Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kírkjan styður konur - er það ekki? ARIÐ 1988 hófst hjá Alkirkjuráðinu, sem Þjóðkirkjan er aðili að, áratugur sem ber yfirskriftina „Kirkjan styður kon- ur“. Síðan eru liðin sjö ár. Úttekt á þessum sjö árum bendir til þess að konur í kirkjum heims hafi tekið ára- tugnum fagnandi og unnið af miklum eld- móði að stuðningi við kirkjur en minna hafi farið fyrir stuðningi kirkjunnar við konur. Jöfn þátttaka Þegar á stofnfundi Alkirkjuráðs- ins í Amsterdam árið 1948 var flutt skýrsla um verk kvenna innan kirkjunnar og þá var hvatt til þess að framlag kvenna, sem svo oft virðist ósýnilegt þegar komið er ofar ískipulag kirkna, yrði metið rétt. Ári síðar var stofnaður sér- stakur vinnuhópur innan ráðsins sem fjallaði um „líf og vinnu kvenna í kirkjunni“. Krafa um jafn- rétti innan kirkjunnar hefur orðið ákveðnari hjá Alkirkjuráðinu á síð- ustu áratugum. Á sjötta aðalþingi ráðsins árið 1983 var samþykkt að tekið skyldi mið af sjónarmiðum kvenna og baráttumálum þeirra í öllum deildum og nefndum ráðsins. Árið 1987 var ákveðið að áratugur- inn 1988 - 1998 skyldi helgaður þessum málstað og átakið kallað „kirkjan styður konur". Þá stefnir Alkirkjuráðið að jafnri þátttöku -karla og kvenna í öllum nefndum og ráðum. Konur um allan heim fögnuðu upphafí kvennaáratugarins en hon- um var misvel tekið innan kirkn- anna. Forgangsverkefni var að konur fengju að taka fullan þátt í starfi kirkjunnar á öllum sviðum. Þetta er nánast byltingarkennd hugmynd þegar haft er í huga að innan vébanda ráðsins eru kirkju- deildir sem ekki leyfa prestvígslu Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir kvenna og þar sem jafnrétti var álitið kirkjunni og hefðinni óviðkomandi. Kirkj- urnar settu sér einnig þau markmið að styrkja konur til að beijast gegn kúgun í samfélaginu, innan kirkna og utan; að við- urkenna og meta framlag kvenna til kirkjunnar og samfé- lagsins með því að deila ábyrgð og leið- togastöðum með þeim og gera verk kvenna sýnileg. Hvar eru konurnar? Hin almenna kirkjusaga getur lítið um konur. Þó er ljóst að þær hafa starfað innan kirkjunnar frá Á kirkjuþingi sitja 17 karlar og þrjár konur, segir Steinuim Arn- þrúður Björnsdóttir, og í kirkjuráði sitja karlar einir. upphafi. Konur voru í fylgdarliði Krists, konur voru fyrstu vottar upprisunnar, kona varð fyrst til að taka kristni í Evrópu og á öllum öldum voru til konur sem helguðu líf sitt Kristi og þjónustunni við hann. í Þjóðkirkjunni eru konur víða burðarásar í kirkjustarfi. Þær sinna barnastarfi, unglinga- og öldrunar- starfí, þjónustu og fræðslu; þær safna fé til safnaðarstarfs og kirkjubygginga og þannig mætti lengi telja. í nefndum íslensku kirkjunnar eiga konur víða sæti, einkum þeim nefndum sem fást við ofangreind störf. Hins vegar fækk- ar þeim jafnt og þétt eftir því sem nefndirnar fást meira við yfirstjórn kirkju- og fjármála. Það er ekki að ástæðulausu að þegar á stofn- fundi Alkirkjuráðsins var hvatt til þess að framlag kvenna til kirkna yrði metið rétt. Það virðist oft sem þeirra starf sé ósýnilegt og sú reynsla sem þær fá í gegnum störf sín geri þær ekki gjaldgengar til starfa og ábyrgðar þegar komið er ofar í skipulag kirkjunnar. Á Kirkjuþingi, sem tekur mikilvægar ákvarðanir sem varða framtíð kirkjunnar, sitja til dæmis 17 karl- ar og þijár konur og í Kirkjuráði, sem ræður stærstu sjóðum kirkj- unnar, sitja fimm manns, allt karl- menn. Annað dæmi af sama meiði er kirkjukvenfélögin sem víða hafa starfað af miklum krafti, safnað peningum til kirkjubygginga, hlúð að kirkjum og kirkjulegu starfi í áratugi. Þessi félög eru hvergi til saman á skrá innan kirkjunnar, svo að erfitt er að ná til þessara kvenna, til að hvetja þær eða þakka þeim. Kirkjan styður konur - eða hvað? íslenska þjóðkirkjan hefur tekið þátt í kvennaáratug Alkirkjuráðs- ins á ýmsan hátt, m. a. með kvennamessum og með sjálfstyrk- ingarnámskeiðum og leiðtogaþjálf- un fyrir konur. Þetta er umtalsvert starf og gott starf. Allt á það sam- eiginlegt að vera unnið af konum. Oft er bent á að kirkjan sé ekki annað en fólkið sem henni tilheyr- ir. En kirkjan er líka stofnun, valda- stofnun, stofnun með umtalsverð fjárráð og áhrif. Innan þessarar stofnunar er mikilvægt að jafnræði ríki milli kynja og stærsta skrefið í þá átt er að virða og meta vinnu- framlag kvenna innan kirkjunnar á öllum sviðum. Þá styður kirkjan konur. Höfundur er guðfræðingur og á sæti í stjórnarnefnd þróunar- og hjálpnrstarfsdeild Alkirkjuráðs- „Komdu við hjá okkur á sunnudaginn“ Opið hús hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar SUNNUDAGINN 22. október verður „op- inn dagur“ hjá Félags- málastofnun Reykja- víkurborgar undir kjör- orðinu „þjónusta - úr- ræði“. Hugmyndin um að kynna margbreyti- legt starf félagsmála- stofnunar kom frá fjöl- mörgu starfsfólki stofnunarinnar og það mun einnig sjá um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd m.a. með því að taka á móti gest- um og gangandi þenn- an dag. Tilefnið er m.a. 25 ára afmæli Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Á vordögum 1995 voru liðin' 25 ár frá því að náð var því mark- miði, sem borgarstjórn Reykjavíkur hafði sett sér 1967 um að koma í framkvæmd nýrri skipan félagsmála í borginni. Það fólst m.a. í því að sameina og samræma allt félags- málastarf á vegum borgarinnar í einni stofnun undir stjóm félags- málaráðs. Var það hugsjónamaður- inn, prófessor Þórir Kr. Þórðarson sem flutti tillögu þessa efnis í borg- arstjóm og lagði þar með grundvöll- inn að nútímalegri félagsþjónustu sveitarfélaga á íslandi. Mikið vatn hefur mnnið til sjávar á þessum 25 ámm og stórfelldar breytingar hafa orðið bæði á umfangi og innihaldi félagsmálastarfs í borginni. Grund- völlurinn að þessu starfi, þ.e. félags- málalöggjöfin, hefur gjörbreyst svo og aðrir lagabálkar, sem snerta •starfsemi stofnunarinnar, sem þar af leiðandi hefur sífellt fengið ný verkefni og skyldur að glíma við. Eðli málsins samkvæmt verður stofnun eins og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar að vera í stöð- ugri þróun. Hún verður að miða starf Lára Bjömsdóttir Fuglaveiðar á afréttum A HVERJU ári samfara veiðitíma á rjúpu koma upp deilu- mál milli afréttareig- enda og veiðimanna um veiðirétt og nú á allra síðustu árum hef- ur þetta einnig komið til vegna veiða á heið- argæsum. Deilur þess- ar hafa varpað skugga á annars ágæt sam- skipti __ milli þessara aðila. I mörgum tilvik- um hafa afréttareig- endur brotið _rétt á veiðimönnum. í þessu greinarkomi vil ég fjalla lítillega um þetta og á máli, sem allir eiga að skilja. Veiðiréttur Hérlendis gilda þær réttarreglur um veiðirétt á fuglum og fiskum, að hann fylgir eignarrétti að landi. Afréttareign fylgir hins vegar bara réttur til fiskveiða í ám og vötnum, en ekki réttur til fuglaveiða. Þann rétt eiga allir íslenskir ríkisborgar- ar og erlendir ríkisborgarar með lögheimili hér á landi, auk þess að eiga rétt til fuglaveiða á almenn- ingum. Vandamálið hér er hins vegar það, að til eru afréttir, sem eru beinum eignarrétti háðir. Þegar svo stendur á verður að sanna eignar- Ólafur Sigurgeirsson réttinn til að koma í veg fyrir fuglaveiðar annarra. Sönnunar- byrðin hvílir með öðr- um orðum á eigandan- um, en ekki á veiði- manninum. Dæmi um afrétt í þessum flokki er þegar bújörð fer í eyði og er lögð undir afrétt. Geitlands- dómurinn Merkur dómur gekk í Hæstarétti á síðasta ári og hefur hann ver- ið nefndur Geitlands- dómur. Feðgar voru kærðir fyrir ijúpnaveiðar í afréttarlandinu Geitlandi í Borgarfirði og voru sakfelldir í héraði. Þeir voru hins vegar sýknaðir í Hæstarétti, þar sem eigendum afréttarins tókst ekki að sanna beinan eignarrétt sinn. Hæstiréttur taldi með vísan til heimilda í Landnámu, að Geitlandi hefði verið numið og þar með stofn- ast beinn eignarréttur. Næstu skriflegu heimildir um landið 'greina frá rétti Reykholtskirkju til þess og þeim rétti lýst sem afnota- rétti frekar en beinum eignarrétti. Þarna skorti sönnun fyrir yfir- færslu beina eingarréttarins til kirkjunnar og þegar svo Hálsa- hreppur keypti landið af Reykholts- kirkju gat hún ekki selt meira en hún átti. Hvernig fækka má deilumálum Mörg deilumál má leysa með því að aðilar kynni sér þau gögn sem Hér ijallar Qlafur , Signrg'eirsson um veiðirétt í afréttum. tiltæk eru um landamörk og eignar- heimildir. í sýslumannsembættum landsins eru bækur, sem geyma landamerkjaskjöl og eignarafsöl. Þau getur hver sem er kynnt sér, ef skoða á tiltekinn afrétt. Hafi lögbýli verið lagt undir afrétt fylg- ir honum fuglaveiðiréttur. Sama er, ef hluti býlis hefur verið lagður undir afrétt. Vafatilfelli Vafatilfellin eru aftur mörg. Býli hefur fyrir löngu farið í eyði og réttur til landsins framselst í einhver skipti. Hafi einungis beitar- rétturinn (afréttarréttur) verið framseldur, fylgir ekki meiri réttur framsalinu. Einnig geta komið til afsöl, sem greina frá framsali beins eignarréttar, án þess að þau styðj- ist við frekari gögn. Um þetta síð- astnefnda segir Hæstiréttur í Nýja- bæjarafréttarmálinu: „Yfirlýsingar í afsölum fyrr og síðar, sem eigi styðjast við önnur gögn, nægja eigi til að dæma öðrum hvorum aðilja eignarrétt til öræfalandsvæðis þessa.“ Þarna lá fyrir afsal frá 1464, sem taldi hið umdeilda land hluta ákveðinnar jarðar. Úrræði afréttareigenda Þegar afréttareigendur telja að vegið sé að rétti sínum gripa þeir gjarnan til þess úrræðis, að læsa hliði inn á afréttinn. Slík úrræði eru ekki heimil vegna ákvæða í vegalögum og girðingalögum, jafn- vel þótt hliðið sé á vegi, sem liggur yfir einkaland. Réttara væri að leggja spilin á borðið og sýna opin- berlega á hveiju réttur er byggður og hvar landamörk liggja. Mér sýnist varhugavert fyrir lög- reglu að láta etja sér á veiðimenn, ef vafí er á inntaki eignarréttar. Enn síður er grundvöllur fyrir hald- lagningu skotvopna. Lög heimila hald einungis í þeim tilvikum, að haldlagður hlutur hafi sönnunar- gildi í opinberu máli, hans hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða ef ætla má að hluturinn kunni að verða gerður upptækur. Höfundur cr héraðsdóms- lögmaður. sitt við aðstæður í þjóð- félaginu á hveijum tíma og taka breytingum í samræmi við það og verður að fylgjast náið með rannsóknum og þekkingu í félagsmál- um, bæði hérlendis og erlendis. Því ólíku sam- an að jafna Félagsmál- stofnun eins og hún var 1970 og nú, aldarfjórð- ungi síðar. I stað einnar skrifstofu fýrir 25 árum er starfsemi stofnunar- innar nú dreifð víðs vegar um borgina undir stjórn tveggja aðal- deilda, sem kallast fjölskyldudeild og öldrunarþjónustudeild. Fastráðnir starfsmenn eru orðnir yfir eitt þús- und og verða um eitt þúsund og fimmhundruð ef allir eru taldir sem starfa á vegum stofnunarinnar. Kynning á fjölþættu starfi Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur er umfjöllunarefni Láru Björnsdóttur sem hér minnir á opið hús stofnunarinnar á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir að lengi megi bæta þjón- ustuna eru úrræði félagsþjónustunn- ar margslungin og íjölbreytt og snúa að öllum aldurshópum og fjölskyldu- gerðum. Reykjavíkurborg notaði á síðasta ári 1.788 milljónir króna eða tæplega 18% af rekstrargjöldum borgarinnar til félagsmála. Mörgum þykir að sönnu að miklum peningum sé varið í þennan málaflokk og oft heyrast efasemdaraddir um að þeim pening- um sé vel varið. Þess vegna teljum við miklvægt að gefa almenningi tæki- færi til þess að kynna sér þá þjónustu sem Félagsmálastofnunin veitir. Breytingar á viðhorfum til þjón- ustu félagsmálastofnunar og þeirra sem þangað leita, hafa að sönnu orðið á undangegnum 25 árum, en betur má ef duga skal. í stað þess að líta á þjónustuna eins og hveija aðra sjálfsagða þjónustu á vegum sveitarfélagsins, er enn talað niðr- andi um að leita til félagsmálastofn- unar. Enn heyrist talað um að vera „á bænum" eða „þiggja af sveit", hvorutv^ggja slæmur arfur frá for- tíðinni, 'þegar fólk missti dýrmæt lýðréttindi við að leita aðstoðar sveit- arfélagsins. Þessu þarf að breyta. Hver myndi fyrirverða sig fyrir að láta barnið sitt á leikskóla, leita læknis eða ganga „ókeypis" á ný- lögðum göngustígum borgarinnar? Félagsþjónustan er í eðli sínu ekkert öðruvísi. Hún byggir á hugmyndum um samhjálp okkar allra og fjármun- irnir til hennar koma úr okkar eigin sjóðum, líka þeirra sem þjónustunn- ar njóta. í flóknu nútímasamfélagi þurfum við Líklega flest einhvern tíma á lífsleiðinni að leita hjálpar samfélagsins og ættum við því gjarnan að spyija okkur sjálf: Hvemig viljum við að litið verði á okkur þá og hvernig þjónstu viljum við að okkur verði veitt? Verið velkomin á sunnudaginn til þess að fræðast og skiptast á skoð- unum við starfsfólk Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Höfundur er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.