Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 19
ERLENT
Morðtilræði í Solingen
Fjórir hlutu
langa dóma
Diisseldorf. Reuter.
ÞÝSKUR dómstóll dæmdi í gær
fjóra unga menn í fangelsi fyrir
íkveikju í húsi tyrkneskra innflytj-
enda í iðnaðarborginni Solingen í
hitteðfyrra. I eldsvoðanum beið
tyrknesk kona og fjórar tyrkneskar
stúlkur bana.
Mennirnir fjórir voru liðsmenn
í samtökum nýnasista og hlaut
forsprakki þeirra, Markus Gart-
mann, 15 ára fangelsisdóm. Fé-
lagar hans þrír fengu 10 ára fang-
elsisdóm hver en vegna aldurs
þeirra var þeim veitt styttri refs-
ing. Þeir heita Felix Köhnen, sem
er 18 ára, Christian Reher, sem
er 19 ára og Christian Buchholz,
22 ára.
Morðtilræðið í Solingen var hið
mannskæðasta af tíðum aðgerðum
kynþáttahatara og nýnasista eftir
sameiningu þýsku ríkjanna 1990.
Varð það tilefni mikilla mótmæla
innan Þýskalands sem utan.
Sakborningarnir og fjölskyldur
þeirra brugðust illa við dómunum.
„Svínið þitt,“ hrópuðu aðstandend-
ur þeirra að dómaranum er hann
kvað upp úrskurðinn. „Eg ætla að
stytta mér aldur í dag og því verð-
ur ekki um neina áfrýjun að ræða,“
sagði Köhnen.
-----»"■♦"♦---
Friðargjörð á
Filippseyjum
Manila. Reuter.
STJÓRN Fidels Ramos forseta
Filippseyja samdi í gær frið við
uppreisnarmenn í her landsins sem
gerði tilraun til stjórnarbyltingar
árin 1987 og 1989.
Með friðargjörð við herinn, sem
undirrituð var við athöfn í aðal-
stöðvum hersins í Manila, er talið
að Ramos hafi styrkt sig í sessi.
Hann var yfirmaður hersins og
síðar varnarmálaráðherra í stjórn-
artíð Corazon Atjuino forseta.
Eðlisfræðingurinn Joseph Rotblat sæmdur friðarverðlaunum Nóbels
Barðist gegn vopninu sem
hann átti þátt í að þróa
Stokkhólmi, London. Reuter.
EÐLISFRÆÐINGURINN Joseph Rotblat,'sem
hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, átti þátt í
að þróa fyrstu kjarnorkusprengju heimsins í
Bandaríkjunum en sneri síðan við blaðinu og
varð einn af fyrstu mönnunum sem helguðu
sig baráttunni fyrir útrýmingu kjarnavopna.
Joseph Rotblat er 86 ára og fæddist í Pól-
landi. Hann missti eiginkonu sína í útrýmingar-
herferð nasista gegn gyðingum og flúði
til Bretlands skömmu fyrir síðari heims-
styijöldina. Hann varð breskur ríkis-
borgari árið 1946.
Rotblat hóf rannsóknir vegna þróun-
ar kjarnavopna árið 1939 og gekk til
liðs við kjarnorkueðlisfræðinga sem
störfuðu við Manhattan-áætluna í Los
Alomas í Nýju Mexíkó. Hann hætti þó
þessu starfi þegar ljóst var orðið að
Þjóðveijar höfðu hætt við áform sín um
að framleiða kjarnavopn og þeir myndu
tapa stríðinu.
Vildi stöðva Hitler
„Ég taldi enga þörf á að framleiða
kjarborkusprengju," sagði Rotblat hins
vegar um þessa ákvörðun sína. „Eina
ástæða þess að ég hóf rannsóknirnar árið
1939 var að afstýra því að Hitler beitti
sprengjunni gegn okkur. Ég var sannfærður
um að eina leiðin til að koma í veg fyrir að
Þjóðverjar beittu henni væri að smíða slíka
sprengju sjálfir og hóta að beita henni í refs-
ingarskyni."
„Ég gerði aldrei ráð fyrir því að við myndum
beita sprengjunni, jafnvel ekki gegn Þjóðvetj-
um,“ skrifaði Rotblat árið 1985. Hann benti á
þá kaldhæðnislegu staðreynd að svipuð rök
voru notuð til að renna stoðum undir kenning-
una um kjarnorkufælingu.
Adam Rotfeld, samstarfsmaður Rotblats,
sagði að verðlaunahafanum hefði verið bannað
að fara til Bandaríkjanna til ársins 1964 vegna
andstöðu hans við Manhattan-áætlunina.
Rotblat kveðst hafa orðið fyrir miklu áfalli
þegar Bandaríkjamenn vörpuðu fyrstu kjarn-
orkusprengjunni á Hiroshima. Hann ákvað þá
að helga líf sitt baráttunni fyrir útrýmingu
kjarnavopna.
Stofnaði Pugwash-ráðstefnuna
Rotblat stofnaði Samtök kjamorkuvisinda-
manna (ASA) og varð forseti þeirra. Hann var
síðan einn ellefu virtra vísindamanna sem undir-
rituðu yfirlýsingu gegn vetnissprengjunni árið
1955, kennda við Bertrand Russel og Albert
Einstein. Rotblat deilir friðarverðlaununum með
Pugwash-ráðstefnunni um vísindi og alþjóða-
mál, sem vísindamennirnir stofnuðu tveimur
ámm síðar. Hann er nú formaður samtakanna.
Fyrsta ráðstefna samtakanna var haldin í
kanadíska þorpinu Pugwash og markmiðið var
að sameina vísindamenn frá Vesturlöndum og
Sovétríkjunum til að vekja athygli þeirra á
samfélagslegri ábyrgð þeirra og hættunni á
kjarnorkustríði. Síðasta ráðstefnan, sú 45., var
haldin í Hiroshima í júlí þegar þess var minnst
að 50 ár eru liðin frá því fyrstu kjarnorku-
sprengjunni var varpað.
Stuðlaði að friðarviðræðum
Pugwash-ráðstefnan gegndi mikilvægu hlut-
verki á síðasta áratug þegar kalt stríð geisaði
enn milli ráðamanna í Washington og Moskvu,
en þá talaði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
um Sovétríkin sem „heimsveldi hins illa“ og
íhugaði möguleikann á geimvarnaáætlun.
Samtökin veittu sovéskum og vestrænum vís-
indamönnum vettvang til að ræða hættuna sem
stafaði af vígbúnaðarkapphlaupinu.
„Ég er viss um að Rotblat átti þátt í að
koma friðarviðræðum Reagans og Gorbatsjovs
í kring,“ sagði talsmaður Herferðar fyrir kjarn-
orkuafvopnun (CND) í Bretlandi. Rot-
blat var einn af stofnendum þeirra sam-
taka árið 1958.
Rotfeld vísaði því á bug að friðarverð-
launahafínn hafí tengst Sovétríkjunum
og fyrrverandi kommúnistarikjum of
nánum böndum og sagði að hann hefði
til að mynda mótmælt herlögunum sem
voru sett í Póllandi vegna uppreisnar
Samstöðu. Hann hefði einnig staðið fýrir
því að sovéska andófsmanninum Andrej
Sakharov var boðið á Pugwash-ráðstefnu
í Úkraínu árið 1968. „Hann fordæmdi
kúgun á eðlisfræðingum í Rússlandi."
Verðlaunahafinn þykir kraftmikill og
stefnufastur baráttumaður, sagður hafa
auga fyrir „góðum auglýsingabrellum"
til að vekja athygli á baráttunni og
gæddur hæfileikum til að útskýra hættuna sem
mannkyninu getur stafað af kjarnorkunni.
Rotblat varð þekktur fyrir rannsóknir sínar
í geislunarlíffræði. Hann drakk eitt sinn létt-
geislavirkan drykk til að sanna að kjarnorku-
efni væru ekki alltaf banvæn.
Ábyrgð vísindamanna mikil
Rotblat kvaðst í gær ekki hafa búist við því
að verða sæmdur Nóbelsverðlaunum. „Síðustu
árin hafa friðarverðlaunin farið til þekktra
stjórnmálamanna.“
Hann kvaðst vonast til þess að viðurkenning-
in stuðlaði að því að aðrir vísindamenn gerðu
sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni.
„Þeir bera ábyrgð á þeim áhrifum sem störf
þeirra hafa á samfélagið. Vísindi nútímans
gegna mjög veigamiklu hlutverki í öllum
heiminum og geta næstum ráðið úrslitum um
örlög mannkynsins.“
JOSEPH Rotblat
Major á flokksþingi breska Ihaldsflokksins
Stefnt að fimmta
sigrinum í röð
JOHN Major og eiginkona hans, Norma,
veifa til stuðningsmanna á flokks-
þinginu í Blackpool.
Blackpool. Reuter.
BRESKIR íhaldsmenn stefna
ótrauðir að sigri í næstu
kosningum, þeim fimmta í
röð, þrátt fyrir yfirburði
stjórnarandstöðunnar í skoð-
anakönnunum. „Allar kosn-
ingar eru mikilvægar en þær
næstu munu marka þátta-
skil. . . . Sigrum Verka-
mannaflokkinn einu sinni enn
og þá höfum við brotið sósíal-
ismann endanlega á bak aft-
ur,“ sagði John Major, flokks-
leiðtogi og forsætisráðherra,
í lokaávarpi sínu á flokks-
þinginu í Blackpool í gær.
Forsætisráðherrann hét
því að draga úr ríkisumsvif-
um og lækka skatta eins fljótt og
hægt væri. Ljóst er að margir hafa
orðið fyrir vonbrigðum með að heyra
engin skýr loforð í þeim efnum frá
honum eða Kenneth Clarke fjár-
málaráðherra. Þeir segja að skatta-
lækkanir verði að veruleika þegar
það sé veijandi en ekki verði staðið
fyrir óábyrgum aðgerðum til þess
eins að auka fylgi flokksins.
Major sagði mikilvægasta verkefni
framtíðarinnar vera að endurnýja
stefnu íhaldsmanna fyrir 21. öldina
og tryggja að Bretland yrði ótvíræð
miðstöð einkaframtaksins í Evrópu
er. gæti tekist á við samkeppnina frá
Bandaríkjunum og Asíu.
Að taka áhættu
Ráðherrann gagnrýndi undir rós
andstæðinga sína í Ihaldsfiokknum
sem eru margir úr röðum yfirstétt-
arinnar en sjálfur er hann af fátæk-
um kominn. Faðir hans var um hríð
loftfimleikamaður í fjölleikahúsi pg
átti fyrirtæki er bjó til garðálfa. „Ég
veit að spottararnir, sem sumir
hvetjir hafa aldrei þurft að taka
neina áhættu í lífinu, eru ekki þess
verðugir að bursta skó þeirra sem
þora í Bretlandi," sagði hann.
Major lýsti andstöðu við
hugmyndir um sambandsríki
Evrópu en sagðist vera hlynnt-
ur evrópskri samvinnu og not-
aði ekki jafn sterk orð og Mic-
hael Portillo varnarmálaráð-
herra í sinni ræðu en hann
þótti slá mjög a strengi þjóð-
ernisástar. „Þótt aðrir feti
braut sambandsríkisins munu
breskir íhaldsmenn ekki fylgja
í fótsporin," sagði Major.
Hann hét því að baráttan
gegn glæpum yrði hert með
því að fjölga lögreglumönnum
um 5.000 og stofna alríkislög-
reglu gegn skipulögðum
glæpagengjum er starfa myndi með
svipuðum hætti og FBI í Bandaríkj-
unum. Jafnframt að settar yrðu upp
leynilegar myndaupptökuvélar, alls
10.000, til að hræða afbrotamenn.
Meira fé yrði veitt til menntamála
og ekki dregið úr fjárveitingum til
að börn fátækra gætu gengið í
einkaskóla.
Major sagði íhaldsmenn ekki vera
búna að gefa upp vonina. „Milljónir
manna hafa enn ekki gert upp hug
sinn. Þeirra er valið. Framtíð þjóð-
arinnar er í veði - og við erum reiðu-
búnir til þjónustu".
leðursófasett í mörgum gerðum og stærðum
nýkomin frá hinum þekkta ítalska fram-
leiðanda, Piqattro.
Þetta eru afar vönduð sett með úrvals
nautshúð og sérlega þægileg.
Teg: Wendy 3-1-1 kr. 219.150,-
Mismunandi leðurlitir
Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör.
Verið velkomin til okkar.
Alltaf heitt kaffi á könnunni
og næg bílastæði.
Opið í dag laugardag
frá kl. 9-16
I E
—n 11 i ~ EUROCARD
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199