Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURKARL STEFÁNSSON Sigurkarl Stef- ánsson var fæddur á Kleifum í Gilsfirði 2. april 1902. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 30. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grimskirkju 6. október. ANDLÁT er tilkynnt í dagblaði. Öldungur hefur gengið sitt ævi- skeið. Hann hefur ekki verið áber- andi í hringiðu lífsins síðustu ár en var ekki gleymdur. Má vera að fleirum fari sem mér að hugurinn reiki nú aftur í tímann. Það var í kennslustofu í gamla skólahúsinu við Lækjargötu. Hann var fyrsti lærði stærðfræðingurinn sem ég kynntist. Forvitinn, hálf- þroskaður unglingurinn, sem hafði frá blautu bamsbeini haft yndi af að glíma við stærðfræðiþrautir, fylgdist af gaumgæfni með þessum nýja kennara sínum. Hann fór sér hvergi óðslega, gaf sér tóm til að velta spurningum fyrir sér og kunni bæði að skýra og hlusta á það sem nemandinn hafði að segja. Hann virtist aldrei hafa fallið fyrir þeirri freistingu að líta á kennslu sem rekstur fjárflokks til réttar. Honum var fullljóst að hann var að opna okk- ur menningarsvið sem of fáir höfðu lykilinn að og það yrði ekki gert með innbroti held- ur með því að nota rétta lykla á hyggileg- an hátt. Sigurkarl Stefáns- son var þjóðsaga löngu áður en kennsluferli hans lauk við Mennta- skólann í Reykjavík. Sagan hermdi að enginn kennari léki það eftir honum að fara fyrirvaralítið í for- fallakennslu • í hvaða námsgrein sem væri, í hvaða árgangi sem væri og að gera viðkomandi efni fullkomlega vansalaus skil. Hann var skarpgreindur maður og fjöl- hæfur í besta máta. Kennarar hafa áhrif á nemend- ur. Það á sér ekki síst stað þegar nemandinn fer að sjá manninn í kennaraumgjörðinni, velta fyrir sér hvað hafi mótað hann, opnað hon- um þá sýn og þann skilning sem hann reynir að skapa öðrum að- stæður til að ná. Og þar skiptir það máli þegar nemandinn fær að finna að orð hans eru þess virði að hlust- að sé á, að spurningar hans eru þess virði að vera orðaðar og að frá honum er vænst svara sem byggjast á hans eigin hugsun. Um leið og ég læt í ljósi þakk- læti mitt fyrir góð kynni og löng ber ég einnig kveðjur Kennarahá- skóla íslands og þakkir þeirrar stofnunar til Sigurkarls Stefáns- sonar fyrir margra ára farsælt starf. Genginn er góður maður. Minn- ingin lifir og yljar. Anna Kristjánsdóttir. Sigurkarl Stefánsson var mikill mannkostamaður og einn af merk- ustu stærðfræðikennurum þessa lands. Hann ólst upp á menningar- heimili foreldra sinna í stórum systkinahópi að Kleifum í Gilsfirði. Óll urðu þau systkinin mætar manneskjur. Sjálfur var hann bráð- þroska og skáldmæltur vel þegar á unga aldri. í Menntaskólanum í Reykjavík hlaut hann viðurkenn- ingu fyrir skáldskap sinn. Hann hafði miklar og alhliða námsgáfur. Hann stundaði háskólanám sitt í stærðfræði í Kaupmannahöfn með glæsibrag og komu þá skýrt fram hæfileikar hans til vísindastarfa. Þegar heim kom til íslands að loknu námi gafst Sigurkarli þó lítið tóm til vísindaiðkana, heldur tók þá við þrotlaust brauðstrit um ára- tuga skeið við kennslu til að sjá fjölskyldu hans farborða. Þrátt fyr- ir það tók hann þátt í ýmsum opin- berum störfum. Þannig var hann fulltrúi Sambands íslenskra menntaskólakennara á ársþingi norrænna starfsbræðra sinna, varaformaður raunvísindadeildar Vísindasjóðs á árunum 1962-1974 og í ritstjóm Nordisk matematisk tidskrift 1953-1970. í því tímariti birtust eftir Sigurkarl tvær vísinda- legar ritgerðir í rúmfræði. Hann samdi kennslubók í stærðfræði fyr- ir máladeildir menntaskólanna og þýddi tvær kennslubækur í rúm- fræði. Þá ritaði hann greinar í ís- lensk tímarit um menningarmál. Sigurkarl var maður hávaxinn og glæsilegur, íþróttamaður góður og hraustmenni fram á elliár. Hann var ágætur glímumaður og meðal þeirra sem fóru á Ólympíuleikana árið 1936. Á góðviðrisdögum lét hann stundum tilleiðast að fara með nemendum sínum út á hlað Menntaskólans til að æfa kúluvarp. Aldrei mun þó sú íþrótt hafa kom- ið niður á kennslunni, enda getur vart samviskusamari kennara en hann var. Sigurkarl var hagur bæði til munns og handa. Um langt árabil samdi hann krossgátur fyrir íslensk tímarit. Margar tækifærisvísur hans voru mjög vel gerðar og hnyttnar. Á miðjum aldri fékkst hann talsvert við þýðingar á ljóðum öndvegisskálda, og þótti honum takast það með miklum ágætum. Á efri árum byggði hann sér hús í Kópavogi og vann að því sjálfur að talsverðu leyti. Hann tók virkan þátt í félagslífi eldri borgara þar í bæ. Hann hafði ávallt yndi af skák og var bridgemaður góður. En eitt- hvert merkasta framlag hans til sameiginlegra skemmtana eldra fólks tengdist þó hagmælsku hans. Hann samdi tvær snjallar gátubæk- ur, þar sem gáturnar eru settar fram í ferskeytluformi. Gátur hans eru skemmtilegar og sýna vel kímnigáfu hans, hve hagmæltur hann var og hve þekking hans á íslenskri menningu stóð á traustum grunni. Þessar bækur Sigurkarls urðu mjög vinsælar. Minnisstæð- astur er þó Sigurkarl þeim, sem kynntust honum, fyrir ljúfmennsku sína, hjálpsemi og grandvarleika. Sá sem þetta ritar á Sigurkarli mikið að þakka. Hann var kennari minn í Menntaskólanum í Reykja- vík í tvo vetur. Hann var góður kennari og mjög vinsæll, mikið prúðmenni og vingjarnlegur í fram- komu. Okkur nemendum sínum sýndi hann einstakt umburðarlyndi þótt frammistaðan væri oft á tíðum heldur bágborin. Hann var mjög drátthagur og ég minnist þess hve vel hann dró upp flatarmyndir á töfluna. Hann gat teiknað hring þannig fríhendis að ætla mætti að hann hefði notað hringfara. Stærð- fræðileg atriði útskýrði hann vel og skilnjprkilega þannig að allir máttu skilja. Veturinn 1942-1943 las ég utan- skóla stærðfræði og eðlisfræði og tók stúdentspróf í þeim greinum vorið 1943 til viðbótar við stúdents- próf úr máladeild árið á undan. Sigurkarl var svo elskulegur að bjóða mér að fara með mér yfir þau dæmi sem ég átti í erfiðleikum með. Kom ég heim til hans að heita mátti á hveijum sunnudagsmorgni RAÐAUGIYSINGAR PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Útboð Póstur og sími, Umdæmi II, óskareftirtilboð- um í landpóstaþjónustu frá Patreksfirði. Landpóstaþjónustan er við Barðastrandar- og Rauðasandshrepp. Þjónustan skal framkvæmd þrisvar í viku. Afhending útboðsgagna ferfram hjá stöðvar- stjóra á póst- og símstöðinni á Patreksfirði frá og með mánudeginum 9. október 1995, gegn 2.000 kr. skilagjaldi. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en mánudaginn 6. nóvember 1995 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00 á póst- og símstöðinni, Patreksfirði, að við- stöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Póstur og sími, Umdæmi II, 400 ísafirði. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 13. október 1995 kl. 14.00, á eftirfarandi elgnum: Bakkakot, Borgarfirði, þingl. eig. Hjálmar Björn Geirsson, gerðarbeið- andi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hléskógar 1-5, íb. 00.01, Egilsstöðum, þingl. eig. Brúnás, Egilsstöð- um hf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaður- inn á Seyðisfirði. 6. október 1995. Sýstumaðurinn á Seyðisfirði. KENNSLA Stangaveiðimenn ath. Flugukastkennslan hefst nk. sunnud. 8. okt. í Laugardalshöllinni kl. 10.20 f.h. Við leggjum til stangir. Kennt verður 8., 15., 22. og 29. okt. og 12. nóv. Óbreytt verð. Skráning á staðnum. K.K. R., S. V. F.R. og S. V.F.H. Verkafólk f Rangárvallasýslu Aðalfundur Rangæings verður haldinn í Verkalýðshúsinu á Hellu mánudaginn 23. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Stjórnarfundur Fundur verður haldinn í stjórn Þjóðvaka í veit- ingahúsinu Langasandi, Akranesi, laugardag- inn 14. október nk. og hefst hann kl. 11.00 árdegis. Stjórnin. Bifreiðauppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Elds- höfða 4, athafnasvæði Vöku hf., laugardag- inn 7. október 1995 kl. 13.30: G-6501 HT-272 KF-104 R-29137 R-77888 GL-810 HU-337 KI-151 R-29955 UN-845 GY-330 HY-846 KV-694 R-30181 XX-831 HB-659 IE-147 L-2133 R-44455 YZ-913 HD-335 IE-635 LH-698 R-47679 A-7585 HI-194 IJ-201 NJ-718 R-52689 AM-516 HK-420 JO-765 OK-915 R-54921 FI-585 HO-433 JV-941 R-1103 R-55181 HO-450 KD-010 R-17689 R-74153 auk fleiri bifreiða. Ávísanir ekki teknar gildar nema með sam- þykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Sýslumaðurinn í Reykjavík. FÉLAGSSTARF Félagsfundur Sjálfstæðisflokksins í Nes- og Melahverfi verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, mánudaginn 9. október nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kjör landsfundarfulltrúa. 2. „Sjálfstæðar konur". SltlQ auglýsingar FÉLAGSLÍF Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guömundsson, miðill heldur skyggnilýsingafund þriðju- daginn 10. október kl. 20.30 í Akoges-salnum, Sigtúni 5. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Allir velkomnir. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG @> ÍSIANDS MÖRKINNI6 - SÍMI568-2533: Styttri ferðir Sunnudagur 8. október 1. Kl. 10.30 Skálafellsöxl - Skálafell - írafell. Góð fjall- ganga. Verð 1.200 kr. Fararstjóri Gestur Kristjánsson. 2. KL. 13.00 Hvalfjörður - Brynjudalur. Fyrst farið í krækl- ingatinslu, en síðan skoðaðir haustlitir í Brynjudal. Tilvalin fjöl- skylduferð. Verð 1.000 kr. Fararstj. Sigurður Kristinsson. 3. Kl. 13.00 Sandfell - Vindás- hlíð. Fjallganga í Kjósinni. Verð kr. 1.000. Fararstj. Bolli Kjartansson. Mánudagur 9. okt. kl. 20 Kvöldferð á vættaslóðir. Auðveld og skemmtileg ganga í (um 2 klst.) í „tunglskininu" (nærri fullu tungli). Ekki gefið upp fyrir fram hvert haldið er. Verð 500 kr., fritt i ferðirnar f. börn m. fullorðnum. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Brottför frá BSÍ, austanmegin (og Mörk- inni 6). Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudagskvöldið 11. október í nýjum og glæsilegum sal í Mörkinni 6 og hefst það kl. 20.30. Myndefni úr ferðum: Vestfjarðastiklur - Vestfirsku „alparnir" o.fl. Góðar kaffiveitingar í hléi. Ferðafélag (slands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Lffssýnarfélagar ath. Laugardagur 7. október: Opið hús í Bolholti 4 kl. 9-14. Heitt á könnunni. Mánudagur9. október: Kl. 18.15 orkustöðvajóga. Kl. 19.45 bæna- hringur. Kl. 20.30 námskeið Erlu „Að sjá öðruvísi". Stjórnin. fomhjólp Opiðhús Opið hús i Þríbúðum félagsmið- stöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42, f dag kl. 14-17. Litið inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni. Við tök- um lagið saman kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Samhjálp. Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Karlheinz Schumacher postuli þjónar. Gestir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.