Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 15

Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 15 Mecklenburg-Vorpommern er eitt af nýju sambandsríkjunum. Um þetta svæði sagði Otto von Bismarck, járnkanslarinn, sem sameinaði Þýskaland árið 1871, að þangað myndi hann flýja þegar byltingin yrði vegna þess að þar gerðist allt einni öld síðar en ann- ars staðar í Evrópu. Nú virðist biðin hins vegar ekki ætla verða svo löng. í Rostock rísa skipasmíðastöðvar og í höfuðborg landsins, Schwerin, er alls staðar verið að byggja. Ernst-Jiirgen Walberg, einn stjórnenda norður-þýska útvarps- ins (NDR) í Mecklenburg- Vorpommern, fluttist til Schwerin frá Vestur-Þýskalandi skömmu eftir sameininguna og hann sagði að sér væri orðið um megn að hlusta á fagurgala stjórnmála- mannanna. Þeir töluðu um „land í blóma“ (blúhende Landschaften), en málið væri ekki svo einfalt. Enn væri breitt bil milli Vestur- og Austur-Þjóðveija. Ekki gert upp við fortíðina Walberg kvaðst þeirrar hyggju að ekki hafi verið gert upp við fortíðina, við tæplega hálfrar aldar sögu Þýska alþýðulýðveldisins. Hann ákvað að gera þáttaröð undir heitinu „Rifjað upp fyrir framtíðina“ og bjóst við að áhugi yrði á því að senda þáttinn út um allt Þýskaland. Það var öðru nær. Engin útvarpsstöð í vesturhluta Þýskalands sýndi þáttunum áhuga. Walberg lét gera skoðanakönn- un meðal hlustenda í Mecklen- burg-Vorpommern um það hveijir hefðu áhuga á slíkri þáttaröð og niðurstaðan var sú að flestir þeir, sem hefðu náð árangri í sameinuðu Þýskalandi, hvort sem það væri í krafti menntunar eða viðskipta, voru þeirrar hyggju að komið væri nóg. Þeir, sem hafa borið minna úr býtum og eru ómenntað- ir, og það eru, að sögn Walbergs, yfirleitt þeir sömu og stóðu í neðstu þrepum þjóðfélagsins í al- þýðulýðveldinu, voru hins vegar ákafir stuðningsmenn þess að bijóta fortíðina til mergjar. Undirtektir viðmælenda Wal- bergs hafa verið misjafnar. Sumir eru óðfúsir til að tala. Aðrir þegja þunnu hljóði. Það fer eftir því hvaða hlutverki þeir gegndu. Fórn- arlömb yfirvalda alþýðulýðveldis- ins eru ekki enn laus við óttann. „Ástæðan fyrir þögninni er sú að þegar þetta fólk vantar vega- bréf þarf það að leita til sömu embættismannanna og neituðu því um vegabréfsáritun áður en múr- inn féll,“ sagði Walberg. „Sömu embættismennimir og héldu uppi hinni kommúnísku yfirbyggingu sitja enn.“ Örlög einstaklinga Walberg leyfði ofanrituðum að heyra viðtal við 68 ára gamlan mann, sem eitt sinn laumaði upp- lýsingum til Vestur-Berlínar og dreifði bæklingum í austrinu. Hann var handtekinn í Greifswald árið 1952 og dæmdur í tólf ára fangelsi. Að því loknu sætti hann tíu ára „yfirbótarrefsingu“ (SúhnemaBnahmen), sem fólst í því að í áratug eftir að hann var laus úr fangelsi mátti hann ekkert farartæki eiga, ekki einu sinni reiðhjól. Hann mátti ekki vinna sér inn meira en 150 austur-þýsk mörk á mánuði, aðeins búa í eins herbergis íbúð og ekki fara lengra en tíu kílómetra frá heimili sínu. „Fjörutíu ár eru liðin frá þessum atburðum og áður hefur hann rak- ið þetta allt saman fyrir mér, ró- lega og málefnalega,“ sagði Wal- berg. „En þegar þessi maður situr fyrir framan hljóðnemann og rifjar upp renna tárin niður vanga hans. Af og til sýpur hann hveljur. Þeg- ar ég býð honum að gera hlé á viðtalinu eða hætta við hristir hann höfuðið og segir lágt: „Ég ARKITEKTAR sameiningarinnar: Lothar de Maiziére og Wolf- gang Scháuble gátu að vonum fundið skipulagi samruna Aust- ur- og Vestur-Þýskalands fátt til foráttu. vil segja frá núna, annars geri ég það aldrei“.“ Þessi maður er aðeins einn af þeim milljónum, sem gera þurfa upp við fortíðina. Þeir eru hins vegar sýnu fleiri, sem vilja gleyma. Magnleysi verkfæra réttarríkisins Peter Bender, sem átti stóran þátt í að móta austurstefnu Willys Brandts, skrifar nú bók um það hvort til sé þýsk saga eftirstríðsár- anna. Hann sagði Morgunblaðinu að eitt af því, sem gerði það vand- kvæðum bundið að gera upp reikn- ingana við fortíðina væri að „verk- færi réttarríkisins eru ekki til þess fallin að fást við þessa hluti“. „Fyrst þannig stendur á þarf að einbeita sér að þeim, sem þjáð- ust í Þýska alþýðulýðveldinu,“ sagði Bender. „Það hefur allt of lítið verið gert af því.“ Það er ljóst að austurhluti Þýskalands mun brátt ná vestur- hlutanum í efnahagsmálum, þótt enn séu ýmis vandamál óleyst. Af uppgjöri Þjóðveija við nasismann má hins vegar vera ljóst að arf- leifð alþýðulýðveldisins verður ekki auðveldlega særð á braut. í nýlegri skoðanakönnun tímaritsins Der Spiegel var lögð fram sú full- yrðing að þótt múrinn væri fall- inn, stækkaði hann í höfði fólks. 67 af hundraði kváðust geta tekið undir þá fullyrðingu. Næstu ára- tugina munu margir fylgjast grannt með því með hvaða hætti þessi innri átök hafa áhrif á fram- göngu Þjóðveija í alþjóðamálum. mm mnm i Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1995: Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lifeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Lifeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lifeyrissjóður matreiðslumanna Lifeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lifeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verkstjóra Lifeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn FAIR ÞU EKKI YFIRLIT, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyris- sjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI • MAKALÍFEYRI • BARNALÍFEYRI • ÖRORKULÍFEYRI í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits, ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi, innan sömu tímaniarka, leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessarra að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.