Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 240. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Noregur Claes segir af sér vegna meintrar aðildar að spillingarmáli Fyrsti leiðtogi NATO er neyðist til afsagnar Síldin rík- isleynd- armál? Ósló. Morgiinblaðið. NORSKA sjávarútvegsráðu- neytið hefur bannað að birt sé opinberlega skýrsla vísinda- manna um göngur síldarstofna á þeirri forsendu að um sé að ræða mjög mikilvægar upplýs- ingar fyrir þjóðarhag. Skýrslan var unnin af norskum, íslensk- um, færeyskum og rússneskum vísindamönnum. Vísindamenn er starfa við haffræðistofnunina í Björgvin segjast undrandi yfir afstöðu ráðuneytisins sem kom fram í svari við bréfí frá þeim. Þeir segja að nú muni þeir eiga erf- itt með að tjá sig í vísindalegum umræðum um það hvar síldin haldi sig aðallega á hveijum tíma, þ.e. í efnahagslögsögu hvaða ríkis, og annað er snertir veiðistofnana. Sjávarútvegsráðuneytið í Ósló virðist telja að uppiýs- ingamar séu pólitískt sprengi- efni og vill því reyna að koma í veg fyrir að þær séu aðgengi- legar öllum. Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. WILLY Claes sagði í gær af sér sem framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eftir að þing Belgíu ákvað að svipta hann þing- helgi vegna meintrar aðildar að spiil- ingarmáli. Þetta er í fyrsta sinn í 46 ára sögu bandalagsins sem æðsti embættismaður þess neyðist til að segja af sér. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dan- merkur, kvaðst gefa kost á sér sem eftirmaður Claes og danska stjórnin sagði hann koma til greina í embætt- ið. Auk hans em Ruud Lubbers, fyrr- verandi forsætisráðherra Hollands, og Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, taldir líklegir til að verða fyrir valinu. Willy Claes tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi í Brussel rúmu ári eftir að hann tók við embættinu. Hann kvaðst saklaus af sakargiftun- Claes Lubbers um og sakaði flölmiðla og pólitíska andstæðinga sína um „pólitískt morð“, auk þess sem hann gagn- rýndi belgísku stjómarskrána. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að Claes yrði saknað, enda hefði hann reynst „mikilhæfur leið- togi“ á mikilvægu tímabili í sögu Atlantshafsbandalagsins. Embætt- ismenn NATO sögðu þó að óhjá- kvæmilegt hefði verið að Claes færi Ellemann V.d. Broek frá eftir að þingið svipti hann þing- helgi. Eftirmaður valinn um helgina? Bandalagið býr sig nú undir að senda 60.000 hermenn til friðar- gæslu í Bosníu, sem yrði viðamesta hernaðaraðgerð í sögu bandalagsins. Framkvæmdastjórinn verður skipað- ur til fímm ára og talið er að á þeim tíma verði meiri breytingar á banda- laginu en í öll þau 46 ár sem liðin eru frá stofnun þess. Aðildarríkin vilja ákveða sem fyrst hver taki við embættinu og hugsan- lega verður það gert um helgina, þegar utanríkisráðherrar ríkjanna koma saman í New York í tilefni af 50 ára 'afmæli Sameinuðu þjóðanna. Simon Lunn, varaforseti þing- mannasamkundu NATO, kvaðst telja Uffe Ellemann-Jensen líklegastan til að hreppa embættið. Lubbers, sem er einnig talinn lík- legur eftirmaður Claes, er sagður hafa skapað sér óvild Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands. Hermt er að Kohl hafi aldrei fyrirgefið honum að hafa lagst gegn sameiningu Þýska- lands eftir hrun Berlínarmúrsins. Líklegt þykir að Hans van den Broek sækist ekki eftir embættinu ef Lub- bers gefur kost á sér. ■ Sakar andstæðinga sína/20 I Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra Ljær máls á að styðja Ellemann HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra var í gær spurður hvort ríkisstjórnin hefði tekið afstöðu til þess hver ætti að verða eftirmaður Willy Claes hjá NATO. „Við erum ekki búin að því formlega. Þessi umræða er nú rétt að fara af stað. Mér skilst að danska ríkisstjórnin muni leggja áherslu á Uffe Ellemann- Jensen og við getum alveg hugs- að okkur að styðja hann. En við viljum ekki taka endanlega af- stöðu til málsins fýrr en það er gengið lengra fram.“ Halldór sagðist ekki hafa heyrt í norrænum starfsbræðrum sínum eftir að afsögn Claes varð kunn. Málið hefði hins vegar verið rætt lauslega þein-a í milli en menn hefðu ekki talið tímabært að bindast neinum fastmælum um stuðning. Halldór sagð- ist telja að Claes hefði sýnt mik- inn manndóm með ákvörðun sinni. „Hann gerir það sem er óhjákvæmilegt fyrir stjórnmálamann sem stendur frammi fyrir slíkum vanda, hvort sem hann er sekur eða saklaus." Logandi olíugeymar SKÆRULIÐAR Tamíla á Sri Lanka sprengdu í gær upp tvær olíubirgðastöðvar í höf- uðborginni, Colombo, og stóðu þær í ljósum logum á eftir. Að minnsta kosti 25 manns féllu i árásinni, stjórn- arhermenn og skæruliðar, og hefur sala á flugvélaeldsneyti og öðru verið takmörkuð. Talið er, að árásin geti haft áhrif á sókn stjórnarhersins gegn Tamílum á Jaffnaskaga. Reuter Jeltsín Rússlandsforseti dregur í land með hótun um ráðherraskipti Kozyrev áfram ráðherra um sinn Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, dró í gær í land með að hann hygðist víkja Andrej Kozyrev utanríkisráðherra úr embætti og sagði að hann þyrfti að fá góðan aðstoðarráðherra til að geta sinnt starfi sínu sem skyldi. Fréttaskýrendum þykja ummæli Jeltsíns til marks um að einn dagur sé langur tími í rúss- neskum stjórnmálum. Þegar Jeltsín gekk til hvílu á fimmtudagskvöld hélt heimsbyggðin að hann hygðist víkja Kozyrev úr embætti. Þegar hann vaknaði virtist hann hafa áttað sig á því að hann þyrfti á utanríkisráðherranum að halda í ferð til Frakklands og Bandaríkjanna, þar sem ýmis viðkvæm deilumál verða til umræðu. Jeltsín sagði áður en hann hélt til Parísar í gærmorgun að ummæli hans á fimmtudag um að hann væri að leita að nýjum utanríkisráð- herra hefðu verið misskilin; Kozyrev gæti „ef til vill“ haldið embættinu, a.m.k. um sinn. Sex aðstoðarráðherrar Forsetinn sagði að Kozyrev þyrfti fyrst og fremst á góðum aðstoðarráðherra að halda til að stjórna utanríkisráðuneytinu meðan ráðherr- ann væri í útlöndum. Þessi ummæli komu stjórn- arerindrekum í Moskvu á óvart þar sem Kozyrev er þegar með sex aðstoðarráðherra. Jeltsín sagði í gær að utanríkisráðherrann hefði spurt hvort hann ætti að fylgja honum til Frakklands og Bandaríkjanna. „Ég svaraði: „Komdu með, komdu með í þetta sinn“.“ Daginn áður var Jeltsín spurður á blaða- mannafundi í Kreml hvort það væri vandamál að finna eftirmann Kozyrevs og forsetinn játti því. „Leyfum honum að sinna starfi sínu áfram. Við megum ekki verða til þess að hann láti bugast. En ákvörðun mín stendur.“ ■ Stefnubreyting ólíkleg/20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.