Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ' PÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Samningar skulu standa... stundum! FYRIR örfáum dög- um sá ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra lýsa því yfir í sjónvarp- inu, að ekki kæmi til greina að hætta við byggingu Giisfjarðar- brúar enda skyldu samningar standa. Þessi sami hæstvirtur ráðherra og þingmaður Vesturlands kemur svo í dag, 13. október, á fund Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesj- um og nú skal fjallað um mál sem heyrir undir hennar ráðu- neyti, byggingu D- álmu við Sjúkrahús Suðurnesja. Þá er komið annað hljóð í strokkinn. Orð skulu ekki endilega standa og samninga þarf ekki nauðsynlega að virða heldur reyna að breyta og finna á aðrar lausnir. Hafi einhver rökstuðningur fylgt þessum fréttum þá fór hann fram- hjá mér. A.m.k. tók ráðherra undir öll okkar rök um nauðsyn stækkun- ar og úrbóta. Viðurkenndi að Suð- urnes hefðu orðið útundan, aðstaða sjúkrahússins fjarri því að vera við- unandi og aðbúnaður heilsugæslu einnig. Á þetta bæði við um mönnun og búnað. Nú er það svo, að við erum ekki að fara fram á, að lagt sé í nema lágmarksframkvæmdir. Við förum ekki einu sinni fram á, að okkur sé búin sama aðstaða og öðrum lands- hlutum eða kjördæmum. Aðeins það, að okkur verði gert kleift að sinna okkar heimafólki á sómasam- legan hátt. Ég vænti þess, að eftir fundinn í dag sé ráðherra ljóst, að enginn Suðurnesjamaður mun ljá máls á því, að D-álman verði skorin niður við trog einu sinni enn, enda er full þörf á þeirri byggingu nú þegar. Við gerum okkur fyllilega grein fyr- ir því, að allar flóknari rannsóknir og meðhöndlun munum við sækja til Reykjavíkur. Aftur á móti er hagkvæmt að sinna því sem einfald- ara er, svo og eftirmeðferð , hjúkrun og endurhæfingu á litlu, ódýru sjúkrahúsi í stað þess að nota stóru sjúkrahúsin til þess; bæði er þeirra þörf í annað og þau auk þess dýr- ari valkostur. Ekki er óeðlilegt, að Sjúkrahús Suðurnesja, St. Jósefs- Hrafnkell Óskarsson spítali í Hafnarfirði og Borgarspítalinn t.d. hefðu með sér sam- vinnu þar um. Oft fáum við að heyra, að svo stutt sé til Reykjavíkur, að okk- ur muni lítið um að sækja þjónustu þang- að. Menn ætlast sem sé til, að rúmlega 15 þúsund manns sæki þjónustu utan heima- byggðar. Ætli kæmi ekki á Reykvíkinga ef þeir yrðu að fara með t.d. beinbrot sín austur undir Hveragerði, sækja fæðingarhjálp í Hvalfjörð eða sitja yfir fárveikum fjölskyldumeðlimum dögum og vik- um saman á Suðumesjum. Sparnaður Við verðum að spara er viðkvæð- ið oft þegar minnst er á þessar fram- kvæmdir.Satt er það en hvemig má það vera, að sami aðili og ekki hef- ur efni á að fjármagna byggingu á Suðurnesjum eyði í öðmm kjördæm- um fjármunum er nema margfaldri þeirri upphæð. Sem dæmi fær Vest- urland á hvetju ári til sjúkrahúsa sinna upphæð sem dugir til að reka sjúkrahúsið okkar og byggja D- álmu. Sama gildir um Norðurland vestra og á Norðurlandi eystra fær Húsavík ámóta upphæð til reksturs og við, en Akureyri, sem skal fús- lega viðurkennt að má ætla stærra hlutverk en okkur, fær riflega fimm- falt framlag á við okkur. Það þýðir, að í því kjördæmi fer til reksturs sama og hér að viðbættu verði þriggja D-álma fullbúinna ár hvert. Jafnvel þó við tökum með í reikning- inn mismunandi hlutverk sjúkrahús- anna; getur þetta virkilega talist réttlátt? Má gera samanburð? Með opnu bréfi til heilbrigðisráð- herra um daginn tókst mér trúlega að skapa mér miklar yinsældir á Akranesi, þar sem ég gerðist svo djarfur að gera ákveðinn samanburð á sjúkrahúsunum. í svari yfirlæknis sjúkrahússins þar frábiður hann sér samanburð af því tagi sem ég stundi. Tilgangurinn með skrifum mínum var að sýna hversu lítið Suðurnesin fengju jafnan til ráðstöf- Samningurinn um D-álmu Sjúkrahúss Suðurnesja á að standa, segir Hrafnkell Osk- arsson, á sama hátt og samningar um Gilsfjarðarbrú. unar miðað við umfang, ekki að ég vildi klípa eitthvað af Skagamönn- um og hafi orð mín skilist þannig biðst ég velvirðingar. Aftur á móti er ég gallharður á því, að saman- burð verði að gera milli sjúkrastofn- ana og marka heildarstefnu eftir þörfum á hverju svæði. Hvaða samanburður er marktæk- ur má sjálfsagt alltaf deila um, en í heilbrigðislögum er kveðið á um, að allir landsmenn skuli hafa jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu eftir því sem tök séu á. Mér er því fyrirmun- að að skilja hví ekki er réttlætan- legt að bera saman hversu miklu er eytt til sjúkrahúsmála á mismun- andi landsvæðum. Til þess að tryggja sanngjama dreifingu fjár- magns utan Reykjavíkursvæðisins verða menn að líta á ákveðna þætti. 1. Fjöldi íbúa á þjónustusvæði sjúkrahússins. 2. Tekið verði tillit til samgöngu- erfiðleika (Vestmannaeyjar, Isa- fjörður). 3. Rekstrarfé taki mið af starf- semi, hversu mikið er í raun gert á sjúkrahúsinu, hvert er vinnufram- lagið (aðgerðir eða rannsóknir á hvern starfsmann t.d.). 4. Samræmd verði sú aðstaða sem starfsfólki og sér í lagi sjúklingum er boðið upp, á. Að lokum aðeins þetta. Faðir minn heitinn, sem reyndar var dygg- ur framsóknarmaður eins og heil- brigðisráðherra, kenndi mér það í æsku, að það sem ég lofaði ætti ég að standa við, orð skyldu standa. Ég er því alfarið á því, að samninga skuli staðið við, ekki bara stundum heldur alltaf og ekki síður á Suður- nesjum en á Vesturlandi. Höfundur cr yfirlæknir Sjúkra- húss Suðumesja. Listviðburður í Þingholtunum Það er skemmtilegur blær yfir sýningunni, segir Steingrímur St.Th.Sigurðsson. Og MARGT dularfullt býr í Þingholtunum. Þetta er reykvískasta hverfi höfuðborgarinnar — hverfi.sem margir Reykvíkingar leggja rækt við. Þama eru vinnustofur lista- manna, gallerí, atali- ers. Hallveigarstígur er stytza gatan í Þing- holtunum. Hún liggur á milli Bergstaðastræt- is og Ingólfsstrætis. Við númer 7 er magnað hús með sögu; þar bjó í gamla daga móður- bróðir Hauks Jakobs- ens, kaupmanns í Aust- urstræti, og þar bjó árum saman þekktur reykvískur borgari Adolf Karlsson, sem var kúltúrmaður út í fingurgóma. Nú er þetta hús fullt af lífi á ný - snurfusað innst sem yzt af Ástu Guðrúnu, Parísarlærðri íistakonu. Það er sjaldgæft að sjá verk eftir nýtt fólk á Islandi, sem ólga af jafnmiklu lífí eins og verkin hennar Ásta Guðrún Eyvindsdóttir Ástu Guðrúnar, en hún er með haustsýningu í atalíerinu sínu þar að Hallveigarstíg 7. Hún hefur allt húsið til um- ráða og hefur breytt því í ævintýraheim. Norðan heiða hefði sennilega verið sagt um þessa sýningu og höf- und hennar Ástu Guð- rúnu að hún brilleraði (það er dönsk akur- eyrska, sem notuð var eingöngu, þegar talað var um afrek og afreks- fólk). Það er lítill vandi að rata á Hallveigarstíg 7 enda þótt menn rugli þessu einatt saman við Hallveigar- staði vestur í bæ (sem eru á KR- svæðinu). Þetta er steinsnar frá Mokka og snertispöl frá Blómaverk- stæði Binna, kínahvítt hús við hlið- ina á Iðnaðarmannahúsinu stóra. Það er gaman að koma á þessa sýningu. Það er skemmtilegur blær yfír henni og taumlaus orka — sprengikraftur. Ef til vill er þessi taumlaus orka sprengikraftur. orka kynjuð ofan úr Biskupstung- um, þar sem öræfavindar blása á stundum en faðir hennar Eyvindur Erlendsson leikstjóri og leikari fæddist og ólst upp á þeim slóðum. Ferill listakonunar er æði eftirtekt- arverður. Hún hefur unnið alla vinnu og er því ópjöttuð og tilgerðar- laus sem manneskja. Það skín út úr verkum hennar hugarflug og sérstakur kraftur, sem á skylt við lífsþorsta. Það er talað um trúar þorsta sem er náskyldur lífinu og veruleikanum. Án trúar fengi listin ekki líf, en þessi verk Ástu Guðrún ar eru ákall til sterks og fallegs lífs. Þetta er jpennandi sýning og ein sú athyglisverðasta sem boðið hefur verið uppá í litlu stórborginni undan- farið. Til hamingju með þennan glæsilega sigur þinn, Ásta Guðrún. m/spegli aðeins 45.000 An spegils: Verð aðeinsí 140x200 sm. Vei*ð aðeinH*. Baðhandklaðl Áður 990,- Nú aðeins: 495,- Handklæð) Áður 590,- Nú uðuins: 120x200 sm: 26.900 140x200 sm: 29.900 nmð krumuönm sfta svftrtum giillum 90x200 sm. Verð aðeins: Fataskápur með þremur rennihurðum (eins og á mynd) hæð 220, breidd 150 og dýpt 60 sm aðeins: 19.900,- Með tveimur rennihurðum breidd 100 sm. Verð uðcins: Indverskir bómullardúkar (mörgum fallegum litum. Kringlóttur, 170 sm í þv.m. Verð aðeins: Geisladiskastandur Fæst í svörtu eða maghogny. Verð aðeins: Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.