Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ' kVNþÖtícíblN BÖKTAfLe6A\ 6&SL4R VrœA HENNU'~J 4.10 01996 Tribune Media Services, Inc. r Afl Rights Reserved. IPA6W1WM \JiÐ A nyRRi PAPplfzs- ^HANDþuRptaj-eoLUj Q, aa VEIT EKKL30N, BG HLAJCKAOI /SvC TiL þcSSA.OGSVO eSAR KO/VtlÐ EI2. AE> rú b> ER e/ns Ofi! J?G bJAlST Ar PAPPlRS-HANDþ URRKU Tommi og Jenni ~ \ ' ftnnafK- hnng^/K^ Sf.duq?ée&ojJ^ Á. sj. íþritb] Hundurinn þinn situr úti á bak- Er hann einn? Nei, hann er með dyrapallinum ... ég held að hann vini sínum. sé að bíða eftir þér ... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Víkverji og þýsk matargerð Frá Rebekku Magnúsdóttur: LAUGARDAGINN 23. september sl. skeytir Víkveiji skapi sínu á þýskri matargerð. Tilefnið var mat- ur úr þýsku flugvélaeldhúsi sem Flugleiðir framreiddu í flugi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Annað sem Víkveiji nefnir máli sínu til stuðnings er aulabrandari um „subbulegan" þýskan snitselveit- ingastað. Merkilegri er málflutning- urinn nú ekki en Víkveiji er hvergi banginn og telur „reynslu" sína styðja þá ályktun að þýsk matar- gerð sé yfír höfuð slæm! Skrif Vík- veija lýsa bæði fáfræði og þjóðern- isfordómum sem ekki eru starfs- mönnum Morgunblaðsins sæmandi. Ég stundaði nám í Þýskalandi í sex ár og ferðaðist vítt og breitt um landið. Að sjálfsögðu eru veit- ingastaðir misjafnir í Þýskalandi eins og annars staðar, sumir í allra fremstu röð en aðrir lakari. Að mínu mati eru þýskir veitingastaðir þó yfirleitt notalegir, maturinn góð- ur og hreinlæti til fyrirmyndar. Það sem ég sakna einna mest hér á Fróni eru einmitt þessir notalegu miðlungsstaðir sem eru svo dæmi- gerðir í Þýskalandi, maturinn eins og heimalagaður og verðlagi mjög í hóf stillt. Öllum sem eitthvað þekkja til í Þýskalandi er hins vegar fullkunn- ugt um að vilji menn fá þokkalegan mat er þeim ráðlagt að forðast snitselstaði, þ.e. veitingastaði sem aðeins hafa snitsel og franskar kartöflur á boðstólum. Mikið úrval er af annars konar matsölustöðum, sem bjóða t.d. upp á svínasteikur, grillaða svínaskanka, fuglakjöt, villibráð og margvísleg önnur her- legheit. í þekkingarleysi sínu hefur vesalings Víkveiji auðsæilega rambað inn á þriðja flokks veitinga- stað í Þýskalandi. Ferðalangar eru oft næsta fáfróð- ir um staðhætti í löndum sem þeir heimsækja, sem vonlegt er. Af þess- um sökum hafa verið gefin út ýmiss konar fræðslurit fyrir ferðamenn víða um lönd, m.a. handbækur um veitingastaði, s.s. Guide Michelin. Ég ráðlegg Víkveija að festa nú kaup á einni slíkri næst þegar hann á leið um Þýskaland og reyna síðan að kynna sér þýska matargerð í stað þess að grípa fyrsta tækifærið sem gefst til að leita staðfestingar á þjóð- emisfordómum sínum. Maturinn sem hið íslenska flugvallareldhús framleiðir er satt best að segja ekk- ert sérlega gómsætur, en við skulum nú samt vona að erlendir ferðamenn dæmi íslenska matargerð ekki eftir honum. Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður... Að lokum leyfi ég mér að láta í ljós þá ósk og von að Morgunblaðið reyni að stuðla sem mest og best að aukinni visku og meiri þroska starfsmanna sinna og þar með ís- lensku þjóðarinnar. Abyrgð þess er mikil. REBEKKA MAGNÚSDÓTTIR, Norðurbrún 24, Reykjavík. Hundurinn og vegagerðin Frá Ólafí Hjálmarssyni: KÆRU Hrútfirðingar! Til hamingju með nýja veginn hjá Borðeyri. Það var löngu tímabært að klára þennan vegarspotta eins og umferðin er orð- in í dag. Fyrir nokkmm ámm fórum við hjónin norður í Ámeshrepp. Áður en við fómm hitti ég kunningja minn sem átti heima þar og spurði hann hvemig vegurinn væri. „Jú hann er sæmilegur en mjög hlykkjóttur, það er eins og þeir hefðu verið með hund þegar mælt var fyrir veginum. Þú veist hvernig hundur hagar sér þeg- ar hann hleypur á undan og stoppar við næstu þúfu og pissar, þar var settur hæll, svo að næstu þúfu og hæll þar o.s.frv.“. Já, hann hafði svo sannarlega sagt rétt frá, margir hlykkir vom á veginum norður. Veg- urinn var lagður fyrir 30 áram og hundurinn er löngu dauður eða svo hélt ég. En það virðist sem enn sé notað- ur hundur við mælingu á vegqim á íslandi í dag. Þijú ess Á þessum spotta hjá Borðeyri em þijú „S“. Ég spyr, til hvers? Er það hundurinn eða er vegurinn fallegri úr lofti þannig? Eins er það að hafa beygju við brýr eða ræsi eins og t.d. við Svelgsá í Helgafellssveit og á Kerlingarskarði en þar var settur hólkur í staðinn fyrir brú og „S“ um leið á veginn. Mikið er talað um hvar vegurinn á að liggja af norðanverðu Snæfells- nesi og suður. Mín skoðun er sú að hann eigi að liggja yfir Álftafjörð og inn Skógarströnd að Heydal og þar suður. Með nýjum beinum vegi er komin mjög góð leið, litlar brekk- ur og snjólétt, og ekki lengri en núverandi leið um Kerlingarskarð. Það þyrfti þó að breyta veginum í Helgafellssveitinni. Sveigurinn upp að Kerlingarskarðinu og um Stór- holtin er oft erfiður vegna veðurs og snjóa. Hann ætti að vera neðar. Það á ekki alltaf við að betri er krókur en kelda. ÓLAFUR HJÁLMARSSON, Gmndarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.