Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
SKÁK
IJmsjðn Margeir
l’ítursson
og vinnur
Staðan kom upp á Haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur.
Bragi Þorfinnsson (2.070),
14 ára, var með hvítt, en
Sveinn Kristinsson , 70
ára, hafði svart og átti leik.
Hvítur lék síðast 14. Ddl-
c2?? en með 14. h3 eða 14.
Rd2 hefði hvítur getað af-
stýrt þeim hörmungum sem
nú dundu yfir:
14. - Bxh2+! 15. Kxh2 -
Dh4+ 16. Kgl - Rg4 17.
Bxh7+ - Kh8 18. Hel -
Dh2+ 19. Kfl - Dhl+ 20.
Ke2 - Hf2+ 21. Kdl -
Re3+ og hvítur gafst upp.
Þetta var fyrsta tapskák
Braga á mótinu, en hann
þótti sigurstranglegastur í
B-flokknum eftir góðan
árangur að undanfömu.
Meira en hálfrar aldar
reynsla Sveins Kristinssonar
við skákborðið segir til sín.
Hann er taplaus eftir sex
umferðir með fjóra vinninga,
hálfum vinningi á eftir þeim
Páli A. Þórarinssyni og Ólafi
B. Þórssyni sem eru í efsta
sæti. Sigurvegarinn í B-
flokki er öruggur um sæti í
A-flokki að ári, sem er mikil-
vægt, því Haustmótið verður
sífellt öflugra.
Það verður atkvöld hjá
Taflfélaginu Helli mánu-
dagskvöldið 16. október.
Teflt er í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi.
LEIÐRÉTT
Höfundarnafn
féll niður
Þau mistök urðu við
birtingu minningargreinar
um Gunnar Ólafsson á
blaðsíðu 39 í blaðinu
fimmtudag 12. október,
að höfundarnafn féll
niður. Höfundur er
Ragnar Rögnvaldsson.
Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á mis-
tökunum.
Arkitekt
V er slunar háskóla
Þau mistök voru gerð
að segja að annar arki-
tekta nýs Verslunarhá-
skóla héti Ormur Þór í
blaðinu á fimmtudag. Hið
rétta er að arkitektinn
heitir Ormar Þór. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.' Hinn arki-
tekt hússins er, eins og
fram kom, Örnólfur Hall.
Verðlag hvers árs
í samanburðartöflu um
grænmetisverð í október
síðustu ár var ranglega
sagt að verðið væri á verð-
lagi í október í ár. Hið rétta
er að verðið var á verðlagi
hvers árs, þ.e.a.s. í nóvem-
ber 1992 og október 1993,
1994 og 1995. Eru hlutað-
eigandi beðnir velvirðing-
ar.
„Fljúgandi virki“
í frétt um ferð Skógar-
foss til Bandaríkjanna
með'B-17 sprengjuflugvél
kom fram að vélin hefði
lagt upp frá Goose Bay til
Bretlands en nauðlent á
jöklinum. Ekki er tekið
fram á hvaða jökli. Hér
er hins vegar átt við
Grænlandsjökui. Eins og
fram kemur í fréttinni
verður flugvélin gerð upp
í Bandaríkjunum.
I DAG
Árnað heilla
BRÚÐKAUP. Gefrn voru
saman 13. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Jakobi Ág-
ústi Hjálmarssyni Una
Steinsdóttir og Reynir
Valbergsson. Heimili
þeirra er í Edinborg í Skot-
landi.
Ljósm. Bonni
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 15. júlí sl. af sr.
Hjalta Þorkeissyni í Jósefs-
kirkju í Hafnarfirði Elín
Haraldsdóttir og Guðni
Thorlacius Jóhannesson.
Heimili þeirra er í Karfavogi
27, Reykjavík.
Ljósm, Bonni
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 5. ágúst sl. í Há-
teigskirkju af sr. Tómasi
Sveinssyni Ingibjörg Elín
Jónasdóttir og Jens Andr-
és Jónsson. Heimili þeirra
er í Dverghömrum 18,
Reykjavík.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Tómasi
Sveinssyni Anastasia
Pavlova og Sigfús Sig-
urðsson. Heimili þeirra er
í Garðastræti 42, Reykjavík.
Bama- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Árna
Bergi Sigurbjömssyni
Brynhildur Pétursdóttir
og Guðmundur Haukur
Sigurðsson. Heimili þeirra
er í Espilundi 12, Akureyri.
Barna- og fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 24. júní sl. í Hall-
grímskirkju af sr. Karli Sig-
urbjömssyni Bryndís 01-
afsdóttir og Arnar Lauf-
dal.
Ljósmyndastofa Þóris.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Braga Frið-
rikssyni Guðný Kristín
Hauksdóttir og Hilmar
Gunnarsson. Heimili
þeirra er í Þernunesi 8,
Garðabæ.
rjrrkÁRA afmæli. í dag,
I v/laugardaginn 14.
október, er sjötugur Egill
Ólafsson, safnvörður og
fyrrverandi bóndi og
flugvallastjóri á Hnjóti í
Örlygshöfn í Vestur-
byggð. Eiginkona hans er
Ragnheiður Magnúsdótt-
ir, frá Flatey og eru þau
að heiman á afmælisdaginn.
LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1995
STJORNUSPA
cftir Franccs Drakc
VOG
eftir Frances Drake
Afmælisbarn dagsins:
Félagslyndi þitt oggiað-
værð afla þér traustra
vina ogfélaga.
Hrútur
[21. mars - 19. apríl) fl-ft
3ættu þess að lesa vel mikil-
/æg skjöl áður en þú undirrit-
ir þau. Ella getur þú orðið
fyrir fjárhagslegum skakka-
föllum síðar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ættingja finnst þú ekki gefa
vandamálum sínum nægan
gaum. Sannfærðu hann um
að þú sért fús að aðstoða hann
á allan hátt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þú tekur á þig aukna ábyrgð
í vinnunni, sem á eftir að færa
þér auknar tekjur. Vinur þarf
á stuðningi þínum að halda í
kvöld.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlí) *“$§
Stattu við gefin loforð, og var-
astu að láta verkefnin hrann-
ast upp í vinnunni. Ljúktu
skyldustörfunum svo þú fáir
notið helgarinnar.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Sýndu aðgát í peningamálum,
og varastu óþarfa eyðslu í
dag, sem getur valdið deilum
milli ástvina. Vinur færir þér
góða gjöf.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Taktu ekki þátt í vafasömum
viðskiptum vinar. Ef þú kann-
ar málið vel getur þú vísað
vininum leið út úr ógöngunum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þér er óhætt að leggja vini lið
og lána honum peninga, þvi
þú færð lánið ebdurgreitt. En
starfsfélagi veldur vonbrigð-
Sþorðdreki
(23. okt. -21. nóvember)
Listrænir hæfileikar þínir
koma fjölskyldu og vinum
skemmtiiega á óvart, og opna
þér nýjar dyr til aukins frama.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Hikaðu ekki við að leita ráða
hjá vini til lausnar á erfiðu
vandamáli. Saman getið þið
fundið mjög viðunandi lausn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) iPí
Samkvæmislífið hefur upp á
margt að bjóða um þessar
mundir, og heimboðin láta
ekki á sér standa. Það er bara
að vejja rétt.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Áríðandi mál, er getur varðað
afkomu þína í framtíðinni
þarfnast athygli þinnar í dag
Láttu góða dómgreind ráða
ferðinni.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þér er boðið í samkvæmi, sem
þú hefur lítinn áhuga á að
sækja. En þar hittir þú gamlan
vin, og þið rifjið upp liðna tíð
Stjömuspá á að lesa s
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegu staðreynda.
Listin að lifa í gleði og heilbrigði
18. október—6. desember miðvikudagar frá kl. 20-22.
Viltu gera breytingar á lífi þínu? Mínnka streitu og slaka betur á, verða með-
vitaðri um samskipti þín. Skoða áhrif væntinga og viðhorfa, tengjast tilfinn-
ingum þfnum betur. Læra að leika þér. Átta vikna
námskeið fyrir þá sem vilja skoða og fá stuðning til
að gera breytingar á lffi sínu, upplifa meiri gleði og
heilbrigði. 10—12 í hóp.
Leiðbeinandi Nanna Mjöll Atladóttir, félagsráðgjafi
og kennari í heildrænum lífsstíl.
Kynning laugardaginn 14. október kl. 13.
I ng§
Jógastöðin Heimsljós,
Ármúla 15,2. hæð, sími 588 4200.
EG ER
HÆF
KONA
OG
VEIT
HVAÐ
ÉG VIL
Námskeið fyrir konur sem vilja efla hugrekki sitt
og láta óskir sínar og drauma rætast. Þú lærir að
skýra markmið þín, finna leiðir að þessum mark-
miðum og setja málið í framkvæmd. Námskeiðið
verður haldið í Reykjavík í Síðumúla 33 laugar-
daginn 14. október frá kl. 10-14,
í Keflavík laugardaginn 21. októ-
ber og Borgarnesi laugardaginn
28. október.
Tímapantanir óskast staðfestar
fyrir nk. föstudag.
TJpplýsingar í síma
588-7010 alla daga.
Steinunn Björk Birgisdótlir, M.A. ráðgjafi
SIGRÚNAR
X'OKMMI *
KOinponTiNU
Mikið úrval af nýjum
09 ferskum matvælum
..09 ekki skemmir verðið fyrir
Heimabökuðu kökumar hennar
Sigrúnar frá Ólafsfirði eru eins og hjá
tengdamömmu. Þéttar formkökur,
mjúkar kleinur, ömmusnúðai;
mömmusoðið brauð og gómsætar
súkkulaðitertur hrista upp í bragð-
laukunum án þess að tæma budduna.
Pálmi í Fiskbúðinni Okkar er allar
helgar í Kolaportinu með ferskan fisk t
í einu fallegasta fiskborði landsins.
Pálmi er líka með fiska eins og
Hámeri, Geimyt og heitreyktan Háf
og þessa helgi býður hann upp á
glænýtt hvalkjöt á góðu verði.
LAUGARDAGA KL. 10-16
SUNNUDAGA KL. 11-171
KOiAPORTIÐ
MATVÆLAMARKAÐUR
Háskóli Islands
Endurmenntunarstofnun
Innkaup og útboð innan EES
Tæknibyltingin opnar nýja möguleika fyrir
íslenskan byggingariðnað
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja kynna sér þá
möguleika sem aðild íslands að EES, samhliða nýrri tækni
í tölvusamskiptum, hefur opnað íslendingum möguleika til
markaðssóknar á sviði bygginga og mannvirkjagerðar.
Tími: 19. októberki. 9.00-16.30. Verð: 7.800 kr.
Dagskrá:
• Tilskipanir um opinber innkaup á EES.
- Ásgeir Jóhannesson, Stjórn opinberra innkaupa.
• Tilskipunin um byggingarvörur. Staðlar og tæknisamþykki.
- Hafsteinn Pálsson, Rannsóknar.st. Byggingariðn.
• Reynsla Ríkiskaupa af útboðum/innkaupum á EES.
- Júlíus S. Ólafsson, Ríkiskaup.
• Kynning á Útboða og TED.
- Sveinbjörn Högnason, Skýrr.
• Útflutningsmöguieikar vegna opinberra innkaupa á EES.
- Vilhjálmur Guðmundsson, útflutningsráð ísl.
• Reynsla Reykjavíkurborgar af útboðum/innkaupum á EES.
- Hafsteinn Pálsson.
• Aðstoð Samtaka iðnaðarins við félaga sína vegna EES-
reglna. - Guðmundur Guðmundsson Samtökum iðnaðarins
Upplýsingar og skráning í síma 525 4923.
Fax 525 4080. Tölvupóstur endurm@rhi.hi.is