Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tqpmftlafeifc STOFNAÐ 1913 241.TBL.83.ARG. SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosið í Berlín Jafnaðar- mönnum spáð tapi Berlín. Reuter. KOSNINGAR verða í Berlín í dag og benda skoðanakannanir til, að jafnað- arménn muni tapa miklu fylgi. Má meðal annars rekja það til forystu- kreppu og mikilla innanflokksátaka. I skoðanakönnun, sem birt var á föstudag, var jafnaðarmönnum aðeins spáð 25% atkvæða en þeir fengu 30% í kosningunum 1990. Hefur fylgið við þá minnkað um fimm prósentustig á einum mánuði. Kristilegir demókratar, flokkur Helmuts Kohls kanslara, getur hins vegar búist við 40% atkvæða í sameinaðri Berlín, hinni nýju höfuð- borg Þýskalands. Verði úrslitin þessu lík yrði það mik- ið áfalla fyrir þýska jafnaðarmenn en á dögum kalda stríðsins var Vestur- Berlín eitt sterkasta vígi þeirra. Á fyrra kjörtímabili fóru jafnaðar- menn með stjórn borgarinnar í sam- starfi við græningja en á þessu, sem nú er lokið, hafa þeir starfað með kristilegum demókrötum en jafnframt staðið í skugga þeirra. ¦ Ofurkanslarinn/12 Njótið lífsins og lifið lengi HREIÐRIÐ um ykkur í sófanum á kvöldin, fáið ykkur súkkulaðistykki öðru hverju og hafið ekki áhyggjur af einu vínglasi til á góðri stund. Með öðrum orðum, njótið lífsins því að vís- indamenn hafa komist að því, að það er einmitt lykillinn að langlífi og góðri heilsu. David Warburton, prófessor við háskólann í Reading á Englandi, og samstarfsmenn hans segja, að þegar fólk svipti sig einföldustu ánægjuefnum þá komi það sér upp sektarkennd, sem aftur sé hin mesta gróðrarstía fyrir þunglyndi. Warburton segir, að þung- lynt fólk sé næmara en aðrir fyrir smit- og hjartasjúkdómum og krabba- meini „en læknisfræðilegar rannsóknir sýna, að ánægt fólk lifir lengur". Það er því ekki víst, að heilsuhoppið á síð- ustu árum hafi alltaf verið svo hollt því að skokk og önnur líkamleg áreynsla séu því aðeins til bóta, að fólk hafi ánægju af. Kaffitími í Olgukoti Morgunblaðið/Asdis HÚN Sigrún Hlín Halldórsdóttir sá um kaffiveitingarn- ar í Olgukoti á Öldugötu og hún sparaði ekki róminn þegar hún kallaði á vinkonur sínar og sagði þeim að koma og fá sér sopa. Valið á eftirmanni Claes sem framkvæmdastjóra NATO rætt um helgina Lubbers og Ellemann- Jensen taldir líklegastir Brussel. Reuter. LEITIN að eftirmanni Willy Claes, sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO, á föstudag, er komin á fullan skrið en ekki er talið líklegt að hann verði valinn fyrr en eftir helgi. Ætla utanríkis- ráðherrar NATO-ríkjanna og aðrir frammá- menn þeirra að bera saman bækurnar í New York í dag en þar verða þeir staddir vegna hálfrar aldar afmælis Sameinuðu þjóðanna. Hafa nöfn þriggja manna verið efst á baugi en nú hefur þeim fækkað um eitt og komi ekki nýir menn til sögunnar mun valið líklega standa á milli þeirra Uffe Ellemann-Jensens, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, og Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands. Talsmenn ríkisstjórna Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands lofuðu í gær störf Willy Claes á örlagaríkum tímum í sögu Atl- antshafsbandalagsins en bentu jafnframt á, að mikil og erfið verkefni biðu eftirmanns hans á næstu mánuðum og árum. Belgísku dagblöðin fóru ekki jafn fögrum orðum um Claes og sögðu, að afsögn hans hefði skort alla reisn og borið vott um hroka. Hann hefði sýnt litla sjálfstjórn þegar hann notaði kveðjustundina til að ráðast af heift á belgíska fjölmiðla og réttarkerfið í landinu. Van den Broek úr leik Til skamms tíma voru þrír menn taldir lík- legastir til að keppa eftir framkvæmdastjóra- starfinu en nú er einn þeirra úr leik, Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hann hefur lýst yfir, að hollenska stjórnin æski þess, að hann sinni því starfi áfram. Valið stendur nú líklega á milli þeirra Lub- bers og Ellemann-Jensens en það er talið vinna gegn þeim síðarnefnda, að Bandaríkja- stjórn er sögð hafa áhuga á, að Breti fái embættið og Frakkar eru lítt hrifnir af Dana vegna eindreginnar andstöðu dönsku stjórnar- innar við kjarnorkuvopnatilraunir þeirra. Lub- bers hefur það hins vegar á móti sér, að hann lagðist gegn sameiningu þýsku ríkjanna eftir hrun Berlínarmúrsins. Því hefur þýska stjórnin ekki gleymt. • • BJORGUN FRA GRIMMUM ORLOGUM GOLLUÐ (18) en ómissandi samtök FRAQ8A KLAKANN 20 VEDSKErTIiaVINNUlír A SUNNUDEOI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.