Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 23

Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 23 FJÖLMIÐLAR Washington. Reuter. BANDARÍSKA fj arskiptastofnunin FCC (Federal Communications Commission) hef- ur samþykkt að hrinda í framkvæmd fyrir- ætlunum um útboð á síðasta rekstrarleyfinu til að sjónvarpa um gervihnött um öll Bandaríkin. Samþykktin er áfall fyrir Tele-Comm- unications Inc., stærsta kaplasjónvarpsfyr- irtæki Bandaríkjanna, sem hafði sótt um að veita beina gervihnattaþjónustu (DBS) með því að kaupa rekstrarleyfið af fyrir- tæki í Virginíu, sem hafði mistekizt að koma á DBS þjónustu. Samþykkt FCC (með 3 atkvæðum gegn 2) verður til þess að TCI í Denver verður að taka þátt í uppboði í byijun næsta árs og keppa við aðra volduga aðila eins og MCI Communications Corp., sem nýlega gekk til samvinnu við fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdochs, News Corp. Ákveðið hefur verið til bráðabirgða að upp' boðið fari fram 18. janúar og það stendur í einn dag. Mikið í húfi í húfi er rekstrarleyfí, sem veitir einn af örfáum möguleikum til að sjónvarpa um gervihnött til áskrif- enda um þver og endilöng Bandarík- in. Tekið er á móti útsendingunum með 18 þumlunga gervihnatta- diski. Hægt verður að sjónvarpa um gervihnött á tugum rása til áskrif- enda. Lítill gervihnattadiskur eins og sá sem verður notaður hefur fleiri kosti en stóru diskarnir, sem setja sérkennilegan svip á húsaþök og bak- lóðir hvarvetna í Bandaríkjunum. Uppboð á sjónvarpi um gervihnött TCI hafði samþykkt að kaupa rekstrar- leyfið fyrir um 45 milljónir dollara af fyrir- tækinu Advanced Communications Corp. í Arlington, Virginíu. í maí dró FCC leyfið til baka á þeirri forsendu að Advanced Communications hefði ekki notað það. Fyr- irtækið hafði fengið leyfið ókeypis 1984. 700 millj. dala virði? John McCain, öldungadeildarmaður rep- úblikana frá Arizona, hefur beitt sér fyrir því að FCC bjóði leyfið út. MCI hefur stutt hugmyndir um opinbert uppboð og sagt FCC að fyrsta boð verði 175 milljónir dollara. Fyrirtækið vitnaði í áætlanir um að leyfið væri 700 milljóna dollara virði. TCI segir ákvörðun FCC valda „vonbirgð- um“ og heldur í þá von að henni verði hnekkt að því er fram kemur í yfirlýsingu. Aukin ítök Rupert Murdochs í Astralíu Sydney. Reuter. RUPERT MURDOCH, hinn kunni fjölmiðlakóngur, hefur treyst stöðu sína á áströlskum sjónvarpsmarkaði með samningi upp á einn milljarð Ástralíudollara (760 millj. Banda- ríkjadala) um sam- vinnu milli Foxtel- fyrirtækis hans og fyrirtækis keppi- nautanna, Austral- is Media Ltd. Foxtel er sam- eignarfyrirtæki News Corp-fyrir- tækis Murdochs og flarskiptafyrirtæk- isins Telstra Corp, sem er í ríkiseign. Foxtel og Austral- is munu sameinast í nýtt fyrirtæki, sem mun ná til 90% heimila í Ástral- íu. Sérfræðingar segja að með samn- ingnum sé komið á fót voldugasta áskriftarsjónvarpi í Ástralíu. Með samningnum verða örbylgju- og gervihnattasjónvarp í Ástralíu sam- ræmd fyrirætlunum Foxtels um að hleypa af stokkunum 20 rása kafla- sjónvarpsþjónustu þesa dagana. Taprekstur hefur verið hjá báðum aðilum, en nú á að sameina hæfni þeirra á sviðum útsendinga, mark- aðssetningar og dagskrárgerðar, auk þess sem Australis fær aðgang að miklu alþjóðlegu safni Foxtels af sjónvarpsefni. Áskriftarsjónvarp Australis, Gal- axy, nær til 31.000 áskrifenda með sendingum á örbylgju, en búizt hefur verið við að áskrifendum fjölgi þegar stöðin hefur gervihnattarsendingar síðar í ár. Þessi áhorfendahópur sameinast áhorfendum að sendingum Foxtel- fyrirtækis Murdochs og kaplasjón- varps Telstra, sem gert er ráð fyrir að nái til einnar milljónar heimila fyrir áramót. Gamall keppinautur eftir Eftir samrunanna verður eini meiriháttar keppinauturinn á sviði kaplasjónvarps fyrirtækið Optus Vision, sem er að hluta til fjármagn- að af Kerry Packer, hinum gamal- kunna mótheija Murdochs. Optus Vision hóf útsendingar í september- lok, en lengri tíma tekur að leggja kaplana. Ef samruninn fær samþykki sam- keppnisyfirvalda og hluthafa í Ástr- alíu verður hann mikið áfall fyrir Optus Vision. Ekki er talið að stjóm Ástralíu leggist gegn samrunanum, en sumir þeir sem gagnrýna hann halda því fram að Murdoch fái of mikil áhrif í fjölmiðlum á landsbyjggðinni. News Corjp á 66% blaða í Astralíu. Askrift að Foxtel mun kosta 39,95 Ástralíudali á mánuði (30 Banda- ríkjadali). Áskrift að Optus Vision og Australis kostar 25-39,95 dali (19-30) og 49,95 dali (38). Rupert Murdoch. laugardag og sunnudag Haustlaukar B Pottaplöntur B Afskornar rósir Túlipanar! aðeins kr. Eitt 17C verð li pakkinn (8.io,*) Rósavendir 5 stk. kr. 395 7 stk. kr. 548 10 stk. kr. 790 Aðeins 79 kr. rósin í búnti. MUNIÐ MAGNTILB0ÐHH STÓRIR, KRÖFTUGIR LflUKflR J 50 túlipanar kr. 895 50 krókusar kr. 895 25 túlipanar kr. 595 Fíkus ca. 90 cm. kr. 699 Stórar og flottar Stofuaskur ca. 30 cm kr. 399 Drekatré ca. 50 cm kr. 399

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.