Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 47 FRÉTTIR Hestamennska fatl aðra í Reiðhöllinni ólafur Sæmundsen Minningarlundur í Öskjuhlíðinni ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur býður fólki sem þarf á sérstakri aðstoð að halda að stunda hestamennsku í Reiðhöllinni í Víði- dal í vetur. Hestamennska og reiðþjálfun hefur margvíslegt gildi fyrir fatlað fólk og má þar nefna áhrif á jafn- vægi, viðbrögð, samhæfingu og styrk vöðva. Þá hefur þjálfunin einnig áhrif á ósjálfráða taugakerf- ið, spasma auk þess sem hesta- mennsku fylgir andleg uppörvun, upplyfting og aukið sjálfstraust, segir í fréttatilkynningu. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands heldur námskeið dagana 26. og 27. október um hönnun og rekstur húsnæðis þar sem ástæða þykir til að gera sérstakar kröfur um hreinleika lofts og umhverfis . Þetta er faggrein innan bygg- ingaverkfræðinnar sem hefur ver- ið ofarlega á baugi víða erlendis á undanförnum misserum. Aðal- fyrirlesari verður tekn. dr. Bengt Ljungqvist, prófessor við bygg- inga- og lagnadeild KTH í Stokk- hólmi, en auk hans munu íslenskir sérfræðingar skýra frá því hvernig þessum málum er háttað á sjúkra- húsum og í lyfjaiðnaði hér á landi. Námskeiðið er ætlað stjórnend- um, sérfræðingum, tæknimönnum og hönnuðum sem tengjast starf- semi þar sem ítrustu kröfur eru gerðar um hreinleika lofts og umhverfis innanhúss t.d. í lyfja- og rafeindaiðnaði, á rannsóknar- stofum í efnafræði og meina- tækni, skurðstofum í sjúkrahúsum o.þ.h. Hægt er að sækja fyrri dag- Gert er ráð fyrir að hver þátttak- andi komi í einn eða fleiri tíma í viku í tvo og hálfan mánuð eðá til áramóta. Tímarnir verða allt að klst. í senn, alla virka daga nema föstudaga, fyrir eða eftir hádegi. Kennslufyrirkomulag verður mið- að við getu þátttakenda. Bæði er gert ráð fýrir tímum fýrir fólk sem þarf mikla aðstoð (allt að þriggja aðstoðarmanna) og einnig timum fyrir þá sem sitja hestinn án aðstoð- ar. Kennslan fer aðallega fram í Reiðhöllinni en þó er möguleiki á reiðtúrum úti þegar veður leyfir. inn eingöngu eða báða dagana. Fyrri dagur námskeiðsins er ætlaður þeim sem vilja kynna sér þetta svið á almennum grund- velli. Þá verður fjallað um helstu notkunarsvið í iðnaði, rannsókn- um og á sjúkrahúsum, hvaða kröfur eru gerðar og hvað er hægt að gera til þess að mæta þeim. Framsétning efnisins er miðuð við að jafnttæknimenn sem sérhæfðir notendur eins og t.d. læknar og hjúkrunarfræðingar, stjórnendur á rannsóknarstofum og í iðnaði ásamt þeim sem vinna að smíði og uppsetningu búnaðar, hafi gagn af. Seinni dagurinn er sérstaklega ætlaður hönnuðum og sérhæfðum tæknimönnum og verður þá fjallað um hönnunarforsendur, dreifingu lofts og mengunar, loftræstingu og ýmsar tæknilegar útfærslur. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands. BREZKI sendiherrann á íslandi, Michael Hone, opnaði formlega 17. október áningarstað í Öskju- hlíð. Fyrr á árinu, í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar og friðar í Evrópu, hafði sendiherrann milligöngu um peningagjöf, sem var varið til gróðursetningar á trjálundi í Öskjuhlíð um 70 m Norskar teikni- myndir á sunnudaginn NORSK teiknimyndasyrpa fyrir yngstu bömin verður sunnudaginn 22. október kl. 14 í Norræna húsinu. Sýndar verða þijár norskar teiknimyndir. „Den Minste Reven“ sem byggð er á bók Mari Osmunds- en, „Skarvene" eftir bók Asbjornsen og Moe og „Pappabussen" eftir sögu Bjorn Ronningen. Myndirnaf eru með norsku tali og eru alls 39 mín. að lengd. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. vestan við kirkjugarðinn. Á myndinni gróðursetur sendi- herrann íslenzkt birkitré í minn- ingarlundinn, en umhverfis staðinn er plantað 50 birkitijám, einu fyrir hvert ár frá stríðslok- um. Það er Ásgeir Svanbergs- son, starfsmaður Skógræktarfé- lags Reylgavíkur, sem aðstoðar sendiherrann. KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem áhuga hafa á borg- aralegri fermingu 1996 og að- standendur þeirra verður haldinn laugardaginn 21. október kl. 13.30-15 í Kvennaskólanum, Frí- kirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð, stofum 2, 3 og 4. Á kynningarfundinum verður næsta námskeið Siðmenntar til Smiðja fyrir atvinnu- lausa MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit hefur í dag, föstudag, starfsemi sína eftir nokkurt hlé. Miðstöðin verður til húsa í Hinu húsinu, Aðalstræti 2. Miðstöð fólks í atvinnuleit, í samvinnu við Hitt húsið, opnar Smiðju í Hafnarhúsi 2 á 2. hæð (gengið inn úr porti) sem er hand- verks- og tómstundaaðstaða. Hús- næðið hefur mikla möguleika s.s. aðstöðu til að smíða, sauma, gera upp gömul húsgögn, vinna að skartgripagerð, leirmunagerð og margt fleira. Einnig stendur til að halda ýmis styttri námskeið í Smiðjunni. Miðstöð fólks í atvinnuleit er rekin af Þjóðkirkjunni, Reykja- víkurborg, Verkamannafélaginu Dagsbrún, Félagi bókagerðar- manna, Starfsmannafélaginu Sókn, SFR, SÍB, Starfsmannafé- lagi Reykjavikurborgar og VR. Auk þess eru ASÍ og VSI aðilar að Miðstöðinni. Framkvæmdastjóri er Sigrún Harðardóttir. undirbúnings Borgaralegri ferm- ingu kynnt ítarlega. Meðal þess sem fjallað verður um á nám- skeiðinu má nefna siðfræði, sjálfsvirðingu, virðingu fyrir öðr- um, tillitssemi, umburðarlyndi, mannleg samskipti, jafnrétti, frið- arfræðslu, umhverfismál, vímu- efni, kynferðismál, efahyggju, missi og sorg. Námskeið um hreinleika húsnæðis Borgaraleg ferming 1996 Þröstur öruggur sigurvegari SKÁK Félagsheimili TR, Faxafeni 12 IIAUSTMÓT TAFLFÉ- LAGS REYKJAVÍKUR Þegar tvær umferðir eru eftir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur hefur Þröstur Þórhallsson tveggja vinninga forskot. ÞRÖSTUR náði þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli í sumar en þarf að hækka mikið á stigum til að hreppa sjálfan titil- inn. Töluvert ætti að muna um þennan góða árangur á Haust- mótinu. Sigurbjörn Bjömsson úr Hafn- arfirði hlaut sitt fyrsta tap í níundu umferð þegar hann laut í lægra haldi fyrri Hrafni Lofts- syni, sem lítið hefur teflt undan- farin ár og byijaði illa á mótinu. Tíunda og næstsíðasta umferð- in fer fram í kvöld, en sú síðasta á miðvikudagskvöldið 25. október. Röð efstu manna í hinum ýmsu flokkum, að loknum níu umferð- um, er sem hér segir: A flokkur: 1. Þröstur Þórhallsson 8 v. 2.-3. Sigurbjörn Björnsson og Sævar Bjai'nason 6 v. 4.-5. Jón Garðar Viðarsson og Magnús Örn Úlfarsson 5 v. og frest- aða skák 6.-7. Hrafn Loftsson og Sigurður Daði Sigfússon 5 v. 8. Jón Viktor Gunnarsson 4 'A v. 9. Kristján Eðvarðsson 4 v. 10. Amar E. Gunnarsson 3 'A v. Tveir keppenda í A flokki hafa hætt í mótinu, svo aðeins eru tíu eftir. B flokkur: 1. Ólafur B. Þórsson 6'A v. 2. Bcrgsteinn Einarsson 6 v. af 10 3. Páll Agnar Þórarinsson 5'A v. 4. -7. Bragi Þorfinnsson, Sveinn Kristinsson, Heimir Ásgeirsson og Björn Þorfinnsson 5 v. 8. Einar K. Einarsson 5 v. af 10 C flokkur: 1. Jóhann H. Ragnarsson 6'A v. 2. Kjartan Guðmundsson 6 v. 3. Davíð Ólafur Ingimarsson 5 ‘A v. 4. -6. Sverrir Sigurðsson 5 v. 4.-6. Sverrir Norðfjörð 5 v. 4.-6. Árni H. Kristjánsson 5 v. D flokkur: 1. Jón Einar Karlsson 7 v. af 8 2. Flóki Ingvarsson 6 v. af 8 3. Guðmundur Sv. Jónsson 6 v. 4. -8. Iljalti Rúnar Ómarsson, Guð- jón H. Valgarðsson, Óttar Norðfjörð, Bencdikt Baldursson og Iljörfur Daðason 5 v. D flokkur (opinn): 1.-2. Sigurður Páll Steindórsson og Ingi Þ. Einarsson 7 v. 3. Þórir Benediktss. 6'A v. af 8 4. Baldur. H. Möller 6'A v. 5. Stefán Kristjánsson 6 v. 6. Haukur Halldórsson 5 'A v. af 8 7. -9. Davíð Guðnason, Baldvin Þ. Jóhannesson og Ólafur Kjartansson 5'A v. íslandsmótið í atskák Undanrásariðillinn á Vestfjörð- um fór fram á Isafirðí á sunnudag- inn. Guðmundur Gíslason vann öruggan sigur og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í janúar. Sigurð- ur Daníelsson veitti honum harða og óvænta keppni og réðust ekki úrslitin fyrr en í síðustu umferð. Röð efstu manna varð þessi: 1. Guðmundur Gíslason 8 v. 2. Sigurður Daníelsson 7'A v. 3. Ægir Páll Friðbertsson 6 v. 4. -6. Arinbjörn Gunnarsson, Unn- steinn Sigurjónsson og Magnús Sig- urjónsson 5'A v. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir gekkst fyrir hraðmóti á mánudagskvöldið. Teflt var með Fischer/FIDE klukkunum, sem eiga að koma í veg fyrir að úrslitin ráðist á klukk- unni. Röð efstu manna: I.-2. Ægir Óskar Hallgrímsson og Gunnar Björnsson 5 v. af 6 mögu- legum 3,-5._ Gunnar Örn Haraldsson, Andri Áss Grétarsson og Atli Hilm- arsson 4 v. 6.-7. Frimann Benediktsson og Óskar Maggason 3'A v. 8.-12. Gunnar Nikulásson, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, Þorsteinn Davíðsson, Ágúst Ingimundarson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir 3 v. Margeir Pétursson. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing sameigin- legs fundar framkvæmdastjórnar og þingflokks Alþýðuflokksins: „Af gefnu tilefni vill sameigin- legur fundur þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins lýsa því yfír að hann ber fyllsta traust til gjaldkera flokksins, Sig- urðar Arnórssonar, og harmar ítrekaðar og tilhæfulausar ásakan- ir á störf hans og starfsheiður. Á starfstíma Sigurðar Arnórs- sonar sem gjaldkera hefur skuld- arstaða flokksins stórbatnað, þrátt fyrir að flokkurinn hafí á þessum tíma gengið í gegnum tvennar kosningar. Fjárhagsáætlanir vegna síðustu Alþingiskosninga hafa staðist, fjáröflun gengið óvenju vel og umsamdar skuldir eru í skilum. Samkvæmt mati end- urskoðenda eru fjárreiður flokks- ins og bókhald í góðu Iagi. Alþýðuflokkurinn mun standa við fyrri yfirlýsingar um að birta opinberlega upplýsingar um fjár- reiður flokksins þegar staðfestar niðurstöður endurskoðenda hggja fyrir.“ Frjáls verslun: Leiðrétting vegna KEA MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jóni G. Haukssyni, ritstjóra Fijálsrar verslunar: „í ljós hefur komið alvarleg innsláttarvilla í nýútkominni bók Frjálsrar verslunar, 100 stærstu. KEA á Akureyri er sagt hafa tapað 476 milljón- um króna á síðasta ári fyrir skatta. En hið rétta er að KEA hagnaðist um tæpa 41 milljón fyrir skatta, tekju- og eignaskatt, og um 16 milljón- ir eftir skatta. Um er að ræða afkomu KEA og dótturfé- laga. Forráðamenn KEA eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Vakin er athygli á að þessi villa kemur fram á mjög áberandi hátt í grafí á bls. 45 í bókinni sem og á aðallista bókarinnar. Að sjálf- sögu verður áberandi leiðrétt- ing um málið í næsta tölu- blaði Fijálsrar verslunar." — leikur ad Itera! Vinningstölur 13. okt. 1995 2*5*13*16*17*18*19 Eldri úrslit á sípisvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.