Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 36

Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA fllltaf í leiðinni! Vind- og vatnsþéttar úlpur með endurskini að framan og aftan. Hetta í kraga. Buxurfáanlegar úrsama efni. Gottverð. Veljum íslenskt! m V E R S L A N ! SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 EÐAL-FLÍS er kjörin bæði sem innri- og ytriflík og fæst í mörgum litum. Veljum íslenskt! m\ SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 Apo F L Morgunblaðið/Stefán Guðleifsson Islensku verðlaunahafarnir FREMRI röð f.v. Gunnar Hrafn Gunnarsson, Ragnheiður Eiriksdóttir, Halldóra Sif Halldórsdótt- ir, Davíð Gill Jónsson. Aftari röð f.v. Sigursteinn Stefánsson, Elísabet Sif Haraldsdóttir, Brynj- ar Orn Þorleifsson, Sesselja Sigurðardóttir, Benedikt Einarsson, Berglind Ingvarsdóttir. Islenskir dansarar gera það gott PANS London KEPPNISFERÐ TIL ENGLANDS ÍSLENSKIR ikuisarar hafa verið að auka hróður íslands á erlendum vettvangi í sífellt meiri mæli á undanfömum misserum. Dágóður hópur íslenskra dansara er nú nýkominn heim úr keppnis- ferð frá Englandi, þar sem þeir náðu einum besta árangri sem Is- lendingar hafa náð í íþróttum á erlendum vettvangi. Opna Lundúnakeppnin Fyrsta keppnin, af þremur, fór fram 7. október og var það „Opna Lundúnakeppnin". I hópi yngstu keppendanna áttum við þrjú pör, sem öll kom- ust í undanúrslit í standard dönsunum, en í suður-amerísku dönsunum komust tvö þessara para í úrslit. Þetta voru þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, sem höfnuðu í 6.sæti og Gunnar Hrafn Gunn- arsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir, sem höfnuðu í 4. sæti. í næsta aldurshópi, 12 ára og eldri, áttum við fjögur pör og af þeim komust tvö í undanúr- slit í standard dönsunum, en þrjú þeirra fóru í úrslit í suður-amer- ísku dönsunum. Það að eiga helming af pörunum sem komast í úrslit í alþjóðlegri danskeppni er frábært, en að þau pör raði sér í þijú efstu sætin er ótrú- legt... en satt. í þriðja sæti urðu Benedikt Einarsson og' Berglind Ingvarsdóttir, í öðru sæti urðu Brynjar Öm Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir og í fyrsta sæti urðu Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir. Eitt íslenskt par keppti í flokki seniora og fjögur kepptu í flokki áhugamanna og dönsuðu þau pör mjög vel. Fjögur íslensk pör kepptu í flokki atvinnumanna og komst eitt þeirra í undanúrslit. Imperial-keppnin 8.október var komið að næstu keppni sem kölluð er „Imperial- keppnin“. Þar kepptu þijú pör í flokki 12 ára og eldri í suður- amerísku dönsunum og komust þau öll í úrslit. í sjötta sæti urðu Brynjar Örn Þorleifsson og Ses- selja Sigurðardóttir, í fímmta sæti urðu Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir og í fyrsta sæti urðu Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir. Sannarlega glæsileg- ur árangur hjá íslensku keppend- unum. Tvö íslensk pör kepptu í flokki áhugamanna í suður- amerísku dönsunum og náði ann- að þeirra í þriðju umferð. Þennan dag var háð liðakeppni og hafn- aði íslenska liðið í þriðja sæti á eftir Englendingum og Rússum. Standard dansana í íslenska lið- inu dönsuðu: Snorri Engilberts- son og Doris Ó. Guðjónsdóttir og Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, en suð- ur-amerísku dansana dönsuðu Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir. Atvinnupörin íjögur döns- uðu einnig og komst eitt parið áfram í aðra umferð. Alþjóðlega danskeppnin í Royal Albert Hall Þetta er án efa langsterkasta keppnin í þessari ferð og gefur hvað raunhæfasta mynd af stöðu íslensku paranna, samanborið við aðrar þjóðir. Þijú pör kepptu í standard dönsum í flokki 11 ára og yngri og komst eitt þeirra, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheið- ur Eiríksdóttir, í úrslit og enduðu þau í sjötta sæti. Sömu pör kepptu í suður-amerísku dönsun- um og komust tvö þeirra í undan- úrslit. Af fjórum íslenskum pörum í flokki 12 ára og eldri í standard dönsum komust þijú í þriðju umferð og eitt áfram í undanúr- slit. í suður-amerísku dönsunum kepptu §ögur íslensk pör og komust þijú þeirra í undanúrslit. Tvö þeirra fóru í úrslitin, en ein- ungis fímm'pör kepptu í úrslitun- um, þar sem næstu pör voru svo jöfn. í þriðja sæti höfnuðu Brynj- ar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir og í öðru sæti höfnuðu Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir. Það verður eflaust mjög gaman að skoða útskriftirnar af dómun- um þegar þær koma, því ég þyk- ist nokkuð viss að Benedikt Ein- arsson og Berglind Ingvarsdóttir hafa knúið fast á dymar inn í úrslitin. í flokki 21 árs og yngri kepptu fjögur íslensk pör og fóru þijú þeirra í aðra umferð í stand- ard dönsunum en tvö fóru í aðra umferð í suður-amerísku döns- unum og annað þeirra fór áfram í þá þriðju. Af atvinnupörunum fjórum komust tvö áfram í aðra umferð í suður-amerísku döns- unum í Rising Star keppninni, sem er keppni fyrir atvinnumenn sem hafa nýhafið feril sinn. Nótt hinna 100 stjarna Þessi keppni er boðskeppni og var einu íslensku pari boðið að taka þátt í þessari keppni. Það voru þau Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir og enduðu þau í öðru sæti. Það er talinn mikill heiður að vera boðið í þessa keppni, en þegar boðið er í hana er tekið mið af árangri para í ungmennakeppninni í Blackpool. Miðað við úrslit í „Alþjóðlegu danskeppninni" er hægt að segja að eitt íslenskt par hefði átt að hætast í þennan hóp, þau Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, en þau vom fjarri góður gamni í Blackpool í vor. Einnig tel ég víst að áður en langt um líður munu Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir dansa á þessari stjörnubjörtu nóttu. Þessi ferð íslenskra dansara á enska gmndu var svo sannarlega ferð til ijár og frama, eins og ferðir íslensku víkinganna á öld- um áður, og eiga ungu víking- arnir okkar svo sannarlega mik- inn heiður skilinn fyrir frækiieg afrek og sigra á sviði „dans- íþróttalistarinnar. “ Jóhann Gunnar Arnarson Ceidbeinancti Elín Helga 4 vikna byrjenda og framhalds námskeið hefjast laugardaginn 21. október. WjUERKSTÆÐIÐ -Siaiu 4 likama af iái jöiet Göke pumn Snnritun (S: 588-2999 Verkstceðið - Suðurveri • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Úrvals verð J. flSTVflLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavik.simi 552 3580.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.