Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR Ungt fólk hefur lítinn áhuga á að lesa Minnkandi blaðalestur er ógnun við lýðræðið r Dagblöð í Danmörku eiga flest undir högg að sækja vegna minnkandi blaðalesturs. Erling Zanchetta, framkvæmdastjóri Árhus Stiftstidende, sagði Ama Matthíassyni að minnkandi blaðalestur væri ekki síst ógnun við lýðræðið. ERLING Zanchetta. Morgunbiaðið/Ásdís Morgunblaðið/Þorkell SÝNISHORN af sérútgáfu Árhus Stiftstidende. Erling zanchetta, framkvæmdastjóri Ár- hus Stiftstidende, kom hingað meðal annars til að sitja ráðstefnu íslenskra kons- úla, en hann er konsúll íslands í Árósum. Hann hugðist einnig flytja fyrirlestur um starf sitt hjá Árhus Stiftstidende og hvernig blaðið hefði brugðist við aukinni samkeppni frá útvarpi, sjónvarpi og ýmislegu skemmtiefni í tölv- um, en vegna veðurs varð ekkert úr. Hann tók því vel að eiga stutt spjall við blaðamann, flytja eins- konar einkafyrirlestur, enda sagðist hann hafa undirbúið sig það vel að hann væri ólmur í að fá að segja frá. Framsókn frekar en samdrátt Dönsk dagblöð hafa flest átt í erfiðleikum á undanförnum árum og Árhus Stftstidende er þar eng- in undantekning. Blaðið er gefið út í 62.000 eintökum dag hvern, 82.000 eintökum á sunnudögum, og hefur upplagið dregist veru- lega saman undanfarin ár. Erling Zanchetta segir að þar hafi menn brugðist við með því að sækja fram frekar en að draga saman seglin, og þannig hafi blaðinu tekist að halda velli. Fyrir vikið hafi hagnaður af rekstri blaðsins verið sáralítill undanfarin ár, en menn séu að líta til lengri tíma. Meðal þess sem Árhus Stiftstidende hefur gripið til er aukið samstarf við önnur héraðs- blöð við frétta- og auglýsingaöfl- un. „Þannig höfum við meðal annars komið á fót fréttastofu í Kaupmannahöfn og einnig skrif- stofu til að taka á móti auglýsing- um,“ segir Erling Zanchetta, „en þetta samstarf, sem staðið hefur í tíu ár, hefur reynst okkur af- skaplega vel. Blöðin eru komin með sameiginlega ritstjórnar- skrifstofu í Kaupmannahöfn sem miðlar til blaðanna fréttum um ríkisfjármál, þjóðarhág, þing- störfin og þar fram eftir götunum og fyrir vikið geta þau keppt við stóru blöðin. Nú er verið að undirbúa enn frekara samstarf blaðanna á Austur-Jótlandi; héraði sem er í örri uppsveiflu og með mikla vaxtarmöguleika, og með því samstarfi náum við 160.000 ein- taka útbreiðslu. Það á þó eflaust eftir að taka sinn tíma, því litlu staðarblöðin hafa óttast að þau hverfi innan um stærri blöðin.“ Af línuriti sem Erling Zanch- etta dregur fram má sjá að blöð eins og Politiken og Jyllandspost- en halda sínu og vel það, en veru- lega hallar undan fæti hjá Extra- bladet til að mynda. Hann rekur þá þróun til þess að Extrabladet sé fyrst og fremst að keppa við aðra afþreyingu, sjónvarp, útvarp og tölvur, og geti ekki sigrað í þeim slag. Það hafi náð verulegri útbreiðslu á sínum tíma vegna þess að ritstjórnarstefna blaðsins bygðist að mestu á skemmtiefni frekar en . alvarlegri frétta- mennsku. Fyrir vikið standi það veikum fæti því þeir lesendur sem það hefur höfðað til í gegnum árin hafi æ minni áhuga á að lesa og snúi sér frekar að skemmtiefni í útvarpi og sjónvarpi í kjölfar veru- lega aukins framboðs á slíku. Vandaðri blöðin, til að mynda Jyllandsposten, hafi aftur á móti sótt í sig veðrið og þannig opnað ritstjórnarskrifstofu í Kaup- mannahöfn. „Þar hafa menn lagt mikla vinnu í að auka útbreiðslu blaðsins og gert það af miklum krafti," segir Erling Zanchetta. „Smáblöðin geta ekki brugðist við á sama hátt og stórblöðin; að bæta við mannskap og styrkja fréttadeildirnar, og hljóta því að grípa til samstarfs til að styrkja þessa þætti." Mikil hækkun á dagblaðapappír Dagblaðapappír hefur hækkað verulega undanfarna mánuði og á enn eftir að hækka ef spár ganga eftir. Erling Zanchetta segir það skapa ný vandamál sem blöðin þurfi að bregðast við, því þau hafi svarað minnkandi sölu meðal.annars með meira framboði af efni og fleiri sérblöðum sem kalli vitanlega á aukna pappírs- notkun. „Á næsta ári þurfum við að éyða 60 milljónum króna meira í pappír og fyrir vikið hækka blöð- in, en það verður líka að hagræða til að bregðast við þessu. Sérblöðin hafa reynst okkur afskaplega vel og einnig samstarf við hverfisblöð, en í ljósi hækk- andi pappírsverðs gæti orðið breyting þar á,“ segir Zanchetta, en einnig hefur blaðið gefið út sérblöð og tímarit fyrir unglinga og sérstakt barnablað, sem dreift er til barnanna beint og til barna- heimila. Dönsk blöð og tímarit á alnetinu DÖNSKU stórblöðin hafa verið sein að taka við sér og þannig er ekki nema eitt þeirra komið inn á netið með annan fótinn, Jyllandsposten. Danskt verkfræðitímarit er á netinu og þar má lesa stutta lýsingu á þvi sem hæst ber í tímaritinu hverju sinni. Þannig er nú sagt frá grein um saltaust- ur á vegum sem blaðið seg- ir að kosti Dani tvo millj- arða danskra króna á ári í auknum ryðskemmdum. Slóðin er: (http://www.ingenioer- en.dk). Danska tölvublaðið Dat- atid er með heimasíðu á netinu og þar gefst meðal annars kostur á að lesa efni blaðsins fyrir ekki neitt, að minnsta kosti sem stendur. Slóðin er: (www.datatid.dk). Fyrsta staðarblaðið inn á netið, sem skýtur þannig stórblöðunum ref fyrir rass, er Folkebladet í Glostrup. Folkebladet er auglýsingablað sem dreift er ókeypis í 35.000 eintök- um. Netútgáfan er enn í smíðum og því ekki mikið að hafa sem stendur. Slóð- in er: (http://www.danad- ata.dk/folkebladet). Jyllands-Posten er með nokkuð öfluga heimasíðu á netinu. Auk þess sem lesa má fréttir er líka hægt að sækja deilihugbúnað í því sem þeir kalla Computer- klubben. Slóðin er: (http://www.jp.dk/). Dagblöðin eru sterkir auglýsingamiðlar Þrátt fyrir fækkun lesenda seg- ir Zanchetta að dagblöð haldi sessi sínum sem sterkir auglýs- ingamiðlar. „Það er uppsveifla í blaðaauglýsingum og, blöðin eru enn langsterkasti auglýsingamið- illinn. Þrátt fyrir mjög aukna samkeppni í útvarpi og sjónvarpi hefur auglýsingakakan stækkað og blöðin haldið sínu og vel það,“ segir Zanchetta. Hann segir að Árhus Stiftstidende hafi ekki að- eins reynt að auka þjónustu við lesendur, heldur hafi blaðið einnig brugðist við samkeppni með auknu samstarfi við útvarps- og sjónvarpsstöðvar „og meðal ann- ars erum við í samstarfi við út- varpsstöð sem nær til 200.000 hlustenda. Við reyndum að taka upp Samstarf um textavarp við sjónvarpsstöðina TV 2 en í þann mund sem átti að undirrita sam- starfsamning hætti stöðin við og hrinti af stokkunum eigin texta- varpi í ætt við það sem við ætluð- um að vinna með henni. Við sjáum þó ekki eftir því, því það gekk alls ekki. Textavarp hefur brugðist þeim vonum sem menn gerðu sér um það, en þó er ekki vert að af- skrifa það. í þessu samhengi má ekki gleyma því að megnið af fréttum útvarps og sjónvarps er byggt á blöðunum, sem við höfum margreynt. Við settum þannig saman starfshóp á ritstjórninni sem kannar eitt mál í einu ofan í kjölinn. Það kostar sitt, en það hefur líka vakið mikla athygli og aðrir fjölmiðlar, helst útvarp og sjónvarp, hafa fylgt í kjölfar um- fjöllunar okkar. Við höfum einnig efnt til samstarfs við Danmarks Radio og myndað teymi blaða- manns frá okkur og fréttamanns frá útvarpinu; útvarpið hefur ver- ið með styttri fréttir og við síðan sagt ítarlega frá fréttinni í blað- inu.“ Zanchetta segir að tölvuútgáfa Árhus Stiftstidende sé í bígerð, en skammt komin. Það sé þó vænlegur markaður, enda eiga 30% Dana tölvu eða hafa aðgang að tölvu. Alnetsútgáfa segir hann að sé einnig í undirbúningi, en ekki ljóst hvaða hag blaðið hefði af henni. „í tölvuheiminum er mikið rætt um gagnvirkni, sem laða á fólk að margmiðlun og alnetinu meðal annars, en við höfum gert sitt- hvað til að gera blaðið gagnvirk- ara með góðum árangri. Þannig gerum við lesendabréfum hærra undir höfði, til að mynda með leiðaraskrifum um umdeilt efni sem kallar á viðbrögð lesenda. Síðan höfum við raðað bréfunum upp eftir innihaldi og þannig dregið fram andstæða póla, sem hefur vakið athygli og gengið mjög vel.“ Minnkandi blaðalestur er ógnun við lýðræðið „Helsti vandinn sem við blasir er samt að minnkandi blaðalestur á eftir að valda erfiðleikum í þró- un lýðræðis. Fréttaflutningur út- varps og sjónvarps byggist á upp- hrópunum og aðeins það helsta er dregið fram í dagsljósið, en á dagblöðum er öll umfjöllun ítar- legri. Lýðræðinu stendur beinlínis ógn af þessu, því þó ekki sé hægt að segja að útvarp og sjónvarp séu beinlínis skoðanamyndandi þá gerir það kjósendum erfitt fyr- ir að mynda sér hlutlæga skoðun ef ekki koma öll kurl til grafar í fréttafrásögn. Samkvæmt könnunum má flokka þriðjung ungs fólks sem áhugasama lesendur, þriðjungur les lítið og þriðjungur nánast ekki neitt. Á næstu árum á þessi þróun eftir að snúast upp í að helmingur les ekki neitt. Ungt fólk í dag hefur einfaldlega ekki áhuga á að lesa. Þegar komið er upp í menntaskóla eiga 10% nemenda í verulegum lestrarerfiðleikum og önnur 10% skilja illa það sem þau lesa. Þeir unglingar sem segja má að lesi mikið eyða þó ekki nema 10 mínútum á dag í lestur að meðaltali og lesa þá kannski ' þriggja mínútna lotum. Þeir horfa á sjónvarp og hlusta á út- varp og finnst þeir fá kappnógar fréttir úr útvarpinu. Við höfum brugðist við þessu og reynt að ná til ungs fólks, meðal annars með útgáfu á sérrit- inu Agenda sem er samvinnuverk- efni og kemur út tíu sinnum á ári. Mikið af textanum er skrifað af ungu fólki, og við höfum kom- ist að því okkur til ánægju að ungt fólk vill gjarnan lesa langt mál, ef það er um eitthvað sem það hefur áhuga á.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.