Morgunblaðið - 18.10.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 18.10.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 11 stundaráðs borgarinnar hefði verið haldinn fyrr um daginn um hana. Ahugi á að Þróttur fengi að byggja hús undir félagsstarfsemi sína í Laugardalnum og nýta íþrótta- mannvirkin þar var sagður gagn- kvæmur. Borgin fengi á móti nú- verandi aðstöðusvæði Þróttar við Sæviðarsund til umráða. íbúar við Kleppsveg kvörtuðu undan umferðarþunga á Sæbraut- inni. Borgarstjóri sagði mjög erfitt að færa hluta hennar sökum gamla kirkjugarðsins í Laugamesinu. Þar væru fornminjar sem ekki mætti hrófla við. íbúi lýsti áhuga sínum á 30 km hámarkshraðasvæði við Rauðalæk, og nokkrir spurðu um félagsmið- stöð fyrir Lauganeshverfi. Ekki er gert ráð fyrir byggingafram- kvæmdum vegna hennar, en 30 km hraðasvæði eru í bígerð. Verða heitar máltíðir í heilsdagsskólum? Spurt var um málefni Laugar- nesskóla. Borgarstjóri sagði að ekki væri á áætlun að byggja við hann. Skólinn væri einsetinn og það ætti eftir að ráðast á hvaða aldri íbúar á nýju byggingasvæði við Túnin yrðu og hvort byggja þyrfti smábarnaskóla eða hvort börnin færu í Laugarnesskóla. Hugsanlega gæti Laugalækjar- skóli komið inn í dæmið. Fram kom áhugi íbúa á að loka Gullteig við Sigtún meðal annars vegna leikskólabyggingar og að ekki væri bætandi á umferðar- þungann við Gullteig/Hofteig. Borgarstjóri sagði að ekki væri hægt að loka götunni á þessum stað en fínna mætti leiðir til að takmarka umferðina. Spurt var um heitar máltíðir í heilsdagsskólum og spurði amma nokkur sérstaklega um þær að beiðni sex ára barnabarns. Borgar- stjóri sagði koma til greina að gera tilraun með heitar máltíðir í slíkum skóla, því mörgum spurn- ingum væri enn ósvarað, til dæmis hver ætti að greiða fyrir matinn og hvort allir foreldrar myndu velja þennan kost fyrir börn sín. Spurt var um stöðuna í samn- ingaviðræðum ríkisins og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga um yfirtöku grunnskólans. Borgar- stjóri. sagðist reikna með áfanga- skýrslum í þessari viku um málið, en að erfitt væri að gefa heildar- mynd af þeim viðræðum núna. : SIANDEX Álinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. | í < Faxafeni 12. Sími 553 8000 FRÉTTIR Barnalæknaþjónustan í Domus Medica opin til kl. 22 virka daga ELLEFU barnalæknar með ýmsar undirsérgreinar í barnalækningum hafa opnað barnalæknaþjónustu á fyrstu hæð Domus Medica við Eg- ilsgötu í Reykjavík. Ólafur Gísli Jónsson, barnalæknir og talsmaður hópsins, segir að þjónustan sé ekki frábrugðin venjulegri stofuþjón- ustu að öðru leyti en því að þjónust- an sé veitt til kl. 22 virka daga og nokkra klukkutíma um helgar. Læknavaktin telur að með barna- læknaþjónustunni séu forsendur samnings læknavaktarinnar og samstarfsráðs heilsugæslunnar í Reykjavík breyttar og hefur farið fram á endurskoðun samningsins. Ólafur Gísli sagði að með sam- starfinu væri gamall draumur að rætast. „Barnalækna hefur lengi langað til að bjóða upp á lengri stofutíma en forsendur hafa ekki skapast fyrr en nú. Við höfum orð- ið varir við að þörfin er fyrir hendi og viljum mæta henni,“ sagði hann og hann tók fram að eftir að um- ræðan um barnalæknaþjónustuna hefði farið af stað hefðu enn fleiri haft samband við barnalæknana og lýst yfír ánægju með hugmynd- ina. Kostnaður Hvað kostnaðarhliðina varðaði, sagði Ólafur Gísli að greitt væri fyrir þjónustuna samkvæmt samn- ingi Læknafélags íslands og Tryggingastofnunar eða eins fyrir venjulega stofuþjónustu. Hann nefndi dæmi um að heildarkostnað- ur vegna viðtals og skoðunar væri samkvæmt samningnum 2.633 kr. Ef ekki væri framvísað afsláttar- korti kæmu 1.773 kr í hlut sjúkl- ings og 860 kr. í hlut Trygginga- stofnunar. Með afsláttarkorti lækk- ar kostnaður sjúklings í 591 kr. og kostnaður Tryggingastofunar hækkar í 2.042 kr. Afsláttarkort er gefið út eftir að kostnaður vegna læknisþjónustu barna undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu er orðinn 6.000 kr. frá áramótum. Kostnaðurinn getur verið vegna heimsókna til læknis Læknavaktin vill endurskoðun sam- starfssamnings eða á slysavarðstofu, myndatöku eða blóðprufu svo eitthvað sé nefnt. Eftir venjubundinn stofutíma verður veitt þjónusta til 22 á virkum dögum, milli kl. 11 og 15 á laugardögum, og milli kl. 19 og 22 á sunnudög- um. Ólafur tók fram að veitt væri stofuþjónusta en ekki þjónusta slysavarð- stofu. Hann sagði að betra væri að hringja áður en komið væri utan venjulegs stofutíma. Ekki væri hins vegar um skilyrði að ræða og áhersla væri lögð á að sjúklingar þyrftu ekki að bíða lengi eftir að þeim væri sinnt. Ólafur1 Gísli sagði að barnalæknarnir kæmu úr ýmsum áttum. Flestir hefðu starfað hér á Iandi í nokkur ár. Aðrir væru hins vegar nýkomnir erlendis frá. Allir verða barnalækn- arnir með stofur á fyrstu hæð Domus Medica og verður gengið inn í húsið um aðaldyr. Húsnæðið hefur verið endurnýjað og verður kaffistofa á annarri hæð. Vaktþjónusta ekki breyttur stofutími Katrín Fjeldsted, formaður Fé- lags heimilislækna, sagði að heimil- islæknar gætu ekki skiiið auglýs- ingu frá barnalæknaþjónustinni öðruvísi en að verið væri að bjóða vaktþjónustu enda væru læknar á vakt utan venjulegs stofutíma. Vaktþjónustu hefði hingað til verið sinnt með tvennum hætti. Annars vegar af heimilislæknum á höfuð- borgarsvæðinu í gegnum lækna- vaktina og hins vegar af vakthaf- andi sérfræðingum á spítölunum. Ekki hefði heyrst annað en að full- nægjandi þjónustu væri sinnt með þeim hætti. Ef hins vegar nauðsyn- legt þætti að bæta við nýjum aðila ætti að skoða þjónustu hans í sam- hengi við aðra vaktþjónustu í bæn- um en ekki fara að eins og gert væri nú, þ.e. bæta henni aðeins við núverandi þjónustu. Magnús R. Jónasson, læknir og vaktstjóri á læknavaktinni, sagði að í gildi væri samningur við sam- starfsráð heilsugæslunnar í Reykjavík vegna þjónustunnar til 1. mars árið 1996. Með nýjum þjón- ustuaðila, barnalæknaþjónustunni, hefðu forsendur samningsins hins vegar breyst með þeim afleiðingum að læknavaktin hefði farið fram á að samningurinn væri endurskoð- aður nú þegar. Ekki sagði Magnús að svar hefði borist við erindinu, enda væri það nýlegt, en hann bjóst við að viðræður um endurskoðun samningsins hæfust fljótlega. Magnús sagði að eftir að sam- þykki Tryggingastofnunar hefði lagið fyrir og ljóst varð að ráðu- neytið treysti sér ekki til að gera neitt hefði eðlilega komið fram spurning um framhaldið. „Eigum við von á því að þjónustan vindi upp á sig? Að háls-, nef- og eyrna- læknar, kvensjúkdómalæknar, gigtlæknar og hjartalæknar, hver verði með sína vakt úti í bæ, og þá væri fáránleikinn orðinn full- kominn,“ sagði Magnús óg minnti á að með þjónustunni væri verið að ganga þvert á ákvæði í reglu- gerðum um að fyrstu samskipti sjúklinga ættu að vera við heimilis- og heilsugæslulækna. Aðspurður sagði Magnús að læknavaktin hefði mjög vel ráðið við að þjónusta sitt svæði og ekki væri þörf fyrir aðra vaktþjónustu á því. Tekið af sérfræðingum Katrín minnti á að barnalækn- arnir væru að taka einingar, þ.e. greiðslur fyrir tiltekin læknisverk, frá sérfræðingum. Sérfræðingar hefðu gert samkomulag við Trygg- ingastofnun um einingarnar fyrr á árinu og 'gilti samningurinn fram til áramóta. Aðeins væri hægt að fjölga einingunum ef skipulögð væri ný vaktþjónusta. Barnalækn- arnir væru í klípu enda skilgreindu þeir þjónustuna sína sem breytingu á stofutíma en ekki sem nýja þjón- ustu. FYRIRTÆKJASALA Skipholti 50b \/1' 2.hæd Tt 5519400 Opið YÍrka daga kl. 9-18. Opið simnudaga kl. 14-17. í dag auglýsum við aðeins lítíð sýnishorn af þeim ijölda fýrirtækja, sem við erum með á söluskrá. Hringdu eða líttu við á Fyrirtækjasölu Hóls í dag og kynntu þér Qölmörg tækii'æri tíl eigin atvinnurekstrar. O Prentsmiðja. Vorum að fá í einkasölu litla rótgróna prentsmiöju, vel tækjum búna. Traustir og góðir viðskiptavinir. 15012. • Söluturn - matvara. Vorum að fá til sölu glæsilegan söluturn sem staðsettur er við mikla umferðargötu í Reykjavík. Myndbönd - matvara - sælgæti er uppistaðan í þessum rekstri. Langur og góður húsaleigusamningur. 10002. • Pizza - heimsending. Fyrirtæki, sém hefur náð góðri markaðsh- lutdeild í pizzu-heimsendingum, enda með bragðmiklar og góðar pÍZZUr. 13029. • Ritfangaverslun. Spennandi bóka-, ritfanga- og gjafavöi-uverslun í stóru hverfí í Reykjavík. Góð álagning. 12006. • Hárgreiðslustofa. Góð hárgreiðslustofa í fjölmennu hverfi í Reykjavík til sölu. Þrír stólar og allt sem til þarf til aö gera fall- egt fallegi'a. 21000. • Veitingasala. Á góöum stað er til sölu veitingastarfsemi sem byg- gir á sölu á heitum mat í hádegi og kaffísölu. Gott eldhús og góð aðstaða. 13020. O Tölvuverslun. Heildsala og smásala á hugbúnaði, bæði leikjum og fræðsluefni. Þessi verslun leggur áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini sína. Góð álagning. 12003. © Framköllun með meiru. Gott framköllunarfyrirtæki ásamt ver- slun á góðum stað vestur í bæ. Nú fer góður tími í hönd. Góð vinnuaðstaða. 10001. • Veitingastaður í Borgarnesi. Ef þú vilt eignast fallegan veitin- gastað í rómantísku umhverfi, þá er þetta rétti staöurinn. í nági-enninu er ein stærsta sumarbústaðabyggð á íslandi og ekki skemmir að bráðum koma blessuð göngin...i3008. • Norðlendingar athugið! Á Akureyri vorum við að fá í sölu athyglisverða verslun með matvöru, sælgæti, myndbönd oggrill- mat. Góður húsaleigusamningur. Nú er ekkert annað en að drífa sig af stað og gerast sjálfstæður atvinnurekandi. 10051. • Knattborðsstofa. Vorum að fá til sölu átta borða billjarðstofu með góðum borðum og frábærri aðstöðu. Mikið af föstum viðskip- tavinum. Hvernig væri að gera áhugamálið aö aðalstarfi, ég bara spyr! 10011. • Vöruflutningafyrirtæki. Vöruflutningar frá Reykjavík ????? Um þetta fyrirtæki fáið þið allar upplýsingar á Hóli. Ekki spuming, bara koma, ekki hringja. Takk fyrir, sjáumst! 10019. • Austurlenskur matsölustaður. Einn af þeim þekktari sem sérhæfir sig í austurlenskri matargerð. Mikið af fóstum viðskip- tavinum. Já, hvers vegna ekki að spreyta sig. 13005. • Myndbandaleiga - söluturn. Nýlegur söluturn og myndban- daleiga á góðum stað í Kópávogi til sölu. Hagstæð innkaup á myn- dböndum. Gott húsnæði. 11001. • Ert þú að leita að stöndugu fyrirtæki? Erum með í sölu afar vel rekiö fyrirtæki, þar sem afkoman er í meira lagi góð. Hér er alltaf eitthvað að gerast. Líttu við á Hóli og fáðu allar upplýsin- gar um sjoppuna sem allir eru að tala um!iooo7. ©Tölvufyrirtaeki. Innflutningsfyrirtæki í tölvugeiranum óskar eftir samstarfsaðila með fjármagn. Um er að ræða innflutning á tölvum o.m.fl. Mjög spennandi verkefni í örum vexti tölvuheimsins.16018.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.