Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 45

Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 45 FÓLK í FRÉTTUM Reuter Fyrstu tón- leikarnir HLJÓMSVEITIN Bjakk kom í fyrsta skipti fram opinberlega á dögunum er hún hélt tónleika í Samkomuhúsinu í Borgarnesi. Hljómsveitina skipa þrír piltar úr Borgarfirði sem hafa æft saman síðustu mánuði, Halldór Hólm Kristjánsson gítarleikari sem sést hér næstur á myndinni, Bjarni Helgason bassaleikari og Orri Sveinn Jónsson trommuleikari. Með þeim á sviðinu er Finnur Jónsson gestasöngvari. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Julia, Danny og Bill ►CLINTON Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd leikkonunnar Juliu Roberts, sem er þekktust fyrir Ieik sinn í myndinni „Pretty Woman“. Danny Glover. sem lék í „Leíhal 'Weapon“-myndunum, horfir á forsetann og klappar. Myndin er tekin í gær við athöfn sem haldin var í tilefni af því að eitt ár var liðið síðan Iýðræði var komið á á Haiti. REDFORD ásamt Bar- bru Streisand árið 1973. Redford lætur undan ►LEIKARINN geðþekki Robert Redford hefur loks- ins samþykkt að ævisaga hans sé skráð. Breskt út- gáfufyrirtæki, Macmillan, hefur boðið útgáfuréttinn upp og öll helstu útgáfu- fyrirtæki Bandaríkjanna bítast um bitann. Redford, sem aðeins hef- ur veitt þrjú stór viðtöl um ævina, hefur ekki viljað ræða einkalíf sitt opinber- lega hingað til. Honum leist að sögn Reuter-fréttastof- unnar illa á hugmyndina í fyrstu, en sannfærðist um ágæti liennar eftir að hafa lesið verk væntanlegs höf- undar, Michaels Feeney Callan. Ráðgert er að ævi- sagan komi út í nóvember 1996. Hefst 23. okt 8 viknafiUémmðíuMWiifieu) • Þjálfun 3-5x í viku • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabæklingur aöj fitulitlu fæði • Mappa m. fróðleik og upplýsingum • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samvískusömustu! kg 6 Kuöldhópar • Nlorgunhópur Daghópur • Barnagæsla Hefur misst: 6 kg. Hefur misst: 18 kg. Framhaldshópur -fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsiuefni. Mikið aðhald. iÞcw fiafja aUwt fxvúð d fitumenttðíu nániófieið Þær hafa misst aukafitu af líkamanum og haldið þeim árangri. Flestar ná að missa 5-10 aukakíló og læra að halda þeim árangri. Komdu og vertu með á þessu frábæra námskeiði. Það er ekki að ástæðulausu að námskeiðin okkar hafa verið fullbókuð frá upphafi. Við störfum af fagmennsku og þú nærð árangri! AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 533-3355

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.