Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 4

Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 4
4 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur í endurskoðun Ekið verði niður Hverfisgötu í TILLÖGUM danska ráðgjafafyr- irtækisins Anders Nyvig A/S sem unnið hefur að endurskoðun leiða- kerfis SVR, er gert ráð fyrir að byggð verði skiptistöð á Artúns- höfða, gengið frá skiptistöð í Kvos- inni, opnað fyrir akstri strætis- vagna vestur Hverfisgötu og þjón- usta bætt í hverfum austan Elliða- áa. Framkvæmdir l.júní Þá er gert ráð fyrir í tillögunum að sérstakur annatími verði skil- greindur á milli klukkan sjö og níu á morgnana og klukka 16-19 síðdegis og á þeim tíma verði ferð- um hraðleiða fjölgað. Þetta kom fram í máli Lilju Olafsdóttur, for- stjóra SVR, á samgönguráðstefnu Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu sem haldin var á föstudag. Danska ráðgjafafyrirtækið, sem unnið hefur fjölmörg umferðar- tengd verkefni fyrir Reykjavíkur- borg á undanförnum áratugum, var fengið til að gera úttekt á núverandi leiðakerfi SVR og gera grunntillögu að breytingum. Sú vinna hefur staðið yfir undanfarið ár og voru tiilögur að nýju leiða- kerfi fullbúnar í byijun hausts að sögn Lilju og eru nú til umfjöllun- ar í stjórn SVR. Hátt í helmings- fækkun Lilja segir áformað að breyting- ar á leiðakerfinu komi til fram- kvæmda 1. júní á næsta ári. Hún segir að stjórn SVR leggi m.a. áherslu á þau markmið að skipu- leggja ný hverfi fyrir almennings- samgöngur með sérstökum götum, akreinum eða hliðum fyrir strætis- vagna og lága eldri hverfí að al- menningssamgöngum á sama hátt eftir því sem unnt er. Lögd verði áhersla á forgang strætisvagna í umferðinni. í máli Lilju kom fram að farþegar SVR voru 7,1 milljón á seinasta ári og eknir 4,8 milljón kílómetr- ar, sem er tæplega helmingsfækk- un farþega á aldarfjórðungi því að farþegar SVR voru 13,4 millj- ónir árið 1970, en eknir kílómetrar 3,6 milljónir. Hún segir mikla fjölgun einkabfla vera meginskýr- ingu þessarar fækkunar, því að íbúum hafi fjölgað og borgin þan- ist út á sama tíma. Á ráðstefnunni kom fram bæði hjá Lilju, Pétri Fenger fram- kvæmdastjóra Almenningsvagna hf. og Guðrúnu Ágústsdóttur for- seta borgarstjórnar Reykjavíkur, að æskilegt væri að hafa eitt sam- ræmt leiðakerfí við lýði á höfuð- borgarsvæðinu, auk þess sem brýnt væri að efla samgöngur með almenningsvögnum á kostnað notkunar einkabíla. Sex 30 metra mjöl- tankar rísa á Eskifirði FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu á sex fiskimjöls- tönkum við Hraðfrystihúsið á Eskifirði, fjórum 32 metra háum lagertönkum og tveim 25 metra háum blöndunar- tönkum. Aðalverktaki er Héð- inssmiðja, en á meðal undir- verktaka eru Fitjar, SR Mjöl og Stálsmiðjan. Aætlað er að fyrstu tankarnir verði teknir í notkun í nóvember, en kerf- ið verði sett í gang I febrúar. Að sögn Kára Pálssonar hjá Héðinssmiðju er áætlað að framkvæmdin kosti 140 millj- ónir króna. Með tönkunum er hægt að jafna gæði mjöls með því að blanda því saman, koma því þannig í hærri gæðaflokk og auka verðmæti þess. Bandaríkja- menn svara um kjarn- orkuvopn SVAR Bandaríkjamanna við því hvort hér hafi verið geymd kjarn- orkuvopn gefur ekki tilefni til að ætla að svo hafi verið, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra. Hann sagði að af svari Banda- ríkjamanna að ráða væri ekki ástæða til að ætla að þeir hefðu brotið það samkomulag sem gilt hefur milli þjóðanna um að á Is- landi séu ekki kjarnorkuvopn. Utanríkismálanefnd Alþingis hef- ur verið send greinargerð í fram- haldi af viðræðum stjórnvalda við Bandaríkjamenn um málið. Biblíufræðsla í framhaldsskóla LÖGÐ var fram tillaga til þings- ályktunar á Kirkjuþingi í gær um að tekin verði upp biblíufræðsla í framhaldsskólum landsins. í tillögunni er tekið undir álykt- un Samtaka móðurmálskennara frá því í sumar um að íslenskir nemendur séu hættir að skilja til- vísanir í bókmenntum vegna ókunnugleika á Biblíunni. Baldur Kristjánsson biskupsrit- ari segir að í íslenskum nútíma- bókmenntum og eldri bókmennt- um séu margar tilvísanir almenns eðlis í Biblíuna. Svo virðist hins vegar sem kynslóðin sem nú vaxi upp hafi ekki þessa þekkingu. Biblían sé fyrir þeim ókunnug bók. Tillöguna flutti séra Gunnar Kristjánsson. Lagt er til að við- ræður hefjist við fræðsluyfirvöld um að biblíufræðsla verði þáttur af námsefni framhaldsskóla, þ.e.a.s. bókmenntaleg kynning á Biblíunni. Gjafir til Barnaspítala Hringsins V.X Varað við sjö gerðum af af getnaðarvarnapillum TUGIR þúsunda kvenna í Bretlandi hafa haft samband við heimilis- lækna sína og heilsugæslustöðvar eftir að tilkynnt var að sjö gerðir af getnaðarvamapillum gætu reynst hættulegar heilsu þeirra. Maður, sem vann að rannsókn á pillunum, hefur þó gagnrýnt til- kynninguna harðlega og segir hætt- una stórýkta. Reynir T. Geirsson, prófessor á kvennadeild Landspítalans, segist taka þessum fregnum með ákveð- inni varúð og kveðst muni bíða eft- ir að rannsóknaniðurstöður, sem vitnað var til, verði birtar og um- ræðum fagfólks um þær. Niðurstöður ekki birtar Opinber nefnd í Bretlandi til- kynnti á fimmtudag og vitnaði í skýrslu, sem ekki hefur verið birt, að sjö gerðir af getnaðarvarnapill- um gætu verið hættulegar heilsunni og réð konum að hætta notkun þeirra. Var sagt, að þær ykju líkur á blóðtappa um helming. Umræddar gerðir eru Femodene, Femodene ED, Minulet, Tri-Minu- let, Triadene, Marvelon og Mercil- on. Prófessor á kvennadeild Landspítalans seg- ist taka fréttunum með varúð Walter Spitzer, einn vísinda- mannanna sem unnu að rannsókn- inni, hraðaði sér heim frá Kanada þegar hann frétti af tilkynningunni og kvaðst vera æfur yfír því hvern- ig starf hans í fimm ár hefði verið misnotað. Sagðist hann telja litla hættu fylgja notkun pillnanna. Konur í áhættuhópum Reynir T. Geirsson segir konur sem eru feitlagnar, reykja eða eru með æðahnúta í mestri hættu að fá blóðtappa. Hann telur ráðlegt fyrir konur, sem hafa þessa áhættuþætti og nota lyf af umræddum tegundum, að skipta yfír í aðra pillutegund í upphafí næsta tíðahrings. Ungar og hraustar konur, sem þola þessar getnaðarvarnatöflur vel, ættu að bíða með að skipta um pillutegund meðan málin eru að skýrast. Reynir bendir á að sú áhætta sem hér um ræðir sé í raun lítil eða af stærðargráðunni sex konur af hveijum 100 þúsund. Þótt áhætta tvöfaldist verði hún 12 konur af hveijum 100 þúsund. Þannig megi ætla að líklegra sé að kona lendi í árekstri í umferðinni en að hún fái blóðtappa af notkun getnaðarvarn- arlyfja. Framleiðendur mótmæla . Þrír framleiðendur getnaðar- varnarpilla hafa harðlega mótmælt túlkun enskra heilbrigðisyfirvalda á upplýsingum um umræddar rann- sóknir. Þeir benda á að rannsókna- niðurstöður hafí enn ekki verið birt- ar. Fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál hafi valdið fjölda fólks óþarfa áhyggjum og ótta. Danski sérfræðingurinn Öjvind Lidegaard, sem nýtur mikillar virð- ingar fyrir rannsóknir sínar á getn- aðarvarnarpillum, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa máls. Hann telur yfirlýsingu enskra heilbrigðis- yfiivalda ganga of langt og ástæðu- laust fyrir Dani að hætta að ávisa á pillur með litlu östrógeninnihaldi. Bömin fá sjónvörp o g mynd- bandstæki TVEIR ungir drengir, þeir Birgir Haraldsson, og Baldur Krisijánsson, afhentu í gær Barnaspítala Hringsins 212.590 króna ávísun ásamt gjöfum en þeir ráku útvarpsstöðina Hring- inn í eina viku í sumar. Pening- unum söfnuðu þeir með auglýs- ingum, sein Iesnar voru í út- varpinu. Ásgeir Haraldsson, forstöðulæknir barnaspítalans, tók við ávísuninni að viðstödd- um þeim Pétri Lúðvíkssyni, Birni Árdal, Herthu W. Jóns- dóttur hjúkrunarforstjóra, AI- dísi Þorbjarnardóttur forstöðu- manni leikmeðferðar og Gesti Pálssyni. Að sögn Ásgeirs mun barnaspítalinn nýta peningana til að létta börnunum vistina og verða keypt sjónvörp og mynd- bandstæki sem sárlega vantar. Sagðist hann vilja þakka drengjunum sérstaklega og eins þeim aðilum sem felldu niður ýmis gjöld vegna útsending- anna. I I > i I í t I I I I I I l r i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.