Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D STOFNAÐ 1913 228. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Claes verði ákærður Brussel, Williamsburg. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Belgíu hefur sagt þinginu að~ákæra beri Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, vegna aðildar hans að hneykslismáli í tengslum við sölu á ítölskum Agusta-þyrlum til hersins er hann gegndi embætti ráðherra efnahagsmála 1988. „Ég er alsak- laus, ég hef ekki gert neitt af mér," sagði Claes á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í gær. Hann sagðist alls ekki hafa í hyggju að segja af sér embætti. „Hæstiréttur biður þingið um að ákæra Claes. Saksóknari réttarins telur að hann hafi gerst sekur um spillingu og skjalafals," sagði útvarpsstöðin BRTNí Belgíu. Stöðin sagði að taka yrði afstöðu til álits saksóknarans á þingfundi. Er talið að liðið geti mán- uðir áður en sérstök þingnefnd ljúki rannsókn sinni á máli Claes. Willy Claes ? ? ? Jafntefli í New York New York. Reuter. GARRY Kasparov og Viswanathan Anand sömdu um jafntefli í 16. ein- vígisskákinni í New York í gær. Skákin var aðeins 20 leikir. Kasp- arov hafði hvítt og var tefld Sikileyj- arvörn. Staðan í einvíginu er nú 9'h gegn 6 'h, Kasparov í vil. Rússar fagna vopnahlénu í Bosníu Unnt að semja um gæslu með NATO Moskvu, Róm, Sarajevo. Reuter. STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa fagnað samningum um vopnahlé í Bosníu og gáfu til kynna í gær, að semja mætti um þátttöku rúss- neskra hermanna í friðargæsluliði undir stjórn Atlantshafsbandalags- ins, NATO. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna að því hörðum höndum að koma á rafmagni og gasi í Sarajevo en það er skilyrði fyrir því, að vopnahléið taki gildi á miðnætti aðfaranótt nk. þriðjudags. Páfi ómyrkur í máli JÓHANNES Páll n. páfi veifar til mannfjöldans áður en úti- messa hefst á leikvangi í New Ybrk. Um 72.000 manns tóku þátt í messunni sem var í gær. Páfi hefur í Bandaríkjaferð sinni fordæmt fóstureyðingar og sagt að baráttunni gegn þeim megi Iíkja við andstöðuna við kynþáttamisrétti. Einnig hefur hann lýst andúð sinni á þeirri stefnu repúblikana, sem hafa meirihluta á þingi, að dregið skuli úr opinberum fjárframlög- um til fátækra og fjöldi innflytj- enda takmarkaður. ¦ Gagnrýnir fóstureyðingar/22 Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti strax stuðningi við vopnahlés- samningana á fimmtudag og sagði, að allt yrði að gera til að tryggja, að þeir yrðu haldnir. Anatólíj Koz- yrev, • utanríkisráðherra Rússlands, tók í sama streng í gær og lagði jafnframt áherslu á þann þátt, sem Rússar hefðu átt í því, að samningar náðust. Gaf hann einnig í skyn, að hugsanlega mætti semja um þátt- töku Rússa í friðargæsluliði, sem væri undir stjórn NATO. „Við Rúss- ar megum ekki vera of viðkvæmir fyrir hreinum NATO-aðgerðum," sagði hann. Gas- og rafleiðslur lagaðar Starfsmenn SÞ vinna nú að því að koma í lag gas- og rafmagns- leiðslum í Sarajevo og er mesta verk- efnið að rjúfa ólöglegar tengingar við gaskerfi borgarinnar. Er það gert til að koma í veg fyrir spreng- ingar eins og urðu á síðasta ári þeg- ar gasi var hleypt á um hríð. Við- gerðir á raflínum standa einnig yfir og er vonast til, að þeim ljúki fyrir miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins. Talsmaður SÞ í Zagreb í Króatíu sagði í gær, að um 400 króatískir hermenn hefðu haldið inn í Bosníu á síðustu dögum og stefndu til Bi- hac, sem er í höndum stjórnarhers- ins. Er ekki vitað hvert markmiðið er með þessum liðsflutningum. Ákveðið var í gær að fresta um nær viku friðarviðræðum deiiuaðila í Bosníu sem hefjast áttu í Banda- ríkjunum 25. október og er þetta gert að beiðni Króatíustjórnar en þar verða þingkosningar þann dag. Richard Holbrooke, samninga- maður Bandaríkjastjórnar, sem átti mestan þátt í vopnahléssamningun- um, varaði í gær við of mikilli bjart- sýni og sagði, að friður væri ekki kominn á þótt það hillti undir hann. Hann sagði á hinn bóginn að vopna- hléssamningarnir nú væru gerólíkir fyrri samningum vegna ákvæða um alþjóðlegar friðarviðræður með þátt- töku æðstu ráðamanna. Clinton leyfir aukin samskipti við Kúbu Vararviðein- angrunarstefnu Washington. Reuter, The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær ræðu um utanríkismál hjá Freedom House-stofnuninni, þar sem hann varaði við þeirri tilhneig- ingu í Bandaríkjunum að vilja einangra sig frá umheiminum. Forsetinn sagði nauðsynlegt að Bandaríkin gegndu áfram forystuhlutverki á al- þjóðavettvangi. Þá greindi hann frá ýmsum tilslökunum gagnvart Kúbu. Clinton sagði að jafnt á vinstri sem hægri væng bandarískra stjórnmála gætti aukinnar einangr- unarhyggju. Besta leiðin. til að bregðast við þessari þróun væri ekki að ráðast á talsmenn einangr- unarhyggju heldur. rökræða við þá og benda þeim á dæmi úr raunveru- leikanum. „Ef litið er á þann árangur, sem hefur náðst, frá Haítí til Bosníu, frá Mið-Austurlöndum til Norður- írlands, kemur rétt einu sinni í ljós að forysta Bandaríkjanna er ómiss- andi. Án hennar væru gildi okkar, hagsmunir og sjálfur friðurinn í hættu," sagði Bandaríkjaforseti. Samskipti við Kúbu Forsetinn greindi einnig frá því að hann hefði ákveðið að leyfa bandarískum fréttastofum að setja upp skrifstofur á Kúbu og að kúb- verskum blaðamönnum yrði leyft að starfa í Bandaríkjunum. Þá yrðu samskipti trúarsamtaka, náms- mannasamtaka, vísindamanna og samskipti á sviði menningarmála leyfð milli ríkjanna. Taka þessar breytingar gildi þegar í stað. Áfram refsiaðgerðir Mike McCurry, talsmaður forset- ans, ítrekaði að þetta hefði engin áhrif á þær efnahagslegu refsiað- gerðir, sem verið hafa í gildi frá 1962 gagnvart kommúnistastjórn- inni á Kúbu. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild þingsins, lýsti yfir efasemdum um stefnubreytingu Clintons og sagði hana einungis hafa áróðursgildi fyrir Fidel Castro, forseta Kúbu. Tilræði í París LÖGREGLUMENN í París kanna aðstæður í grennd við Maison Blanche, eina af við- komustöðvum neðanjarðarbrautanna, en sprengja, er falin hafði verið í sorpkassa, sprakk þar í gær. 13 manns slösuðust, flestir lítillega og rúður í nálægum bíluni splundruð- ust. Bréfberi kom auga á sprengjuna í kass- anum og tókst lögreglu því á síðustu stundu að vara flesta vegfarendur við. Lögregla skaut nýlega til bana meintan hryðjuverka- mann af alsírskum uppruna, Khaled Kelkal, nálægt þorpinu Maison Blanche skammt frá Lyon, og er tilræðið í gær talið tengjast þeim atburðum. Útför Kelkals fór fram í gær. Reuter Hunsar samning Jerúsalem. Reuter. FRELSISSAMTÖK Palestínu- manna (PLO) fordæmdu í gær þá ákvörðun Ezers Weizmans, forseta ísraels, að náða ekki nokkrar palestínskar konur, sem afplána dóma vegna morðárása á ísraela. Weizman kveðst ekki vilja náða fanga sem hafi úthellt blóði Israela. Talsmaður PLO sagði ákvörðun Weismans ganga í berhögg við samning Israela og PLO sem undirritáð- ur var nýlega í Washington. „Ég get ekki ímyndað mér að þeir standi ekki við það sem þeir voru búnir að sam- þykkja," sagði Yasser Arafat, leiðtogi PLO, í gær og var greinilega mjög reiður. ¦ Naumur meirihluti/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.