Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR A MORGUN
I DAG
Farsi
HOGNIHREKKVISI
~HLuéur a&AaÆx uCrih erfrÁur dogur-
'Téann. fbkJzsirii/öfa/c/an, -. "
Ást er...
í haustloftinu
TM Rog. U.S P«t Off. — al righu raMrvod
(c) 1995 Lo* AngalM Timos Syndicato
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Jakki í láni
HERRALEGUR maður í
miðbænum lánaði ungri
stúlku jakkann sinn, sem
er brúnn leðuijakki, f
miðbænum fyrir u.þ.b.
tveimur vikum. Stúlkan
er með jakkann en veit
ekkert um eigandann.
Sá sem kannast við þetta
atvik er beðinn að
hringja í síma 555-1814.
Gæludýr
Læða þarf gott
heimili
BRÖNDÓTT átta mán-
aða gömul ljúf læða þarf
að eignast gott heimili.
Dýravinir eru beðnir að
hafa samband í síma
565-1826.
ísadóra er týnd
SÍAMSLÆÐAN Isadóra
fór að heiman frá sér sl.
fimmtudag og hefur ekki
sést síðan. Hún á heima
neðarlega á Hverfisgötu
í Reylg'avík og var merkt
í bak og fyrir þegar hún
fór. Hafi einhver orðið
ferða hennar var er hann
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 522-3304.
Ólafur.
BRIDS
með því að segja tvö lauf.
Ekki viltu fá hjarta út
gegn fjórum spöðum!
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞÚ ert að spila tvímenn-
ingskeppni hjá Bridsfélagi
Reykjavíkur.' Makker er
gjafari og passar í fyrstu
hendi, á hættu gegn utan.
Næsti maður opnar á tígli
og þú átt að segja með
þessi spil í suður:
Suður
♦
r
♦
4
9
G10976
DG
ÁK652
Þótt fátt sé eðlilegra en
að strögla á einu hjarta,
ber það ekki vott um mikla
framsýni. Að öllum líkind-
um tilheyrir þetta spil and-
stæðingunum, og því er
skynsamlegt að nota tæki-
færið til að undirbúa vörn-
ina. Og það er best gert
Norður ♦ D87542 f 83 ♦ 104 + G104
Vestur Austur
♦ KG3 4 Á103
f K542 llllll f ÁD
♦ Á85 111111 ♦ K97632
♦ D73 ♦ 98
Suður ♦ 9 f G10976 ♦ DG 4 ÁK562
Eða þremur gröndum.
Víða gengu sagnir þannig:
Vestur Norður Austur
Pass 1 tígull
Suður
1 hjarta
Eftir hjarta út fást 12
slagir ef vestur hittir í
spaðann, sem ætti ekki að
vera mjög vandasmat.
Fyrir það fá NS 28 stig
af þeim 66 sem til skipt-
anna eru, en það gaf 47
stig að halda sagnhafa í
11 slögum.
Víkveiji skrifar...
Guðspjall dagsins:
Hvers son er Kristur?
(Matt. 22.)
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
KIRKJA HEYRNARLAUSRA: er með
guðsþjónustu íÁskirkju kl. 14. Prest-
ur sr. Miyako Þórðarson.
HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14.
Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson. Barnastarf
í safnaðarheimilinu kl. 11 og í Vestur-
bæjarskóla kl. 13. Skímarguðsþjón-
ustá kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guð-
mundsson. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþión-
usta kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson
messar. Einsöngvari Signý Sæ-
mundsdóttir. Organisti Kjartan Ól-
afsson. Félag fyrrverandi sóknar-
presta.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt-
töku með börnunum. Guðsþjónusta
kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar
þeirra sérstaklega velkomin. Fundur
með foreldrum fermingarbarna eftir
messuna. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org-
anisti Árni Arinbjarnarson. Kammer-
kór ungs fólks í Grensáskirkju syng-
ur. Kórstjóri Margrét Pálmadóttir.
HALLGRIMSKIRKJA: Fræðsluerindi
kl. 10. Uppeldi til umburðarlyndis.
Dr. Hreinn Pálsson, skólastjóri
Heimspekiskólans. Barnasamkoma
og messa kl. 11. Organisti Hörður
Áskelsson. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11 barnaguðs-
þjónusta. Sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir. Messa kl. 14. Gídeonfélagar
koma í heimsókn. Sigurbjörn Þor-
kelsson; framkvæmdastjóri Gídeon-
félagsins prédikar. Organisti Pavel
Manasek. Sr. Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Flóki Kristinsson. Sr. Kjartan
Örn Sigurbjörnsson prédikar. Kór
Langholtskirkju (hópur IV) syngur.
Organisti Jón Stefánsson. Barna-
starf á sama tíma. Kaffisopi eftir
messu. Tónleikar orgelsjóðs kl. 20.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Kór Laugarneskirkju syngur. Organ-
isti Gunnar Gunnarsson. Kaffisala
Kvenfélags Laugarneskirkju eftir
guösþjónustu. Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma sunnu-
dag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Munið kirkjubílinn. Orgel- og kór-
stjórn: Reynir Jónasson. Sr. Halldór
Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Vera Gulasciova.
Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir.
Barnastarf á sama tíma í umsjá Elín-
borgar Sturludóttur.
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Organleikari Þóra Guðmundsdóttir.
Kvenfélagskonur lesa ritningar-
lestra. Stólvers syngur Sigurbjörg
Hjörleifsdóttir. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra i
guðsþjónustunni. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Barnakórarnir syngja.
Organisti Daníel Jónasson. Sam-
koma Ungs fólks með hlutverk kl.
20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Smári Óla-
son. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Gunnar Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organisti
Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta
á sama tíma í umsjá Ragnars
Schram. Guðsþjónusta með altaris-
göngu kl. 18. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 i kirkjunni og kl. 12.30
í Rimaskóla. Messa kl. 14. Ferming.
Fermdur verður Magnús Blöndal
Kjartansson, Gerðhömrum 26. Org-
anisti Ágúst Ármann Þorláksson.
Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altar-
isganga. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í
umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru
Guðrúnar. Organisti Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Hauk-
ur Guðlaugsson. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Úlfar
Guðmundsson pródikar. Kirkjukór
Eyrarbakkakirkju syngur við guðs-
þjónustuna. Organisti Haukur Gísla-
son. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Rvik: Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Lárus Halldórsson annast
guðsþjónustuna í tilefni þess að 50
ár eru liðin frá því hann var vígður
til prests. Organisti Pavel Smid.
Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk
messa kl. 20. Laugardaga messa kl.
14. Aðra rúmhelga daga messur kl.
8 og kl. 18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam-
koma á morgun kl. 17. Ræðumaður
Harald Kaasa Hammer frá Noregi.
Barnasamverur á sama tíma. Veit-
ingar seldar eftir samkomu.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa
kl. 18.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag
kl. 20.30 söng- og hljómleikasam-
koma. Sunnudag kl. 11 helgunarsam-
koma kl. 20. Hjálpræðissamkoma kl.
20. 35 manna kór frá Danmörku sér
um samkomur helgarinnar.
MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.
Bíll frá Mosfellsleiö fer venjulegan
hring. Jón Þorsteinsson.
HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ:
Messa kl. 14. Altarisganga. Gunnar
Kristjánsson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar-
nesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag
kl. 11. Gunnar Kristjánsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli I. 11. Sr. Orn Bárður
Jónsson, fræðslustjóri messar. Bragi
Friðriksson.
BESSAST AÐAKIRKJ A: Guðsþjón-
usta kl. 14. Kirkjudagur safnaðarins.
Nemendur úr Tónlistarskólanum og
Álftanesskóla taka þátt í athöfninni.
Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn.
Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn
aðstoða. Yngri barnakórinn leiðir
söng undir stjórn Hrafnhildar
Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur.
Organisti Helgi Bragason. Gunnþór
Ingason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Organisti Kristjana
Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl.
18.
KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu-
daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir
velkomnir.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 13. Baldur Rafn
Sigurðsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta sunnudag kl.
11. Fermingarbörn og foreldrar
þeirra eru hvött til að mæta. Kjartan
Jónsson kristniboði kynnir starf
kristniboða. Organisti Steinar Guð-
mundsson. Sunnudagaskóli kl. 11.
Baldur Rafn Sigurðsson.
SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 13.45. Kirkju-
kórar Innri- og Ytri-Njarðvíkurkirkna
syngja undir stjórn Steinars Guð-
mundssonar. Baldur Rafn Sigurðs-
son.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Þema: Jesús sýnir okkur
kærleika. Foreldrar eru hvattir til að
sækja kirkju með börnum sínum.
Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl.
14. Prestur sr. Ólafur Óddur Jóns-
son. Kór Keflavíkurkirkju syngur.
Organisti Einar Örn Einarsson.
Prestarnir.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14
sunnudag. Arngrímur Jónsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta ' kl. 11. Guðsþjónusta á
Heilsustofnun NLFÍ kl. 11. Sóknar-
prestur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Fyrsta samvera vetrarins.
Messa kl. 14. Upphaf fermingar-
starfa með þátttöku fermingarbarna
og foreldra þeirra. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Úlfar Guðmundsson.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn
guðsþjónusta kl. 14. Herra Sigur-
björn Einarsson prédikar og flytur
blessun. Altarisganga. Barnasam-
vera í safnaðarheimilinu á meðan.
Messukaffi. Messunni útvarpað á
ÚVaff (FM)104 kl. 16. Unglingafund-
ur KFUM & K Landakirkju kl. 20.30.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta í dag laugardag kl. 11. Stjórn-
andi Sigurður Grétar Sigurðsson.
Fjölskylduguðsjjjónusta sunnudag
kl. 11. Fermingarbörn aðstoða.
Vænst er þátttöku fermingarbarna
og fjölskyldna þeirra. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs-
þjónusta verður í Borgarneskirkju kl.
11.15. Messa kl. 14. Sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason.
VÍKVERJI fékk sér fyrir
skemmstu ný gler í gleraug-
un sín. Fyrir þau greiddi hann
rétt tæplega 10.000 krónur í gler-
augnaverzlun. Það rifjaðist upp
fyrir honum að síðast, þegar hann
keypti sér gleraugu, kostuðu bæði
gler og umgerð 13.000 krónur.
Þau kaup fóru reyndar fram í
Englandi og umgerðin — sem er
frá þekktum hönnuði — var á út-
sölu í gleraugnaverzluninni og
kostaði 8.000 krónur í stað
12.000. Sams konar umgerð og
Víkverji valdi sér í Englandi kost-
ar hins vegar 14.000 krónur í gler:
augnaverzlun í Reykjavík. í
brezku verzluninni kostuðu gler
af vönduðustu gerð rétt rúmar
5.000 krónur. Samanlagt hefðu
sams konar gleraugu því kostað
24.000 krónur hér á landi.
XXX
ÍKVERJI hefur grun um að
samkeppni í sölu gleraugna
sé minni en æskilegt væri hér á
landi, eins og þessi verðmunur
ber vott um. Og hvers vegna eru
sjaldan eða aldrei útsölur í ís-
lenzkum gleraugnaverzlunum?
Útsölur eru tíður viðburður hjá
gleraugnasölum í t.d. Englandi,
Þýzkalandi og víðar þar sem Vík-
verji þekkir til.
XXX
SKORTUR á samkeppni á
reyndar við um sölu á marg-
víslegum varningi á íslandi og það
kemur skýrlega fram í verðlaginu.
Á undanförnum misserum hafa
til dæmis sprottið upp margar litl-
ar sérverzlanir, sem selja ýmsa
hluti til heimilisins; eldhúsáhöld,
borðbúnað, skrautmuni og smá-
hluti fyrir eldhús og bað. Þetta
eru fallegar og skemmtilegar
verzlanir, þar sem gaman er að
skoða sig um, en verðlagið er
oftast svo himinhátt að Víkverja
ofbýður algerlega. Þessar verzl-
anir virðast treysta á að vara
þeirra sé nógu sérhæfð til þess
að aðrir séu ekki í samkeppni um
sölu á henni — enda er óalgengt
að sjá t.d. sama bollastellið til
sölu í tveimur verzlunum.
xxx
FYRIR skömmu uppgötvaði
Víkveiji búsáhaldaverzlun í
Kaupmannahöfn, sem heitir Notre
Dame og er, eins og nafnið gefur
til kynna, skáhallt á móti Frúar-
kirkju. Þetta er stór búð, sem verzl-
ar með vandaðan varning frá ýms-
um þekktum fyrirtækjum. Víkveiji
treystir sér til að fullyrða að verð-
lagið var að meðaltali helmingi
lægra en í áðurnefndum verzlunum
í Reykjavík, þrátt fyrir að Kaup-
mannahöfn sé dýr borg og verzlun-
in á dýrum stað. Sennilega nær
búð af þessu tagi hagstæðari samn-
ingum um innkaup og getur leyft
sér að leggja minna á vörurnar en
íslenzku smáverzlanimar. Verzlan-
ir í þessum stíl tíðkast víðar; The
Reject Shop í Bretlandi er eitt
dæmi. Víkverji er sannfærður um
að búsáhaldastórverzlun af þessu
tagi gæti gert árangursríkt strand-
högg á markaðnum í Reykjavík.