Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Hvemig geta böm og foreldrar létt sér störfín heima iyrír? Ingveldur Fríðriks-
dóttir og Rósa Guðsteinsdóttir úr faghópi um bamasjúkraþjálfun skrífa um
vinnuaðstöðu foreldra og aðstæður barna á heimilum.
BÖRN í fullorðinsheimi.
Ingveldur
Friðriksdóttir.
Rósa
Guðsteinsdóttir.
kijúpa á kné eða sitja í stól og
fáið bamið til að koma í fang ykk-
ar. Þá er líka þægilegt að hafa stól
í anddyri svo þið getið setið meðan
þið klæðið barnið úr eða í útifatn-
aðinn. Ef þið hafið í baðherberginu
laust þrep sem barnið getur stigið
upp á til að setjast á salernið eða
til að þvo sér um hendur í vaskin-
um, sparar það ykkur að lyfta
barninu. Gefið ykkur tíma til að
leiða barnið í stað þess að bera það
langar leiðir. Það þarf stuðning
ykkar og tíma til að læra nýja hluti,
s.s. að ganga tröppur, en með því
að hreyfa sig þroskast það og
styrkist.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir . . .
Frá blautu
bamsbeini
HVERNIG geta börn og foreldrar
þeirra bætt vinnuaðstöðu sína
og létt sér störfín heima fyrir?
Við viljum nefna hér nokkur
einföld atriði sem koma upp í hugann
þegar við veltum þessari spurningu fyrir
okkur. Mikilvægt er að skapa bömunum
góðar aðstæður frá upphafi og venjur sem
eru heppilegar fyrir líkamann. Fullorðnir
ættu einnig að endurskoða hvernig þeir
hreyfa sig og hvort þeir geti dregið úr
líkamlegu álagi.
Hagræðing á heimilinu
Með lítilsháttar skipulagningu er oft
hægt að létta heimilisstörfin og auka ör-
yggi barna. Þegar nýfætt barn kemur á
heimilið þurfa foreldrar að skapa sér góða
aðstöðu við umönnun þess. Með því að
raða því sem nota þarf innan þægilegrar
seilingar má spara sér snúninga og aukaf-
erðir. Umönnun ungbarnsins verður einn-
ig mun léttari ef vinnuhæð fyrir foreldra
er hæfileg svo þeir geti staðið uppréttir
með slakar axlir í stað þess að bogra t.d.
við bleiuskipti og þar kemur skiptborð að
góðum notum. Þá er mikil bakraun að
lyfta þungu sofandi barni yfir háa rúm-
grind og þarf að hugsa fyrir því þegar
valið er rúm handa barnmu að hiiðargrind-
in sé lækkanleg.
Að lyfta barni og bera
Þegar þið lyftið barninu, munið þá eft-
ir að beygja ykkur í mjöðmum og hnjám
með beint bak. Snúið beint að því til að
forðast snúninga á hrygg meðan þið lyft-
ið. Haldið barninu þétt upp að líkamanum.
Ef þið haldið á barninu einhveija stund,
jafnið þá þunganum á báða fætur. Gott
er að flytja þungann til hliðanna án þess
að skekkja sig í mjöðmum eða ganga um.
Það er léttara en að standa kyrr í sömu
sporum. Rétt er að skipta oft um hand-
tök. Þegar barnið er farið að ganga er
ekki nauðsynlegt að lyfta því í hvert sinn
til að aðstoða það eða hugga. Reynið að
Rými fyrir litlu manneskjuna
Eftir langan vinnudag eru foreldrar oft
þreyttir én bamið pirrað og vill athygli
þeirra. Reynið þá að leggjast á gólfið hjá
baminu, gjaman á mjúkt undirlag. Þá emð
þið nálægt barninu, það getur ýmist leikið
sér eða hnoðast á ykkur og þið látið þreyt-
una líða burt. Foreldrar mættu einnig
hugsa fyrir að barnið hafi vinnu- og leikað-
stöðu miðsvæðis á heimilinu, jafnvel útbúa
lítinn krók í stofu og eldhúsi því barnið
vill vera þar sem þið eruð. Það getur þá
dundað sér meðan þið eruð að vinna og
venst síður á að sitja á handlegg, t.d.
meðan hrært er í pottunum, en það veldur
miklu álagi á axlir og handleggi.
Öryggi í fyrirrúmi
Hafið allt það úr seilingarfjarlægð sem
bamið getur skaðað sig á eða eyðilagt.
Barnalæsingar á skúffur og skápa koma
í veg fyrir að þið þurfið í sífellu að hreinsa
hrísgijón eða því um líkt upp af gólfinu
eða að bamið komist í þvottaefnið eða
önnur efni sem em því hættuleg. Sjálfsagt
er einnig að setja öryggislæsingar á glugga
og ganga tryggilega frá stigaopum svo
bamið fari sér ekki að voða. Slíkan öryggis-
búnað má fá hjá Slysavarnarfélagi íslands.
Stólar
Nú er svo komið að stólar af ýmsu
tagi eru taldir bráðnauðsynlegir frá vöggu
til grafar. Hófleg notkun ungbamastóls
gefur barninu góða yfirsýn yfir umhverf-
ið, það getur hreyft við leikfangi og þann-
ig þroskað samhæfingu augna og handa.
Hversu góðir og gagnlegir sem þessir stól-
ar eru, þá er rétt að ungbarnið sitji einung-
is stutta stund í einu. Þegar barnið sefur
þá líður því betur útafliggjandi en hálfsitj-
andi og sé það vakandi er því fátt hollara
en að hreyfa sig fijálst á gólfinu. Þar
stælir barnið líkamann með því að lyfta
sér upp á handleggi, velti sér, skríða og
síðan að koma sér upp á fæturna.
Þegar kemur að því að velja barnastól
er hagkvæmni og fyrirhyggja að velja stól
sem er öruggur, með stillanlega hæð og
setdýpt en gefur einnig stuðning undir
fætur barnsins. Þá er hægt að aðlaga stól-
inn eftir því sem barnið stækkár og nýta
fram á fullorðinsár. Barnið situr nú í líkri
hæð og foreldramir og er meiri þátttak-
andi þegar setið er saman við borð. Fleira
þarf þó til en góðan stól. Foreldrar þurfa
að fyigjast með að bamið sitji vel með
beint bak hvort sem það er við matarborð-
ið, við leik og föndur eða heimalærdóminn.
Barnið þarf að geta setið með slakar axlir
þegar frarhhandleggir hvfla á borðinu. Við
skólavinnuna má minna á að góð lýsing
er mikilvæg og skal ljósið koma ofan frá
vinstri ef barnið er rétthent, svo handlegg-
ur þess skyggi ekki á verkefnið, en frá
hægri fyrir örvhenta bamið.
Við vonum að þessar ábendingar komi
einhveijum að gagni, því full ástæða er
til að hagræða svo á heimilinu að það sé
sá öryggi griðastaður sem við þurfum,
þar sem börnin fá að njóta sín og fullorðn-
ir geta um frjálst höfuð strokið.
Opið bréf til sjálfstæð-
iskvenna um allt land
Ásgerður
Halldórsdóttir
Helga
Ólafsdóttir
Katrín
Gunnarsdóttir
Margrét
Sigurðardóttir
ÚT ER komið hefti með töl-
fræðilegum upplýsingum um al-
þingiskosningarnar 1995 útgefið
af Hagstofu íslands.
Á bls.16 í þessu hefti (10. yfir-
liti) er sýnd tala frambjóðenda
eftir kyni, í hveiju kjördæmi og
fyrir hvert landsframboð við al-
þingiskosningar 1995. Jafnframt
er sýnd sérstaklega tala karla og
kvenna sem skipuðu þijú efstu
sæti á lista. í 11. yfirliti í sama
hefti kemur fram fjöldi karla og
Konur Qölmennið, segja
--2--------------------
Asgerður Halldórs-
dóttir, Helga Ólafs-
dóttir, Katrín Gunn-
arsdóttir og Margrét
Sigurðardóttir, sem
hér alla um landsfund
kvenna á hveijum framboðslista.
Orðrétt segir „Við alþingis-
kosningarnar 8. apríl 1995 voru
fleiri konur í framboði en kariar
og hefur það ekki gerst áður. Við
kosningarnar í október 1959 og
1963 voru konur aðeins um 8%
frambjóðenda en þeim hefur síðan
Ijölgað jafnt og þétt. Árið 1978
var fjórði hver frambjóðandi
kona, árið 1983 voru konur 35%
alira frambjóðenda og nær 46%
við kosningarnar 1987 og 1991.
Við kosningarnar í apríl 1995
voru 425 konur í framboði, 50,4%
frambjóðenda, en 418 karlar,
49,6%. Hjá stjórnmálasamtökum
öðrum en Kvennalista, sem buðu
fram í öllum kjördæmum, voru
konur fæstar hjá Sjálfstæðis-
flokki, 31%, hjá Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki var hlutfall
kvenna 41-42%, hjá Alþýðu-
bandalagi og óháðum 45%, og hjá
Þjóðvaka var hlutfall kvenna af
frambjóðendum 52%.“
Ef við skoðum línuritið sem
fylgir þessari grein kemur í ljós
hjá Sjálfstæðisflokknum að fjöldi
frambjóðenda fyrir þessar alþing-
iskosningar var 124, þar af 81
karl og 43 konur. Ef skoðað er
hvernig frambjóðendur í 1.-3. sæti
skiptast síðan kemur fram að 20
karlar skipa 1.-3. sæti en aðeins
4 konur.
Hvað segir þetta okkur, þetta
segir okkur að við sjálfstæðiskon-
ur verðum að vera duglegri að
hvetja flokkssystur okkar um allt
land til að gefa kost
á sér í pólitísku
starfi innan flokks-
ins.
Það segir sig
sjálft að ef ekki er
gengið til leiks af
fullri alvöru, verður
engin breyting.
Fjöldi sjálfstæðis-
kvenna á Alþingi og
í sveitarstjórnum er
alltof lítill miðað við
heildarfjölda fulltrúa
flokksins.
Framundan er
landsfundur sjálf-
stæðismanna 3.-5.
nóvember nk. og
beinum við þeim ein-
dregnu tilmælum til
kvenna að þið gefið
kost á ykkur til setu
á næsta landsfúndi.
Virk þátttaka
kvenna í stjórnmála-
starfinu er frumskil-
yrði þess að unnt sé
að styrkja stöðu
Sjálfstæðisflokks-
ins.
Kjörorð okkar er:
„ Sjálfstæðiskon ur
Iátið að ykkur kveða
og málefni flokksins
ykkur varða“.
Ásgerður Halldórsdóttir er við-
skiptafræðingur.
Helga Ólafsdóttir er
framkv.stjóri.
Katrín Gunnarsdóttir er fulltrúi.
Margrét Sigurðardóttir er
viðskiptafræðingur.
Sj álfstæðisflokksins.
Frambjóðendur í Alþingiskosningunum 1995
Skipting eftir kyni
Karlarí IramboOI
Konur I Iramboöi
— Karlarl 1.-3. sæli
Konurí 1.-3. sæti
I
-
JH
il
I ■■
Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fi. Alþýðub. Þjððvakl Kvennalistl