Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HAFIMARFJÖRÐUR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jó- hanni G. Bergþórssyni, bæjarfull- trúa í Hafnarfirði: „Umfjöllun um málefnið hefst á miðopnu Morgunblaðsins 11. októ- ber síðastliðinn. Til hliðar. við fyrstu greinina var leiðari Morgun- blaðsins, sem meðal annars fjallaði um siðferði fjölmiðla. í leiðaranum segir meðal annars svo: „Væntan- lega hafði einn frummælandi mál- þingsins talsvert til síns máls, þeg- ar hann sagði að fjölmiðlar hefðu vald til að „taka menn af lífi“ en það væri erfiðara að „reisa þá upp frá dauðum". Ennfremur „er mikilvægara en nokkru sinni fyrr, að fjölmiðlarnir beiti sjálfa sig auknu aðhaldi, gerir auknar kröfur um vönduð og heiðarleg vinnu- brögð, áreiðanlega úrvinnslu og skýra framsetningu." Undirritaður er sammála leið- arahöfundi um mikilvægi vand- aðra vinnubragða fjölmiðla, ekki síst í ljósi fyrstu tilvitnunarinnar frá Málþingi Siðfræðistofnunar Háskóla íslands. Það voru því nokkur vonbrigði við lestur grein- anna fjögurra, svo og frétta sömu daga, hversu lítt var farið eftir forskrift leiðarans. Greinarhöf- undur hafði þannig aldrei samband við undirritaðan sem hefur verið formaður miðbæjarnefndar í tæpt ár og bæjarstjóri kannast heldur ekki við að við hann hafi verið haft samband, þannig að gagna- söfnunin virðist hafa verið harla einhliða og því ekki óeðlilegt að útkoman sé ekki betri en raun ber vitni. Ályktun bæjarblaðsins Ný Vikutíðindi vegna greinanna er í ljósi framanritaðs nokkuð athygl- isverð, en hún er svohljóðandi: „Nú er Morgunblaðið byijað með stöð- uga umfjöllun um Miðbæjarmálið og ku þetta vera liður í því að gera Jóhanni G. Bergþórssyni lífið leitt.“ En snúum okkur þá að greinun- um og fréttinni. 1. I fyrstu greininni segir að í október 1992 hafi lóðin Fjarðar- gata 15 verið auglýst Iaus til umsóknar, en þá hafði henni löngu áður verið úthlutað til Miðbæjar H hf. Rangt farið með. 2. í frétt á baksíðu blaðsins 12. október ségir svo: „...auk þess er gert ráð fyrir að bæjarsjóður leggi til 24 milljónir í lokafrágang á bílageymslu, samkvæmt heimild- um' Morgunblaðsins." Þetta er rangt, hið rétt er að til þess að ljúka hótelturni er gerður verk- samningur upp á 24 milljónir króna. Ennfremur: „Forsvars- menn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. hafa nú þegar undirritað samning- inn.“ Fullyrðingin er röng, samn- ingar voru fyrst undirritaðir 18. október. Þá segir: „...auk þess sem felld verða niður opinber gjöld, svo sem fasteignagjöld.“ Engin slík ákvæði eru í samningnum eða voru í uppkasti af honum, þvert á móti lögð áhersla á að húsið fari í fasteignamat þannig að unnt sé að leggja á fasteignagjöld. Þá er rangt farið með tölur um útgjöld bæjarins vegna samninganna. Þá segir: „...ásamt Steingrími Eiríks- syni lögfræðingi, en hann hefur áður unnið álitsgerð vegna Mið- bæjar Hafnarfjarðar að beiðni Jó- hanns.“ Hér er enn farið rangt með, hið rétta er að álitsgerð um málið vann Eyjólfur Á. Kristjáns- son lögfræðingur, en Steingrímur Eiríksson var ráðinn að endanlegri úrvinnslu málsins af Ingvari Vikt- orssyni bæjarstjóra. Ótrúlegar rangfærslur í einni stuttri frétt! 3. í stóru litprentuðu yfirliti yfir málið í greininni 12. október eru meirihlutar bæjarstjórnar hveiju sinni sagðir myndaðir af fimm fulltrúum, en mér vitanlega þarf sex til þess að mynda meiri- hluta ellefu fulltrúa. Enginn meiri- hlutinn er þannig réttur. í sama yfirliti segir: „Ágúst: Jóhann G. Bergþórsson kynnir hugmyndir um lausn á vanda Miðbæjar hf.“ Athugasemd frá Jóhanni G. Bergþórssyni Hið rétta er að sjálfsögðu að JGB kynnti hugmyndir um lausnir til tryggingar hagsmuna bæjarsjóðs í miðbæ, vegna þegar gerðra skuldbindinga. 4. Upplýsingar greinarhöfundar um skýrslu fasteignasölunnar Laufáss um rekstur verslunarmið- stöðva hefur aldrei verið kynnt fyrir bæjarfulltrúum, hvorki þá- verandi meirihluta né minnihluta og því einungis til í einkaupplýs- ingum Magnúsar Jóns, þáverandi bæjarstjóra. 5. Ekki er um það getið í grein- inni að 29. september var gert samkomulag við Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. að ekki yrði gefið út fokheldisvottorð vegna byggingar- innar og hún færi því ekki í fast- eignamat fyrr en hótelturninn yrði fullbúinn að utan, en það var liður í því að skila strætóhúsnæðinu. Þáverandi bæjarstjóri, Magnús Jón Árnason, gekk ekki á full- nægjandi hátt frá pappírum vegna þessara breytinga og því hvíldu áfram veð á eignarhlutum bæjar- ins og tryggingabréfum var jafn- vel ekki þinglýst og því höfðu þau ekkert gildi. Því er aðeins sagt frá hluta þess sem gert var hinn 29. september 1994 og gefur það því villandi mynd af atburðarrásinni. 6. í yfírlitsmyndinni segir að í nóvember hafi verið stofnuð Mið- bæjamefnd til viðræðna við Miðbæ hf. um úrræði. Hið rétta er að vegna frumkvæðis Jóhanns G. Bergþórssonar var stofnuð mið- bæjarnefnd til þess að reyna að fá á hreint ýmis atriði er snertu samskipti Miðbæjar hf. og bæjar- sjóðs, m.a. vegna ítrekaðra beiðna Miðbæjar hf. um veðflutninga og óvissu um frágang ýmissa mála í samskiptum aðilanna. Jafnvel var reiknað með gjaldtö'ku fyrir veð- flutninga og ábyrgðarveitingar til félagsins, en aldrei rætt um erfið- leika í rekstri þess. 7. í upphafí 3. greinar um mál- efni segir: „Þar eru gefnir þrír valkostir: 1. Hafna beiðni um kaup á bílakjallara. 2. Aðstoða félagið við að ljúka framkvæmdum með kaupum á eignum og/eða annarri fyrirgreiðslu. 3. Stofna nýtt fé- lag..Hið rétta er að Sinna rek- ur bæði kosti og galla við að segja já eða nei við valkostunum þremur. 8. í þriðju grein blaðamannsins er getið um hluta fyrirspurna í bæjarráði en ekki allar og aðeins þær er núverandi minnihluti setti fram. Slíkt gefur aðeins einhliða mynd af stöðunni. 9. Enn er í 4. grein blaðamanns- ins fullyrt að tillögur sem lagðar eru fram til þess að gæta hags- muna bæjarsjóðs í þessu máli séu tillögur til þess að leysa vanda Miðbæjar hf. Ekki er hirt um að geta um niðurlagsákvæði sam- þykktar bæjarráðs, en þar segir: „Leiðarljós samningsgerðarinnar sé að tryggja sem best hagsmuni bæjarsjóðs og bæjarbúa.“ Af hveiju kýs blaðamaðurinn að geta ekki um svo veigamikinn þátt bók- unarinnar, en .segja frá nær öllum öðrum þáttum hennar? 10. Athygli vekur einnig að blaðamaðurinn velur að greina frá bókunum og fyrirspurnum annars aðilans, en segir aðeins að JGB óski eftir að sex spurningum sé svarað fyrir næsta fund bæjarráðs. í hveiju voru spurningarnar fólgnar og hvernig voru svörin? Því svarar ekki blaðamaðurinn. 11. í lokaumijölluninni segir blaðamaðurinn að enn á ný hafi Eyjólfí Á. Kristjánssyni lögfræð- ingi verið falið af Jóhanni G. Berg- þórssyni að fara yfir málefni Mið- bæjar Hafnarfjarðar. Þetta er al- rangt. Hið rétta er, eins og reynd- ar kemur fram í frétt Morgun- blaðsins sjálfs hinn 12. október, að Steingrímur Eiríksson, reyndar að beiðni bæjarstjóra, tók að sér að fara yfír hugmyndir um lausn mála vegna viðskipta bæjarsjóðs við Miðbæ hf. og gæta þar sem best hagsmuna bæjarsjóðs. Eyjólf- ur Á. Kristjánsson kom þar hvergi nærri. 12. í fyrirsögninni að síðustu greininni hinn 14. október segir: „Bærinn kaupir ef SÍF kaupir hót- elturninn.“ Hið rétta er að bærinn setti sem skilyrði fyrir því að unnt væri að ganga nú þegar til yfír- töku ábvrgðanna vegna Miðbæjar hf. að SIF keypti húsnæði í hótelt- urninum, en alls ekki að SÍF keypti allan turninn eins og skilja má á fyrirsögn Morgunblaðsins. Þegar litið er yfir frásögn þessa í heild sinni og þær rangfærslur og skort á fullnægjandi gagnaöfl- un og trúverðugleika greinanna fjögurra, svo ekki sé minnst á fréttina hinn 12. október, er ljóst að ekki er boðskapur ritstjóranna hafður í fyrirrúmi, hvað þá til nokkurrar eftirbreytni. Það er miður, og einlæg von undirritaðs, að Morgunblaðinu megi takast að ná þeim árangri sem leiðarahöfundur telur svo eft- irsóknarverðan hinn 11. október 1995. í lokin er rétt að íhuga að skýrslur Sinnu, lögfræðiálit, svo og drög að samningum voru af- hent bæjarfulltrúum sem trúnað- armál, einkum vegna viðkvæms stigs samningaviðræðna. Sá trún- aður, sem varðar við 41. gr. sveit- arstjómarlaga hefur augljóslega verið rofinn, því blaðamaðurinn hefur greinilega þessar skýrslur og gögn undir höndum. Um það er ekki við hann að sakast, en í allri umfjölluninni um siðferði, hvort sem er í fjölmiðlum eða stjórnmálum, hlýtur slíkur frétta- leki að vekja spurningar um hvaða hagsmuna sé verið að gæta.“ Aths. ritstj.: Greinaflokkur í Morgunblaðinu um samskipti Hafnarfjarðarbæjar og Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. var byggður á viðamiklum skjalfestum gögnum, sem blaðið hafði undir höndum, og skiptir í því sambandi ekki máli hvort rætt var við Jó- hann G. Bergþórsson og núverandi bæjarstjóra eða ekki. Forráða- menn meirihluta og minnihluta í Hafnarfirði hafa allir haft og hafa tækifæri til þess að tjá sig um þessi málefni á síðum Morgun- blaðsins. Vangaveltur Jóhanns G. Berg- þórssonar um að greinaflokkur þessi hafi verið birtur til þess að gera honum lífíð leitt eiga sér enga stoð í veruleikanum. Bæj- arbúar í Hafnarfirði eiga rétt á upplýsingum um þetta mál. Þess vegna voru greinarnar skrifaðar. I 1.-3. tölulið athugasemda Jó- hanns G. Bergþórssonar er fjallað um efnisatriði, sem hann telur vera röng í greinaflokki Morgun- blaðsins. Jóhann segir: „í fyrstu greininni segir að í október 1992 hafi lóðin Fjarðargata 15 verið auglýst laus til umsóknar, en þá hafði henni löngu áður verið út- hlutað til Miðbæjar H hf. Þetta er rangt.“ í fundargerð bæjarráðs Hafnar- fjarðar 15. október 1992 segir: „Bæjarráð samþykkir að lóðin Fjarðargata 15 verði auglýst laus til umsóknar.“ Hvor hefur rangt fyrir sér, bæjarráð Hafnarfjarðar eða bæjarfulltrúinn? Jóhann G. Bergþórsson segir ennfremur: „í frétt á baksíðu blaðsins hinn 12. október segir svo: „...auk þess er gert ráð fyrir, að bæjarsjóður leggi til 24 milljón- ir í lokafrágang á bílageymslu samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins." Þetta er rangt, hið rétta er, að til þess að ljúka hótelturni er gerður verksamningur upp á 24 milljónir króna." í drögum að kaupsamningi seg- ir í II. kafla, 4. tölulið: „Með greiðslum kr. 24.000.000.00, sem skulu greiðast í samræmi við framvindu verkþátta við að full- gera „hótelsamstæðuna“ og við tilteknar framkvæmdir í kjallara sbr. kafla III hér á eftir.“ I þeim kafla segir m.a.: „Bílakjallari: Lýs- ingu ekki lokið. Ljúka skal upp- setningu lýsingar og merkingu bílastæða.“ Í grein blaðamanns Morgunblaðsins 14. október sagði: „...og loks greiðir bærinn 24 millj- ónir vegna endanlegs frágangs á hótelturni." Jóhann G. Bergþórs- son hefur því rangt fyrir sér, þeg- ar hann heldur því fram, að Morg- unblaðið hafi farið ranglega með staðreyndir í þessu sambandi. Hins vegar er ljóst, að heimildir Morgunblaðsins fyrir því, að for- ráðamenn Miðbæjar Hafnarfjarð- ar hf. hefðu þegar undirritað samninginn hafa verið rangar og er beðizt velvirðingar á því. Jóhann G. Bergþórsson segir: „Þá segir: „...auk þess sem felld verða niður opinber gjöld, svo sem fasteignagjöld.“ Engin slík ákvæði eru í samningnum eða voru í upp- kasti af honum...“ í samningnum segir í kafla II, 3. tölulið: „Með yfirtöku gjaldfall- inna afborgana af skuldabréfum vegna gatnagerðargjalda..." Gat- nagerðargjöld eru opinber gjöld og staðhæfing Morgunblaðsins rétt að því leyti til, en ekki að því er varðar fasteignagjöldin, sem aldrei hafa verið lögð á og er beð- izt velvirðingar á því. Jóhann G. Bergþórsson segir: „Þá er rangt farið með tölur um útgjöld bæjarins vegna samning- anna.“ Greinahöfundur verður að útskýra betur hvað hann á við með þessari staðhæfingu. Hins vegar er rétt að ruglað var saman nöfnum tveggja lögmanna og er beðizt velvirðingar á því. Ennfremur var sagt í töflu, sem fylgdi greinunum, að meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar væri myndaður af 5 bæjarfulltrúuum en átti að vera 6. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. í tölulið 4 gerir Jóhann G. Berg- þórsson athugasemd við að bæjar- fulltrúar hafi aldrei séð gögn, sem blaðamaður Morgunblaðsins hafði undir höndum. Það er vandamál bæjarfulltrúanna en ekki blaðsins. I tölulið 5 fjallar Jóhann G. Bergþórsson um upplýsingar, sem blaðamaður Morgunblaðsins hefur áður gert grein fyrir. í tölulið 6 gerir bæjarfulltrúinn ágreining um orðalag, sem hann getur ekki fært nokkur rök fyrir að feli í sér rangfærslur. í tölulið 7 gerir bæjarfulltrúinn enn ágreining um orðalag, sem hann getur ekki haldið fram, að í séu fólgnar rangfærslur. í tölulið 8 kvartar Jóhann G. Bergþórsson undan því, að getið sé um hluta fyrirspurna í bæjar- ráði en ekki allar. Það er undir mati blaðamanns komið hveiju sinni hverra efnisatriða er getið. I tölulið 9 spyr Jóhann G. Berg- þórsson, hvers vegna blaðamaður hafi ekki getið um niðurlagsá- kvæði samþykktar bæjarráðs. Svarið er: Blaðamaður taldi það ekki skipta máli í þessari viða- miklu umfjöllun enda um almenna yfirlýsingu að ræða. í tölulið 10 er heldur ekki bent á neinar rangfærslur en kvartað undan því að ekki sé fjallað ítarleg- ar um fyrirspurnir Jóhanns G. Bergþórssonar sjálfs og svör við þeim. í tölulið 11 er vakin athygli á því að enn hafi lögfræðingunum tveimur verið ruglað saman en nú á hinn veginn. Morgunblaðið biður velvirðingar á þessum mistökum. í tölulið 12 gerir bæjarfulltrúinn athugasemd við að Morgunblaðið hafi gefið til kynna að SIF mundi kaupa allan hótelturninn en bær- inn hafí sett sem skilyrði að SÍF keypti hluta hans. Beðizt er vel- virðingar á þessari ónákvæmni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.