Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ VIRKfl DflGfl 10-18.30 LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 2 f%: i versj Borgarl í dag bjóða verálanir Borgarkringluifnar : þér að kauþa tilteknar vörnr á verði „ fyrir 1“ PIOIUI.DIO f IIÞ BOftOAflKRlNOUMMt^ Tískuverslun JMECESSITV^ lortumiei beuR^ip K Alpaíjólur og/eða Freesíuvendir 2 ^Ufv t Þykkir Oilily bolir og/eða sápa / 2 faftOt 1 Te, kaffi og sulta í gjafapakkningu 2 fapurt t Silkináttföt og/eða silkinærbuxur (Boxers) 2 faftOt t Gallabuxur 2 faftOt t Þykkir vetrarsokkar og/eða grifflur 2 faftOi t Messing kertastjakar 2 faftOt t Orkusteinar 2 faftOt t Hamborgari, franskar og sósa 2 faftOt t Skyrta og bindi á II Flefri verslanir biofla bessi sömu kjttr Gefðu bér tíma og líttu við NEYTENDUR í VERSLUNINNI Djásn á Skóla- vörðustíg í Reykjavík eru seld gömul uppgerð húsgögn í sveitastíl. Húsgögnin, sem eru frá öndverðri og miðri 19. öld, koma meðal annars frá Þýska- landi, Hollandi, Englandi og Ungveijalandi. í versluninni eru líka amerísk húsgögn og veggskápar sem eru unnir af handverksfólki vestan hafs og eru engir tveir hlutir eins. Svala Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar, segir að þessi Morgunblaðið/Kristinn Húsgögn í sveitastíl sveitastíll njóti nú mikilla vin- sælda í Evrópu, en húsgögnin eru olíu- og vaxborin fura. Púða með munstri frá miðöld- um er einnig að finna í búð- inni; Smalar og ýmsar aðrar persónur í miðaldaklæðum eru ofnar á þá. Svala fær líka vörur frá Amish-fólkinu í Banda- ríkjunum, til dæmis handunna veggskápa. Svala Ólafsdóttir hóf rekstur Djásns í maí síðastl- iðnum með leigu á brúðarkjól- um en ætlar í vetur að selja húsgögn og ýmsa aðra muni á heimilið. Stóri skápurinn á myndinni til hægri er ungversk- ur, sennilega frá árunum 1870- 1890. Á hinni myndinni er Svala Ólafsdóttir, eigandi verslunnar Djásn. Kartöfiur í pestósósu ÞAÐ ER sannarlega puðsins virði að setja niður kartöflu- útsæði að vori því fátt er betra en soðnar nýjar kartöflur úr sínum eigin garði. Nýlega rak á fjörur Neyt- endasíðunnar uppskrift að kartöflum í pestósósu að it- ölskum hætti: Veltið nýjum, nýsoðnum kartöflum upp úr einni matskeið af pestósósu. Kryddið með svörtum, nýmöl- uðum, pipar og salti. Bæklingur til að upplýsa ferðafólk SAMKEPPNISSTOFNUN hefur gefið út bækling með upplýsingum fyrir þá sem kaupa alferðir, eða pakkaferðir eins og þær eru oft nefndar. Þar er vísað í gildandi lög um slíkar ferðir og ákvæði þeirra túlkuð fyrir almenning með einföldum dæmum. Ætlunin er að dreifa bækl- ingnum m.a. á ferðaskrifstofur og samkvæmt upplýsingum frá Sam- keppnisstofnun er fyrirhuguð útgáfa af fleiri upplýsingabækling- um fyrir neytendur, meðal annars um verðmerkingar í verslunum. Meðal þess sem fram kemur í bæklingi Samkeppnisstofnunar er að í samningi um alferð eigi að til- greina hugsanlegar verðbreytingar og frest til að bera fram kvörtun um vanefndir á samningum. Áður en ferðin hefst á ferðaskrifstofa að upplýsa um ýmislegt, meðal annars hvernig hægt sé að ná sambandi við börn eða ábyrgðarmann þeirra barna sem taka þátt í alferð erlend- is. Einnig möguleika á að kaupa ferðatryggingu sem bætir kostnað af meðferð eða heimflutningi ef slys verður eða veikindi með þeim hætti að sjúkratiygging greiðir ekki bæt- ur. Auglýsingabæklinga ferðaskrif- stofa eru teknir til umijöllunar og meðal annars tekið fram að þar eigi að koma fram upplýsingar um skilmála fyrir staðfestingu flugmiða og fresti í því sambandi. I auglýs- ingabæklingnum á einnig að koma fram hvaða reglur gilda um afpönt- un á ferð og möguleika á trygging- um. Sýnlng á danskri vefnaðarvöru frá Georg Jensen Damask v. t Á HVERJU ári koma ný mynstur og litir frá Georg Jensen Damask á markaðinn. Listræn hönnun með nota- gildi og endingu í fyrirrúmi SYNING á vefnaðarvöru frá Ge- orge Jensen Damask verður haldin að Safamýri 91 um helgina, laug- ardag og sunnudag, kl. 14-18 báða dagana. George Jensen Damask er danskt vefnaðarfyrirtæki sem starfrækt hefur verið í 500 ár. Þar hefur damask verið ofið í um 130 ár. Framleiðslan er einkum dúkar, munnþurrkur, rúmföt ásamt hand- klæðum og diskaþurrkum, sem hægt er að vefa í nöfn að eigin vali. Ragnheiður Thorarensen, um- boðsmaður fyrirtækisins, stendur fyrir kynningarsýningunni. Hún segir að vörur fyrirtækisins séu ekki seldar í verslunum, heldur einungis afgreiddar beint frá verk- smiðju til kaupenda. Þannig’fáist varan fullfrágengin eftir máli, auk þess sem verði sé haldið í lág- 'f I L I t ( t I i fl t fl I í í I marki. Georg Jensen Damask leggur áherslu á listraena fram- leiðslu með tilliti til notagildis og endingar. Vörurnar eru handunnar af viðurkenndum textilhönnuðum og á hvetju ári bætast við ný mynstur og litir. Það nýjasta í ár ( er „ævintýradúkur" með myndum úr ævintýrum H.C. Andersen. Dúka og munnþurrkur má þvo við ( 90 gráður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.