Morgunblaðið - 15.10.1995, Page 11

Morgunblaðið - 15.10.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 11 Hreimurinn virkaði tilgerðarlegur, persónan varð fyrir vikið hálfaula- Ieg í stað þess að vera rödd skyn- seminnar, eins og í sögu Stokers. Bergljót Arnalds túlkaði Lucy sem barnalega fremur en „sexí“ og því komst hinn kynferðislegi undir- tónn í sambandi hennar og Drak- úla (sem aðstandendur sýningar- innar leggja áherslu á í leikskrá og viðtölum) illa til skila. Rósa Guðný Þórsdóttir náði betur að sýna togstreituna í viðbrögðum sínum við aðdráttarafli vampír- unnar. Samleikur Rósu Guðnýjar og Guðmundar Haraldssonar var hins vegar veikur, þau voru ekki trúverðugt par. Guðmundur stóð sig mun betur í byrjun sýningar- innar þegar hann var fangi í kast- ala Drakúla, en sem elskandi eig- inmaður; í því hlutverki var hann helst til aumingjalegur. Sunna Borg og Aðalsteinn Bergdal voru í nokkrum smáhlutverkum og stóðu sig ágætlega. Michael Scott er trúr bók- menntaverkinu í leikgerð sinni. Jafnvel of trúr því hann leitast við koma miklu af söguþræðinum, sem í skáldsögunni er í formi bréfa, til skila með upplestri per- sóna og með því að láta þá ávarpa áhorfendur. Eg velti því fyrir mér hvort ekki hefði að ósekju mátt stytta nokkur slík atriði, því þau virka mjög „bókmenntaleg". Nokkur niðurskurður hefði komið sýningunni til góða, því hún er löng (um þrír tímar) og ekki laust við að hún sé langdregin á köflum. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að þessi sýning sé í heild ansi mistæk. Margt er prýðisvel gert, en ágallarnir eru of margir, þótt sumir þeirra, eins og leikur og samleikur, gætu batnað með tím- anum. Soffía Auður Birgisdóttir MISTÆKUR DRAKÚLA LEIKLIST Lcikfclag Akureyrar DRAKÚLA eftir Bram Stoker Leikgerð: Michael Scott. Islensk þýðing: Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdótt- ir. Leikstjóri: Michael Scott. Sviðs- mynd og búningar: Paul McCauley. Tónlist: Michael Scott. Lýsing: Mic- haél Scott og Ingvar Björnsson. Leik- endur: Viðar Eggertsson, Sigurður Karlsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Skúli Gautason, Guðmundur Haraldsson, Bergljót Amalds, Sunna Borg, Aðal- steinn Bergdal og íris Tanja. Föstu- dagur, 13. október UNGUR írskur leikhúsmaður, Michael Scott, á stóran þátt í fyrstu uppsetningu Leikfélags Akureyrar á þessum vetri. Hann leikstýi’ir eigin leikgerð á einni frægustu skáldsögu allra tíma: sögunni af greifanum blóðþyrsta, Drakúla. Að auki hannar hann sjálfur lýsingu sýningarinnar og sér um tónlistina. Landi hans, Paul McCauley, á heiðurinn af sviðsmynd og búningum, og er umgjörðin sem þeir félagar skapa sýningunni öll hin ágætasta. Nýt- ing á litlu sviðinu er útsjónarsöm, lýsingin er vel heppnuð, bæði smart og falleg á köflum og átti stóran þátt í að skapa viðeigandi stemmningu á sviðinu. Búningar voru fallegir og at- hyglisvert að McCauley forðast klisjur, eins og rauðar og svartar samsetningar, sem hafa verið ráð- andi í túlkunum á Drakúla á sviði, tjaldi og myndverkum. Búningur Drakúla greifa var með óvenjuleg- um hætti, græn síð skikkjan minnti helst á eðlu, og er gaman að sjá slíka tilbreytingu á gamal- grónu gervi. Hönnun á ytri umbúnaði sýn- ingar og leikstjórn er tvennt ólíkt, og það sannast á þessari sýningu. Verið getur að tungumálaerf- iðleikar hafi átt sinn hlut í því að veiki hlekkur sýningarinnar snýr að leik, samleik og textaframburði leikara. Leikararnir skila afar mis- jöfnum leik í þessari uppfærslu. Fyrstan má telja leikhússtjórann í titilhlutverkinu og skemmst frá því að segja að Viðar Eggertsson sýnir afbragðsleik; er mátulega sióttug, iostafull og ógnvekjandí vampíra, ef eitthvað þá mætti hann kannski leggja meiri áherslu á einsemd og þjáningu persónunn- ar. Valdimar Orn Flygenring vakti lukku í hlutverk brjálæðingsins Renfields og var dauðastund hans óhugnanlegasta atriði sýningar- innar. Hlutverk hinna þriggju ungu manna, hr. Homwoods (Valdimar Örn), Seward Iæknis (Skúli Gautason) og Jonathans Harker (Guðmundur Haraldsson) runnu nokkuð saman, túlkun þeirra var of keimlík, vantaði ein- hver sérkenni í persónusköpun hvers og eins. Sigurð Karlsson skorti hins veg- ar ekki sérkenni í persónu prófess- ors Abrahams Van Helsing, sem talar „með útlendum hreim“. En tungutak hans var ósannfærandi. BARNALÆKNAÞJÓNU STAN DOMIJS MBDTCA Frá og með 16. október 1995 hafa eftirtaldir barnalæknar opnað stofu eða breytt stofutíma sínum í Domus Medica. Guðmundur Ásgeirsson Herbert Eiríksson Ingibjörg Georgsdóttir Jón R. Kristinsson Katrín Davíðsdóttir Kristleifur Kristjánsson Ólafur Gísli Jónsson Steingerður Sigurbjörnsdóttir Úlfur Agnarsson Viðar 0. Eðvarðsson Pórður Þórkelsson Upplýsingar og tímapantanir í síma 563-1010: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 11-15 Sunnudaga kl. 19-22 Ath. Gengið inn um aðaldyr frá Egilsgötu. 9510

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.