Morgunblaðið - 20.10.1995, Side 60

Morgunblaðið - 20.10.1995, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Áætlun um að greiða 4 milljarða skuld Flugstöðvarinnar á 25 árum Árstekjur þurfa að hækka um 150 millj. UTANRÍKISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson telur brýnt að fundin verði lausn á fjárhagsvanda Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavík- urflugvelli. Skuldir Flugstöðvarinnar nema nú um fjórum milljörðum króna. Bætt nýting og lægri kostnaður Verið er að léggja fram áætlun um að gera skuldina upp á 25 árum. Til að svo geti orðið verða tekjur Flugstöðvarinnar að aukast um 150 milljónir króna á ári. Rætt er um að hækka húsaleigu í Flugstöðinni, bæta nýtingu hússins og lækka reksturskostnað. Eins er talað um aukinn hlut Flugstöðvarinnar í inn- ritunargjöldum flugfarþega. Til greina kemur að hækka þau til að Rætt um hærri húsa- leigu og aukna hlut- deild í innritunar- gjöldum farþega mæta áætlun um auknar tekjur. „Því miður hefur aldrei verið séð fyrir endann á því hvernig ætti að borga þessar skuldir," sagði Halldór utanríkisráðherra í samtali við blað- ið. Hann sagði tillögur til tekjuaukn- ingar meðal annars felast í því að nýta húsið betur. Halldór telur það illa nýtt pg að svo hafi verið frá upphafi. Einnig megi auka húsa- leigutekjur og lækka kostnað við rekstur hússins. Við hækkun húsa- leigu mundu tekjur Flugstöðvarinn- ar af rekstri Fríhafnarinnar aukast, en tekjur ríkissjóðs minnka. „Jafnframt teljum við nauðsyn- legt að Flugstöðin fái aukna hlut- deild í þeim innritunar- og farþega- gjöldum sem þar eru innheimt,“ sagði Halldór. „Ef ekki er hægt að verða við því, vegna stöðu flug- málaáætlunar, þá er ekkert annað að gera en að hækka þessi gjöld.“ Bætt nýting og lægri kostnaður Halldór sagðist telja óæskilegt að grípa til hækkunar innritunargjalda, en ekki yrði lengur unað við ríkjandi ástand í fjármálum Flugstöðvarinn- ar. Hann sagðist ekki vera tilbúinn til að horfa upp á þessi mál með þeim hætti sem gert hefði verið undanfarin ár. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Förufálki ÞESSI förufálki settist á skip djúpt suðvestur af landinu fyrir skömmu. Hann naut aðhlynningar á Náttúrufræðistofnun í nokkra daga áður en honum var sleppt við Úlfarsá ofan Reykjavíkur. Förufálkar eru varpfuglar í ná- grannalöndunum austan hafs og vestan en fremur sjaldséðir hér á landi. Þetta er næststærsta fálka- tegundin, aðeins sá fálki sem hér finnst er stærri. Förufálkar eru rómaðir veiðifuglar og talið er að ekkert dýr nái meiri hraða í náttúrunni en förufálki í steypi- flugi, allt að 320 km á klst. Nikótín- gas í stað sígarettu MUNNSTYKKI með nikótíngasi verður ef til vill nýjasta hjálpar- tækið fyrir þá, sem vilja hætta að reykja. Fáist nauðsynleg leyfi byij- ar rannsókn á notagildi munn- stykkisins á vegum Heilsuverndar- stöðvarinnar í Reykjavík strax eft- ir áramót. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir segir að munnstykkið gefí frá sér nikótíngas þegar sogað er að sér. „Þetta lyfjaform getur hugsanlega hentað þeim vel, sem vilja áfram hafa eitthvað á milli handanna eftir að þeir hætta að reykja, og við væntum góðs af þessu fyrir reykingamenn," segir Þorsteinn. í könpunum hefur komið fram að noti fólk nikótíntyggjó, plástur eða nefúða stenst það frekar tó- baksbindindi en ef engin slík hjálparmeðöl eru notuð. ■ Aldrei of seint/34 Umhverfis- ráðuneytið Vegurinn verður lagður UMHVERFISRÁÐHERRA hefur ákveðið að úrskurður skipulags- stjóra ríkisins um mat á umhverfis- áhrifum vegna lagningar Borgar- fjarðarbrautar um land Stóra- Kropps í Reykholtsdal skuli standa óbreyttur. Jón Kjartansson bóndi á Stóra-Kroppi, sem var einn þeirra sem kærðu úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðherra, lýsir furðu sinni á ákvörðun ráðherra. Jón segist ætla að athuga hvort sér sé fært að skjóta málinu fyrir dóm- stóla en kveðst ætla að flytja af landi brott ef allt þrýtur. ■ Bóndinn á Stóra-Kroppi/13 ------♦ ♦ ♦---- VMSÍ á fund með vinnu- veitendum FORMAÐUR og varaformaður Verkamannasambandsins ganga á fund forystu VSI og Vinnumálasam- bandsins næstkomandi mánudag til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum og síauknar kröfur verkalýðsfélaga um uppsögn kjarasamninga. Þing Verkamanna- sambandsins hefst á þriðjudag og stendur til föstudags. Að sögn Björns Grétars Sveinsson- ar, formanns VMSÍ, taldi forysta sambandsins rétt að eiga viðræður við forystu VSÍ og VMSS áður en þing Verkamannasambandsins hæf- ist og fara yfir stöðu kjaramálanna eins og hún lítur út frá bæjardyrum VMSÍ. Björn Grétar sagðist eiga von á að þau mál yrðu efst á baugi á þfngi Verkamannasambandsins. „Það er búið að kveikja elda í þjóðfé- laginu en það var ekki verkafólkið sem kveikti þessa elda,“ sagði hann. Dagsbrún samþykkti uppsögn FJÖLMENNUR félagsfundur I verkamannafélaginu Dags- brún samþykkti samhljóða í gær að fela stjórn og trúnaðar- ráði að segja upp samningum þannig að þeir yrðu lausir um næstu áramót. I ræðu á fundin- um skoraði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, á önnur félög að segja samningnum upp. Mynd- in er tekin við atkvæðagreiðsl- una í gær, nær allar hendur á lofti. ■ Samþykkti samhIjóða/4 Morgunblaðið/RAX Blóðsjúkdóma- og krabbameinslækningadeild á Borgarspítala Liður í skipulagsbreytingu STJÓRN sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að sett verði á stofn blóðsjúkdóma- og krabbameinslækningadeild við Borgarspítala. Jóhannes Gunnars- son, lækningaforstjóri sjúkrahúss- ins, segir að þessi samþykkt feli ekki í sér nýja þjónustu, heldur hagræðingu og skipulagsbreytingar á. þáttum sem fyrir voru innan Borgarsjúkrahússins, í tengslum við sameiningu Landakots og Borg- ■ arspítala. „Við erum að færa þessa starf- semi, sem verið hefur á Landakoti undir stjóm Sigurðar Björnssonar yfirlæknis á lyflæknisdeild, saman við þá starfsemi sem verið hefur á Borgarspítala. Þessi samruni er hentugur bæði af faglegum ástæð- um og rekstrarlegum,“ segir Jó- hannes. Starfsfólki fækkar Ekki er búið að reikna út sparn- að samfara þessum breytingum, en Jóhannes segir ljóst að þær leiði til sparnaðar vegna vakta sem verið hafa á lyflæknisdeild, auk breytinga á röntgen- og rannsóknastofum Landakots. Sextán legurými sem hafa verið á lyflæknisdeild Landa- kotsspítala fara yfir á Borgarspítala við þessa tilfærslu. Seinustu mánuði hefur verið við lýði ráðningastöðvun á rannsókna- stofum Borgarsjúkrahússins og hefur það leitt til fækkunar starfs- fólks. Jóhannes segir að samruni deildanna nú muni í heild leiða til frekari fækkunar, en ekki sé enn ljóst hversu mikil hún verður. Nýbúið er að opna öldrunarlækn- ingadeild á Landakoti og verða sjúklingar sem nú dveljast í Hafnar- búðum fluttir þangað fljótlega eftir næstu mánaðamót, eftir að lagfær- ingum lýkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.