Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 2
2' FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gripinn í banka við gripdeild Dæmdur sólar- hring síðar í sex mánaða fangelsi Borgarsljórinn í Reykjavík Ferðakostnaður- inn gagnrýndur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára Reykvíking í sex mánaða fangelsi fyrir gripdeild- arbrot, þegar hann stökk inn fyrir afgreiðsluborð í Háaleitisutibúi Landsbankans og greip 137 þúsund krónur úr peningaskúffu gjaldkera. Hann var því dæmdur einum sólar- hring eftir að brotið var framið. Með sama dómi var hann fundinn sekur um eldra brot, að hafa stolið áfengis- flösku úr verslun ÁTVR við Holta- garða 20. september í fyrra, fyrir nákvæmlega 13 mánuðum. Hröð meðferð málsins byggist á 125. grein laga um meðferð opin- berra mála. Þar er kveðið á um, að sé ákærði saksóttur fyrir brot, sem geti ekki varðað að lögum þyngri refsingu en átta ára fangelsi, hann játi skýlaust og dómari hafi ekki ástæðu til að draga í efa að játning- in sé sannleikanum samkvæm, þá megi taka mál þegar til dóms og þurfi ekki frekari sönnunargögn. Maðurinn viðurkenndi gripdeild- ina í bankanum, sem og stuldinn á áfengisflöskunni í fyrra. Honum hefur áður verið refsað, fyrir ölvuna- rakstur, akstur án ökuréttinda og önnur brot á umferðarlögum og áfengislögum. Árið 1980 var hann sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot, en refsing skilorðsbundin, og 1988 gekkst hann undir sátt fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Síð- ast á árinu 1994 gekkst hann undir 75 þúsund króna sektargreiðslu fyr- ir akstur án réttinda. „Ákærði sýndi mikla bíræfni méð gripdeildarbroti sínu í gær og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fang- elsi í 6 mánuði," segir í dómsorði Allans Vagns Magnússonar héraðs- dómara sem gerði manninum einnig að greiða allan sakarkostnað. Afmæli skóla fagnað ÞESS var minnst í gær í Laugarnesskóla að 60 ár eru frá upphafi skólans, en fyrsti skóladagurinn var 19. október 1935. Af þessu tilefni söng kór skólans fyrir nemendur, for- eldra og kennara, auk þess sem sýndur var leikþáttur eftir Þór- unni Höllu Guðlaugsdóttur, kennara við skólann, sem leik- stýrði einnig nemendum. Jafn- framt þessu var gestum boðið að skoða verkefni sem nemend- ur hafa unnið síðustu daga og nefnt er Líf og list í Laugames- skóla í 60 ár. SAMNINGANEFND Landssam- bands lögreglumanna og viðsemj- endur skrifuðu undir nýjan kjara- samning kl. 19 í gærkvöldi. Samn- ingurinn verður kynntur 600 félög- um í landssambandinu um og eftir helgi. Að því loknu fer fram skrif- leg atkvæðagreiðsla um samning- inn. Jónas Magnússon, formaður FERÐA- og dagpeningakostnaður borgarstjóraembættisins er um 1,8 millj. kr. það sem af er árinu. Þar af eru 328 þús. kr. vegna aðstoðarmanns borgarstjóra og 284 þús. kr. vegna maka borgarstjóra. Árið 1994 var kostnaður vegna ferðalaga Markúsar Arnar Antons- sonar 142 þús. kr. þann hluta árs- ins, sem hann gegndi embættinu. Kostnaður vegna ferðalaga Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur þann hluta ársins 1994 sem hún gegndi embætti borgarstjóra var 216 þús. og vegna ferðalaga Kristínar Árna- dóttur aðstoðarmanns hennar 215 þús. kr. Árið 1993 var ferða- og dagpeningakostnaður embættisins 990 þús. krónur, að því er fram kom í máli Árna Sigfússonar, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjóm, og 1.530 þúsund árið 1992, samkvæmt Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær kom fram að bæjarritara hefði verið vikið úr starfi og honum falin sérverkefni. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var honum gert að rýma skrifstofu sína í gær. Sérstök stjórnsýslustörf Meirihluti bæjarráðs samþykkti að ráða Guðbjörn Ólafsson til sér- landssambandsins, vildi ekki tjá sig um samninginn að öðru leyti en því að hann væri á almennum nótum og tengdur faglegum málefnum, t.d. hvað varðaði öryggisbúnað lög- reglumanna. Hann sagðist í meðal- lagi ánægður með samninginn. Þó hefði hann gjaman viljað sjá hærri beinar launahækkanir. Samningur- inn rennur út eftir 14 mánuði. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Þetta gerir 325% hækkun milli ára,“ sagði Árni Sigfússon á borgar- stjómarfundi í gærkvöldi. „Það skýt- ur skökku við að á meðan borgar- stjóri talar um spamað og aðhald í borgarrekstrinum er einn liður áber- andi í öfuga átt, það er ferðakostnað- ur vegna borgarstjóraembættisins sjálfs," sagði Arni. „Ég er ekki viss um að þetta sé óskaplega há tala miðað við að Kína- ferðin er þarna inni í,“ sagði Ingi- björg Sólrún og taldi ávinning af þeirri ferð mikinn. Hún benti á að maki hennar hefði ekki þegið dag- peninga vegna Kínaferðarinnar jafn- vel þótt ferðin hefði þýtt vinnutap fyrir hann. Ferðakostnaðurinn í heild skipti höfuðmáli. Hann hefði verið 29 millj. á síðasta ári, 31 mill. 1993 og í ár undir 20 milljónum. stakra stjórnsýslustarfa og til ann- arra starfa sem bæjarstjóri kann að fela honum. í tillögu meirihlut- ans er gert ráð fyrir að bæjar- stjóri geri sex mánaða starfssamn- ing við Guðbjörn og að innan þess tíma verði tekin ákvörðun um framhald ráðningarinnar og þá í ljósi nýrra tillagna um stjórnskip- un bæjarins. Byijað verður að kynna samning- inn á vinnustöðum lögreglumanna um helgina. Eftir að samningurinn hefur verið kynntur verða atkvæða- seðlar sendir út og tekur atkvæða- greiðsla um hálfan mánuð með þeim hætti. Verði samningurinn sam- þykktur gildir hann frá 1. október sl. Á fjórða tug samningafunda hafa verið haldnir í deilunni frá því í júní. Samið við lögregluna Bæjarritara í Hafnar- firði vikið úr starfi Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt kaup á hótelturni og bílageymslu við Fjarðargötu BÆJARRÁÐ HafnarQarðar hefur samþykkt að kaupa tvær hæðir í hóteltumi ásamt bíla- geymslu við Fjarðargötu af Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. Kaupverðið er rúmar 228,8 milljón- ir króna en að auki er gert ráð fyrir að bær- inn greiði 24 milljónir vegna fullnaðarfrágangs á hæðunum tveimur og bílageymslu. Þá hefur verið undirritaður kaupsamningur bæjaryfir- valda við Sölusamband ísl. fískframleiðenda um makaskipti á eign SÍF við Aðalstræti 6 og hæðunum í hótelturninum við Fjarðargötu. Gert er ráð fyrir að SÍF flytji alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar. Hagsmunum bæjarins bjargað Samningamir voru kynntir á blaðamanna- fundi og þar kom fram hjá þeim Ingvari Vikt- orssyni bæjarstjóra og Jóhanni G. Bergþórs- syni bæjarfulltrúa að með kaupunum væri verið að bjarga hagsmunum bæjarins en að æskilegra hefði verið að ekki hefði þurft að koma til þeirra. Jóhann benti á að bæjarsjóðir í nágrannasveitarfélögum hafi keypt hluta í sínum miðbæjarbyggingum en ekki gengist í ábyrgðir eins og bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafí gert í góðri trú. „Aðferðarfræði okkar reyndist síðan röng,“ sagði hann. í bréfí Steingríms Eiríkssonar héraðsdóms- lögmanns til bæjarstjóra, sem kynnt var á fundinum, kemur fram að greiðsla bæjarsjóðs er í formi yfirtöku á rúmlega 228,8 milljón króna veðskuldum og skuldum með ábyrgð bæjarsjóðs. Auk þess er gert ráð fyrir að bæjarsjóður greiði 24 milljónir vegna frágangs á eigninni samkvæmt verksamningi. Bærinn áskilur sér jafnframt rétt til að yfirtaka verkið ef það dregst á langinn eða ef fyrirtækið fer SIF kaupír tvær hæðir í hótelturni , Morgunblaðið/Þorkell FRÁ blaðamannafundi sem Ingvar Viktorsson bæjarsljóri og Jóhann G. Bergþórs- son, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, héldu vegna viðskiptanna með hótelturn og bíla- geymslu í húsi Miðbæjar Hafnarfjarðar í gær. í þrot. Þá segir að greiðslur bæjarins séu ein- göngu þær, sem hann þyrfti að bera ef Mið- bær Hafnarfjarðar hf. yrði gjaldþrota. Enn- fremur er ákvæði um að við fullar efndir sé bærinn tilbúinn að veita afslátt af gatnagerðar- gjöldum í formi afskrifta á þeim hluta sem eftir er. ReyRjavíkurborg á forkaupsrétt í kaupsamningi SÍF og bæjarsjóðs kemur fram að umsamið kaupverð er rúmar 42,7 millj. kr. og er það jafnframt hluti af kaup- verði SÍF á tveimur hæðum í hótelturni við Fjarðargötu en kaupverð hæðanna er 50,5 millj. kr. Gert er ráð fyrir að sérstakur kaup- samningur verði gerður um eignina í Aðal- stræti 6 í Reykjavík, þar sem borgarsjóður hefur forkaupsrétt að eigninni. Þá hefur verið gert samkomulag um að SÍF fái lóð á hafnar- svæði milli Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar og Suðurbakka, þar sem reist yrði birgðageymsla. Bregðasttrúnaði við kjósendur Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, segir að sala á hæðum í hótel- tumi til SÍF eigi að réttlæta aðgerðir bæjaryfir- valda við að bjarga Miðbæ Hafnarfjarðar hf. frá gjaldþroti. „Hafi einhver bmgðist trúnaði í þessu máli þá er það núverandi meirihluti sem brást trúnaði við Hafnfirðinga og sér í lagi þeir Jóhann Gunnar og Ellert Borgar, sem era að bregðast trúnaði við kjósendur sína,“ sagði hann. „Það er furðulegt að ætla að leysa vanda í miðbæ Hafnarfjarðar með því að taka við öðru vandamáli í miðbæ Reykjavíkur, því ég veit að SÍF hefur lengi reynt að selja þessa eign.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.