Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gildistöku olíugjalds frestað um tvö ár FJÁRMÁLARÁÐHERRA stefnir að því, að tillögu nefndar fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila, að fresta gildistöku laga um olíugjald, sem leysa átti þungaskattskerfið af hólmi um áramót, um tvö ár. Jafnframt verði unnið að því að taka upp litun gjaldfrjálsrar olíu innan þess tíma. Þetta kom fram í ræðu Friðriks Sophussonar Qármálaráðherra við upphaf fyrstu umræðu um frumvarp til íjárlaga 1996 á Alþingi í gær. Samkvæmt lögum um olíugjald var ráðgert að innheimta þunga- skatt af díselbílum í olíuverði frá söludælu en ekki með sérstöku gjaldi, ýmist föstu eða samkvæmt ökumæli, eins og verið hefur. Lögin áttu upphaflega að öðlast gildi 1. júlí sl. en á síðasta þingi var gildistökunni frestað til ára- móta. Talsmenn olíufélaganna höfðu m.a. gagnrýnt undirbúning málsins. Lituð olía innan tveggja ára í máli Friðriks Sophussonar á Alþingi í gær kom fram að nefnd hagsmunaaðila og stjórnvalda hefði komist í fyrradag að þeirri niður- stöðu að fresta bæri gildistöku lag- anna um tvö ár og taka upp litun gjaldfijálsrar olíu — þ.e.a.s. olíu sem ekki er notuð sem bifreiðaelds- neyti — innan þess tíma. „Ástæðan er sú að Danir hafa nú nýlega þróað hagkvæma aðferð við að lita olíu sem vert er að at- huga nánar. Ég tel því rétt að málið verði undirbúið betur og fylgst með þróuninni í Danmörku. Frumvarp um frestun gildistöku laganna verður væntanlega lagt fram á Alþingi á næstu dögum en samþykkt þess hefur ekki áhrif á tekjuáætlun frumvarpsins. Þunga- skattskefið mun að sjálfsögðu verða í gildi á biðtímanum en gerðar verða lagfæringar á lögunum m.a. til að styrkja eftirlit," sagði Friðrik Soph- usson. ■ Eingreiðslur/4 Landsþing Þroskahjálpar LANDSÞING Landssamtakanna Þroskahjálpar var sett í gær- kvöldi á Hótel Sögu. Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður sam- takanna, setti þingið, Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra flutti ávarp og Ólöf de Bont Ólafsdótt- ir söng við undirleik Ólafs Vign- is Albertssonar. Að lokinni setn- ingarathöfn bauð Þroskahjálp til kaffisamsætis. í dag hefjast þing- störf klukkan 9 og standa til kvölds, en þá verður hátíðar- kvöldverður á Hótel Sögu. Þing- inu verður fram haldið á morgun og eru þingslit áætluð um klukk- an 18. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir HRÓLFDÍS Hrólfsdóttir, eigandi verslunarinnar Blóm og föndur, þurrkar upp vatn sem komst inn í búðina. Vatn flæddi í 10 hús á Siglufirði Siglufjörður, Morgunblaðið. ÚRKOMA síðastliðinn sólarhring á Siglufirði nam 50 millimetrum og vatn flæddi í yfir 10 hús. Óverulegt tjón varð nema á gólf- efnum og ekki varð umtalsvert tjón á mannvirkjum bæjarins. Að sögn Bjöms Valdimarsson- ar bæjarstjóra er næsta ótrúlegt hvað tjón er lítið miðað við þessa miklu úrkomu. Hann sagði að starfsmenn bæjarins hefðu staðið sig afar vel og forðað enn meira tjóni, en bæjarstarfsmenn hafa unnið nær sleitulaust síðustu tvo sólarhringa. Þeir hafa séð um að halda niðurföllum opnum og lækj- um í sínum réttu farvegum. Bæjarstarfsmenn reiknuðu með að verða á ferðinni í alla nótt m.a. vegna þess að stór- streymt er núna. Úrkoma hefur minnkað og.því telja menn að það versta sé yfirstaðið. Spáð er áframhaldandi rigningu á Siglu- firði. Bæjarbúar eru orðnir þreyttir á rigningunni og eru sumir farnir að óska eftir kóln- andi veðri. Samgönguráðherra á ferðaráðstefnu Opinber stefna í ferðamálum HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra tilkynrtti á ráðstefnu um ferðamál sem haldin var í Vest- mannaeyjum að hann hefði ákveðið að marka opinbera stefnu í ferða- málum. I því skyni verður myndaður sérstakur starfshópur til að stýra vinnu við slíka stefnumörkun, en hugmyndin er að tillögur að áætlun og stefnumótun verði unnin af fag- mönnum á þessu sviði. Sagðist ráð- herra telja nauðsynlegt að niður- stöður geti legið fyrir eftir áramótin. „Menn geta vitaskuld velt því fyrir sér og gera það hvaða gildi slík stefnumörkun hafi ef henni verður ekki síðan fylgt eftir með opinberum styrkjum eða stuðnings- aðgerðum. Fyrir mér vakir ekki áætlunargerð af því tagi. En á hinn bóginn sýnist mér ekki vanþörf á að við reynum að skýra það fyrir okkur sem nákvæmast hvar við erum á vegi stödd og auðvitað verð- um við líka að skýra það betur fyr- ir okkur af því að leiðarendinn er enginn, hvaða áfanga og áföngum við viljum ná í ferðaþjónustunni og í hvaða tímaröð," sagði Halldór. Ráðherra sagði að stefna í ferða- málum yrði að ná til allra þátta og að hún ætti að opna möguleika á samstarfi til allra átta. Hann varp- aði fram þeirri hugmynd að kynna landið á erlendri grund með því að leggja áherslu á að ísland sé yngst Ianda og það sé land sem sé í sköp- un. Hann benti á þá staðreynd að 52-53 eldgos hefðu orðið hér á landi á þessari öld og jöklar væru að ryðj- ast fram. Úrbætur við ferðamannastaði Samgönguráðherra skipaði í apríl 1994 nefnd sem fékk það hlutverk að gera úrbætur í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Nefndin skil- aði ítarlegri skýrslu fyrr á þessu ári þar sem gerð er tillaga um fram- kvæmdaröð og framkvæmdaþörf. Halldór sagði að skýrsluhöfundar teldu nauðsynlegt að minnka álagið á viðkvæmustu ferðamannastaðina og þörf væri á að skipuleggja fjðl- breyttari afþreyingu fyrir ferða- menn. Skýrsluhöfundar leggja til að gerð verði langtímaáætlun um úr- bætur á ferðamannastöðum. Lagt er til að unnið verði að endurbótum á ferðamannastöðum fyrir 70 millj- ónir á ári. Halldór sagði að þetta væri mikið fé og mál þetta yrði að skoða í samvinnu við sveitarfélögin. Hann fagnað framtaki einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem unnið hafa að því að gera endurbæt- ur við ferðamannastaði. — ■ Æ Æ Morgunblaðið/Kristján Brúnni lyft VEGAGERÐARMÖNNUM tókst að lyfta brúnni yfir Fnjóská í Vagla- skógi í S-Þingeyjarsýslu upp úr ánni án mikilla átaka með 50 tonna jarðýtu og tók verkið aðeins 40 mínútur. Áður hafði þeim mistekist að lyfta henni með spili, eins og kpm fram í Morgunblaðinu í gær. Brúár- endinn féll í ána í leysingununi í vor og einnig grófst vegarspotti að brúnni að vestanverðu í ^ sundur. Alls þurfti að lyfta brúarendanum um þijá metra, áður en hægt var að koma járnbita undir hann til bráðabirgða. Næsta skref er að steypa undir brúarendann og síðan verður hon- um slakað í varanlegt sæti. í fram- haldinu verður byggður upp nýr vegarspotti að brúnni að vestan- verðu og vonast vegagerðarmenn til þess að hægt verði að hleypa umferð á brúna í byijun næsta mánaðar. Tillaga um að fækka verkalýðsfélögum á Norðurlandi úr rúmlega þrjátíu í fimm Akureyri, Morgunblaðið Aratuga umræða árangurslaus MIKLAR umræður urðu um tillögu skipu- lagsnefndar Alþýðusambands Norðurlands, AN, þess efnis að fækka verkalýðsfélögum á Norðurlandi úr tæplega þijátíu í fímm á þingi sambandsins sem hófst á Illugastöðum í Fnjóskadal í gær. Samtals eru félagsmenn í þessum félögum tæplega ellefu þúsund tals- ins. Lagt er til að félögin verði svæðaskipt, þannig verði eitt verkalýðsfélag í Þingeyjar- sýslum, eitt í Eyjafirði, eitt í Skagafirði, eitt í Húnavatnssýslum og eitt á Siglufirði. Guðmundur Ómar Guðmundsson, formað- ur AN, mælti fyrir tillögunni og sagði að núverandi skipulag væri arfur frá fortíðinni, við værum á leið inn í nýja öld og ætti höfuð- markmiðið að vera að fækka verkalýðsfélög- um. Það væri að beija höfðinu við steininn að neita að horfa til þess að breyting væri náuðsynleg. Þess væri ekki langt að bíða að fólk færi í auknum mæli að velta fyrir sér hvort það borgaði sig að vera í verkalýðsfé- lögum, það gæti hækkað laun þess um 1% að vera utan þeirra og vissulega skipti það máli, þetta væri spurning um beinharða pen- inga. Kostir öflugri verkalýðsfélaga væru ótvíræðir. í tillögunni kemur fram að litlar breyting- ar hafi orðið á skipulagsmálum þrátt fyrir áratuga langa umræðu, engin samstaða hefði náðst um breytingar þrátt fyrir að núverandi skipulag væri ekki í takt við tímann. Kyn- skipt félög væru við lýði þótt engin efnisleg rök væru fyrir slíkri aðgreiningu og mörg félaganna væru smá og gætu ekki veitt fé- lagsmönnum sínum nauðsynlega þjónustu. Andstaða sjómanna Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafé- lags Eyjafjarðar, lýsti mikilli andstöðu við tillögur nefndarinnar og sagði sjómenn ekki sjá hag sínum betur borgið í slíkum félögum enda sköruðust hagsmunir verulega. Lagði Konráð til að félögunum yrði fremur skipt upp eftir starfsgreinum, þannig yrðu tæplega 7.000 manns í félagi innan Verkamannasam- bandsins, rúmlega 1.300 innan Landssam- bands verslunarmanna, tæplega 1.000 innan Sjómannasambandsins, um 860 innan lands- sambands iðnaðarmanna og rúmlega 800 innnan Samtaka iðnaðarins. Sigurður Gunnarsson formaður Bygginga- mannafélagsins Árvakurs á Húsavík hafnaði öllum hugmyndum um starfsgreinaskipt verkalýðsfélög og Aðalsteinn Baldursson for- maður Verkalýðsfélags Húsavík kvaðst ótt- ast um sjálfstæði slíkra félaga, Verkalýðsfé- lag Húsavíkur væri starfsgreinaskipt félag og væri af því góð reynsla. Vildi Aðalsteinn að hvert félaga fyrir sig stæði að könnun um vilja félagsmanna til sameiningar. Þorsteinn Arnórsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, ásakaði stjórnir stéttarfé- laganna fyrir að draga lappirnar í málinu, ekkert þýddi að ræða sameiningarmál þing eftir þing og stinga tillögum síðan ofan í skúffu þegar heim væri komið. Hann hefði ekki áhuga á að kjósa nefnd til að fjalla um málið, það teygði aðeins á að af sameiningu yrði, betra væri að þeir sem áhuga hefðu á að starfa saman ræddu slík mál. Páll H. Jónsson frá Félagi verslunarmanna á Akureyri t,aldi að langflestir félagmanna væru frekar sammála tillögum Konráðs um að starfsgreinaskipta félögunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðs- félagsins Einingar, hvatti menn til að vinna af alvöru að sameiningarmálum, flæða myndi undan verkalýðsfélögunum yrði ekkert að gert. Hann lýsti sig alfarið á móti starfs- greinaskiptum félögum, en nefndi að væri vilji fyrir því meðal sjómanna á Norðurlandi að sameinast bæri þeim að skoða það. Hafþór Rósmundsson, formaður Vöku á Siglufirði, sagði tillögur skipulagsnefndar um fækkun verkalýðsfélaga bera keim af vald- boði. Félagamenn þyrftu sjálfir að finna hjá sér þörf fyrir sameiningu, annars gerðist ekkert, tilskipanir að ofan hefðu lítið að segja. Tillaga skipulagsnefndar verður afgreidd á þinginu í dag, laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.