Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REIKNIN GS SKIL KYNSLÓÐANNA IFJÁRLAGAFRUMVARPINU, sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í ‘gær, kemur fram að á vegum fjármálaráðuneytisins er nú í fyrsta sinn unnið að svokölluðum kynslóðareikningum. I slíkum út- reikningi felst að reynt er að meta hver skattbyrði kom- andi kynslóða verði, miðað við núgildandi lög og ákvarðan- ir stjórnvalda í ríkisfjármálum. Niðurstöður kynslóðareikninga liggja ekki fyrir hér á landi, en útkoma sambærilegra útreikninga í nágrannalönd- um okkar gefur nokkra vísbendingu; án aðgerða af hálfu stjórnvalda til að ná tökum á ríkisútgjöldunum munu næstu kynslóðir Norðmanna þurfa að greiða 50% hærri skatta en þeir, sem nú eru á vinnumarkaði, og Svíar og Þjóðveijar, sem nú eru í barnaskóla, gætu þurft að greiða 30% meira í skatta en foreldrar þeirra. Hin sjálfvirka útþensla ríkisútgjaldanna á sér einkum stað í velferðarkerfinu. Meðalaldur vestrænna þjóða fer hækkandi og árið 2030 er áætlað að fjöldi ellilífeyrisþega hér á landi, þ.e. fólks 67 ára og eldra, verði þriðjungur af fjölda fólks á vinnualdri, þ.e. 20-67 ára. í dag eru meira en sex skattgreiðendur á vinnualdri um hvern aldraðan íslending. Bjölgun aldraðra ein og sér kallar að óbreyttu á aukin útgjöld til lífeyris- og heilbrigðismála. Vöxturinn i velferðarútgjöldunum er mun hraðari en sá vöxtur þjóðar- framleiðslunnar, sem spáð er. í þessu ljósi verður að skoða ýmsar ráðstafanir til að lækka velferðarútgjöldin, sem kveðið er á um í fjárlagafrum- varpinu og verða eflaust óvinsælar. Það er að sjálfsögðu alltaf sárt að þurfa að skera við nögl aðstoð við aldraða og sjúka, en staðreyndin er sú að við höfum byggt upp velferðarkerfi, sem við höfum ekki efni á. Ef við höldum áfram á sömu braut, mun koma að því að skattgreiðendur framtíðarinnar neita að borga brúsann. Að lokum yrði þá að koma til harkalegs niðurskurðar, sem yrði enn sársauka- fyllri en þær nauðsynlegu aðgerðir, sem nú eiga sér stað. Þeir, sem harðast gagnrýna fjárlagafrumvarpið fyrir að ráðast á aldraða og sjúka, ættu að velta því fyrir sér á hverja væri verið að ráðast ef farið væri að kröfum þeirra og sérhver góður málstaður studdur. Það væri verið að ráðast á lífskjör barna þeirra, kynslóðarinnar sem á að erfa þetta land. Friðrik Sophusson hafði vonandi rétt fyrir sér, þegar hann sagði í fjárlagaræðunni á Alþingi í gær: „Við verðum að láta skammtímahagsmuni víkja fyrir mikil- vægari markmiðum til lengri tíma. Ég tel að við eigum engra annarra kosta völ. Það kann að vera að þessi af- staða eigi ekki upp á pallborðið hjá öllum. Ég er hins veg- ar sannfærður um að kjósendur morgundagsins, unga fólk- ið í landinu, styðja þessa stefnu og fagnar henni.“ MIÐBÆ J ARV ANDINN BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að skipa fram- kvæmdanefnd um málefni miðbæjarins, sem verður gefið víðtækt umboð til að vinna bug á því ástandi er myndast hefur í miðborg Reykjavíkur um helgar. Meðal þess, sem nefndin telur vera forgangsverkefni, er að breyta opnunartíma veitingahúsa. Eru tvær leiðir nefndar í því sambandi. Annars vegar að skylda vínveitinga- staði til að loka á miðnætti og veita á móti leyfi til rekst- urs nokkurra næturklúbba er hefðu opið framundir morg- un. Hins vegar að gefa opnunartíma vínveitingastaða frjáls- an en herða á móti skilyrði fyrir leyfisveitingu til muna. Ástandið í miðbæ Reykjavíkur um helgar er ekkert nýtt vandamál. Borgaryfirvöld hafa glímt við þennan vanda áratugum saman. Það er ekki líklegt til árar.gurs að ætla að koma í veg fyrir þetta ástand með því að skylda veitingahús til að vísa gestum á dyr á miðnætti eða klukkan eitt. Með því væri einungis verið að færa vandann út á götur borgarinnar. Meginvandinn er einmitt sá að þúsundir manna koma út úr vínveitingastöðum á sama tíma og skiptir þá litlu hvort .klukkan er eitt eða þrjú. Mun skynsamlegra væri að dreifa álaginu með því að gefa opnunartímann frjálsan á sama tíma og samgöngur frá miðbænum yrðu bættar til muna, t.d. með næturakstri strætisvagna og bættu skipulagi leigu- bílaþjónustu. Þá væri æskilegt að herða löggæslu til muna og herða viðurlög við ofbeldis- og skemmdarverkum. Nóbelsskáld í návist íslenzkrar arfleifðar TED Hughes SEAMUS Heaney Stutt úr sagnaheimi til Víkinga-Islands ÞAÐ ER merkilegt - og þó kannski ekkert merkilegt í sjálfu sér - hvað íslenzkur sagnaheimur hefur mikið aðdráttarafl. Við vitum hvernig skáld einsog Morris, Auden, Pound og Borges sóttu í hann. Nú um stundir eru tvö enskumælandi skáld hvað frægust, Iárviðarskáld brezku krún- unnar, Ted Hughes, Höfundur Crow og Wodwo og Seamus Heaney sem hingað kom á ljóðlistarhátíðina sæll- ar minningar og nú hefur hlotið nó- belsverðlaun. Bæði eiga þessi skáld það sameig- inlegt að hafa sótt yrkisefni í sögu okkar og arfleifð. Ted Hughes skírskotar í íslenzkan sagnaheim í kvæði sínu Thistles, smákvæði um blóð og átök sem hann les á snældu frá Caedmon og heitir: Selections from Crow and Wodwo. Þar talar hann um rotnaðan víking í íslenzku frosti og þá hefnd og það blóð sem að baki Iiggur. Það er reyndar ekkert undarlegt þótt víkingar séu Hughes áleitið umhugsunarefni. Hann er ættaður úr næsta nágrenni Jórvíkur og þar hefur hann alið aldur sinn að mestu. I Jórvík eru áhrifamestu minjar um daglegt líf víkinga sem ég hef séð og andrúmið annað en í kringum víkingaskipin sem eru til sýnis á Norðurlöndum og bera okkur annan andblæ en amstrið úr daglegu lífi. Þar eru að vísu einnig kaupskip, en þó einkum orustuskip með stríðsaxa- andrúm í kringum sig. Mannvistaleifarnar í Jórvík eru fremur til vitnis um menningarlega hefð en hefndir; lífsbaráttuna eins og hún hefur alltaf verið; samfélag sem er að mörgu leyti ekkert ólíkt því sem við þekkjum úr daglegu lífi okkar. En samfélag hefndanna er annars staðar. Þær eru hreyfiafl bókanna; sagnanna. Skáldskaparins. í ljóðasafni Heaneys The Haw Lantern er athyglisvert kvæði um Island en annað kvæði eftir hann með skírskotun í sagnaheim okkar er þekktara enda hefur hann einnig lesið það upp og margir hafa heyrt það á snældu frá Faber Poetry Cas- sette. Það heitir Funeral Rites og er í þremur þáttum. í hinum síðasta kemur Gunnar á Hlíðarenda við sögu þar sem hann liggur dauður í haug sínum án þess hans hafi verið hefnt, syngjandi vísubrot um heiður og sæmd undir þessu gamla tungli sem fylgir einlægt hetjum á heljarslóð. Enn ein eftirminnileg skírskotun í fornar sögur okkar, nú ofin inní bernskuminningar merkilegs nútíma- skálds frá írlandi. Gunnar má vel við una ef hann hefur þá einhvern tíma verið til annars staðar en í Njálu. írska ljóðskáldið Seamus Heaney, sem í fyrra- dag hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels, er hert- ur í eldi fomrar engílsaxneskrar arfleifðar þar sem hann kynntist skáldskap með kenningum, segir Matthías Johannessen, sem hér lýsir skáldinu og kynnum sínum af því.________ En hún er Heaney ofarlega í huga hvað sem öðru líður, enda er hann hertur í eldi fornrar engilsaxneskrar arfleifðar þar sem hann kynntist skáldskap með kenningum. Hann segir í formála fyrir kvæðinu að stutt sé úrþessum sagnaheimi yfir til Vík- inga-Islands einsog hann tekur til orða í kynningu sinni. Hann segir að Funeral Rites ljúki með mynd úr Njáls sögu þar sem Gunnar liggur ekki kyrr eins og komizt er að orði um drauga í fornum sögum, t.a.m. Eyrbyggju og Grettlu, en ástæðan er sú að hans hefur ekki enn verið hefnt að siðalögmálum og ættarkröf- um sögualdar. Þarna liggur hann, segir skáldið, baðaður ljóma einsog í draumi um möguleika á fyrirgefn- ingu í þessum hefndarfulla heimi. Það er athyglisverð yfirlýsing, full vonar og líklega engin tilviljun að írskt skáld með rætur J engilsax- neskri menningarhefð skuli einmitt leita þessa möguleika, þessarar vonar um hefndarlaust þjóðfélag á heldur vonlausum tímum. Og þá stöðvast hann einsog ósjálfrátt en þó meðvitað við Njáls sögu sem lýkur með líkn- samri kyrrð lífs og vonar undir blóð- skuggum mikils harmleiks. Kveikja kvæðisins er návist'dauð- ans í æsku skáldsins. Hann man eft- ir líkvökum þegar menn vöktu yfir hinum dauðu og minnir á sama sið hér heima fyrr á tíð. Og skáldið minn- ist þess ekki sízt þegar aftur var komið heim úr jarðarförum og hins látna minnzt með eins konar erfi. Allt þekkjum við þetta úr okkar eigin sögu. En skáldið segir að manndrápin og jarðarfarirnar í Belfast hafi leitt hugann að hefndarsamfélagi sögu- aldar á íslandi. Af nærgætni við skáldið hef ég ekki reynt að snara þessu minnis- stæða og brýna kvæði á þá tungu sem Gunnar hefði skilið þarna í hóln- um sínum. En sú milda hlédrægni hetjunnar í trylltu samfélagi sem ein- kenndi umhverfi hans öðru fremur mætti vel fylgja hugsun okkar inní nýtt þjóðfélag, ekki síður en skáldleg- ar myndir Heaneys, sem bregða birtu á íslenzka hetju sem er ekki hlægileg í umhverfi sögu sinnar, heldur harm- söguleg. Eins og þeir atburðir sem við okk- ur blasa nú á dögum um heim allan. í The Haw Lantern er kvæði sem ber yfirskriftina A Postcard from Póstkort frá íslandi Þegar ég dýfði hendi til að fnma strauminn skammt frá hvernum, heyrði ég ekkert nema muldrandi óigu íaur oggljáa. Að baki stóð leiðsögumaður og sagði, Lukewarm. Þú vilt kannski vita að lúka er íslenzkt fornyrði um hönd. Og kannski einnigþað (sem þú veizt nú þegar) hve venjulegur og mjúkurþessiþrýstingurer þegar lófi fmnur innri lófa vatnsins. The Haw Lantern, 1987. Iceland, eða Póstkort frá íslandi. Ég stenzt ekki freistinguna að ráðast á Póstkortið, þótt kvæðið sé nánast óþýðanlegt, ekki sízt vegna þess skáldið notar lukewarm til að minna á að luk sé forn-íslenzkt orð (þ.e. lúka). En kvæðið fjallar m.a. um gljá- andi leir og ef illa tekst til með þessa lauslegu þýðingu verður hún a.m.k. í nokkru samræmi við efni kvæðisins! En það er allavega gaman að sjá hvernig heitt vatn við lófa, í hvera- sprænu við Krísuvík verður útlendu skáldi eftirminnileg reynsla og fylgir honum alla leið inní ljóðabók sem skiptir máli, þar sem talað er um heimsmenningu einsog bændur um tíðarfar. Það var gaman að hitta Seamus Heaney á ljóðaþinginu hér heima. Eftirminnilegt að heyra hann fara með lítið kvæði Kristjáns Karlssonar í þýðingu sinni og tala við hann um eina skáldið sem ég reyndi að læra af ungur, Dylan Thomas. Um hann skrifaði ég fyrstu greinina á ís- lenzku, áhugasamur blaðamaður og nemandi í bókmenntum og íslenzkum fræðum. Þá var allt nýtt undir sólinni. En nú vex maður óðum inní gervi Prédikarans. Seamus Heaney segir að litadýrðin í Krísuvík og djúp kyrrðin hafi orðið kveikjan að póstkortinu frá íslandi sem hann „færði konu sinni á írlandi að íslandsheimsókn lokinni", einsog hann komst að orði við Agnesi Braga- dóttur þegar hún hitti hann í Cam- bridge, þar sem hann kennir bók- menntir við Harvard. Hann hefur semsagt ort kvæðið seinnipart sumars 1985. Þá segir hann einnig að heitið á The Haw Lantern, sé sótt í harðger- an beijakjarna, eða þyma, og sé dauft ljósið í ætt við skammdegisbirt- una á Islandi, þegar hún er hvað veikust. Titillinn Qallar þannig um vetrarber í veikri glætu. En þó er Seamus Heaney fyrst og síðast með hugann heima á Irlandi. „Ég gæti aldrei orðið neitt annað en Iri og ég get hvergi skrifað nema heima á Irlandi. Heima liggja rætur mínar og þær verða ekki rifnar upp. Ég fæddist og ólst upp í afskekktri byggð á Norður-írlandi, nánar tiltek- ið í Derry-héraði, þar sem helzta syndin var að segja frá hlutunum einsog þeir voru. Og það er kannski þess vegna sem ég heillaðist svo af þögninni og því ósagða á íslandi". Og hann minnir á gamalkunna fyndni Oscars Wilde sem hann not- aði óspart til að hlífa eigin kviku og sigra í samkeppni um athygli, Það er enginn leiðinlegri en sá sem er spurður hvernig hann hafi það og byijar að segja frá því hvernig hann hefur það. Búvörusamningurínn umdeildur á fundum á Selfossi og Ýdölum Meira lagt á kindakjöt en annað kjöt STEFÁN Skaftason, ráðu- nautur í S-Þingeyjasýslu, sagði á bændafundi í Ydöl- um í fyrrakvöld að verslunin í landinu legði meira á kindakjöt en annað kjöt sem hún seldi. Hann full- yrti að verslunin tæki samtals hærri upphæð í gegnum álagningu á kinda- kjöti en bændur fengju fyrir fram- leiðslu á kjötinu. Stefán sagði að verslunin legði 250-700 krónur á hvert kíló af kinda- kjöti, sem væri mun meira en hún legði á annað kjöt. Hann nefndi sem dæmi að verslun tæki til sín 70 krón- ur fyrir að selja eitt kíló af svína- læri, en tæki 400 krónur fyrir að selja eitt kíló af lambalæri. Þessi mikla álagning ætti sinn þátt í þeim mikla sölusamdrætti sem átt hefði sér stað á lambakjöti á síðustu árum. Illa haldið á sölumálum Stefán sagði að bændur hefðu haldið illa á markáðsmálum sínum á undanfömum árum og það væri megin skýringin á þeim erfiðleikum sem sauðfjárræktin ætti við að stríða. Hann sagði að bændur ættu að leggja höfuðáherslu á að halda innanlands- markaðinum. Bændur hefðu ekkert nema kostnað af útflutningi á kinda- kjöti og skynsamlegast væri að hætta honum. Stefán sagði að margir hefðu reynt að telja bændum trú um það á undanförnum árum að þeir gætu framleitt kjöt til útflutnings með sæmilegum árangri. Forystumenn bændasamtakanna hefðu ásamt fleir- um tekið þátt í þeim leik. Margir sauðfjárbændur tóku undir það sjónarmið Stefán að illa hefði verið haldið á sölumálum. Hjörleifur Sigurðsson, bóndi á Grænavatni sagði að bændur réðu alltof litlu um rekstur afurðastöðvanna og það væri hluti af skýringunni á því hvemig komið væri. Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði að bændur og afurðastöðvar yrðu að taka upp breytt vinnubrögð. Menn ættu að vinna meira saman og benti á samvinnu fyrirtækja í sjávarútvegi sem fyrirmynd í því sambandi. Sjáv- arútvegsfyrirtæki í Ólafsvík og Hrís- ey væru t.d. að vinna saman. Það sama ætti að geta gerst í landbún- aði. Hluti af samvinnunni væri að fækka sláturhúsum. Ekki hörð andstaða Bændur á fundinum í Ýdölum fundu ýmislegt að nýja búvörusamn- ingnum, en mjög fáir bændur lögðust beinlínis hart gegn samþykkt hans. Áberandi var talsverð andstaða við ákvæði samningsins um að endurút- hluta þeim framleiðslustuðningi, sem verður keyptur af bændum sem hætta búskap, til búa sem eru 180-450 ær- gildi að stærð. Fundarmenn bentu á að algengast væri að sauðfjárbúi í Þingeyjarsýslum væru inn- an við 180 ærgildi að stærð. Jafnframt var bent á að sumir sem hefðu ver- ið að kaupa kvóta á undan- fömum árum hefðu gert það með tilstyrk sveitarfélaga eða afurðastöðva. Þessum bændum væri nú verðlaunað með allt að 10% aukn- ingu á beingreiðslum. Óvissa um atkvæðagreiðslu í upphafi fundar spurði Ari Teits- son, formaður Bændasamtakanna, hvort fundarmenn vildu að samning- urinn yrði sendur í almenna atkvæða- greiðslu meðal bænda. Hann sagði að það væri æskilegt að gera það, en tíminn til þess væri hins vegar orðinn mjög skammur. Ein af for- sendum samningsins væri að upp- FRÁ kynningarfundinum á Hótel Selfoss um sauðfjárframleiðsluna. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Forystumenn bænda og fulltrúar landbúnað- arráðuneytsins kynntu nýjan búvörusamning * iyrir bændum á Selfossi og Ydölum í Þingeyj- arsýslu í fyrrakvöld. Bændur gagnrýndu margt í samningnum, en það var þó að heyra á þeim að sauðfjárbændur ættu ekki annan kost en að samþykkja hann. Morgunblaðið/Kristján GISKAÐ er á að nærri 140 bændur hafi mætt á fundinn í Ýdölum. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, og Jón Erlingur Jónasson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, kynntu samninginn. Ýtir undir mis- munum milli búgreina kaup á framleiðslurétti tækjust og til þess að svo mætti verða yrðu bændur, sem vildu hætta búskap, að geta tekið ákvörðun um það á allra næstu dögum því sláturtíð færi að ljúka. Eins þyrfti sem allra fyrst að hrinda boðuðum aðgerðum til að auka sölu á kindakjöti í framkvæmd. Valgarður Sigurðsson, bóndi á Sig- urðarstöðum, var einn um það á fund- inum að krefjast þess að samningur- inn yrði sendur í almenna atkvæða- greiðslu til bænda. Hann minnti Ara Teitsson á að hann hefði lofað því á fundi fyrir nokkrum vikum að _________ almenn atkvæðagreiðsla yrði um samninginn. Líklegt má telja að Stefán Skafta- son hafi mælt fyrir munn margra á fundinum þegar hann sagði að bænd- ur ættu ekki annan kost en að sam- þykkja nýja búvörusamninginn. Það kæmi hins vegar til með að skipta miklu máli hvernig samningurinn yrði framkvæmdur og hvort bændum auðnaðist að nýta þau sóknarfæri sem samningurinn færði þeim. Efasemdir bænda um bætta stöðu í lok samningstímans Bændur í Árnessýslu tóku fálega kynningu á samningi ríkisstjórnar- innar og Bændasamtaka íslands um framleiðslu sauðfjárafurða. Þungt hljóð var í bændum á fundinum á Selfossi og miklar efasemdir um að staða sauðfjárframleiðslunnar yrði vænlegri í lok samningstímans en hún er í dag. Þó töldu flestir samning- inn góðan að því leyti að komið hefði verið í veg fyrir verulega rýrnun kjara bænda sem hefði orðið að óbreyttum fyrri samningi. í máli Hrafnkels Karlssonar stjórnarmanns Bænda- ------------- samtaka Islands kom fram að ástæða fyrir þessu væri minni neysla lambakjöts sem leiddi af sér 40% tekjuminnkun í greininni og miklar birgðir af kjöti. Arnór Karlsson formaður félags sauðfjárbænda sagði að kjaraskerð- ing að óbreyttum fyrri samningi hefði orðið 14-17%. Ekki annarra kosta völ Guðmundur Sigurþórsson frá landbúnaðarráðuneytinu fór yfir helstu þætti samningsins og skýrði einstaka liði hans. Að loknu hans máli grúfði þögn yfir salnum sem sagði sitt um álit fundarmanna á stöðu sauðfjárframleiðslunnar, það klappaði enginn. Arnór Karlsson skýrði samninginn frá sjónarhóli bænda og sagði samningsgerðina hafa tekið líftíma sláturiambs, frá vori til hausts. Samningamenn bænda hefðu reynt að sameina ólík sjónarmið bæði bænda og annarra og reynt að taka tillit til gagnrýnis- radda. „Þetta er ekki óskasamningur neins en aðalatriðið er að þetta dreg- ur úr þeirri kjaraskerðingu sem var yfirvofandi. Ég heiti á alla að þessi samningur taki gildi sem fyrst. Við eigum ekki annarra kosta völ,“ sagði Arnór Karlsson, sem fékk ekkert klapp í lok síns máls. Vondur samningur í umræðunum eftir kynninguna og í viðræðum við bændur á fund- inum kom fram óánægja með samn- inginn og stöðu sauðfjárræktarinnar. Samningurinn var sagður bákn sem ekki færði bændum neitt nýtt. Mark- ús Möller hagfræðingur sagði samn- inginn vondan, í honum væri ekkert fijálst verð en aftur á móti sprengi- efni því líklegt væri að framleiðslan yrði komin í tíu þúsUnd tonn í lok samningstímans á sílækkandi verði til bænda. Hann fór yfir aðra leið að því marki að bæta stöðu sauðfjár- ræktarinnar þar sem aðalvandinn væri sá að of margir menn væru að eltast við of lítinn markað. Hörð gagnrýni kom fram á það frá Agli Sigurðssyni formanni félags kúa- bænda að bændaforystan ýtti undir mismunun milli búgreina á möguleik- um til framleiðsluaukningar. Þá kom fram ábending um að breyta lífeyris- sjóðsgreiðslum til bænda í þá átt að þeir fengju í staðinn verðtryggð ríkis- skuldabréf. Of seint á ferðinni Nokkrir þeirra sem rætt var við á fundinum vildu fá meiri tengingu milli góðra afurða og verðs. Veruleg- ur munur ætti að vera á góðu kjöti og slöku. Hægt væri með góðri bú- mennsku að ná tekjum af sauðfjárrækt. Menn væru um of settir undir sama hatt. Einnig kom fram það álit að samningurinn væri allt of seint á ferðinni, fólk væri búið að ala sláturlömbin í sumar og nú þegar komið væri að slátrun væri verið að semja um mál- in. Sauðfjárræktin væri hrein hug- sjón og fólki fyndist hræðilegt þegar það fæddust of mörg lömb á vorin. Það vantaði meiri kraft í markaðs- málin. Efnislegar umræður voru litlar um samninginn, flestir fundarmanna þögðu þunnu hljóði og einn fundar- manna sagði að menn nenntu ekki að spyija, væru orðnir þreyttir á kerfinu, sem ekki færði þeim annað en niðurskurð. Eiga ekki ann- ars kost en samþykkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.