Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
1.300.000 kr
„YFIR/UNDIR"
leiknum
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 7
FRÉTTIR
Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins á morgun
ÍVIUI gunuictuiu/ t*UrKUll
HELGI Hjörvar, framkvæmdastjóri, Ragnar Magnússon, formaður, og Halldór Sævar Guðbergs-
son, ritari Blindrafélagsins (t.h.), sem unnið hefur að undirbúningi dagsins, kynntu dagskrána.
Með gleraugunum fremst á myndinni gefst sjáandi kostur á að setja sig í spor blindra.
Ráðherra gengur
með blindum
BLINDRAFÉLAG íslands efnir til
göngu og dagskrár í Reykjavík í til-
efni af alþjóðlegum degi hvíta stafs-
ins sunnudaginn 15. október. Með
bundið fyrir augu fer Páll Pétursson,
félagsmálaráðherra, fyrir hópi
göngumanna frá Hlemmi kl. 14 áleið-
is niður á Ingólfstorg.
Páll hefur skipað starfshóp til að
móta heildarstefnu í málefnum
blindra og sjónskertra. Nefndina
skipa fulltrúi Blindrafélagsins, ráð-
herra og stjórnarnefnd um málefni
fatlaðra.
Ragnar Magnússon, formaður
Blindrafélagsins, sagði að samþykkt
hefði verið að efna til alþjóðlegs bar-
áttudags blindra á heimsþingi blindra
árið 1981. Dagurinn væri kenndur
við hvíta stafinn og væri hann alþjóð-
legt tákn blindra um allan heim. Fram
kom að hvíti stafurinn væri hvort
tveggja í senn þreifistafur og merkis-
stafur blindra og sjónskertra. Sjón-
skertir einkenndu sig stundum með
því að bera hann samanbrotinn í hendi
í umferðinni. Með því væri athygli
Andlát
ÞÓRAR-
INN GUÐ-
MUNDSSON
ÞÓRARINN Guðmundsson hús-
gagnabólstrari lést aðfaranótt síð-
astliðins fimmtudags á Edenvale-
spítala í Jóhann-
esarborg í Suð-
ur-Afríku. Bana-
mein hans var
krabbamein.
Þórarinn, sem
fæddur var 9.
júní 1936, og því
á 60. aldursári,
hafði verið bú-
settur í Suður-
Afríku síðastlið-
in 28 ár. Þar rak hann eigið fyrir-
tæki. Hann lætur eftir sig sambýlis-
konu og fjögur uppkomin börn.
Blab allra landsmanna!
vegfarenda vakin á því að blindur eða
sjónskertur væri á ferðinni í umferð-
inni. Hrósaði Ragnar vegfarendum
sérstaklega fyrir hversu oft þeir byðu
blindum og sjónskertum aðstoð sína.
Halldpr Sævar Guðbergsson, sem
hefur unnið að undirbúningi dagsins,
minnti á að í hittifyrra hefði Her-
mann Gunnarsson, sjónvarpsmaður,
gengið með blindum niður Laugaveg-
inn. I fyrra hefði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, slegist í
hópinn og Páll Pétursson, félags-
málaráðherra, ætlaði að fara fyrir
göngunni frá Hlemmi niður á Ing-
ólfstorg á sunnudaginn.
Fjölbreytt dagskrá fyrir
börn og fullorðna
Þegar komið verður niður á Ing-
ólfstorg hefst skipulögð dagskrá,
m.a. verða flutt stutt ávörp, börn fá
tækifæri til að leika sér í leiktækjum
á torginu og almenningi gefst kostur
á að spreyta sig á því að nota hvíta
stafinn með bundið fyrir augu. Á
Kaffi Reykjavík verða veitingar seld-
ar gegn vægu verði og hljórnsveitin
Islandica leikur nokkur lög. í Hinu
húsinu (gamla Geysishúsinu) verður
efnt til kynningar á starfsemi
Blindrafélagsins, Blindrabókasafns
íslands og Sjónstöðvar íslands. Á
sama stað fá gestir tækifæri til að
lesa Morgunblaðið með hjálp tölvu
og hljóðgervils.
Blindrafélagið hefur í tilefni dags-
ins fengið leyfi til að flytja norskan
blindrahund til landsins. Blindum og
sjónskertum gefst kostur á að æfa
sig á honum í hátíðarsal MH í dag,
laugardag, kl. 15.30.
Lögreglan vill í tilefni af alþjóðleg-
um degi hvíta stafsins vekja sérstaka
athygli ökumanna á þeirri skyldu í
umferðarlögunum að aka ávallt
nægilega hægt miðað við aðstæður
þegar ökutæki nálgast aldraðan eða
fatlaðan vegfaranda eða vegfaranda
sem ber auðkenni sjónskertra. Jafn-
framt er minnt á þau ákvæði umferð-
arlaganna þar sem kveðið er á um
að óheimilt sé að leggja bílum á
gangstéttir eða fyrir göngustíga.
- kjarni málsins!
FRAMKVÆMDASTJÓRI
KAUPMANNASAMTOK
ÍSLANDS
óska að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust
nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna.
Leitað er að kröftugum og framtakssömum einstaklingi,
helst með háskólamenntun.sem nýtist í þetta starf.
Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á íslensku viðskiptalífi og
hafa fylgst vel með og kynnt sér þær breytingar er orðið hafa í
alþjóða viðskiptum og munu verða á íslensku viðskiptalífi, m.a.
vegna GATT samkomulags og ESB.
Vegna erlendra samskipta er góð tungumálakunnátta nauðsynleg.
Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel í ræðu og riti. Launakjör
samningsatriði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Guðna jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað
á sama stað. Umsóknarfrestur er til 18. október.
GUÐNITÓNSSON
RÁPCilÖF & RÁDNINGARhlÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22
DOMINO S
PIZZA
m
SIMI 58-12345
Grensásvegi 11 • Höfðabakka 1 • Garðatorgi 7
Munið Domino's tilboðið:
Þú kaupir eina pizzu og færð
aðra fría ef þú ert með
BINGÓLOTTOMIÐA.
Nú getur þú einnig keypt miða
hjá Domino's.
Gildir okki um hoimsondingarl