Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 20 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann og tvítuga konu í 20 mánaða fangelsi hvort fyrir að hafa staðið að inn- flutningi fíkniefna í hagnaðarskyni frá Amsterdam í Hollandi í apríl síðastliðnum. Dæmdu voru ákærð fyrir að hafa flutt inn samtals 288,1 gramm af amfetamíni, 80,74 grömm af alsælu og 1 gramm af kókaíni. Maðurinn lagði til fé og keypti efnin í Rotterdam en bjó þau síðan til flutnings. Konan flutti svo efnin til landsins, en þau fund- ust við líkamsleit á henni á Kefla- víkurfiugvelli. Voru efnin að hluta til falin innanklæða á konaunni og að hluta til í líkama hennar. Ákærðu játuðu skýlaust að hafa staðið að innflutningi fíkniefn- anna. Sakferill mannsins hafði ekki þýðingu fyrir málið og konan hafði ekki áður gerst brotleg við lög. Við ákvörðun refsingar ákærðu var annars vegar tekið tillit til ungs aldurs þeirra og hins vegar magns þeirra fíkniefna sem þau fluttu inn. Var refsing ákveðin fangelsi í 20 mánuði fyrir hvort þeirra um sig en til frádráttar hjá manninum kemur fjögurra daga gæsluvarð- hald og eins dags gæsluvarðhald hjá konunni. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Fr„A S r E I G TSI A S T O F' A ÍST LOGMENN ..... .-.565-5155 HAFNAKTIR 1 V, í-1 tf V t l 6 ífi E K'í ;$*l' Revkjavíkunegur60 • Fax: 563-4744 .Æá.á.fVt ÁJry,N&X M4 * lit'iiíkí >!n iigf Opið hús Til sölu 3ja herb. ca 89,2 fm. íbúð í Engihjalla 9, 6. h.c., Kópavogi. Gullfalleg eign og kjörin fyrir þau sem eru að byrja búskapinn. Áhv. ca 3,9 millj (byggsj. og húsbr.). Verðhugmynd 6,4 millj. ívar og Gunnhildur taka á móti ykkur í dag, laugardag, kl. 13-20. 2ja herb. Rauðarárstígur 26871 70 fm falleg 2ja herb. íb. á 3. hæö í nýju lyftuh. ásamt stæði í bílgeymslu. Parket og flísar. Stórar svalir. Glæsileg eign. Áhv. 6.3 millj. í góðum lánum. Verð 7,7 millj. Milligjöf einungis 1,4 millj. Reykás 22335 Áhugaverð 64 fm ib. á 2. hæð i litlu fjölb. Tvennar svalir. Sórlega vandað tréverk. Mögul. á að kaupa endabílsk. með. Áhv. 3.3 millj. byggsj. Verð 6,5 millj. Frostafold 26603 70 fm falleg íb. á 4. hæð í góðu lyftuh. Góðar innr. Flísar á gólfum. Vestursv. Mik- iö og fallegt útsýni. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 6,9 millj. Ásgaröur 26549 59 fm björt endaíb. á efstu hæð í nýl. húsi. Sórinng. Mikið útsýni. Suðursv. Parket, flís- ar. Ahv. 1,8 millj. byggsj. Verð 6,1 millj. Grandavegur 22614 Stórlækkað verð. Mjög falleg og vönduð 74 fm íbúð á 1. hæð í nýlegu húsi. Sér- þvhús og búr. Parket. Laus fljótlega. Verð 5.990 þús. Kríuhólar 26032 58 fm íb. á jarðh. með sérgarði í góðu nýviðg. fjölb. Áhv. 2,4 millj. Verð 4,4 millj. Hraunbær 15523 54 fm íb. á 2. hæð í fjölb. Parket og flís- ar. Húseígnin er nýl. klædd aö utan. Áhv. 2.4 millj. Verð 4,9 millj. Asparfell 17075 2ja herb. 53 fm íb. í nýviögerðu lyftuhúsi. Parket og flísalagt baðherb. Þvhús á hæö- inni. Góð sameign. Verð 4,9 millj. Blikahólar 4242 57 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð í ný* viög. fjölb. Mikið útsýni. íb. sem býður upp á mikla mögul. Áhv. 3,2 milfj. byggsj. m. 4,9% vöxtum. Verð 4,9 millj. Kleifarsel 25198 59 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Góðar svalir. Björt og rúmg. íb. V. 5,3 m. Hátún 25866 54 frri góð 2ja herb. íb. í nýviðg. lyftuh. Suðursv. Sérlega góö sameign. Laus strax. Lyklar á skrifst. V. 5,2 m. Vallarás 25481 Góð 2ja herb. íb. á jarðh. m. sórgarði. Vandaðar innr. Sameiginl. þvhús m. tækj- um. Áhv. 1,4 millj. byggsj. Verð 4,5 millj. Barónsstígur 25342 Góð lítil sórhæð ásamt geymsluskúr og rými í kj. Mikið endurn. eign í góðu tvíb. Nýtt eldh. og bað. Góðar innr. Áhv. 2,0 millj. byggsj. Verð 4,7 millj. Þjónustuíbúðir Kleppsvegur 62 26358 Höfum fengið í endursölu 75 fm íb. á 3. hæð sem snýr í suöur og austur. Falleg fjallasýn. Afh. tilb. án gólfefna. Verð 7.940 þús. Teikn. á skrifst. HÚSAKAUP, Suðurlandsbraut 52, Rvík, sími 568 2800. ÍÍ9 11 Rfl m 19711 LÁRUS t>. VALOIMARSSON, framkvamdasijori UUt I luU’UUb lU/U KRISTJÁN KRISTJANSSON, lOGGHTUR fasieignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Stór og góð - hagkvæm skipti Ofarlega í lyftuhúsi í „KR-blokkinni“ mjög stór 4ra herb. íbúð með frá- bæru útsýni. Skipti möguleg á 2ja-3ja herb. ibúð. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 3ja herb. íb. lítiö niðurgr. í kj. í Kleppsholtinu um 70 fm. Sér- hiti. Geymslu/föndurherb. um 10 fm. 40 ára húsnlán um kr. 2,6 millj. Verð aðeins kr. 4,5 millj. Einbhús - frábært útsýni Við Digranesveg endurnýjað einbhús. Á hæð er mjög rúmg. 3ja herb. ib. Nýtt eldh. Ný sólstofa. Nýtt parket. í kj. eru 2 herb., bað, þvhús og geymsla. Stór ræktuð lóð. Eignaskipti mögul. Fjársterkir kaupendur óska eftir: Innarlega i Fossvogi óskast 3ja-4ra herb. ib. Verslunarhúsnæði óskast v. Laugaveg eða nágr. helst 140-150 fm. Iðnaðarhúsnæði í höfuðborginni eða nágr. 100-250 fm. Húseignir í borginni eða nágr. með tveimur góðum íbúðum. Fjöldi annarra beiðna á skrá. Margs konar hagkvæm eignaskipti. • • • Opið ídag kl. 10-14. Fjöldi eigna í skiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 14. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGMASALAN LflUGAVEG118 S. 552 1150-552 1370 FRÉTTIR Eiður í Búlandi reynir fyrir sér með framleiðslu kaplamjólkur EIÐUR fylgist með í gegnum gegnsæjan hluta á slöngunni hvenær hryssan hættir að selja en talið er að hægt sé að ná vel á annan lítra úr hryssu í senn verði hún ekki fyrir truflun með- an á mjöltum stendur. MJALTAVÉLIN sem Eiður keypti er ætluð til að mjólka geitur og sauðfé en fer vel á hryssun- um sem hafa frekar stutta og breiða spena og að sjálfsögðu vita allir að hryssur hafa bara tvo spena. Viðleitni til að skapa nýja tekj umögnleika ÞEGAR blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði leita bændur logandi ljósi að nýjum leiðum í tekjuöflun. Eftir að hafa lesið grein eftir Dr. Ólaf Dýrmundsson ráðunaut um kaplamjólk sem birtist í hestatíma- ritinu Eiðfaxa fyrr á árinu ákvað Eiður Hilmisson bóndi að Búlandi í Austur Landeyjum að reyna fyrir sér með framleiðslu kaplamjólkur. Eiður sagðist ekkert vita á þessu stigi hvort eða hversu mikill mark- aður væri fyrir kaplamjólk en hann hafi talið óhætt að þreifa örlítið fyr- ir sér því stofnkostnaður væri að svo komnu máli ekki mikill. Þetta mætti kannski kalla snert af sjálfs- bjargarviðleitni til að tryggja sér lífsviðurværi í sveitinni, sagði hann. Þegar blaðamann bar að garði voru tvær hryssur teknar til mjalta og byrjaði Eiður á að stjúka júgrin með votum klút og síðan voru mjaltahylkin sett á spenana, allt með svipuðum hætti og tíðkast við kúamjaltir. Allt gekk þett róleg fyr- ir sig, hryssurnar hinar rólegustu þótt ekki seldu þær mikið að þessu sinni. Eiður sagðist vera með um 20 folaldshryssur en hann hafi að- ÞINGHOLT Suðurlandsbraut 4A 5G8 mHi Hvassaleiti Mjög góð ca 100 fm íb. á 1. hæð. Talsvert endurn. Suðursv. Stutt í þjónustu fyrir aldraða. Verð 7,9 millj. Fífusel Góð ca 100 fm íb. á 2. hæð ásamt bílskýli. Blokkin ný standsett. Laus fljótl. Verð 7, 2 millj. Bárugata Vorum að fá í sölu fallega ca 69 fm ib. í kjallara. íb. snýr að mestu út i suður garð. Laus strax. Verð 4,7 millj. eins mjólkað þær rólegustu enn sem komið væri. Þórarinn Leifsson kennari á Bændaskólanum á Hólum sem hefur kannað nokkuð möguleika á fram- leiðslu kaplamjólkur hér á landi sagði að þessi mál væru í vinnslu. Mörgum spurningum væri ósvarað áður en hægt væri að hvetja menn til að fara út í þessa iðju. í fyrsta lagi þyrfti að kanna hvort markaður sé fyrir hendi og hversu stór hann væri og svo hvernig standa skuli að framleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Nefndi nann í því sambandi mögu- leika á frostþurrkun sem væri ákaf- lega dýr vinnsluaðferð sem aðeins borgaði sig með hágæða vörur. Þór- arinn sagði að þótt stofnkostnaður við framleiðslu kaplamjólkur væri lítill væri þetta ákaflega vandasöm framleiðsla því þarna væri verið að meðhöndla ógerilsneydda mjólk og alveg ljóst að það væri ekki á færi allra að standa að slíku. Kaplamjólk er mestu notuð fyrir ungbörn sem af einhveijum ástæðum ekki þola kúaog móðurmjólk. Ungbörn eru mjög viðkvæm fyrir ýmsum utanað- komandi gerlum og því ljóst að gæta verði fyllsta hreinlætis við framieiðslu og meðhöndlun mjólkur- innar. Þórarinn taldi að framleiðsla kaplamjólkur gæti skapað góðan aukaarð af reiðhestaræktun og nota ætti þá í þetta góðar ræktunarhryss- ur. Þetta væri ekki eins bindandi eins og hefðbundin mjólkurfram- leiðsla, hægt væri að sleppa mjöltum t.d. við heyannir þar sem folöldin ganga undir samhliða. Sjálfur próf- aði Þórarinn að mjólka nokkrar hryssur heima í Keldudal í Hegra- nesi og sagði hann mikilvægt að hryssurnar sæju folöldin þegar fol- öldin eru tekin frá fyrir mjaltir en það mun vera tveim til fjórum tímum áður. Lítið má út af bera svo þær hætti að selja og sagði Þórarinn minnsta truflun nægjanlega. Sé þá líkast því sem skrúfað sé fyrir krana í snarhasti. Þá sé ekki við því að búast að þær selji neitt að ráði í fyrsta og annað skiptið sem þær eru mjólkaðar og jafnvel ekki í þriðja skiptið. Til að byija með fékk hann um 300 millilítra úr hryssu en þegar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MJÓLKIN er sett í hálfslítra plastbrúsa sem merktur er Búlandskaplamjólk og með fylgja ýmsar gagnlegar upp- lýsingar. Brúsinn er geymdur í frysti þar til hann fer til neytanda. OG þá er að smakka, Sveinn Ragnarsson hestamaður úr Reykjavík bragðar hér á kaplamjolkinni og líkar vel. hann hafi farið að kunna betur á þær hafi hann náð jafnvel vel á annan lítra og hafi það þá runnið úr Jieim á einni mínútu. I grein Dr. Ólafs í Eiðfaxa kemur fram að kaplamjólk þyki mjög holl til manneldis, fituinnihald er um 1,25% samanborið við 4% í kúa- mjólk,. þá er hlutfall mjólkursykurs mjög hátt eða 6,26% sem gefur mjólkinni mun sætara bragð. Þá segir að fram hafi komið vísbending- ar um að hún gagnist sem lyf. Á þeim búum erlendis sem framleiða kaplamjólk er mjólkað í fimm mán- uði og mun dagsnytin þar 5 til 6 lítrar. Einnig munu unnar snyrtivör- ur úr kaplarqjólk því mjólkin þykir vera bæði hreinsandi og græðandi. En fróðlegt verður að sjá hvaða við- tökur Búlandskaplamjólkin fær hjá íslenskum neytendum og því hvort fleiri framleiðendur bætist í hópinn ef vel gengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.