Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 46
<K.: blUA LAUUAKU
46 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
MESSUR Á MORGUIM
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
Guðspjall dagsins:
Jesús læknar á
hvíldardegi.
(Lúk. 14.)
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffi
eftir messu. Arni Bergur Sigurþjörns-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Foreldrar hvattir til
þátttöku með börnunum. Guðsþjón-
usta kl. 14.00. 140 manna kór alþýðu
syngur undir stjórn Jóns Stefánsson-
ar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Messukaffi Súgfirðinga. Pálmi Matthí-
asson.
DÓMKIRKJAN: Prestsvígsla kl. 10.30.
Biskup (slands hr. Ólafur Skúlason víg-
ir cand. theol. Hildi Sigurðardóttur
sem aðstoðarprest í Seltjarnarnes-
prestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra. Vígsluvottar sr. Guðmundur
Þorsteinsson, sem lýsir vígslu, dr.
Hjalti Hugason, prófessor, sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir og sr. Hjalti
Guðmundsson dómkirkjuprestur, sem
þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Dóm-
kórinn syngur. Organleikari Marteinn
H. Friðriksson. Barnastarf i safnaðar-
heimilinu kl. 11.00 og í Vesturbæjar-
skóla kl. 13.00. Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 14.00 með þátttöku fermingar-
barna og foreldra þeirra. Prestur sr.
Jakob Á. Hjálmarsson. Forsöngvari
Sigrún Þorgeirsdóttir. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Org-
anisti Kjartan Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr.
Halldór S. Gröndal. Organisti Árni
Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluerindi
kl. 10.00. Uppeldi til umburðarlyndis.
Dr. Hreinn Pálsson, skólastjóri. Barna-
samkoma og messa kl. 11.00. Fermd-
ur verður Rúnar Hólmgeirsson, Bar-
ónsstíg 27. Organisti Hörður Áskels-
son. Sr. Karl. Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11.00. Barna-
guðsþjónusta. Messa kl. 14.00.
Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.00.
Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Lang-
holtskirkju (hópur III) syngur. Organ-
isti Jón Stefánsson. Barnastarf á sama
tíma, Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 11.00. Barnastarf á sama tíma.
Drengjakór Laugarneskirkju syngur
undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðs-
þjónusta kl. 14.00 í Sjálfsbjargarhús-
inu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Barnsamkoma kl. 11.00.
Munið kirkjubilinn. Guðsþjónusta ki.
14.00. Girma Arfaso forseti lútersku
kirkjunnar í Suður-Eþíópíu prédikar.
Tekið við framlögum til kristniboðsins.
Sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.
11.00. Organisti Vera Gulasciova.
Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson.
Ræðuefni: Frelsi til að þjóna. Barna-
starf á sama tíma í umsjá Elínborgar
Sturludóttur.
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00.
Vænst er þátttöku fermingarbarna og
foreldra þeirra. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta á
sama tíma. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son þjónar. Organisti Daníel Jónasson.
Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl.
20.00. Sr. Gísli Jónasson. •
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Altarisganga. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Organisti Smári Olason. Gunnar
Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:Guðsþjón-
usta kl. 11.00. Prestur sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Organisti Lenka
Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama
tíma í umsjá Ragnars Schram. Prest-
arnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00 í kirkjunni og 12.30
í Rimaskóla. Guðsþjónusta kl. 14.00.
Organisti Ágúst Ármann Þorláksson.
Fundur með foreldrum fermingar-
barna í Foldaskóla eftir guðsþjón-
ustuna. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11.00. Organisti Oddný J. Þorsteins-
dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00.
Kór yngri barna Hjallaskóla syngur
undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur.
Kyrrðarstund í kirkju kl. 21. Bryndís
Malla Elídóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta ki. 11.00. Fermingarbörn
syngja undir stjórn Þórunnar Björns-
dóttur kórstjóra ásamt börnum úr
barnastarfi. Organisti Haukur Guð-
laugsson. Fundur með fermingarbörn-
um og foreldrum þeirra í safnaðar-
heimilinu Borgum að lokinni guðsþjón-
ustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr.
Valgeir Ástráðsson. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Prestarnir.
FRÍKIRKJAN, Rvik: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Organ-
isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa
kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa
kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og
ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga
daga messur kl. 8 og kl. 18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam-
koma á morgun kl. 17. Ræðumaður:
Girma Arfaso frá Eþíópíu. Barnasam-
verur á sama tíma. Veitingar seldar
að lokinni samkomu.
MARlUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl.
11 á sunnudögum.
JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa
kl. 18.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl.
14. Kaffisala kvenfélagsins eftir
messu. Kirkjudagurinn. Fermingar-
börn aðstoða.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis-
samkoma sunnudag kl. 20. Miriam
Óskarsdóttir stjórnar. Elsabet Daníels-
dóttir talar.
MOSFELLSPRESTAKALL: Guðsþjón-
usta i Lágafellskirkju kl. 14. Kirkjudag-
ur kvenfélags Lágafellssóknar. Ásta
Björg Björnsdóttir, formaðurfélagsins,
flytur hugvekju. Kirkjukaffi í skrúðhús-
salnum. Barnastarf í sefnaðarheimil-
inu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer
venjulegan hring. Jón Þorsteinsson.
GARÐASÓKN, Vídalínskirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn kl.
11 í Kirkjuhvoli. Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prest-
ur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi
Bragason. Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasam-
koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Kaffiveitingar í safnaðarheimili að lok-
inni guðsþjónustu. Organisti Kristjana
Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ:
Þýsk messa kl. 10.
JOSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl.
18.
KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu-
daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir
velkomnir.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 13 i umsjá Láru Guð-
mundsdóttur. Baldur Rafn Sigurðsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í umsjá Láru Odds-
dóttur. Baldur Rafn Sigurðsson.
KÁLFATJARNARSÓKN, Kálfatjarnar-
kirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.
Bragi Friðriksson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhanns-
dóttur, Ragnars S. Karlssonar, sr. Sigf-
úsar Baldvins Ingvasonar og Laufeyjar
Gísladóttur. Foreldrar eru hvattir til
að koma með börnum sínum. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur Sigfús Baldvin Ingvason. Fé-
lagskonur í kvenfélagi Keflavíkur sækja
kirkju. Inga Dóra Jónsdóttir, Ragnhild-
ur Ragnarsdóttir og Sólveig Jónsdóttir
lesa lestra dagsins. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur. Organisti Einar Örn Ein-
arsson. Prestarnir,
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Arn-
grímur Jónsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Samkoma kl. 14 til
heiðurs sr. Tómasi Guðmundssyni og
frú Önnu Sveinbjörnsdóttur. Sóknar-
nefndir.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag
kl. 14. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar-
prestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols-
velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Sig-
urður Jónsson.
ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í grunn-
skólanum á Hellu kl. 11. Sigurður Jóns-
son.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðs-
þjónusta kl. 14. Barnasamvera í
safnaðarheimili. Messukaffi. Almenn
guðsþjónusta ÍHraunbúðum kl. 15.15.
KFUM og K, Landakirkju, unglinga-
fundur kl. 20.30.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
í dag laugardag kl. 11. Stjórnandi Sig-
urður Grétar Sigurðsson. Messa fellur
niður sunnudag vegna héraðsfundar
prófastsdæmisins. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messa verð-
ur í Borgarneskirkju kl. 11 í upphafi
héraðsfundar Borgarfjarðarprófasts-
dæmis. Sr. Sigríður Guömundsdóttir
sóknarprestur á Hvanneyri prédikar.
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar
fyrir altari. Akarísganga. Hátíðarsam-
koma í kirkjunni kl. 16. Dr. Sigurbjörn
Einarsson biskup minnist 100 ára fæð-
ingarafmælis Ólafs Ólafssonar kristni-
boða. Sóknarnefnd.
skák
llm.sjón Margcir
Pctursson
a b c d • f
HVÍTUR leikur og vinnur
Staðan kom upp á brasil-
íska meistaramótinu í haust.
Stórmeistarinn Gilberto Mi-
los (2.555) hafði hvítt og
átti leik, en M. Cukier
(2.150) var með svart.
20. Rxf7! - Hxf7 21. De6
- Rc5 22. Bxc5 - Bxcð 23.
Dxf6 - Haf8 24. Hadl -
Bd5 (Algjör örvænting í von-
lausri stöðu) 25. Bxd5 -
Dxd5 26. Hxd5 og svartur
gafst upp því hann
hefur tapað manni.
Milos vann tíu
fyrstu skákimar á
mótinu og ætlaði að
endurtaka afrek
Bobby Fischers á
bandariska meistara-
mótinu fyrir 30 árum.
En í síðustu umferð
tapaði hann fyrir al-
þjóðlega meistaranum
Darcy Lima.
Úrslit mótsins: 1.
Milos 10 v. 2. Van
Riemsdyk 8‘A v. 3.
Darcy Lima 8 v. 4. Sunye
Neto 7'A v. 5.-6. Disconzi
da Silva 6 v.
Deildakeppnin um helg-
ina: 2. umferð kl. 10 árdegis
og 3. umferð kl. 17 síðdegis
í dag í Skákmiðstöðinni,
Faxafeni 12.
Með morgunkaffinu
ÞETTA er ótrúlegt.
Sagði fyrri eigandinn
nokkuð um að hann
hefði keppt í rallíi eða
þess háttar?
„ Tiann e/ a& safaa- U/rir hcJncUzbyrgL / * ’
Ast er...
að faðma hann. FAST.
TM R*q. U.S. Pat. Ofl. — al rights raaervad
(c) 1095 Los Angeíos Timea Syndicate
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Veski tapaðist
SVART peningaveski
tapaðist fyrir utan versl-
unina Útilíf í Glæsibæ
síðdegis sl. miðvikudag.
í veskinu var m.a. öku-
skírteini. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
567-2362. Fundarlaun.
Gleraugu töpuðust
FJOGUR ungmenni voru
tekin upp í rauðan bíl í
Hafnarfirði og fóru þau
út í Seljahvérfi í Breið-
holti aðfaranótt 29. sept-
ember sl. Einn pilturinn
gleymdi gleraugunum
sínum á hillu fyrir aftan
aftursætið í bílnum. Öku-
maður bílsins er vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 567-1088. Vil-
hjálmur.
Úr tapaðist
KVENGULLÚR tapaðist
28. ágúst á leiðinni frá
Bankastræti að sjopp-
unni á Laugavegi 12a.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
552-4300 fyrir kl. 17.
Fundarlaun.
Týndur köttur
STÓR, grár, loðinn, 15
ára gamall angóruhögni
fór að heiman frá sér,
Krummahólum 9, sl.
miðvikudag og síðan hef-
ur ekkert til hans spurst.
Þeir sem kannast við að
hafa séð kisa eru vinsam-
lega beðnir að hringja í
síma 557-4967. Fundar-
laun.
Gæludýr
Týndur
páfagaukur
HVÍTI páfagaukurinn
okkar, Snæbbi, flaug út
um gluggann heima á
Holtsgötu 24, sl. fimmtu-
dagskvöld. Finnandi vin-
samlega hafí samband
við okkur í síma
562-0157.
Farsi
// i/ct, þessi rö'S iekur engan, endcx-"
Yíkverji skrifar...
RÆÐA Guðnýjar Guðbjörns-
dóttur, þingmanns Kvenna-
listans, í umræðum um stefnuræðu
forsætisráðherra, vakti athygli Vík-
veija. Margt var ágætt í ræðunni
að hans mati og hún var ekki hefð-
bundið stjómmálastagl. Hins vegar
var hrópandi ósamræmi á milli
þeirrar yfírlýsingar þingmannsins
að stjórnmálamenn yrðu að hafa
kjark til að standa uppi í hárinu á
sérhagsmunahópum og eftirfarandi
ummæla: „Þá verður fróðlegt að
fylgjast með hvort fé fæst af fjár-
lögum Háskólans til að koma á lag-
girnar námi í kvennafræðum næsta
haust, eins og nú stendur loksins
til. Þessi nýja námsbraut mun að-
eins kosta eina milljón, sem byggist
á því að verulega er byggt á nám-
skeiðum sem fyrir eru. Kvenna-
fræði hafa verið kennd í velflestum
háskólum erlendis í allt að 25 ár
og nú er tækifærið til að raungera
þá viðamiklu undirbúningsvinnu,
sem ég og fleiri hafa unnið að . ..“
Þetta þótti Víkverja satt að segja
dæmi um dæmalaust þröngsýna
varðstöðu um áhugamál fámenns
hóps — og það af ræðustóli Alþing-
is.
xxx
VÍKVERJI hlustar mikið á út-
varpsstöðina Klassík FM, yf-
irleitt sér til ánægju. Þó mætti vera
minna um endurtekningar í dag-
skránni og gjarnan mætti gera
minna af því að leika stutta kafla
úr ýmsum tónverkum í syrpu og
leyfa fólki fremur að hlusta á verk-
in í heild. Stærsti veikleiki stöðvar-
innar, að mati Víkvetja, er hversu
mikið vantar upp á að tónlistin, sem
flutt er, sé vel kynnt. Slíkt skiptir
miklu máli á klassískri útvarpsstöð
og myndi styrkja menntandi hlut-
verk hennar, ekki sízt meðal ungs
fólks. Oft fylgja engar kynningar
tónlistinni á Klassík FM og stundum
eru þær í skötulíki, eins og þessi,
sem fylgdi Tunglskinssónötu Beet-
hovens og var meira í stíl unglinga-
og poppstöðva en sígildrar útvarps-
stöðvar: „Og þetta var Moonlight
Sonata með Beethoven." Þá var
Víkveija öllum lokið.
xxx
JÓNUSTUSÍMANÚMERUM
Pósts og síma (t.d. hjá fröken
Klukku, símaskránni og talsam-
bandinu) hefur verið breytt til sam-
ræmis við það, sem gerist í Evrópu
og fer vel á því. Breytingin vakti
Víkveija til umhugsunar um það
hvort ekki mætti taka upp sama
fyrirkomulag á svarþjónustu sí-
mans og tíðkast einmitt í mörgum
Evrópulöndum; að í stað þess að
þurfa að hringja margoft í t.d. síma-
skrá eða talsamband vegna þess
að þar er stöðugt á tali, fari menn
þess í stað í biðröð, þar sem símtöl
eru afgreidd í réttri röð. Slík tilhög-
un á símsvörun hefur þegar verið
tekin upp hjá ýmsum fyrirtækjum
og getur ekki verið dýr.