Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 228. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Páfi ómyrkur í máli Rússar fagna vopnahlénu í Bosníu Unnt að semja um gæslu með NATO Moskvu, Róm, Sarajevo. Reuter. STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa fagnað samningum um vopnahlé í Bosníu og gáfu til kynna í gær, að semja mætti um þátttöku rúss- neskra hermanna í friðargæsluliði undir stjórn Atlantshafsbandalags- ins, NATO. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna að því hörðum höndum að koma á rafmagni og gasi í Sarajevo en það er skilyrði fyrir því, að vopnahléið taki gildi á miðnætti aðfaranótt nk. þriðjudags. Claes verði ákærður Brussel, Williamsburg. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Belgíu hefur sagt þinginu að~ ákæra beri Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, vegna aðildar hans að hneykslismáli í tengslum við sölu á ítölskum Agusta-þyrlum til hersins er hann gegndi embætti ráðherra efnahagsmála 1988. „Ég er alsak- laus, ég hef ekki gert. neitt af mér,“ sagði Claes á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í gær. Hann sagðist alls ekki hafa í hyggju að segja af sér embætti. „Hæstiréttur biður þingið um að ákæra Claes. Saksóknari réttarins telur að hann hafi gerst sekur um spillingu og skjalafals," sagði útvarpsstöðin BRTN í Belgíu. Stöðin sagði að taka yrði afstöðu til álits saksóknarans á þingfundi. Er talið að liðið geti mán- uðir áður en sérstök þingnefnd ljúki rannsókn sinni á máli Claes. ---------» ♦ ♦--- Jafntefli í New York New York. Reuter. GARRY Kasparov og Viswanathan Anand sömdu um jafntefli í 16. ein- vígisskákinni í New York í gær. Skákin var aðeins 20 leikir. Kasp- arov hafði hvítt og var tefld Sikileyj- arvörn. Staðan í einvíginu er nú 9'/2 gegn 6V2, Kasparov í vil. JÓHANNES Páll n. páfi veifar til mannfjöldans áður en úti- messa hefst á leikvangi í New Yörk. Um 72.000 manns tóku þátt í messunni sem var í gær. Páfi hefur í Bandaríkjaferð sinni fordæmt fóstureyðingar og sagt að baráttunni gegn þeim megi líkja við andstöðuna við kynþáttamisrétti. Einnig hefur hann lýst andúð sinni á þeirri stefnu repúblikana, sem hafa meirihluta á þingi, að dregið skuli úr opinberum fjárframlög- um til fátækra og fjöldi innflylj- enda takmarkaður. ■ Gagnrýnir fóstureyðingar/22 Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti strax stuðningi við vopnahlés- samningana á fimmtudag og sagði, að allt yrði að gera til að tryggja, að þeir yrðu haldnir. Anatólíj Koz- yrev, utanríkisráðherra Rússlands, tók í sama streng í gær og lagði jafnframt áhersiu á þann þátt, sem Rússar hefðu átt í því, að samningar náðust. Gaf hann einnig í skyn, að hugsanlega mætti semja um þátt- töku Rússa í friðargæsluliði, sem væri undir stjórn NATO. „Við Rúss- ar megum ekki vera of viðkvæmir fyrir hreinum NATO-aðgerðum,“ sagði hann. Gas- og rafleiðslur lagaðar Starfsmenn SÞ vinna nú að því að koma í lag gas- og rafmagns- leiðslum í Sarajevo og er mesta verk- efnið að rjúfa ólöglegar tengingar við gaskerfi borgarinnar. Er það gert til að koma í veg fyrir spreng- ingar eins og urðu á síðasta ári þeg- ar gasi var hleypt á um hríð. Við- gerðir á rafiínum standa einnig yfir og er vonast til, að þeim ljúki fyrir miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins. Talsmaður SÞ í Zagreb í Króatíu sagði í gær, að um 400 króatískir hermenn hefðu haldið inn í Bosníu á síðustu dögum og stefndu til Bi- hac, sem er í höndum stjórnarhers- ins. Er ekki vitað hvert markmiðið er með þessum liðsflutningum. Ákveðið var í gær að fresta um nær viku friðarviðræðum deiluaðila í Bosníu sem hefjast áttu í Banda- ríkjunum 25. október og er þetta gert að beiðni Króatíustjórnar en þar verða þingkosningar þann dag. Richard Holbrooke, samninga- maður Bandaríkjastjórnar, sem átti mestan þátt í vopnahléssamningun- um, varaði í gær við of mikilli bjart- sýni og sagði, að friður væri ekki kominn á þótt það hillti undir hann. Hann sagði á hinn bóginn að vopna- hléssamningarnir nú væru gerólíkir fyrri samningum vegna ákvæða um alþjóðlegar friðarviðræður með þátt- töku æðstu ráðamanna. Willy Claes Clinton leyfir aukin samskipti við Kúbu Varar við ein- angrunarstefnu Wasliingtan. Rcuter, The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær ræðu um utanríkismál hjá Freedom House-stofnuninni, þar sem hann varaði við þeirri tilhneig- ingu í Bandaríkjunum að vilja einangra sig frá umheiminum. Forsetinn sagði nauðsynlegt að Bandaríkin gegndu áfram forystuhlutverki á al- þjóðavettvangi. Þá greindi hann frá ýmsum tilslökunum gagnvart Kúbu. Clinton sagði að jafnt á vinstri sem hægri væng bandarískra stjórnmála gætti aukinnar einangr- unarhyggju. Besta leiðin til að bregðast við þessari þróun væri ekki að ráðast á talsmenn einangr- unarhyggju heldur rökræða við þá og benda þeim á dæmi úr raunveru- leikanum. „Ef litið er á þann árangur, sem hefur náðst, frá Haítí til Bosníu, frá Mið-Austurlöndum til Norður- írlands, kemur rétt einu sinni í ljós að forysta Bandaríkjanna er ómiss- andi. Án hennar væru gildi okkar, hagsmunir og sjálfur friðurinn í hættu,“ sagði Bandaríkjaforseti. Samskipti við Kúbu Forsetinn greindi einnig frá því að hann hefði ákveðið að leyfa bandarískum fréttastofum að setja upp skrifstofur á Kúbu og að kúb- verskum blaðamönnum yrði leyft að starfa í Bandaríkjunum. Þá yrðu samskipti trúarsamtaka, náms- mannasamtaka, vísindamanna og samskipti á sviði menningarmála leyfð milli ríkjanna. Taka þessar breytingar gildi þegar í stað. Áfram refsiaðgerðir Mike McCurry, talsmaður forset- ans, ítrekaði að þetta hefði engin áhrif á þær efnahagslegu refsiað- gerðir, sem verið hafa í gildi frá 1962 gagnvart kommúnistastjórn- inni á Kúbu. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild þingsins, lýsti yfir efasemdum um stefnubreytingu Clintons og sagði hana einungis hafa áróðursgildi fyrir Fidel Castro, forseta Kúbu. Tilræði í París LÖGREGLUMENN í París kanna aðstæður í grennd við Maison Blanche, eina af við- komustöðvum neðanjarðarbrautanna, en sprengja, er falin hafði verið í sorpkassa, sprakk þar í gær. 13 manns slösuðust, flestir lítillega og rúður í nálægum bílum spiundruð- ust. Bréfberi kom auga á sprengjuna í kass- anum og tókst lögreglu því á síðustu stundu að vara flesta vegfarendur við. Lögregla skaut nýlega til bana meintan hryðjuverka- mann af alsírskum uppruna, Khaled Kelkal, nálægt þorpinu Maison Blanche skammt frá Lyon, og er tilræðið í gær talið tengjast þeim atburðum. Útför Kelkals fór fram í gær. Reuter Hunsar samning Jerúsaiem. Reuter. FRELSISSAMTÖK Palestínu- manna (PLO) fordæmdu í gær þá ákvörðun Ezers Weizmans, forseta ísraels, að náða ekki nokkrar palestínskar konur, sem afplána dóma vegna morðárása á ísraela. Weizman kveðst ekki vilja náða fanga sem hafi úthellt bióði ísraeia. Talsmaður PLO sagði ákvörðun Weismans ganga í berhögg við samning Israela og PLO sem undirritáð- ur var nýlega í Washington. „Ég get ekki ímyndað mér að þeir standi ekki við það sem þeir voru búnir að sam- þykkja,“ sagði Yasser Arafat, leiðtogi PLO, í gær og var greinilega mjög reiður. ■ Naumur meirihluti/22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.