Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 48

Morgunblaðið - 14.10.1995, Page 48
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDÁGUR 14. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK V erkalýðsfélagið Baldur á ísafírði Líkur á uppsögn kjara- samninga FÉLAGSMENN í Verkalýðsfélag- inu Baldri á ísafirði munu taka um það ákvörðun í hádeginu í dag hvort . kjarasamningum verður sagt upp frá og með næstu ára- mótum. í félaginu eru um 560 y manns, aðallega fiskvinnslufólk. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Baldurs, segist hann búast við því að samþykkt verði að segja samningúnum upp. Meira til skiptanna en mönnum var talin trú um „Astæðan er fyrst og fremst það sem hefur verið að gerast í þjóðfé- laginu síðan í vor. Menn læstu sig inni í kjarasamningum sem allir voru hundóánægðir með, en sættu sig við vegna þess að allir aðrir þjóðfélagsþegnar ætluðu að haida áfram að eiga inni þann ávinning sem við þóttumst skynja af þjóðar- sáttartímabilinu. Síðan þegar búið var að gera þessa samninga með sáralitlum leiðréttingum, og meðal annars notað sem pressa á menn í samningunum að þingið væri að fara heim, þá brugðu allir á leik og í ljós kom að mikið meira var til skiptanna í þjóðfélaginu en mönnum hafði verið talin trú um í mars,“ sagði Pétur. Uppsagnarréttur vefengdur Hann sagði að ef ákveðið yrði að segja samningunum upp yrði væntanlega farið í viðræður við viðsemjendur félagsins. Þá kæmi jafnframt í ljós hvort aðrir væru sammála þessum aðgerðum og myndu slást í hópinn. „Síðan kemur kannskf líka í ljós hvort þessi réttur til að segja upp verður vefengdur, en á því á ég alveg eins von og þá verður það bara að hafa sinn gang,“ sagði Pétur. Umboðsmaður Al- þingis gagnrýnir íjármálaráðuneyti Laga- stoð úr- skurðar skorti UMBOÐSMAÐUR Alþingis gagn- rýnir fjármálaráðuneytið harðlega í nýútkomnu áliti sínu fyrir af- greiðslu þess á beiðni Frjálsa lífeyr- issjóðsins um staðfestingu á nýrri reglugerð sjóðsins á síðasta ári. Ætlun lífeyrissjóðsins var að skipta honum upp í þijár deildir, hveija með sína fjárfestingarstefnu. Sjóðsfélögum átti síðan að vera í sjálfsvald sett innari hvaða deildar eða deilda inneign þeirra yrði ávöxt- uð og átti þessi skipan mála að auka áhættudreifingu í fjárfesting- um að mati stjórnar sjóðsins. Breyt- ingar á reglugerð hans þessa efnis voru síðan samþykktar einróma á fundi sjóðsfélaga og reglugerðinni vísað til fjármálaráðuneytis til stað- festingar í framhaldinu. Ráðuneytið synjaði hins vegar sjóðnum um staðfestingu á reglugerðinni og taldi m.a. að þessi skipan mála drægi úr áhættudreifingu í fjárfest- ingum hans. Málið verði tekið upp að nýju Umboðsmaður hefur nú lýst því yfir að hann telji þennan úrskurð ólögmætan og gagnrýnir hann ráðuneytið fyrir að hafa ekki byggt synjun sína á gildandi lagaákvæð- um. Jafnframt skorar hann á ráðu- neytið að taka málið upp að nýju verði þess óskað af hálfu Fijálsa iífeyrissjóðsins, og byggja þá með- ferð málsins á áliti umboðsmanns. Sigurður R. Helgason, stjórnar- formaður Fijálsa lífeyrissjóðsins, segir það vera ætlun sjóðsins að fylgja þessari niðurstöðu eftir. Ás- laug Guðjónsdóttir, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málið yrði tekið til meðferðar að nýju i ráðuneytinu, ef óskað verði eftir því. ■ Telur úrskurð .. ./14 Urslit í formannskjöri Alþýðubandalagsins Morgunblaðið/Sverrir MARGRÉT Frímannsdóttir nýlqörinn formaður Alþýðubandalagsins tekur við árnaðaróskum fráfarandi formanns, Ólafs Ragnars Grímssonar. Margrét sigraði með 53,5% atkvæða MARGRÉT Frímannsdóttir var í gær kjörin formaður Alþýðubandalags- ins. Atkvæði í formannskjörinu, sem fram hefur farið undanfarna daga, voru talin á landsfundi flokksins. Margrét hlaut 1.483 atkvæði, 53,5% gildra atkvæða, en Steingrímur J. Sigfússon 1.274 atkvæði, 46,5%. Margrét sagði í samtali við Morg- unblaðið er úrslitin lágu fyrir að allt- af kæmu nýjar áherzlur með nýju fólki. „Ég hef í kosningabaráttunni lagt megináherzlu á að byggja upp innra starf flokksins og það mun ég gera. Ég vil sjá sterkari tengsl inn í verkalýðshreyfinguna og inn í fijáls félagasamtök, sem beijast fyrir hag þeirra, sem minna mega sín, til dæmis sjúklinga,". sagði hún. „Ég geri ráð fyrir að fyrstu mánuðirnir fari í þetta starf.“ Margrét sagðist myndu beita sér fyrir því að konur yrðu í sætum á framboðslistum flokksins til jafns við karla. „Við erum með fjölda kvenna og karla innan Alþýðubanda- lagsins, sem eru jafnhæf," sagði hún. „Hins vegar finnst mér þetta hið raunverulega jafnrétti; þegar kona og kari takast á í kosningabar- áttu á jafnréttisgrunni, eins og við Steingrímur höfum nú gert. í raun er ekki hægt að tala um óskaplegan sigur í kosningunni fyrir mig sem einstakling. Ég tel að við komum bæði sterkari út úr þessari baráttu og flokkurinn kemur mun sterkari til leiks.“ Undir niðurstöðuna búinn Steingrímur Sigfússon sagðist hafa verið undir það búinn að svo færi, sem raun varð á, og hann hefði verið með tap- og sigurræðu sína í hvorum vasa. Aðspurður, hvort hann myndi áfram skipa sér framarlega í sveit í Alþýðubandalaginu, sagði Stein- grímur: „Ég er síður en svo að hætta í stjórnmálum. Nú get ég um fijálst höfuð strokið og fremur val- ið mér verkefni í pólitíkinni af eigin- girni. Ég er ekki bundinn af þeim málamiðlunum, sem fylgja því að vera í fremstu forystu, eins og ég hef verið samfellt síðastliðin átta ár.“ Steingrímur sagðist búast við að hann myndi sinna málefnum kjör- dæmis síns og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. ■ Landsfundur/24 Eldur kviknaöi í ljóskastara í Islensku óperunni Hópur gesta þusti út ELDUR kom upp þegar pera í ljóskastara sprakk í miðri sýn- ingu á óperunni Carmina Bur- ana í Islensku óperunni í gær- kvöldi. Starfsmönnum óper- unnar tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vett- vang, en skelfing greip um sig meðal nokkurra áhorfenda sem þustu út úr sýningarsalnum. Sýningunni var síðan haldið áfram eftir um 45 mínútna töf. Að sögn Ingva Steinars Ól- afssonar, starfsmanns íslensku óperunnar, kom eldurinn upp í miðri aríu Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur, sópransöngkonu. Var hún klædd eldrauðum kjól og söng um brennandi ást, þegar ósköpin dundu yfir. „Ljósið byijaði að flökta en nokkrum sekúndum síðar bloss- aði svo upp eldur í ljóskastaran- um efst uppi í hægra horninu Morgunblaðið/Sverrir EINN kórfélaga sópar sviðið undir kastaranum sem kviknaði í. fyrir ofan sviðið. Það tókst að koma í veg fyrir mikið slys með snörum handtökum starfs- manna óperunnar, en um leið og blossinn kom upp hrópuðu nokkrir sýningargestir að kviknað væri í. Söngvararnir á sviðinu höfðu ekki tekið eftir þessu, en sýningin var stöðvuð um leið og hrópin byrjuðu. Fólkið á sviðinu var rólegt á meðan á þessu stóð, enda ýmsu vant úr leikhúsunum. Það er greinilegtað föstudagurinn 13. getur verið hættulegur, alla- vega kem ég til með að trúa því héðan í frá,“ sagði Ingvi Steinar. Hann sagði að sýningargestir hefðu sýnt þolinmæði í þær 45 mínútur sem sýningin stöðvað- ist og þeir komið i léttu skapi í salinn þegar sýningin hófst á ný. Slökkviliðsmenn stóðu vakt í húsinu þar til sýningunni lauk. I leikslok brutust út mikil fagn- aðarlæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.