Morgunblaðið - 14.10.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 15
l
i
I
►
I
I
)
)
>
D
í
I
I
V
I
I
I
í
I
I
_________VIÐSKIPTI______
GM áformar smíði
búa íPólIandi
Varsjá. Reuter.
GENERAL Motors-bifreiðafyrir-
tækið hefur ákveðið að koma á fót
bílaverksmiðju í Póllandi í kjölfar
frétta um að GM hafi beðið lægri
hlut í viðureign við Daewoo-verk-
smiðjurnar í Suður-Kóreu um að
taka við rekstri ríkisverksmiðjanna
FSO.
Deild GM í Þýzkalandi, Adam
Opel AG., býðst til þess í bréfi til
pólsku stjórnarinnar að leggja 400
milljónir þýzkra marka (280 millj-
ónir dotlara) í áætlun um smíði
100.000 bíla á ári frá 1998 að sögn
talsmanns pólska iðnaðarráðuneyt-
isins. Stjómin fagnar boðinu, en
kveðst þurfa nánari upplýsingar
áður en formlegar samningavið-
ræður geti hafizt.
Sérfræðingur ráðuneytisins ger-
ir ráð fyrir að Opel ráðist í að
Samsung
verksmiðja
íBretlandi
Cleveland, Englandi. Reuter.
SAMSUNG, hinn kunni suður-kór-
eski raftæknirisi, hefur opnað 450
milljóna punda verksmiðju á Norð-
austur-England og þar fá 3.000
manns vinnu fyrir árið 2000.
Kwang Ho Kim varastjórnar-
formaður sagði að verksmiðjan,
sem fær brezkan ríkisstyrk, yrði
stökkpallur frekari útþenslu í lands-
hluta, þar sem atvinnuleysi er meira
en gengur og gerist. Markmiðið
væri að gera verksmiðjuna að
helztu framleiðslumiðstöð heims.
Samsung staðfesti að fyrirtækið
hygðist stofna 80 milljóna punda
Evrópumiðstöð í London og þar
munu 500 fá vinnu fyrir aldamót.
Nýja verksmiðjan er í Billingham
nálægt mynni Tees í Cleveland.
Erlendir aðilar hafa ekki ráðizt í
eins mikla fjárfestingu í Bretlandi
síðan Nissan reisti nýja verksmiðju
nálægt Sunderland 1986.
Atvinnuleysi í Teeside er tæplega
50% meiri en annars staðar í Bret-
landi og Samsung valdi staðinn
vegna þess að framleiðslukostnaður
þar er aðeins 10% hærri en í Kóreu
og vegna 80 milljóna punda ríkis-
styrks.
Verksmiðjan er reist á 3.035
hektara landareign í eigu Sir John
Hall, stjórnarformanns knatt-
spyrnufélagsins Newcastle United
og brautryðjanda Gateshead Metro
Centre, einnar mestu verzlanamið-
stöðvar Evrópu.
♦ ♦ ♦----
Swatch-
mobile fær
verksmiðju
Strassborg. Reuter.
MERCEDES-BENZ og svissneski
úrframleiðandinn SMH leggja horn-
stein að verksmiðju í bænum Sar-
reguemines-Hambach um helgina.
Þar hyggst sameignarfyrirtæki
þeirra smíða bíla af gerðinni
Swatchmobile, sem hafa vakið
nokkrar efasemdir.
Af þessu tilefni efnir sameignar-
fyrirtækið, Micro Compact Car
(MCC), til mikilla hátíðahalda.
Mercedes, sem á 51% í MCC, og
SMH hyggjast selja 200.000
„Swatchmobíla" á ári þegar þeir
verða tilbúnir 1998. Bílana verður
hægt að fá rafknúna eða með venju-
legri vél.
Þýzk blöð hafa gefið í skyn að
vafasamt sé hvort orðið geti af
áætluninni vegna ágreinings sam-
starfsaðila.
Stjórnarformenn MCC, Helmut
Werner frá Mercedes og Nicolas
Hayek frá SMH, verða viðstaddir
hátíðahöldin til að hrekja sögusagn-
ir um ósamkomulag um verkefnið.
minnsta kosti hluta fjárfestingar-
innar í iðnaðarbænum Mielec í
Suður-Póllandi, þar sem fjárfestar
fá 40% skattafrádrátt.
Áður hafði GM hug á að taka
við FSO-verksmiðjunum í Varsjá
og gerði 340 milljóna dollara til-
boð, en því var hafnað þar sem
upphæðin væri ekki nógu há og
gert væri ráð fyrir of mörgum upp-
sögnum.
GM heldur áfram að setja saman
Opel Astra bíla í samvinnu við FSO
og hefur lagt 20 milljónir dollara
í það verkefni, þótt samningar hafi
nánast tekizt við Daewoo.
í ágúst skrifaði pólska stjórnin
undir viljayfirlýsingu ásamt Da-
ewoo um að kóresku verksmiðjurn-
ar fengju 60% í sameignarfyrir-
tæki, sem á að stofna á grunni
FSO.
Daewoo leggur 1.1 milljarð doll-
ara í verksmiðjuna, sem á að smíða
220.000 farþegabíla fyrir árið
2001. Talið er að endanlegur samn-
ingur verði undirritaður í október.
Ákjósanlegt land
Með því að komast yfir FSO í
Póilandi fær Daewoo trausta fót-
festu til aukinna umsvifa í Evrópu,
því að Daewoo hefur þegar tekið
við rekstri annarrar pólskrar bíla-
smiðju, FSL.
Áhugi bílaframleiðenda á Pól-
landi hefur aukizt, því að þar er
blómlegt efnahagslíf og stór mark-
aður auk þess sem landið er vel í
sveitt sett í gömlu austurblokkinni.
Helzti bílaframleiðandi Póllands
er Fiat Auto Poland SA, eign Fiat
Auto SpA á Ítalíu, sem smíðaði
rúmlega 130.000 bíla í fyrra. Ford
Motor Co, Volkswagen, Mercedes
Benz og Volvo setja einnig saman
bíla í Póllandi.
í september opnaði Ford 54 millj-
óna dollara verksmiðju þar sem
settir verða saman 30,000 Escort
og Transit bílar á ári. Ekki verður
unnið með fullum afköstum fyrr en
síðar.
Dalvik
ff
Ólafsfjörður
Hrísey ý
Grenivík 1
Raufarhöfn
Súðavlk 1
Bolungarvík Ý
ísafjörður 11
wwf
Mosfellsbær
9WMW
Seltjarnarnes
Reykjavík
fWWWWWWff
fffffffffffffffffffff
ffffffffffffffffffff
fffffffffWWWf
ffWWWWWf
fffffffffffffffff
ffffffffffffffff
fffffffffffffff
fffffffffffff
ffffffff
Reykjanesbær
ffffffffffff
Grindavík
fffff
fffffffffffff
\Vestmannaeyjar
fffffffffffffff
Leikur sem breytir landsmönnum
í milljónamœringa!
*
= Vinningshafi sem hlotið hefur
eina milljón eða meira.
-vertu viðbúinav vinningi