Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA fllltaf í leiðinni! Vind- og vatnsþéttar úlpur með endurskini að framan og aftan. Hetta í kraga. Buxurfáanlegar úrsama efni. Gottverð. Veljum íslenskt! m V E R S L A N ! SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 EÐAL-FLÍS er kjörin bæði sem innri- og ytriflík og fæst í mörgum litum. Veljum íslenskt! m\ SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 Apo F L Morgunblaðið/Stefán Guðleifsson Islensku verðlaunahafarnir FREMRI röð f.v. Gunnar Hrafn Gunnarsson, Ragnheiður Eiriksdóttir, Halldóra Sif Halldórsdótt- ir, Davíð Gill Jónsson. Aftari röð f.v. Sigursteinn Stefánsson, Elísabet Sif Haraldsdóttir, Brynj- ar Orn Þorleifsson, Sesselja Sigurðardóttir, Benedikt Einarsson, Berglind Ingvarsdóttir. Islenskir dansarar gera það gott PANS London KEPPNISFERÐ TIL ENGLANDS ÍSLENSKIR ikuisarar hafa verið að auka hróður íslands á erlendum vettvangi í sífellt meiri mæli á undanfömum misserum. Dágóður hópur íslenskra dansara er nú nýkominn heim úr keppnis- ferð frá Englandi, þar sem þeir náðu einum besta árangri sem Is- lendingar hafa náð í íþróttum á erlendum vettvangi. Opna Lundúnakeppnin Fyrsta keppnin, af þremur, fór fram 7. október og var það „Opna Lundúnakeppnin". I hópi yngstu keppendanna áttum við þrjú pör, sem öll kom- ust í undanúrslit í standard dönsunum, en í suður-amerísku dönsunum komust tvö þessara para í úrslit. Þetta voru þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, sem höfnuðu í 6.sæti og Gunnar Hrafn Gunn- arsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir, sem höfnuðu í 4. sæti. í næsta aldurshópi, 12 ára og eldri, áttum við fjögur pör og af þeim komust tvö í undanúr- slit í standard dönsunum, en þrjú þeirra fóru í úrslit í suður-amer- ísku dönsunum. Það að eiga helming af pörunum sem komast í úrslit í alþjóðlegri danskeppni er frábært, en að þau pör raði sér í þijú efstu sætin er ótrú- legt... en satt. í þriðja sæti urðu Benedikt Einarsson og' Berglind Ingvarsdóttir, í öðru sæti urðu Brynjar Öm Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir og í fyrsta sæti urðu Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir. Eitt íslenskt par keppti í flokki seniora og fjögur kepptu í flokki áhugamanna og dönsuðu þau pör mjög vel. Fjögur íslensk pör kepptu í flokki atvinnumanna og komst eitt þeirra í undanúrslit. Imperial-keppnin 8.október var komið að næstu keppni sem kölluð er „Imperial- keppnin“. Þar kepptu þijú pör í flokki 12 ára og eldri í suður- amerísku dönsunum og komust þau öll í úrslit. í sjötta sæti urðu Brynjar Örn Þorleifsson og Ses- selja Sigurðardóttir, í fímmta sæti urðu Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir og í fyrsta sæti urðu Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir. Sannarlega glæsileg- ur árangur hjá íslensku keppend- unum. Tvö íslensk pör kepptu í flokki áhugamanna í suður- amerísku dönsunum og náði ann- að þeirra í þriðju umferð. Þennan dag var háð liðakeppni og hafn- aði íslenska liðið í þriðja sæti á eftir Englendingum og Rússum. Standard dansana í íslenska lið- inu dönsuðu: Snorri Engilberts- son og Doris Ó. Guðjónsdóttir og Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, en suð- ur-amerísku dansana dönsuðu Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir. Atvinnupörin íjögur döns- uðu einnig og komst eitt parið áfram í aðra umferð. Alþjóðlega danskeppnin í Royal Albert Hall Þetta er án efa langsterkasta keppnin í þessari ferð og gefur hvað raunhæfasta mynd af stöðu íslensku paranna, samanborið við aðrar þjóðir. Þijú pör kepptu í standard dönsum í flokki 11 ára og yngri og komst eitt þeirra, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheið- ur Eiríksdóttir, í úrslit og enduðu þau í sjötta sæti. Sömu pör kepptu í suður-amerísku dönsun- um og komust tvö þeirra í undan- úrslit. Af fjórum íslenskum pörum í flokki 12 ára og eldri í standard dönsum komust þijú í þriðju umferð og eitt áfram í undanúr- slit. í suður-amerísku dönsunum kepptu §ögur íslensk pör og komust þijú þeirra í undanúrslit. Tvö þeirra fóru í úrslitin, en ein- ungis fímm'pör kepptu í úrslitun- um, þar sem næstu pör voru svo jöfn. í þriðja sæti höfnuðu Brynj- ar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir og í öðru sæti höfnuðu Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir. Það verður eflaust mjög gaman að skoða útskriftirnar af dómun- um þegar þær koma, því ég þyk- ist nokkuð viss að Benedikt Ein- arsson og Berglind Ingvarsdóttir hafa knúið fast á dymar inn í úrslitin. í flokki 21 árs og yngri kepptu fjögur íslensk pör og fóru þijú þeirra í aðra umferð í stand- ard dönsunum en tvö fóru í aðra umferð í suður-amerísku döns- unum og annað þeirra fór áfram í þá þriðju. Af atvinnupörunum fjórum komust tvö áfram í aðra umferð í suður-amerísku döns- unum í Rising Star keppninni, sem er keppni fyrir atvinnumenn sem hafa nýhafið feril sinn. Nótt hinna 100 stjarna Þessi keppni er boðskeppni og var einu íslensku pari boðið að taka þátt í þessari keppni. Það voru þau Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir og enduðu þau í öðru sæti. Það er talinn mikill heiður að vera boðið í þessa keppni, en þegar boðið er í hana er tekið mið af árangri para í ungmennakeppninni í Blackpool. Miðað við úrslit í „Alþjóðlegu danskeppninni" er hægt að segja að eitt íslenskt par hefði átt að hætast í þennan hóp, þau Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, en þau vom fjarri góður gamni í Blackpool í vor. Einnig tel ég víst að áður en langt um líður munu Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir dansa á þessari stjörnubjörtu nóttu. Þessi ferð íslenskra dansara á enska gmndu var svo sannarlega ferð til ijár og frama, eins og ferðir íslensku víkinganna á öld- um áður, og eiga ungu víking- arnir okkar svo sannarlega mik- inn heiður skilinn fyrir frækiieg afrek og sigra á sviði „dans- íþróttalistarinnar. “ Jóhann Gunnar Arnarson Ceidbeinancti Elín Helga 4 vikna byrjenda og framhalds námskeið hefjast laugardaginn 21. október. WjUERKSTÆÐIÐ -Siaiu 4 likama af iái jöiet Göke pumn Snnritun (S: 588-2999 Verkstceðið - Suðurveri • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Úrvals verð J. flSTVflLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavik.simi 552 3580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.