Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 33

Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 33 um, og var þar sem annars staðar ötull liðsmaður. Hann var skarp- greindur og fljótur að átta sig á stöðu mála og því ekki að undra þó að hann væri kallaður til mikilla trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Sóknarbörn Akureyrarkirkju hafa misst vel metinn og vinsælan sálusorgara og sakna nú forsjár hans og hlýrrar vináttu. Með þakk- læti í huga og virðingu kveðjum við séra Þórhall og biðjum honum blessunar á eilífðarbrautum. Eiginkonu, börnum og ástvinum öllum sendum við innilegar samúð- arkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau og vernda í sorg þeirra. Guð blessi minningu mæts manns. Guðríður Eiríksdóttir, formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju. Kveðja frá Kór Akureyrarkirkju Það er þungbært þegar fólk er kallað burt í miðri dagsins önn, fólk sem er fullt af lífskrafti og starfsáhuga. Þannig var um séra Þórhall Höskuldsson, hans kall kom skyndilega og slíkt er sársaukafullt þeim sem næstir standa. Kór Akur- eyrarkirkju minnist vinar og sam- starfsmanns með þakklæti og virð- ingu og sendir fjölskyldu séra Þór- halls innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki þau og styðji í sorg þeirra og söknuði. Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á eyðimörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar. En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar. (103. Davíðssálmur) • Fleirí minningargreinar um Þórhall Höskuldsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Tove Engil- berts fæddist í Kaupmannahöf n 14. janúar 1910. Hún lést á Land- spítalanum 1. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hveiju vori fylgir sumar Hveiju sumri fylgir haust ÉG MINNIST Tove með söknuði og hug- ann fullan af þakklæti fyrir þann ljóma sem hún gefur bernskuminningum mínum, og æ síðan að muna mig og gleðja á tyllidögum. Fagna mér og faðma í hvert sinn er við höfum sést eða mæst. Þessi fallega stórbrotna kona með sinn góða faðm og hlýja bros „Ane Magg“ eins og hún kallaðj mig. Er ekki Ane Magg komin! Ég var þar á dyrunum frá því ég var smát- elpa, að heimsækja Grétu æskuvin- konu mína og eina bamabarnið, augastein Tove og Jóns. Ég er reyndar borin og barnfædd líkt og Gréta við Flókagötuna í húsi nr. 8, örfá hús á milli okkar, stutt að fara yfir í Englaborg Flókag;ötu 17. Birgitta og Tove urðu ekki minni vinkonur mínar en Gréta, og vafi á hverja var mest spennandi að hitta, jafnt þá og til þessa dags. Þær mæðgur tóku þátt í öllu okkar pexi, gríni jafnt og gleði, málin rædd og leyst. Aldursmunar kenndi ekki á okkur fjórum við dagstofu- borðið í Englaborg, við mauluðum á ávöxtum eða öðru góðgæti sem Tove ýtti að okkur, óperuaríur hljómuðu gjarnan frá vinnustofu málarans á efri hæð- inni og húmorinn var danskur. Það var mikil gleði og sérstakur andi í þessu húsi málarans því andi hans sveif yfir öllu innandyra. Jón var ekki síður skemmtilegur að hitta fyrir telpustýri þó að hann væri kóngur í þessu ríki sínu, sem hann vissulega var, þá man ég hann best í íslenskri lopapeysu með sjóaraklút um hálsinn á tréklossun- um, glettinn og afalegan. Norðurmýrin verður fyrir mér ekki söm aftur. Tove vinkona mín hefur kvatt þessa jarðvist. Þor- steinsbúð ekki til lengur, Magnús syngur ekki í fiskbúðinni sem var við Auðarstræti, Bjössi í Mýrarbúð- inni sem hélt uppi rammíslenskum húmor í hverfinu en gafst loks upp fyrir „stórmagasínunum“ og lok- aði, strætó Njálsgata - Gunnars- braut löngu hættur að þjónusta Mýrina, Klambratúni var gefið nýtt nafn. En hús málarans stendur þó enn, nú við rætur Miklatúns, minn- isvarði um Jón Engilberts listmál- ara og konuna sem hvatti hann til dáða. Tove lifði fyrir hann, en gaf líka svo mikið af sér til annarra, hún átti svo mikið til að gefa. Ég vildi gera það að tillögu minni að Flókagata 17 yrði safnhús óbreytt og varðveitti verk listamannsins og heimili þeirra hjóna bæjarbúum til yndisauka. Nú er Tove vinkona mín væntanlega kominn á lang- þráðan ástvinafund við Jón. Guð varðveiti minningu Tove og Jóns. Anna Magga (Ane Magg). MIMMIMGAR TOVE ENGILBERTS fíTTU EfíFITT MíB SVEFN? UILTU BYGGJfí PIB UPP? Slakunarspólur med tónlist og jákvæðum staðhæfingum. Útsölustaðir: Heilsubúðin, helstu bókabúðir og hljóðfæraverslanir. Auglýsing um starfsleyfistillögur skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994. í samræmi við gr. 70 ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til kynningar hjá . upplýsingaþjónustunni (1. hæð) í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá mánudeginum 16. október nk. til 10. nóvember nk., starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki: Gæludýrahúsið hf., Æfingasvæði fyrir Slökkvilið Reykjavíkurflugv., Prentsmiðja Jóns Björnssonar, Víkur - Ós, bifreiðaverkstæði og -sprautun, Markús ívar Hjaltested, réttingaverkstæði, Hreinsitækni hf., bifreiðaverkstæði, Eureka, prentsmiðja, Vegagerð ríkisins, trésmíðaverkstæði, Vegagerð rikisins, járnsmíða- og vélaverkstæði, Vegagerð ríkisins, vélaverkstæði, Einingaverksmiðjan hf., steypustöð, Fákafeni 9, 108 Rvík. Reykjavíkurflugvelli. Laugavegi 168,105 Rvík. Bíldshöfða 18, 112 Rvík. Bíldshöfða 18, 112 Rvík. Stórhöfða 35, 112 Rvík. Borgartúni 29, 105 Rvík. Stórhöfða, 112 Rvík. Stórhöfða, 112 Rvík. Borgartúni 5, 105 Rvík. Breiðhöfða 10,112 Rvík. Rétt til að gcra athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Revkjavík, fyrir 13. nóvember nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ný sendinq frá Libra Mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum. Síðir og stuttir frakkar í mörgum litum. Dtmarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.