu starfshóps- ins, sem og skýrslu Einars Gylfa Jónssonar sálfræðings um ástandið meðal unglinga í miðbænum og einn- ig tillögur nefndarinnar í vínveit- ingamálum. „Framkvæmdanefndin mun samræma ýmsar upplýsingar og leita víða fanga, hjá félagasam- tökum, stofnunum borgarinnar og íbúasamtökum, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Lára. „Út í hött“ Eigendur vínveitingastaða í míð- bænum taka hugmyndum um breyttan opnunartíma fálega. Þórar- inn Ragnarsson, sem rekur kaffi ftjáis, en sett mun strangara skil- yrði um staðsetningu, hávaða, að- þomu og rekstur.. „Framkvæmdanefndin ætlar ekki að vinna að breytingu á opnunar- tíma," sagði Ómar. „Vjð munurn fyrst og fremst einbeita okkur að bættu eftirliti í miðbænum og bættri þjónustu strætisvagna og lejgubíla, auk þess sem við vinnum að því að settar verði upp eftirlitsmyndavélar í miðbænum." Reykjavík, segir út í hött að veitinga- stöðum verði lokað á miðnætti eða kl. 1. „Þegar veitingahúsjn voru Iok- uð svo snemma hér áður fyrr, þá þýddi það samkvæmi í heimahúsum með tilheyrandi ófriði fyrir ná- granna. Það væri miklu nær að gefa opnunartímann ftjálsan, en halda samt uppi öflugu eftirjiti með starf- semi staðanna. Mér sýnist hins veg- ar nú að menn séu að ------------ gæla við að draga úr umsvifum vínveitingahús- anna vegna emhvors ungl- ingavanda, Ég sé ekki samhengið þar á milli. Á Kaffi Reykjavík kemur fólk til að borða, eða borðar annars staðar og kemur syo hingað og staðurinn fer oft varla í gang fyrr en undir ellefu á kvöidin. Rekstrargrundvellinum yrði algjörlega kippt undan stöðum, ef lokunartími væri á miðnætti,“ Þórarinn sagði að ekki mætti gleymast að fjöldi fólk hefði atvinnu af starfsemi vínveitingahúsanna, starfsfólk staðanna, hljómlistar- menn og fleiri, Sú atvinna, tekjur og skattar vegna hennar, myndu dragast verulega saman ef opnunar- tíminn yrði skertur, „Þegar rætt er um vanda í miðbænum er oft vísað til líkamsárása, en það er vitað mál að þar eru sömu menn að verki aft- ur og aftur. Það þarf að taka á þessu máli, en það verður ekki gert m_eð því að loka veitingastöðunum. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort ekki megi leita til félagasamtaka eins og Hjálparsveitár skáta og Flugbjörg- unarsveitarinnar og fá þau til að aðstoða við gæslu gegn umbun, hvort sem hún kæmi frá hinu opin- bera eða veitingahúsum. Slík gæsla hefur gefist vel á útihátíðum." Þórarinn kvaðst vera hlynntur því að sjálfræðisaldur yrði færður upp í 18 ár, því það myndi auðvelda eftir- lit með unglingum. „Krakkamir vilja hins vegar hitta jafnaldra sína og það verður að setja upp einhvern skemmtistað fyrir þennan hóp.“ Sé ekki'samhengið „Ég harðneita að taka ábyrgð á því að unglingar eigi sér ekki at- hvarf og leiti niður í bæ. Hjá mér gildir '20 ára aldurstakmark og ég sé ekki samhengið milli vínveitinga- húsanna og vanda unglinganna í miðbænum,“ sagði Guðmundur Kristinsson, eigandi Vitabarsins. „Áður en menn tala ógætilega um takmörkun á opnunartíma ættu þeir að velta fyrir sér hvað veitingastað- ir greiða í alls konar gjöld og eftir- lit og hve margir hafa atvinnu sína af veitingarekstri. Það er líka bull að lokunartími allra vínveitingahúsa sé klukkan 3 um helgar. Matsölu- staðir með vínveitingaleyfi loka fyrr og ég loka Vitabar kl. 2 um helgar." Guðmundur sagði að hann teldi miklu eðlilegra að fullorðið fólk drykki inni á veitingastöðum, innan um allsgáða starfsmenn, en að það yrði hrakt út á götu og stundaði drykkju sína innan um unglingana. „Og unglingunum hleypum við alls ekki inn. í fyrsta lagi myndi ég aldr- ei vilja stuðla að drykkju þeirra, í öðru lagi eru þeir slakir viðskipta- menn vegna féleysis og í þriðja lagi þá léti fullorðna fólkið sig hverfa ef unglingarnir gætu stundað staðina. Unglingarnir eru alls ekki á vínveit- ingastöðunum og það er fáránlegt að kenna veitingamönnum um hvernig komið er,“ Styttri opnunartími kráa eðlilegur Björn Leifsson, sem rekur Leik- húskjallarann og Ingólfskaffi, lýsti sig hins vegar fylgjandi hugmyndum ------------=----- nm breyttan opnunar- Veitingamenn tíma. „í nágrannalöndum eiga ekkl sök okkar er opnunartími á vandanum ktráAa en sken?mti- _____________ staða með vinveitmga- leyfi. Krárnar eru ódýrari í rekstri og því eðlilegt að opnunar- tíminn sé styttri. Ég hef líka alitaf verið hlynntur næturklúbbaleyfum. Ég rek þannig staði, að ég efast ekki um að ég myndi fá nætur- klúbbaleyfi, en mér finnsthins vegar réttlátt að það skiptist á milli staða, þannig að 2-3 staðir hafi slíkt leyfi hvetju sinni," Björn sagði að ef opnunartími vín- veitingahúsa væri misjafn kæmi ekki þessi holskefla af fólki út á götur miðbæjarins á sama tíma, „Frjáls opnunartími myndi líka leiða tii þess, að aðsókn réði því alveg hvernig væri opið.“ 10. október alþjóða- dagur geð- heilbrigðis ALÞJÓÐASAMBAND um geðheilbrigði hefur sl. þijú ár beitt sér fyrir því með stuðn- ingi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar að 10. október væri alþjóðadagur geðheil- brigðis um allan heim. Fjöl- mörg lönd í flestum heimsálf- um hafa tekið áskorun sam- takanna og lýst því yfir að 10. október væri alþjóðadagur geðheilbrigðis í viðkomandi landi. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hefur ákveðið að taka áskorun Alþjóðasam- bandsins og undirritað yfirlýs- ingu samtakanna um að 10. október 1995 verði alþjóða- dagur geðheilbrigðis á ís- landi. Heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðherra fól Tómasi Helgasyni, prófessor í geð- |ækningum, Geðlækningafé- lagi íslands og Geðverndarfé- lagi íslands að annast undir- búning vegna þessa tilefnis. Morgunblaðið/jt Nissan um- boðið frum- sýnir Almera NISSAN Almera verður frumsýndur hjá Nissan um- boðinu, Ingvari Helgasyni hf. nú um helgina. Almera tekur við af Nissan Sunny og verður fáanlegur í nokkrum útgáf- um, með tveimur bensínvélum og kostar frá 1.248 þúsund krónum. Áuk sýningar í Reykjavík verður Almera sýndur á nokkrum stöðum úti á landi. Svningin í umboðinu í Reykjavík verður opin í dag, laugardag og á sunnudag milli kl. 14 og 17. Þá verður bíllinn sýndur í Keflavík, Sel- fossi, Höfn, Reyðarfirði, Ak- ureyri og ísafirði. Almera er fáanlegur þriggja og fjögurra hurða, með 1,4 og 1,6 lítra bensínvélum og siðar verður einnig fáanleg fimm dyra út- gáfa. Aðalfundur SSH AÐALFUNDUR Samtaka syeitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, SSH, verður haldinn laugardaginn 7. október í safnaðarheimili Garðabæjar, Kirkjuhvoli við Kirkjulund, Á fundinum verða auk hefðbundinna aðalfundar- starfa til umræðu flutningur grunnskólans til sveitarfélaga sem fyrirhugaður er 1. ágúst 1996. Auk menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, munu fulltrúar úr samráðsnefnd rík- is og sveitarfélaga um flutn- ing grunnskólans og Sam- band sveitarfélaga, hafa framgang á fundinum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.