Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 4
4 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Byijað að undir-
búa j ólaföndrið
ÞÓTT ENN séu meira en tveir mán-
uðir til jóla eru hagsýnar saumakon-
ur þegar farnar að huga að jólaefni
og gífurlegur áhugi virðist vera á
hvers kyns jólaföndri.
Guðfínna Helgdóttir, verslunar-
stjóri í Virku, sagði að starfsmenn
verslunarinnar fyndu mikið fyrir
áhuganum því allan ársins hring
væri í boði fjölbreytt úrva! af jóla-
efni í versluninni. Salan byijaði yfir-
leitt í júlí og töluvert væri um að
konur tækju jólaefni með sér í sum-
arbústaðinn og ekki síst þegar veðrið
væri eins og það hefði verið sl. sumar.
Með haustinu eykst áhuginn og
Guðfínna sagði að mikið væri keypt
af jólaefni fyrir alls kyns jólaföndur,
basara og margar konur væru famar
að huga að jólafötum. Ekki sagði
hún að karlar hefðu sýnt efnunum
mikinn áhuga.
Ekið á mann á
reiðhjóli
Stakkaf
ogvar
handtek-
in heima
KONA, sem stakk af eftir að
hafa ekið á mann á reiðhjóli,
var handtekin á heimili sínu
í gær eftir að lögregla hafði
aflað dómsúrskurðar.
í hádeginu í gær var bíl
konunnar ekið á 78 ára gaml-
an mann á reiðhjóli á mótum
Dalbrautar og Klegpsvegar.
Bíllinn fór strax af vettvangi.
Hjólreiðamaðurinn var
fluttur á slysadeild vegna
höfuðáverka. Að sögn lög-
reglu var hann talsvert slas-
aður en ekki talinn í lífs-
hættu.
Bfllinn, sem farið hafði af
slysstaðnum, fannst skömmu
síðar við hús við Kleppsveg.
Eigandi hans var heima en
neitaði að tala við lögreglu.
Dómsúrskurðar var aflað og
síðan fór lögregla inn og
handtók konuna. Hún er
grunuð um ölvun við akstur-
inn og eftir að úr henni hafði
verið tekið blóðsýni var hún
vistuð í fangageymslu.
VSÍ telur reglur skattayfirvalda mismuna greiðendum
Menn sem starfa sjálf-
stætt njóti jafnræðis
FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnu-
veitendasambands íslands hefur
krafist þess að stjómvöld tryggi
sjálfstætt starfandi einstaklingum
sama rétt til frádráttar á iðgjöldum
til lífeyrissjóða og gildir í öðrum
atvinnurekstri. Telur Váí að gild-
andi reglur skattyfirvalda feli í sér
rakalausa og grófa mismunun sem
ríkisstjóm og Alþingi verði að
breyta.
Andstætt grundvallar-
viðhorfum um jafnræði
í ályktun framkvæmdastjórnar
VSÍ um þetta efni segir m.a. að
undangengin ár hafi viðgengist sér-
Iega gróf mismunun að því er varð-
ar skattalega meðferð lífeyrissjóðs-
iðgjalda eftir því hvaða form hefur
verið á atvinnurekstri iðgjaldsgreið-
enda. Þannig hafi sjálfstætt starf-
andi einstaklingum verið synjað um
rétt til þess að færa til gjalda í
rekstrarreikningi þann hluta lífeyr-
isiðgjalds sem atvinnurekendur al-
mennt greiða vegna starfsmanna
sinna, ef iðgjaldið hefur verið vegna
þeirra eigin launa. Þeim sé sam-
kvæmt lögum skylt að greiða a.m.k.
10% af launum sinum til viður-
kennds lífeyrissjóðs, en sérstaða
þeirra sé fólgin í þvi að skattyfir-
völd hafa synjað þeim um að telja
atvinnurekandahlutann, sem vera
skal a.m.k. 6%, í skattauppgjöri.
Telur VSÍ að hér sé um grófa
mismunun að ræða sem sé and-
stætt grundvallarviðhorfum um
jafnræði þegnanna og best sjáist á
því að með myndun félags um at-
vinnu sína geti menn öðlast þennan
sjálfsagða rétt. Þá segir í ályktun-
inni að þúsundir einstaklinga með
sjálfstæðan rekstur hafi mátt þola
þessa rangsleitni skattyfírvalda
undangengin ár og orðið að bera
sérstakan skatt á lífeyrissparnað
sinn umfram aðra landsmenn.
VSÍ hefur þráfaldlega tekið mál
þetta upp við fjármálaráðherra með
áskorun um að nauðsynlegar breyt-
ingar verði gerðar á lögum um
tekju- og eignaskatt svo sjálfstætt
starfandi menn, m.a. í röðum fé-
lagsmanna VSÍ, fái notið skattalegs
jafnræðis í þessu efni, og í bréfi sem
VSÍ sendi fjármálaráðherra í gær
eru þessi tilmæli enn áréttuð.
Stj ómsýsluendurskoð-
un á Byggðastofnun
EGILL Jónsson, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, hefur farið þess
á leit við Ríkisendurskoðun að gerð
verði stjórnsýsluendurskoðun á
starfsemi Byggðastofnunar.
Egill sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann teldi það skyldu sína
sem formanns stjómar stofnunar-
innar að upplýsa hver staða hennar
væri; það væri ekki síst brýnt á
þeim tímamótum sem orðið hefðu
er ný stjóm var skipuð yfir stofnun-
inni en fímm stjórnarmanna komu
nýir inn í stjómina. Egill sagðist
m.a. vænta þess að stjórnsýsluend-
urskoðunin varpaði ljósi á hvaða
árangri starfsemi Byggðastofnunar
hefði skilað, þ.á m. þátttöku í gerð
byggðaáætlana, í átaksverkefnum
og árangur af rekstri fjögurra
útibúa.
„Þegar endurskoðunin liggur fyr-
ir geta menn svo metið þetta um-
hverfi í ljósi hennar,“ sagði Egill.
Hann kvaðst vonast til að niðurstöð-
ur gætu legið fyrir um áramót.
Búið að
kalla inn
kröfur í
Þjóðviljann
BÚIÐ er að kalla inn eftir kröfum í
þrotabú Þjóðviljans dagblaðs sem
tekið var til gjaldþrotaskipta með
úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
7. júní s!.
Skorað hefur verið á þá sem telja
til skulda eða annarra réttinda á
hendur þrotabúinu að lýsa kröfum
sínum. Skiptafundur til að fjalla um
lýstar kröfur verður haldinn 11. des-
ember nk.
Tvær kröfur höfðu borist í búið í
gær og voru það ekki umtalsverðar
fjárhæðir. Hörður Harðarson, sem
annast gjaldþrotaskiptin, kvaðst ekki
eiga von á því að neinar eignir kæmu
fram í þrotabúinu. Tæki og búnaður
sem var í eigu blaðsins fór að megn-
inu til yfír til útgáfufélagsins áður
en það var lýst gjaldþrota. Áður hef-
ur Bjarki hf., útgáfufélag Þjóðvilj-
ans, verið tekinn til gjaldþrotaskipta.
♦ ♦ ♦
Góð sil-
ungsveiði
í Mývatni
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
SILUNGSVEIÐI í Mývatni í net
lauk 27. september. Veiðitímabil
hefst aftur 1. febrúar. Margir telja
að veiðin í sumar hafí verið mjög
góð viða í vatninu. Dæmi eru um
að sumir hafi fengið 200-300 fiska
á dag.
Hafa menn þá lagt netin að
morgni og tínt úr þeim jafnóðum
allan daginn. Silungurinn var mjög
feitur í sumar sem sýnir að næg
áta hefur verið í vatninu. Þess má
geta að mikill botngróður hefur
sest í netin þegar hvesst hefur og
hafa menn gripið til ýmissa ráða
til að hreinsa úr þeim, t.d. að láta
þau liggja í heitu vatni alllangan
tíma og síðan að hrista þau vel, sem
er tveggja manna verk. Aðrir hafa
jafnvel gripið til háþrýstidæla og
fleira. Tekur þessi hreinsun veru-
legan tíma.
Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, um hátt verðlag á grænmeti hér á landi
GUÐMUNDUR Bjamason, land-
búnaðarráðherra, segist hafa mikl-
ar áhyggjur af háu grænmetisverði
hér á landi. Af hálfu stjómvalda
væri verið að vinna að skýrslu um
framkvæmd GATT-samningsins og
sú skýrsla yrði tilbúin á næstu dög-
um. „Ég mun líka láta skoða það
sérstaklega hvort sú framkvæmda-
nefnd sem vinnur að þeim málum
á vegum þriggja ráðuneyta geti lit-
ið á það hvort það séu einhveijar
vísbendingar í þá átt að fram-
kvæmd GATT-samningsins eða ein-
hveijar væntingar í kringum hann
geti haft áhrif á þetta,“ sagði Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
Formaður Sambands garðyrkju-
bænda segir að slæm veðrátta í
sumar skýri hátt grænmetisverð,
en á von á því að verðið lækki á
næstu vikum.
í Morgunblaðinu í gær kemur
fram að verð á grænmeti er í sögu-
legu hámarki nú í október
ef litið er yfír tímabilið
frá árinu 1988 sam-
kvæmt mælingum vísi-
tölu neysluverðs sem
Hagstofa íslands birtir
mánaðarlega. Verðið hafí
aldrei verið jafnhátt og
Alirif GATT-samn-
ings verði athuguð
Framboð og
eftirspurn
ræður mestu
um verð
nú og til hækkunar á verði græn-
metis megi rekja fímmtung af
hækkun vísitölu neysluverðs síðustu
þrjá mánuði, en verðbólguhraðinn
þetta tímabil hefur mælst 5%.
Aðspurður hvort það gæti verið
skýring á háu grænmetisverði að
það væri verið að skammta vöruna
inn á markaðinn í skjóli hárra
vemdartolla samkvæmt GATT-
samningnum, sagðist Guðmundur
ekki geta séð þau tengsl og sér
fyndist þau ekki vera augljós á
neinn hátt. „Þessi verðlagning sem
gerist á innlendu grænmeti fer fýrst
og fremst eftir framboðinu og eftir-
spuminni og því hvernig uppskeran
er á hveijum tíma,“ sagði hann.
Hann nefndi að hluta
skýringarinnar á háu
grænmetisverði mætti ef
til vill rekja til þess að
verð samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofunnar
væri á verðlagi hvers árs.
Skattaleg áhrif gætu
einnig haft áhrif þegar litið væri
til lengri tíma og í þriðja lagi gæti
þarna spilað inn í að nú væri tekið
inn í þetta verðlag á landinu öllu,
en hingað til hefði fyrst og fremst
verið um verð á höfuðborgarsvæð-
inu að ræða, þar sem stórmarkaö-
irnir héldu niðri verðinu. Þetta
gæti haft áhrif en væri sjálfsagt
ekki það sem réði úrslitum. Síðan
sveiflaðist verðið eftir framboði og
eftirspurn og hann sæi ekki að það
væri neinn einn þáttur sem skipti
sköpum í þessum efnum. Talsvert
hefði verið rætt um áhrif GATT-
samningsins í þessu sambandi, en
hann teldi hann ekki hafa haft áhrif
nema í algjörum undantekningartil-
vikum.
„Mér finnst það vera áhyggjuefni
að þessi verðþróun skuli blasa við
okkur í þessum upplýsingum sem
hér liggja fyrir,“ sagði Guðmundur.
„Það er auðvitað vont fyrir verð-
lagsþróun í landinu að svona skuli
vera, en skýringin liggur ekki hér
á borðinu hjá mér.“
Hann sagðist aðspurður myndi
gera það sem hann gæti til þess
að skýringar fengjust á þessu háa
verðlagi nú. Hann myndi láta at-
huga hvort sú skoðun ætti við rök
að styðjast að GATT-samningurinn
hefði þessi áhrif.
Skýringin í tíðarfarinu
Kjartan Ólafsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda, segir
að skýringin á háu verðlagi á græn-
meti nú sé fyrst og fremst tíðarfar-
ið. Vorið hafi verið mjðg kalt og
gróður komið seint til. Markaðurinn
verið mjög lengi að mettast þar sem
uppskeran hafi verið lengi að koma
inn og það hafi aldrei _________
komið neinn fram-
leiðslukúfur eins og oft
hafi verið. Á þessum
markaði væri mikil sam-
keppni bæði milli bænda
og fyrirtækja og í fyrra
hafi verðið verið óeðlilega
Framleiðend-
ur skammta
ekki vöru á
markaðinn
lágt. Það hefði til dæmis orðið frægt
að við hefðum verið með lægsta
meðalverð á tómötum í Evrópu í
einar átta vikur í fyrra. „Það var
út af gríðarlega góðu veðri og mik-
illi sól. Þar af leiðandi verður úpp-
skeran mikil og þá njóta neytendur
þess í lægra verði. Svo aftur þegar
framboðið er svona mikið minna
eins og raunin er þá er verðið hærra.
Það er bara þetta náttúrulögmál,
framboð og eftirspurn, sem ræður
þarna,“ sagði Kjartan.
Hann sagði varðandi útiræktaða
grænmetið að góðviðriskafli í sept-
ember myndi ekki skila grænmeti
inn á markaðinn fyrr en nú í októ-
ber, þannig að verðið sem Hagstof-
an gæfi út í júlí, ágúst og m.a.s.
september miðaðist við þessa köldu
tíð og því ætti verðið í október og
nóvember að verða lægra. „Ég hef
trú á því að verð á grænmeti fari
lækkandi núna,“ sagði hann að-
spurður. Hann sagði að það gilti
ekki hvað síst um inniræktað græn-
meti, því þar kæmi EES-samning-
urinn til.
Aðspurður hvort hann útilokaði
það að framleiðendur skömmtuðu
vöruna inn 'á markaðinn,
sagði hann að þeir gætu
það ekki. Það væri bara
veðráttan sem skammt-
aði grænmeti inn á mark-
aðinn. Þetta væri fersk-
vara. Aðspurður hvort
ekki væri hægt að geyma
suma rótarávexti í moldinni og ann-
að grænmeti í kælum tók hann
undir að það væri hægt í sumum
tilvikum, en sagði að það væri mjög
mikill kostnaður sem fylgdi því að
geyma vöru í kælum.