Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 2

Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigurvegararnir í dansi komnir heim eftir frægðarför til Bretlands „Dansinn okkar helsta áhugamál“ Keflavík. Morgunbladið. „ÞETTA var mjög skemmtilegt og ekki síst vegna þess hversu vel okkur gekk,“ sögðu þau El- ísabet Haraldsdóttir og Sigur- steinn Stefánsson, dansararnir ungu sem stóðu sig afburða vel í danskeppnum í London á dög- unum, þegar þau komu til lands- ins í gær. Þau Eiísabet og Sigursteinn tóku þátt í fjórum danskeppnum þar sem bestu dansarar í heimi tóku þátt og urðu þau tvívegis í fyrsta sæti og tvívegis í öðru sæti. Þau hafa æft dans í sex ár, en dansað saman í fimm ár og sögðust þau að jafnaði æfa fimm daga vikunnar en alla daga þeg- ar mót væru framundan. „Dans er ákaflega skemmtilegur og okkar helsta áhugamál og við ætlum ekki að láta hér við sitja,“ sögðu þau Elísabet og Sigur- steinn ennfremur. Alþjóðleg danskeppni í Englandi Islendingar í verðlaunasætum ÍSLENSK pör lentu í 2. og 3. sæti Alþjóðlegu danskeppninnar í Brentwood í Lundúnum, í riðli 12-15 ára. Keppt var á þriðjudag í suður-amerískum dönsum og lentu Elísabet Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánssön í 2. sæti en Sesselja Sigurðardóttir og Brynjar Örn Þorleifsson í 3. sæti. A miðvikudag urðu Ragnheiður Eiríksdóttir og Hrafn Gunnarsson í 6. sæti í riðli keppenda 12 ára og yngri, í hefðbundnum dönsum. Að sögn Sesselju er Alþjóðiega danskeppnin ein sterkasta keppni í heimi. 73 pör kepptu og fjöl- menntu áhorfendur á keppnina, auk þess sem fjölmiðlar ytra sýndu henni talsverðan áhuga. Sesselja segir að keppnin hafi verið hörð og tvísýn. Að mörgu leyti hafi þeim Brynjari Erni komið á óvart að hafna í 3. sæti í suður- amerískum dönsum. „Arangur Is- lendinganna sýnir hins vegar að þeir eru í hópi fremstu dansara og eiga góðar vonir um áframhaldandi sigurgöngu," segir hún. Morgunblaðið/Björn Blöndal ELÍSABET Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson með verð- launagripina sem þau hlutu fyrir hina frábæru frammistöðu sína. Tveir íslend- ingar hljóta Genfar- Evrópu- starfslaunin TVEIR íslendingar voru í hópi fímm höfunda er hlutu starfslaun fyrir handritsdrög sín í handritakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem oft er kennd við Genf, en úrslitin voru tilkynnt í gær. Þetta eru þau Dagur Kári Pétursson fyrir handritsdrög sem hann nefnir „Hernaðaráætlun Silju Woo“ og Oddný Sen jyrir „Kínverska skugga". Keppnin er í tveimur hlutum og er í þeim fyrri keppt um fimm starfslaun til handritsgerðar, að upphæð u.þ.b. 840 þús. ísl. kr., en í þeim síðari er valið milli þeirra fímm fullbúnu handrita sem þá liggja fyrir og einu þeirra veitt Genfarverðlaunin, en tilgangur keppninnar er að hvetja nýja höf- unda til að skrifa fyrir sjónvarp. Sjónvarpið hefur tekið þátt í þessari keppni í bráðum áratug og hafa íslenskir höfundar nokkrum sinnum áður hlotið starfslaun og sérstakar viðurkenningar í þessari keppni: Vilborg Einarsdóttir og Kristján Friðriksson hlutu starfs- laun og sérstaka viðurkenningu 1987 fyrir „Steinbarn", Kristlaug María Sigurðardóttir hlaut starfs- laun 1991 fyrir „Fríðu frænku“ og Friðrik Erlingsson hlaut starfslaun og sérstaka viðurkenningu 1993 fyrir „Hreinan svein“. Landssamband lögreglumanna langþreytt á áranffurslausum kjaraviðræðum Lögregla í rútum til fundar Morgunblaðið/Ámi Sæberg LÖGREGLUMENN fjölmenntu á fundinn í gærkvöldi. Hafnarfjörður Bæjarsljóri greiddi inn á ósamþykkt- an samning INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur greitt úr bæj- arsjóði tæplega 12 milljón króna víxil útgefnum af Hafnarijarðarbæ sem Miðbær Hafnarfjarðar hf., er greiðandi að. Víxillinn er hluti af kaupsamningi milli bæjaryfírvalda og Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., sem enn hefur ekki verið lagður fram í bæjarráði eða í bæjarstjórn til sam- þykktar. í kaupsamningi, sem meirihluti bæjarstjórnar stendur að, milli bæj- arins og Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. er víxillinn sagður hluti af rúm- lega 169 milljón króna greiðslu bæjarins fyrir hóteltuminn. Hann var gefinn út 13. júní 1994, daginn áður en nýr meirihluti Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðismanna tók við í bæjarstjóm og hljóðaði upp á 10 milljónir króna. Ekki borinn upp til samþykktar Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var víxillinn aldrei borinn upp til samþykktar í bæjarráði eða bæjarstjórn. í bókun Magnúsar Jóns Árnasonar, þáverandi bæjar- stjóra, í bæjarráði í lok ágúst 1994, bendir hann á að útgáfa víxilsins sé augljóst brot "á sveitarstjórnar- lögum, þar sem ekki megi binda sveitarsjóði við sjálfskuldaábyrgð á skuldbindingum annarra aðila en stofnana sveitarfélags. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri kvittar fyrir greiðslu víxilsins 18. september síðastliðinn, með fyrir- vara um að útreikningar á kostnaði séu réttir. ■ Bærinn kaupir ef/10 LANDSSAMBAND lögreglumanna boðaði til fundar kl. 22 í gærkvöldi um kjaramál stéttarinnar. Jónas Magnússon, formaður landssam- bandsins, kvaðst vita til þess að lögreglumenn utan af landi hygðust taka rútur til að komast á fundinn og sagði hann mikinn hug í mönn- um. Lögreglumenn hafa haft lausa samninga frá því um áramót. í ályktun frá formannafundi aðildar- félaga Landssambands lögreglu- manna er vinnubrögðum samninga- nefndar ríkisins harðlega mótmælt og segir þar að illa hafí gengið að fá hana til raunhæfra kjaravið- ræðna. í ályktuninni segir ennfremur að framkoma samninganefndar ríkis- ins á samningafundum hafí verið lýsandi fyrir það ójafnræði sem fylgi því að lögreglumenn skorti almenn þvingunarúrræði til að knýja fram samninga. „Þá eru lögreglumenn orðnir KJARANEFND mun ekki afhenda úrskurði um kjör þeirra hópa og einstaklinga sem nefndin úrskurðar um eða hefur úrskurðað um, að sögn Guðrúnar Zoéga formanns nefndarinnar. Hún segir að almennt gildi sú regla hjá Starfsmannaskrif- stofu ríkisins að gefa aldrei upp heildarlaun einstaklinga, og hún fylgi þeirri meginreglu. Nefndin úrskurðar yfírleitt um föst laun, tiltekinn fjölda yfirvinnu- tíma og síðan eru launuð nefndar- störf hlutaðeigandi skoðuð og metið hvort þau séu hluti af aðalstarfí eða ekki. Þá er í lögum um kjaranefnd gert ráð fyrir að tekið sé tillit til ráðningartíma og tekur nefndin til- lit til þess í úrskurði sínum. Nefnd- in úrskurðar um kjör forstjóra ríkis- stofnana, sýslumanna, ráðuneytis- langþreyttir á þeim ójöfnuði sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum, þar sem ríkið hefur ekki fylli- lega staðið við gerða samninga. Mikil ólga er meðal lögreglumanna og þrátt fyrir heimildarleysi til verk- stjóra, sendiherra, presta og fleiri. Nefndin hefur þegar úrskurðað um laun til handa flestum forstjórum ríkisfyrirtækja, ríkissaksóknara og prestum. Flestir hækka en sumir Iækka „Föst mánaðarlaun, sem við höf- um úrskurðað um, hafa verið á bil- inu rúmlega 170 þúsund til 213 þúsund á mánijði. Þau laun sem við úrskurðum um eru heildarlaun og falls eru lögreglumenn tilbúnir til þeirra aðgerða sem þeim eru heimil- ar,“ segir í ályktuninni. Lögreglufélag Reykjavíkur hefur einnig sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð samninganefndar ríkis- á ekki að vera hægt að breyta þeim eða fara í kringum, nema að vísa málinu til nefndarinnar. Fjöldi fastra yfirvinnutíma hefur verið frá 20-45 tímar á mánuði. Við teljum bílastyrki ekki laun, heldur greiðslu á útlögðum kostn- aði, þannig að við skiptum okkur ekki af þeim. Aðrar greiðslur fyrir útlagðan kostnað eru heldur ekki á okkar könnu, eða fríðindi önnur. Úrskurðirnir eiga þó að gefa al- ins eru harðlega átalin. Lögreglufé- lagið varar stjómvöld við að mikil óánægja sé meðal lögreglumanna og ljóst að þeir telji sig knúna til að grípa til aðgerða. Fundurinn raskar löggæslustörfum Jónas sagði að fundurinn hefði verið til þess ætlaður að ræða kjara- málin og hann myndi að einhveiju leyti raska löggæslustörfum í borg- inni. Hann átti von á því að fundur- inn yrði mjög fjölsóttur „og ég hef haft fréttir af því að menn hafa leigt sér rútu til þess að komast til fundarins utan af landi,“ sagði Jón- as. Viðræður hafa verið daglega síð- ustu daga undir stjórn ríkissátta- semjara en Jónas segir menn lang- þreytta á því að ekki hafi náðst að semja. „Það er fundarfrelsi í land- inu. Fundurinn einn og sér semur ekki en hann er aðgerð," sagði Jón- mennt rétta mynd af tekjum ein- staklinga, nema hvað varðar nefnd- arlaun sem ekki tilheyra aðalstarfi. Ef við teljum að einhver nefndar- störf séu ekki hluti af aðalstarfí viðkomandi embættismanns eða starfsmanns, ákvarða aðrir aðilar þau nefndarlaun," segir Guðrún. Hún kveðst telja hækkanir að meðaltali nema rúmum 6%, en ekki verði gefið upp hver mesta hækkun er og hver minnsta í krónum eða' prósentum talið. Bilið sé breitt, allt frá því að laun lækki lítillega til þess að laun hækki verulega í ein- stökum tilvikum. Hækkanir hafí verið heldur meiri en lækkanir. Hér er um að ræða úrskurði nefndarinn- ar sl. tvö ár, en úrskurðað er um laun hvers og eins embættismanns sérstaklega. Meðaltalshækkun launa sem kjaranefnd úrskurðar um nemur 6% Úrskurðir ekki afhentir Y I I l ) -: > > t t I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.