Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ágæti hf. með hagn- að tvö ár af þremur MATTHÍAS H. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ágætis, segir rangar þær staðhæfingar Gunnars Gíslason- ar, framkvæmdastjóra Mata, í Morg- unblaðinu í gær að Ágæti hafí verið rekið með tapi undanfarin ár. Hið rétta sé að á þremur síðustu árum hafí fyrirtækið skilað hagnaði tvö ár af -þremur. Hann mótmælir því einnig að eignastaða fyrirtækisins sé ofmetin í reikningum, eins og Gunnar heldur fram. Til sanns vegar megi færa að fasteign fyrirtækisins sé ofmetin, en á móti komi að ýmsar aðrar eignir séu vanmetnar. Þess vegna sé geng- ið 1,5, sem Mata bauð ýmsum hlut- höfum Ágætis að kaupa á, mjög nærri því að vera raunvirði, en að innra virði fyrirtækisins væri aðeins 0,66 væri fjarri lagi. Matthías telur að rekja megi átök- in milli fyrirtækjanna á markaðnurn lengra aftur heldur en Gunnar geri. Ágæti hafí verið byrjað að seilast inn á ávaxtamarkaðinn, þar sem Mata er fyrirferðamikið, og vafalaust höggvið eitthvað í markaðshlutdeild Mata úr því að það freistaði þess að ná yfirtökunum í Ágæti. Síðan hafi Mata svarað fyrir sig með því að freista þess að ná ítökum á kartöflu- rnarkaðinum sem verið hefur helsta vígi Ágætis. „Þetta eru þess vegna bara venjulegar samkeppnisýfíngar," segir Matthías H. Guðmundsson. -----♦ ♦ » Staurinn brotnaði við höggið LJÓSASTAUR brotnaði og bíll stór- skemmdist þegar honum var ekið á staurinn við Klettaborgarveg á Ak- ureyri á föstudagskvöld. Engan sak- aði í óhappinu. Að sögn lögreglunnar var hálku- laust þegar óhappið varð og virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þessum afleiðingum. Bíllinn skemmdist svo mikið að fjar- lægja varð hann af vettvangi með aðstoð kranabíls. SAMÞYKKT hefur verið í skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar og borgarráði að fella niður kvöð á lóð Ríkisútvarpsins Efstaleiti 1 um almenna gönguumferð á hitaveitulögn, sem um lóðina liggur. Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipu- Iags, segir að í framhaldi af áformum um að reisa heilsu- gæslustöð á lóðinni komi nýir stígar þvert yfír lóðina. „Stóra hitaveitulögnin sem liggur alveg frá hitaveitunni að Reykjum í Mosfellsbæ liggur þvert yfir lóð- ina og fyrir löngu var sett kvöð um að almenningur mætti ganga þvert yfir hana eftir hita- veitulögninni. En þegar þarna kemur stígur, þurfum við ekki þessa kvöð lengur,“ segir hann. Frjálst að breyta Með afnámi kvaðarinnar get- ur Útvarpið breytt stokknum að vild, sett þar bílastæði eða stað- ið fyrir öðrum framkvæmdum. „Ríkisútvarpinu er frjálst héðan í frá að fjalla um lóðina án þess- arar kvaðar, fari það einhvern tímann út í frekari framkvæmd- ir á henni, af því að stígurinn kemur þama, enda engin ástæða til að hafa ónauðsynlega kvöð á lóðinni," segir hann. Lúkashenko lenti á leið til New York ALJAKSANDR Lúkashenko, for- seti Hvíta-Rússlands, millilenti hér á landi skömmu eftir hádegi í gær, á leið sinni til New York þar sem hann sækir hátíð Sam- einuðu þjóðanna í tilefni 50 ára afmælis samtakanna. Hörður H. Bjarnason, sendi- herra og siðameistari utanrikis- ráðuneytisins, tók á móti forset- anum fyrir hönd íslenskra stjórn- valda, ásamt rússneska sendi- herranum, Júrí Resetov. Hörður sagði að forsetinn myndi ekki ræða við íslenska ráðamenn. Eduard Sjevardnadsje, forseti Georgíu, hafði boðað millilend- ingu hér kl. 12 á hádegi í gær, en eftir hádegi kom í ljós að hann kæmi ekki. Samkvæmt fréttastofunni Reuter hætti hann við vesturför vegna ástandsins heima fyrir, þar sem uppreisnar- öfl Iáta á sér kræla, auk þess sem forseta- og þingkosningar í Ge- orgíu eru innan skamms, eða hinn 5. nóvember. Björgun f rá grimmum örlögum ►Fyrirbyggjandi aðgerðir í lækn- isfræði geta skilað þýðingarmikl- um árangri, svo sem niðurstaða kembileitar, sem s.l. 15 ár var gerð á íslenskum nýburum til þess að finnasem allra fyrst þau böm sem líða meðfæddan skort á skjaldkirtilshormóni, gefur til kynna. /10 Ofurkanslarinn Kohl ►Helmut Kohl hefur aldrei verið traustari í sessi og virðist hyggja á valdasetu fram á næstu öld. Andstæðingar Kohls em sundraðir og þýskir fjölmiðlar finna vart höggstað á kanslaranum./12 Umdeild en ómissandi ►Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóð- annatók gildi 24. október 1945. Haustið eftir tóku þær til starfa í heimssýningarbyggingu frá 1939 í Flushing Meadows við NY. Elín Pálmadóttir starfaði þar 1949 og segir frá samtökunum og fyrstu áram þeirra. /18 Frá Q8 á klakann ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Margréti Guðmundsdóttur sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjá Skelj- ungi eftir að hafa starfað um ára- bil fyrir Q8 í Danmörku. /20 B . ► l-28 Gengiðá Cho Oyu ►Þrír íslenskir hjálparsveitár- menn og fjallagarpar með méira komust nýverið allir á topp Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall ver- aldar. /1&14-15 Frægðin er yf irborðs- kennd ►Norski tónlistarmaðurinn Mort- en Harkett, sem varð heimsfrægur með hljómsveitinni A-Ha, er nú einn á ferð. /2 Eins og villidýrið komi fram ►Hlutskipti það sem Borgnesing- urinn Þorvaldur Friðriksson ætlaði sér með inngöngu í Bandaríkjaher árið 1950 og það hlutskipti sem forlögin höfðu í raun braggað hon- um gætu ekki verið ólíkari. /4 Teoría kvennafarsins ►Pétur Pétursson grefur hér upp úr fórum sínum frásögn Ólafs F. Ólafssonar, vélstjóra. /10 C BÍLAR___________________ ► 1-4 l\lý kynslóð BMW 5 ►Fjórða kynslóð 5-línunnar frá BMW er komin markað, betur búin og laglegri en nokkru sinni áður. /1 4-línan frá Scania ►Scania í Svíþjóð kynnti í vikunni nýja kynslóð vörubíla ./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk í fréttum 38 Leiðari 24 Bíó/dans 40 Helgispjall 24 íþróttir 44 Reykjavíkurbréf 24 Útvarp/sjónvarp 46 Minningar 26 Dagbók/veður 47 Myndasögur 34 Gárur 6b Bréf til blaðsins 34 Mannlífsstr. 6b Brids 36 Kvikmyndir 8b Stjörnuspá 36 Dægurtónlist 9b Skák 36 INNLENDAR FF ÆTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1 6 Verkfræðideild Háskóla Islands hefur einfaldan tækjabúnað Fjarskortur hamlar flóknari rannsóknum VEGNA fjárskorts er kennsla í verkfræðideild Háskóla Islands bundin einföldum tækjum og tölvum, sem hamla í raun flóknari og viðameiri rannsóknum eða kennsluaðferðum, að sögn Bjöms Kristinssonar, forseta deildarinnar. „Við verðum að halda okkur við einfaldleikann og þegar um flóknari atriði er að' ræða verður að senda fólk utan,“ segir Bjöm. Ekki sé hægt fyrir vikið að bjóða upp á sérhæf- ingu hérlendis, heldur aðeins almennt nám á breiðum grundvelli. Björn segir þróunina hafa verið mesta á sviði tölvubúnaðar sem deildin hafi reynt að fylgja eftir megni, en tækjaþörf við verkfræðikennslu sé margbrotnari en svo að núverandi tækjakostur fullnægi henni. Þröngur stakkur sniðinn „Vegna þessa og lítils rekstrarfjár HÍ, verður allt kennslulið í þokkabót að sætta sig við kjör sem þekkjast ekki annars staðar í heiminum. Okkur er þröngur stakkur sniðinn,“ segir Björn. Hann segir „þokkalega" mikið til af gmnn- tækjum til kennslu, svo sem mælitæki, tæki fyrir sérstakar æfingar og tölvur. „Allt em þetta frekar einföld tæki og ódýr, en þessi tækjakost- ur hefur verið byggður upp á mörgum árum og endumýjaður öðru hveiju með fjármunum úr tækjakaupasjóði HÍ og almennu rekstrarfé deild- ar og skora. Hérna koma varla til greina dýrari tæki en sem samsvara t.d. verði ódýrrar bifreið- ar. Öll stærri og flóknari tæki til kennslu og rannsókna em varla til. Þó get ég nefnt dæmi um styrk sem við feng- um frá einkasjóði, sem er nú um 10 milljónir króna, sem átti að renna til kaupa á rannsóknar- tæki sem má nýta til þess að gera bæi og borg byggilegri méð því að rannsaka hegðun vinda við hús og önnur mannvirki. Vegna þess að ekki hefur tekist að afla fjár til að annast rekst- ur á þessu tæki, er ekki hægt að setja það upp, þannig að við höldum áfram að búa við óþarf- lega neikvæð veðurskilyrði." Bjöm segir að menntamálaráðherra hafi skip- að nefnd til að fara yfir kennslumál verkfræði- deildar og er þar m.a. verið að ræða um aukna samvinnu um alla tæknikennslu, sem tengist meðal annars Tækniskóla íslands. „Hugsanlega em því á döfinni einhverjar breytingar, vonandi til batnaðar, en það er eitt ár þangað til þessi nefnd skilar niðurstöðum," segir Björn. í hálfgerðu svelti Skúli Guðmundsson, nemandi í byggingaverk- fræðiskor, á sæti í tölvunefnd hennar. Hann kveðst telja að deildin sé í hálfgerðu tækja- svelti. Sérstaklega þurfi að fjölga tölvum. Þær þurfi að vera fleiri og nýrri. „Þegar koma verk- efnatarnir eru ekki nægjanlega margar tölvur fyrir alla, þannig að menn verða að leita annað til að fá úrlausn sinna mála. Sumar tölvurnar eru einnig of hægar í vinnslu sökum aldurs, en aðrar nægja okkur ennþá, sem betur fer,“ segir Skúli. „ÞARNA ER ANNAR STÆRRI!“ Morgunblaðið/Sverrir Lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti Kvöð um umferð á hitaveitulögn á lóð felld niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.