Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 19 Lufthansa þrýstir á ákvörðun um SAS Kaffiverð hækkandi London. Reuter. VERÐ á kaffi hefur farið hækkandi vegna uggs um dvínandi birgðir og hefur ekki verið hærra í London í fímm vikur. Nóvemberverð í London hækkaði um 92 dollara tonnið fyrr í vikunni, eða 4%, í 2.510 dollara. Eftir lækkandi verð í sumar ber- ast fréttir um dvínandi birgðir í heim- inum. í Asíu er talið að heimsbirgð- imar minnki í 19.95 milijónir 60 kílóa poka í september á næsta og verði minni en nokkru sinni. í London er sagt að birgðir þar hafí minnkað í 6.070 tonn. Þær hafa ekki verið minni síðan í apríl og sjald- an jafnlitlar í tvö ár. Alvarlegra er talið að samkvæmt fréttum frá New York minnkuðu birgðir í Bandaríkjunum um 372.000 poka í september í aðeins 2.608.000. Kunnugir segja að birgðir í Banda- ríkjunum endist í aðeins 56 daga. Á leiðtogafundi Rómönsku Am- eríku í Argentínu hafa forystumenn sjö kaffíframleiðslulanda ítrekað stuðning við útflutningstakmarkanir. Samtök kaffútiflytjenda í Mexíkó segja að 300-400.000 pokar, eða 5-8% uppskerunnar, hafi farið for- görðum í fellibylnum Roxanne. ------» ♦ ♦----- Sony hættír sölu tækja frá Japan Tókýó. Reuter. SONY hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi að mestu hætt útflutningi á sjón- varpstækjum framleiddum í Japan og muni einbeita sér að sjónvarps- framleiðslu erlendis. Hagkvæmara er að framleiða jap- önsk sjónvarpstæki erlendis en inn- anlands vegna sterkrar stöðu jens- ins. Að sögn talsmanns Sony vill fyrirtækið tryggja sig gegn gengis- sveiflum, auk þess sem framleiðsla í öðrum löndum auðveldi Sony að taka tillit til ólíks smekks kaupenda á erlendum mörkuðum. í svipinn flytur Sony út 30-40.000 litsjónvarpstæki framleidd í Japan á mánuði, aðallega til Norður-Ameríku og Asíu, samanborið við rúmlega 100.000 á mánuði þegar framleiðslan var í hámarki 1985. Mörg japönsk fyrirtæki hafa flutt framleiðslu sína úr landi á síðari árum vegna hækkandi gengis jens- ins. Verksmiðjur Sonys í Japan munu nú eingöngu framleiða sjónvarpstæki fyrir japanskan markað, en ekki verður fækkað í starfsliði. ♦ ■♦■■♦---- Útlán NIB aukist um 40% HAGNAÐUR af rekstri Norræna fjárfestingarbankans (NIB) fyrstu átta mánuði ársins nam 66 milljónum ECU eða 5,6 milljörðum íslenskra króna og er þetta sambærileg af- koma og á sama tíma í fyrra sam- kvæmt því sem fram kemur í frétt frá bankanum. Þá er útlit fyrir að afkoma bankans í ár verði sambæri- leg og í fyrra, en methagnaður varð af rekstri bankans í fyrra eða 8,3 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 6,6 milljarðar á fyrstu átta mánuðum ársins, sem er svipuð útkoma og í fyrra. Útistandandi lán NIB í lok ágúst námu alls 403 milljörðum króna og hafa þau aukist um 5% frá ársbyijun. Áætlað er að heildarútlán þessa árs verði um 1.000 ECU eða 83,6 milljarðar króna sem er u.þ.b. 41% aukning frá því á síðasta ári. Þessi mikla aukning útlána stafar fyrst og fremst af lánveitingum bankans til nýrra verkefna. Brussel. Reuter. LUFTHANSA hefur látið í ljós von um að framkvæmdanefndin í Briissel samþykki fljótlega fyrir- hugaða samvinnu við SAS. Vonandi fáum við svar frá ESB eftir nokkrar vikur eða að minnsta kosti fyrir áramót, sagði Friedel Rödig aðalrekstrarstjóri frétta- mönnum í Briissel. Hann sagði að Lufthansa vildi vera óháð bandarískum lögum um hringamyndanir til að geta gert svipaðan samning við United Air- lines og KLM hefur fengið að gera við Northwest Airlines um teng- ingu ferða og samræmingu. Rödig sagði að samstarf Luft- hansas við thailenzka flugfélagið hæfist 1. nóvember. Hann sagði að þýzka stjórnin, sem enn á 36% í Lufthansa, hefði hætt sölu fleiri bréfa í félaginu til að halda þýzku yfirbragði þess. Rödig sagði að nettótekjur Luft- hansa hefðu aukizt um 4,2% fyrstu átta mánuðina 1995 þrátt fyrir- gengistap. 236% söluaukning á árinu, annaö áriö í röö! Opel sýningar um landiö laugardag og sunnudag kl. 14-17 GL 1.4i Opel Astra 4ra dyra kr: 1.296.000.- GL 1.4i Opel Astra 5 dyra kr: 1.253.000.- GL 1.41 Opel Astra station kr: 1.315.000. Akureyri Reyöarfiröi Bifreibaverkstœöi Siguröar Valdimarss. Óseyri 5a Lykill Vestmannaeyjar - Bílverk Keflavík - Bílasalurinn, Crófinni 8 Ðorgarnes - Bílasala Vesturlands Akranes Reykjavík Veriö velkomin í reynsluakstur. Innifaliö í veröi Opel: • Vökvastýri • Samlæsing m/þjófavörn • Útvarp m/þjófavörn • Forstrekkjarar á bílbeltum • 4 höfuöpúöar • Fjarstillanlegir útispeglar • Tvöfaldir styrktarbitar ✓ • Islensk ryövörn og skráning, 8 ára ryövarnarábyrgö Opel - mest seldi bíll I Evrópu 5 ár í röö Opel - ebalmerki á uppleib
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.