Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirbyggjandi aðgerðir í læknisfræði geta skil- að þýðingarmiklum ár- angri. Gleðilegt dæmi um slíkt er niðurstaða kembileitar, sem s.l. 15 ár var gerð á íslenskum nýburum til þess að fínna sem allra fyrst þau börn sem líða með- fæddan skort á skjaldk- irtilshormóni. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við læknana Árna V. Þórsson og Þorvald Veigar Guðmundsson sem stóðu að umræddri kembileit. í henni fannst 21 barn, sem með horm- ónainntökum hafa orðið alheilbrigðir einstakl- ingar, allflest. Samkvæmt _ upplýsingum læknanna Árna Þórssonar og Þorvalds Veigars Guð- mundssonar hefur skjald- kirtilshormóninn ótrúlega víðtæk áhrif á nánast alla starfsemi líkam- ans. Ef skjaldkirtiishormóninn er tekinn burtu fær fólk alls konar ein- kenni sem eru þó mismunandi eftir því á hvaða aldri viðkomandi ein- staklingur eru. Setjum svo að þú, lesandi góður, værir lagður á borð og skjaldkirtill- inn tekinn úr þér, þá myndirðu ekki finna neinn teljandi mun á líðan þinni næstu vikuna á eftir. Að þeim tíma liðnum yrðirðu bæði slappur og sljór, öll taugaviðbrögð yrðu hæg, hjart- sláttur yrði hægur og sömuleiðis meltingin, sem ylli svo aftur hægða- tregðu. Öll hugsun yrði hæg og þú yrðir hás og sí syfjaður. Eigi að síð- ur getur fólk lifað lengi án þess að hafa starfandi skjaldkirtil. Fái börn hins vegar ekki skjald- kirtilshormón meðan þau eru að vaxa og þroskast þá verða afleiðing- arnar mun hörmulegri. Skjaldkirtill- inn er algerlega nauðsynlegur fyrir þroska miðtaugakerfisins fyrstu vik- umar og mánuðina eftir fæðingu, heili barns og miðtaugakerfi þrosk- ast ekki eðlilega nema að þessi hormónn sé fyrir hendi. Fái börn ekki skjaidkirtilshormón á þessum tíma þá er það óbætanlegt, þau verða vangefnir dvergar. Þetta hefur verið kallað cretinism, sjúkdómur sem algengur var, einkum í Mið-Evr- ópu, allt þar til fyrir röskum tuttugu árum að aðferð fannst til þess að mæla skjaldkirtilshormón í blóði nýfæddra barna og gefa þeim sem hormóninn skorti lyfið thyroxin. Cretinismi (íslenska orðið skjald- vakaþurrð nær aðeins að hluta yfir þetta hugtak) hefur lengi verið þekktur. Á meginlandinu er joð- skortur, einkum í Mið-Evrópu, t.d. Ölpunum. Joð er hluti af skjaldkirt- ilsmólikúlinu, það má þvf ekki vanta. Það var ekki fyrr en á þessari öld, sem unnt var að mæla skjaldkirtils- hormóninn í blóði og þar með skilja til fullnustu hvað þarna var á ferð- inni. Fyrir nokkrum áratugum varð mönnum ljóst hve mikilvægt það væri að greina sem allra fyrst skort á þessum hormóni. Böm sem þjást af skorti á skjaldskirtilshormóni eru með auðþekkt einkenni. Þau eru slöpp og sljó, taugaviðbrögðin hæg, bandvefurinn verður líka slappur og þau fá oft kviðslit. Þau gráta hásri röddu og tunga þeirra verður oft stór og stendur út úr munninnum. Púlsinn er líka hægur og þau eru full af hægðum sem þeim gengur seint að koma frá sér. VAKT LÆKNARNIR Árni V. Þórsson og Þorvaldur Veigar Guðmundsson. FR> GRIMMUM ORLiiGUM LÍTIL bandarisk stúlka sem þjáist af meðfæddum skorti á skjaldkirtilshormóni. RÖSKUM tveimur mánuðum seinna leit litla stúlkan svona út eftir að hafa fengið viðeig- andi lyfjagjöf. Börn greind með skjaldvakaþurrð 1979-1993 Klíniskt ástand við síðustu skoðun Nr. Kyn Fæð. ár Dags. skoð. Aldur, ár Hæð sm Hæð Thyroxin SDS ufl/dap Þroska- mat 1 KK 1979 26.05.92 13,24 156,6 -0,2 150 . Eðlilegt 2 KvK 1979 15.04.93 13,36 170 1,6 175 Eðlilegt 3 KvK 1980 21.09.93 13,30 168,5 1,4 150 Eðlilegt 4 KK 1980 04.11.93 13,26 167,5 1,2 112 Væg seinkun 5 KK 1982 03.11.93 11,49 145,1 -0,4 125 Eðlilegt 6 KK 1982 01.02.94 11,65 148 -0,1 125 Eðlilegt 7 KvK 1985 18.01.94 8,34 128,3 -0,3 100 Eðlilegt 8 KK 1987 19.10.93 6,54 122,5 0,2 100 Eðlilegt 9 KvK 1987 17.12.93 6,58 122,5 P,4 75 Eðlilegt 10 KvK 1987 04.01.94 6,57 117 -0,8 100 Eðlilegt 11 KvK 1988 16.07.92 4,29 103,2 -0,5 75 Væg seinkun 12 KK 1988 28.12.93 5,27 113,7 -0,1 75 Eðlilegt 13 KvK 1990 09.02.94 3,83 101,5 -0,1 50 Eðlilegt 14 KK 1990 24.11.93 3,24 99,1 0,2 75 Eðlilegt 15 KvK 1991 08.12.93 2,14 85 -0,1 60 Eðlilegt 16 KvK 1991 11.01.94 2,22 94 1,6 50 Eðlilegt 17 KvK 1992 15.12.93 1,40 79 -0,5 50 Eðlilegt 18 KK 1992 26.01.94 1,49 86 1,1 50 Eðlilegt 19 KvK 1992 26.01.94 1,21 84 2,1 50 Eðlilegt 20 KvK 1993 11.01.94 0,71 69 -0,7 40 Eðlilegt 21 KvK 1993 08.12.93 0,27 64,5 1,2 40 Eðlilegt Meðfædd skjaldvakaþurrð Nýgengi við fæðingu um 1990 ::i Svíþjóð ■ ísland Finnland 1 Astralía IKanada Sviss ] Frakkland l Bandaríkin ] Austum'ki □ Danmörk 1/110000 1/6700 .........Belgia ] Tékkóslóvakía 1/5000 1/4000 ] Noregur 1/3300 1/2900 1/2500 Áður en mælingar á skjaldkirtils- hormóni hófust í blóði nýbura gekk læknum illa að finna þennan með- fædda skort fyrr en það var orðið of seint. Við fæðingu eru börn, sem haldin eru þessum skorti, í engu frá- brugðin alheilum börnum. í kringum árið 1976 komst mælingatækni á það stig að hægt var að mæla horm- óninn í einum blóðdropa í þerripapp- ír. Fyrsta rannsóknin af þessu tagi var gerð í Kanada. Hún stóð í nokkra mánuði og varð til þess að þó nokk- uð fannst af börnum sem skorti Skjaldkirtilshormón. Niðurstöður þessarar rannsóknar vöktu mikla athygli og urðu til þess að slík leit var fljótlega hafin annars staðar. Þann 1. janúar 1979 hófst slík leit hér á landi. Það var Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson, sem þá starfaði á rannsóknarstofu Landspítalans, sem kom þessu af stað hér. Leitinni að þeim, sem fæddust með skort á skjaldkirtilshormóni, var slegið saman við kembileit vegna annars sjúkdóms og sjaldgæfari, fenílketónmigu, sem kemur fyrir í 1/15.000 fæðingu. Skortur á skjaldkirtilshormóni greinist hins vegar í 1/3.200 fæðingu á íslandi. Fyrstu árin voru það Danir, sem rannsökuðu blóðsýnishornin úr ís- lenskum nýburum, en nú eru þessar rannsóknir gerðar hér hjá rannsókn- arstofu Landspítalans. Sparar verulegar fjárhæðir Læknarnir Árni Þórsson og Þor- valdur Veigar Guðmundsson hafa skrifað grein í Læknablaðið um meðfæddan skort á skjaldkirtils- hormónum hjá íslenskum börnum. Þar segir m.a.: „Leiða má líkur að því, að kembileitin hafi bjargað flest- um barnanna sem greindust frá heilaskaða og mismikilli þroskaheft- ingu og þar með sparað íslenska þjóðfélaginu verulegar fjárhæðir." I greininni kemur ennfremur fram að algengustu ástæðurnar fyrir með- fæddri skjaldavakaþurrð séu að kirt- illinn nær ekki að myndast eða vaxa eðlilega og að kirtill sem annars virð- ist eðlilegur getur ekki myndað hormón. Niðurstöður erlendra rann- sókna benda til að vöntun á kirtli sé ástæðan fyrir nálægt 80% tilfella ■ af meðfæddri skjaldvakaþurrð og að truflun á myndun hormóna sé ástæðan fyrir nálægt 20% tilfella. Alls voru 35 börn rannsökuð vegna hækkunar á TSH, en það efni örvar myndun. skjaldkirtilshormóns- ins og hækkar ef um vanstarfssemi er að ræða. Af þeim höfðu 12 eðli- lega starfsemi skjaldkirtils við end- urteknar rannsóknir. Tvö systkini greindust með tímabundna vanstarf- semi á skjöldungi. Alls greindist eins og fyrr sagði 21 barn með skjaldkirt- ilssjúkdóm. í árslok 1993 var líkams- vöxtur barnanna í öllum tilfellum eðlilegur. Tíu börn voru yfir meðal- hæð og ekkert barnanna var veru- lega undir meðalhæð eftir aldri. Lík- amsþroski og andlegur þroski barn- anna var metinn eðlilegur nema hjá tveimur börnum, en hjá þeim hefur komið fram væg seinkun í náms- þroska. Bæði þessi börn áttu við önnur alvarleg veikindi að stríða á fyrstu vikum ævinnar og greindust á þriðja og fjórða mánuði. í samtali við Árna V. Þórsson barnalækni sagði hann, að fátt væri gleðilegra en geta stuðiað að því að einstaklingur, sem áður hefði verið dæmdur til að verða vangefinn dvergur, geti nú vaxið og þroskast og orðið vel að manni. „Þetta er áhrifameira fyrir það að maður hef- ur þekkt einstaklinga, sem fengu þennan sjúkdóm skömmu áður en fyrrgreindar mælingar voru teknar upp og voru stórskaðaðir. Þeim mun stórkostlegra er að geta nú afstýrt slíkum örlögum með lyfjagjöf." í máli Arna kom fram að það væri yfirleitt ekki ættgengur galli að skjaldkirtil vanti í barn. „Myndun skjaldkirtilsins byrjar upp í tungu- rótum og svo færist hann niður og sest að lokum framan á hálsinn," sagði Árni. „Þroski kirtilsins getur staðnað á hvaða stigi sem er. Stund- um myndast hann að hluta til og getur þá framleitt eitthvað af horm- ónum, en ekki nóg. í öðrum og sjald- gæfari tilvikum myndast kirtillinn en getur ekki framleitt hormóna af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.